Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er ótrúleg stífni hjá borgar- stjóra að vilja ekki tryggja framtíð- arsvæði hestamanna í Víðidal með lóðarleigusamningum til 50 ára og uppkaupsákvæðum að leigutíma loknum eins og gildir alls staðar ann- ars staðar,“ sagði Sigurbjörn Magn- ússon, lögmaður, hestamaður og hesthúseigandi í Víðidal. Hann hef- ur jafnframt gætt hagsmuna Félags hesthúseigenda í Víðidal. Deilur um ólíka lóðarsamninga vegna hesthúsa í Reykjavík, þ.e. í Faxabóli, Víðidal og Almannadal, hafa staðið lengi. Sigurbjörn sagði að engin málefnaleg rök væru fyrir afstöðu borgarinnar, nema að hún gæti hugsað sér að leggja Víðidalinn undir íbúðabyggð. Sigurbjörn sagði að hesthúsin í Víðidal hefðu gengið kaupum og söl- um mörgum sinnum síðan þau voru byggð á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Mismunun í lóðarleigusamningum í upphafi um það hvort borgarsjóður keypti mannvirki á lóðunum eða ekki að samningstíma loknum geti ekki verið grundvöllur fyrir neitun borg- arráðs í dag um breytt ákvæði lóðar- leigusamninganna. „Árið 1986 gerði Reykjavíkurborg 50 ára samninga með uppkaups- ákvæðum um öll önnur hesthús og mannvirki í Faxabóli á Fákssvæðinu, sem er nánast sama svæðið og Víði- dalur,“ sagði Sigurbjörn. Hann sagði að hesthúseigendur í Víðidal gætu ekki fallist á að það væru lögfræðileg eða málefnaleg rök fyrir mismunandi lóðarleigusamningum í Víðidal og Faxabóli né heldur fyrir höfnun borg- arráðs á samræmingu lóðarleigu- samninga varðandi uppkaupsákvæði og gildistíma sambærilegra húsa á sama svæði. Sigurbjörn minnti á orð Sigurborg- ar Óskar Haraldsdóttur, formanns skipulags- og samgönguráðs, á liðnu sumri um að það gæti þurft að tak- marka umferð bíla og ríðandi fólks í Heiðmörk á komandi árum. „Yfirlýs- ingu borgarstjóra um að Víðidalurinn verði hestasvæði til frambúðar ber í ljósi framangreinds að taka með fyr- irvara, bæði með það að borgin vilji ekki binda hendur sínar til frambúðar og að takmarka eigi umferð hesta- manna í Heiðmörkinni,“ sagði Sigur- björn. Hann sagði sporin úr Elliðaár- dal og úr Kópavogi hræða. Þar umlukti íbúðabyggð hestasvæði og hestamenn voru síðan hraktir á brott. Sigurbjörn sagði að hesthúseig- endur og hestamenn í Víðidal myndu halda baráttu sinni áfram fyrir því að fá sambærilega lóðarleigusamninga og gilda fyrir hesthúsin í Faxabóli og í Almannadal. „Frambjóðendur verða krafðir um skýr svör hvað þetta varðar fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar árið 2022,“ sagði Sigur- björn. Ósáttir við ólíka samninga  Eigendur hesthúsa í Víðidal vilja sitja við sama borð og aðrir eigendur hesthúsa  Taka yfirlýsingu með fyrirvara Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðidalur Þar er fjöldi hesthúsa en lóðarsamningarnir ekki allir eins. Sigurbjörn Magnússon „Við hefðum viljað sjá lausnamið- aða nálgun hjá borginni og einhvern sáttavilja í þessu máli,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, varðandi lóð- arsamningana í Víðidal. Hún sagði mikilvægt að auka jafn- ræði á milli svæða hestamanna. Minnihluti borgarráðs gerði bókun þegar meirihlutinn hafn- aði því að breyta lóðarleigu- samningunum til samræmis við aðra lóðarleigusamninga vegna hesthúsa hinn 25. júní sl. Þar sagði m.a.: „Það er mikilvægt að tryggja framtíð þessa hest- húsasvæðis og auka jafnræði aðila á svæðinu. Það er miður að borgarstjórnarmeirihlutinn geti ekki nálgast þetta með við- eigandi lausn í huga og tryggt þetta mikilvæga græna svæði tli framtíðar.“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókaði einnig og tók undir sjón- armið hestamanna í Víðidal um að jafnræðis yrði gætt. Hefðu viljað sjá sáttavilja MINNIHLUTI BORGARRÁÐS Hildur Björnsdóttir Matur SMARTLAND MÖRTU MARÍU Skipholti 29b • S. 551 4422 SKOÐIÐ LAXDAL.IS DRAUMAJÓLAGJÖF VÖNDUÐ OG HLÝ DÚNÚLPA Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjateigi 5 // 581 214 // hjahrafnhildi.is SKOÐIÐ hjahrafnhildi.is FALLEGAR YFIRHAFNIR Hljóðvarnir • Veiruvarnir • Eldvarnir • Reykvarnir Upplýsingar í síma 692 7909 protak@protak.is • virusvarnir@protak.is • virusvarnir.is Langtíma NANO yfirborðsvörn gegn covid Drepur allar veirur og bakeríur í allt að 7-10 daga Nokkurs konar bólusetning á yfirborðið Pantanir og upplýsingar í síma 692 7909 og protak@protak.is • Opið allan sólarhringinn Við mætum á staðinn, sótthreinsum og berum á veiruvarnir. Einnig alla aðra sameiginlega snertifleti • Skrifstofuhúsnæði • Stimpilklukkur • Kaffistofur • Tölvur • Lyftuhús • Stigaganga • Íbúðarhúsnæði Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.