Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Stóra málið fyrir mér er að það er verið að setja gríðarlegt fjármagn inn í þann hluta kerfisins sem þarf ekki á því að halda,“ segir Kristrún Frosta- dóttir, aðalhag- fræðingur Kviku. Vísar hún þar til efnahagsaðgerða stjórnvalda og Seðlabankans í kjölfar heimsfar- aldurs kórónu- veiru. Að hennar sögn hefur aukið fjármagn innan kerfisins ekki ratað til réttra aðila. Þannig heldur fyrirtækjum, sem ekki hafa fengið nauðsynlegt fjármagn, áfram að blæða. Þar á meðal eru veitinga- staðir og ferðaþjónustufyrirtæki. Bendir Kristrún á að rúmlega 100 milljarðar króna hafi bæst við skuld- ir heimilanna frá því í mars. „Seðla- bankinn hefur sjálfur greint frá því að þetta séu heimili sem standa bet- ur en meðaltalið í lánabókum bank- anna. Þetta er innspýting fjármagns til aðila sem þurfa ekkert á því að halda. Nýir peningar í umferð hefðu átt að örva þann hluta hagkerfisins sem lenti í áfalli,“ segir Kristrún sem kveðst hafa áhyggjur af ástandinu. Nær ekkert fer til fyrirtækja Undanfarna mánuði hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að bregð- ast við erfiðu ástandi sökum kórónu- veiru. Í kjölfar faraldursins voru við- skiptabankarnir jafnframt nýttir til að miðla fjármagni, sem nýtast átti fyrirtækjum í rekstrarörðugleikum. Segir Kristrún að það hafi verið mis- tök að treysta nær alfarið á mark- aðinn við að koma fjármagni til fyr- irtækja í tekjustoppi. „Ríkið hefði átt að setja peningana beint inn í fyrirtækin. Bankarnir hafa engar viðskiptalegar forsendur til að veita slík lán og eru þar af leið- andi í erfiðri stöðu. Þeir hafa ekkert til að miða við varðandi tekjuflæði í framtíðinni. Þess vegna hefur fjár- magnið farið í húsnæðislán,“ segir Kristrún og bætir við að langstærst- ur hluti aukins fjármagns í umferð hafi farið í húsnæðislán. „Bankarnir hafa stækkað um 330 milljarða frá upphafi veirunnar. Af þeim hafa um 200 milljarðar farið í húsnæðislán og 90 milljarðar í ríkisvíxla. Loks hafa um 30 milljarðar farið til fyrirtækja, sem er auðvitað ekki neitt.“ Margir verða gjaldþrota Að hennar sögn miðast svigrúm til aðgerða við umsvif í hagkerfinu og nýtingu á nýju peningamagni. Þá hafi fjármagnið farið inn á eigna- markað, þar sem fjármagn skorti ekki. Þannig minnki svigrúmið til að styðja við fyrirtæki sem glíma við tekjuhrun. „Ég er hrædd um að það hafi verið gengið á dýrmætt svigrúm með því að setja svona mikið fjár- magn inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta var mjög vanhugsuð aðgerð. Það þarf að fara í beinar fjárveiting- ar til geiranna sem líða fyrir sótt- varnir,“ segir Kristrún og bætir við að staðan í ferðaþjónustunni sé graf- alvarleg. Lítið hafi verið gert fyrir fyrirtækin auk þess sem stutt er þar til umrædd fyrirtæki þurfa að standa skil á frestuðum gjöldum. „Það eru svona 40 til 50 milljarðar sem sitja á ferðaþjónustunni. Þessar frestanir hafa skapað mjög falska stöðu í kerfinu. Nú þegar hefur um helmingur starfa tapast og það virð- ist vera lítill vilji til að varðveita störf innan geirans. Á sama tíma á að keyra í gang verkefni til að skapa störf. Það er ekkert að þessum óvirku störfum þótt við viljum sjá vöxt í öðrum greinum. Þú eyðileggur ekki undirliggjandi getu þótt þú vilj- ir vaxa annars staðar. Það er verið að hola efnahagsreikninga fyrirtækj- anna að innan og hættan er sú að það verði ekki viðspyrnugeta þegar að því kemur,“ segir Kristrún. Aðgerðir stjórnvalda vanhugsaðar  Fjármagn hefur ekki ratað til réttra aðila  Stærstur hluti aukins fjármagns í umferð hefur farið í húsnæðislán  Fjölmörg fyrirtæki munu fara í þrot að óbreyttu  Staðan í kerfinu gefur falska mynd Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur Fáir hafa verið á ferli í miðbæ Reykjavíkur í faraldrinum og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru í vanda. Kristrún Frostadóttir Komdu í BÍLÓ! M.BENZ E 350E AVANTGARDE Nýskráður 05/2018, ekinn 21 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur, widescreen stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur o.fl. TILBOÐSVERÐ 6.290.000 kr. Raðnúmer 251514 VW PASSAT GTE Nýskráður 05/2018, ekinn 17 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur, stafræntmælaborð, leiðsögukerfi, leðursæti o.fl. Verð 4.990.000 