Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 35 cm verð 109.000,- 50 cm verð 159.000,- 70 cm verð 249.000,- Atollo Borðlampi – Opal gler Vico Magistretti 1977 CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Fréttamiðillinn Eurobserversegir frá því að í fyrra hafi 628.000 manns frá löndum utan Evrópusambandsins verið ólöglega innan sambandsins og þetta sé aukning um 10% frá fyrra ári.    Eftir hryðju-verkaöldu að undanförnu hafa ráðamenn lýst miklum áhyggjum af ástandinu og Macron forseti Frakklands hefur kallað eftir gagngerri endur- skoðun á Schengen-samstarfinu. Hann vill herða eftirlit á ytri landamærum sambandsins en vill líka styrkja samstarf um innra eft- irlit og öryggismál, en hefur ekki útskýrt nákvæmlega hvað í því ætti að felast.    Áhyggjur ráðamanna innanESB eru eðlilegar enda hefur verið vakin athygli á því að hryðjuverkamaðurinn sem lét til skarar skríða í Vín hafi, þrátt fyr- ir að hafa hlotið dóm í Austurríki fyrir að skipuleggja hryðjuverk, getað ferðast til Slóvakíu til að reyna að kaupa skotfæri í AK-47- hríðskotariffil, sem virðist reyndar ekki hafa tekist, skotfærin fékk hann annars staðar.    Svipuð dæmi um ferðir hryðju-verkamanna yfir landamæri Schengen-svæðisins hafa komið upp og ljóst má vera að ekki þarf hátt hlutfall þeirra sem dvelja ólöglega innan svæðisins að hafa illt í huga til að illa geti farið.    Nú hlýtur að verða að vega ogmeta mögulegan ávinning af vegabréfalausum ferðum innan Schengen-svæðisins á móti hætt- unni af því að hryðjuverkamenn misnoti þetta fyrirkomulag til ódæðisverka. Emmanuel Macron Óþarft að auðvelda illvirkjum ódæðin STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Birgir Már Pétursson, fv. héraðsdómari og sýslumaður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. október síðastliðinn, á 81. aldursári. Már fæddist 11. des- ember árið 1939 á Guð- laugsstöðum í Blöndu- dal í A-Húnavatns- sýslu, sonur Huldu Pálsdóttur, kennara og húsfreyju á Höllustöð- um, og Péturs Péturs- sonar, hreppstjóra og bónda þar. Már varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1960 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1967. Hann stundaði framhaldsnám í réttarfari, félagsrétti og skaðabótarétti við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1969-1970. Sótti jafnframt fyrirlestra í stjórnmálafræði við sama skóla og kynnti sér starfsemi dómstóla í Dan- mörku og Suður-Svíþjóð. Á námsárum sínum vann Már á sumrum á jarðvinnsluvélum í Húna- þingi og síðar sem veiðieftirlitsmaður og erindreki Framsóknarflokksins. Að námi loknu hóf hann störf sem fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði og sýslumanns Gullbringu- og Kjósar- sýslu frá 1967 til 1972. Már var hér- aðsdómari í Hafnarfirði 1972 til 1987 og bæjarfógeti í Hafnarfirði, Garða- bæ og á Seltjarnarnesi og sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu frá 1987 til 1992. Þá var Már skipaður héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykjaness og gegndi því embætti til 1997. Eftir það sinnti hann ýmissi lögfræðilegri ráðgjöf, einkum fyrir Bændasamtök Íslands, til starfsloka 2008. Már var virkur í fé- lagsmálum og stjórn- málum. Gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn og átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum á há- skólaárum sínum og síðar fyrir Reykjavíkurborg og Hafnarfjörð. Hann var formaður hinnar ís- lensku Víetnamnefndar 1967-8, Sam- taka herstöðvaandstæðinga 1971- 1972, Dómarafélags Reykjavíkur og BHMR, svo dæmi séu tekin af for- mennsku hans. Már átti einnig sæti í kjaradómi og var um skeið vara- dómari í Landsdómi. Hann ritaði fjölda greina um þjóðmál í blöð og tímarit. Eftirlifandi eiginkona Más er Sig- ríður Jósefsdóttir lögfræðingur. Már verður jarðsunginn miðvikudaginn 11. nóvember kl. 15 frá Víðistaða- kirkju, að viðstöddum nánustu að- standendum og vinum. Andlát Már Pétursson Huawei Sweden AB gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjar- skiptalaga sem er til meðferðar á Al- þingi. ADVEL lögmenn hafa sent umsögn fyrir hönd svæðisskrifstofu kínverska tæknirisans í Svíþjóð til umhverfis- og samgöngunefndar. Bent er á að enn sé gert ráð fyrir að ráðherra geti með reglugerð útilokað búnað framleiðenda frá ríkjum sem standa utan öryggissamstarfs Ís- lands eða Evrópska efnahagssvæð- isins. Ekki sé gert ráð fyrir aðkomu sérfróðra aðila eða hagsmunaaðila, eins og fjarskiptafyrirtækja, að því að skilgreina hvað teljist vera við- kvæmur hluti farnets eða fram- kvæmd eiginlegs öryggismats. Einkum tveir framleiðendur bún- aðar þjónusti íslensk fjarskipta- fyrirtæki, þ.e. Huawai og Ericson. „Ef annar þessara framleiðenda væri útilokaður frá íslenskum markaði myndi það leiða til þess að hinn fram- leiðandinn öðlaðist í raun einokunar- stöðu á markaði. Ekki þarf að fjöl- yrða um hvaða afleiðingar það gæti haft á kostnað íslenskra fjarskipta- fyrirtækja og þannig neytenda í land- inu. Að sama skapi kunna slíkar ákvarðanir að fela í sér alvarleg áhrif á samkeppnisstöðu einstakra fyrir- tækja á íslenskum fjarskiptamark- aði.“ Gagnrýnt er að gert sé ráð fyrir að umsögn ráðherra sem fara með utan- ríkis- og varnarmál, almannavarnir og löggæslu verði undanþegin upp- lýsingarétti almennings. Enga um- fjöllun sé að finna um hvernig ákvæð- ið samrýmist íslenskri réttarskipan og réttindum borgaranna eða hvernig meta eigi öryggishagsmuni. „Verður að setja spurningarmerki við hvort svo viðamikil takmörkun á almennum réttindum borgara eða aðila máls samræmist hugmyndum um réttar- öryggi og lýðræði.“ omfr@mbl.is Huawei gagnrýnir fjarskiptafrumvarp  Getur haft alvarleg áhrif á kostnað fjarskiptafyrirtækja og neytenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.