kr. Raðnúmer 251852 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is NÝ HEIMASÍÐA: BILO.IS– ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – AUDI A3 E-TRONDESIGN Nýskráður 08/2018, ekinn 30 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi, 18“ Design álfelgur o.fl. Verð 4.490.000. Raðnúmer 251865 M.BENZ E 300DE AMG-line Nýskráður 02/2019, ekinn 21 Þ.km, dísel &raf- magn , sjálfskiptur. Glerþak, widescreen stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi o.fl. TILBOÐSVERÐ 7.990.000 kr. Raðnúmer 251568 M.BENZ C 300e 4MATIC AMG-line Nýskráður 01/2020, ekinn 11 Þ.km, bensín & rafmagn, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Stafrænt mælaborð, dráttarkrókur o.fl. Verð 8.490.000 kr. Raðnúmer 251752 PLUG IN HYBRID Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útganga Breta úr Evrópusamband- inu um áramót hefur haft mikil áhrif á strandríkjafundum haustsins um stjórnun veiða úr deilistofnum, en þar hafa Bretar tekið sæti sem sjálfstætt strandríki. Niðurstaða náðist ekki á fundi um makríl og verður fundað á ný ekki síðar en 25. nóvember. Varð- andi norsk-íslenska síld var ákveðið að setjast niður í janúar til að ræða stöðu Evrópusambandsins og hvort skilgreina eigi sambandið sem strandríki eða veiðiríki í síld. Ekkert heildarsamkomulag hefur verið í gildi síðustu ár um veiðar á deilistofnum í Norðaustur-Atlantshafi. „Á fundinum um norsk-íslenska síld fór nokkur umræða fram um strandríkisstöðu einstakra aðila en eftir útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu er ljóst að Evrópusam- bandið, sem fékk viðurkenndan strandríkishlut í samningum strand- ríkjanna frá 1996 og síðan aftur árið 2007, telst ekki lengur vera strand- ríki. Þetta mál var ekki útkljáð á fundinum en Noregur, sem boðandi þessa fundar, mun kalla til sérstaks aukafundar í janúar þar sem þetta mál verður útkljáð,“ sagði í frétt á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins í lok október. Veiði umfram ráðgjöf Kristján Freyr Helgason, formað- ur íslensku sendinefndarinnar í við- ræðum um deilistofna, segir að til að teljast strandríki þurfi fiskurinn, ungur eða gamall, að vera á ein- hverjum tímapunkti í lögsögu þess. Hann segir að hlutdeild ESB í veið- um á norsk-íslenskri síld hafi verið 6,51% samkvæmt samningi frá 2007, en síldin hafi lítið sem ekkert veiðst í lögsögu ESB síðustu ár. Á sama tíma geri bæði Færeyingar og Norðmenn kröfu um aukinn hlut. Frá árinu 2015 hafa stofnar kol- munna og norsk-íslenskrar síldar verið veiddir án heildarsamkomulags um skiptingu og hefur árleg veiði því verið um 20-30% umfram ráðgjöf, segir í frétt ráðuneytisins. Líkt og fyrri ár skiluðu fundirnir í ár engum árangri öðrum en þeim að aðilar sam- þykktu að við setningu einhliða kvóta skuli miða við heildarafla í samræmi við gildandi aflareglur og ráðgjöf ICES. Aukin óvissa í makríl við útgöngu Breta Samkomulag Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja frá árinu 2014 um stjórnun makrílveiða rennur út í árslok og tók Bretland nú þátt í mak- rílviðræðum í fyrsta sinn sem sjálf- stætt strandríki. Norðmenn hafa í ár veitt 90% af makrílafla sínum í haust á bresku hafsvæði og 70-80% síðustu ár. Þeir vita ekki frekar en aðrir hvernig samningar verða á milli ESB og Bretlands við útgöngu Breta um áramót. Í makrílnum er því mikil óvissa um þróun mála vegna Brexit og ekkert liggur fyrir um hvort þriggja ríkja samkomulagið verður framlengt eða hvort Bretar verða aðilar að því. Samkvæmt því samkomulagi skiptu ESB, Noregur og Færeyjar á milli sín 84,6% af ráðgjöf ICES, en skildu 15,6% eftir fyrir Ísland, Grænland og Rússland. Brexit sveif yfir fundum  Makrílfundi frestað  Staða ESB sem strandríkis í síld rædd í janúar Stjórnun Makrílveiðar hafa verið deiluefni og svo er um fleiri deilistofna. Norsk-íslenska síldin hefur verið óvenju lengi í íslenskri lögsögu í haust. Færeysk skip eru enn að veiðum á Austfjarðamiðum og í gær voru Finnur Fríði, Nordborg, Christian í Grótinum og Fagraberg þar að veiðum. Fær- eyingar hafa landað yfir 60 þúsund tonnum af síld úr íslenskri lögsögu í ár. Íslensk skip hafa lokið síldveiðum ársins og munu næst huga að kol- munnaveiðum. Færeyingar á miðunum NORSK-ÍSLENSKA SÍLDIN ENN FYRIR AUSTAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.