Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 12
Mæðgur Tinna og Viktoría Lind dóttir hennar á blómstrandi akri heima í Árósum í Danmörku, þar sem þær búa.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g var ekki nema sex
ára þegar ég byrjaði
að prjóna og hef ekki
stoppað síðan. Ég
hafði góðar fyrir-
myndir því mamma og amma hafa
báðar prjónað mikið alla tíð. Ég
elska reyndar alla handavinnu og
ég menntaði mig á áhugasviðinu,
ég er menntaður textílkennari og
fatahönnuður. Ég kenndi í skólum
í Noregi og í einum þeirra var ég
yfir handavinnudeildinni. Mér
finnst frábærlega gaman að kenna
öðrum að prjóna,“ segir Tinna
Laufdal sem býr núna í Árósum í
Danmörku ásamt manni sínum og
ungri dóttur, en hún ætlar að fara
af stað með prjónanámskeið á net-
inu nk. mánudag. „Þetta er ætlað
fólki á öllum aldri en það er sniðið
að byrjendum, þótt það nýtist líka
þeim sem kunna grunn í prjóni en
hafa kannski aldrei prjónað peysu.
Á námskeiðinu lærir fólk að
prjóna húfu og peysu, barna eða
fullorðins. Með þessum hætti get-
ur fólk lært að prjóna þar sem það
situr heima hjá sér. Auk þess
styttist í jólin og það er gaman að
prjóna til að gefa í jólagjöf. Svo er
líka umhverfisvænt að búa sjálfur
til sín klæði.“
Tinna segir að margir hafi
leitað til hennar í gegnum árin,
fólk á öllum aldri sem hefur þurft
leiðbeiningu í prjóni eða hekli. „Ég
veit ekki hversu mörgum klukku-
tímum ég hef varið á myndspjalli á
facebook við að leiðbeina fólki sem
hefur vantað hjálp, fjölskyldu og
vinum, en líka vinum vina minna.
Ég nýt þess að kenna fólki að prjóna
Tinna Laufdal býr í Danmörku en hún ætlar að
bjóða fólki að læra að prjóna á netinu, eða rifja upp
gamla takta, og skella í húfu eða peysu. Eftirspurn
eftir barnafatnaði sem Tinna prjónaði og heklaði
sjálf á dóttur sína varð svo mikil á sínum tíma að
hún opnaði vefverslunina Tiny Viking.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Íþessari viku fundu börnaf leikskóla í Danmörkurisaskjaldböku á göngu
sinni eftir ströndinni á Suður-
Jótlandi. Hóað var í tvo ráðu-
nauta frá náttúrufræðistofnun
sem staðfestu að skjaldbaka
þessi væri leðurbaks-
skjaldbaka hverrar heimkynni
eru í Kyrrahafinu við strendur
Mexíkó. Tekið skal fram að
skjaldbakan hafði þegar týnt
lífinu þegar börnin gengu
fram á hana. Fyrir kvenkyns
pandabjörninn Fu Bao, sem
kom í heiminn fyrir rúmum
hundrað dögum í dýragarði í
Suður-Kóreu, var haldin sér-
stök athöfn í tilefni þess að
nafn hennar var gert opinbert.
Þó nokkuð gekk á þegar flytja
þurfti storka í sitt vetrarrými í
dýragarði í Prag í Tékklandi,
þeir voru ekki á því að láta ná
sér.
Fréttir úr heimi dýranna
Ekki einasta í mannheimum gengur á ýmsu þessi misserin, blessuð dýrin þurfa líka að tak-
ast á við hitt og þetta í amstri hversdagslífsins. Hér gefur að líta nokkrar myndir frá ólíkum
hornum veraldar af lífi (og dauða) dýranna sem ýmist lifa villt eða í dýragörðum.
Undur og stórmerki Börnin voru að vonum spennt þegar þau gengu fram á risaskjaldböku í
fjöruferð á Jótlandi. Athygli vekur að sá sem lyftir skolti bökunnar er í íslenskri lopapeysu.
Krútt Pandabirnir eru óskaplega vinsælir hjá mannfólkinu
enda krúttlegir með eindæmum. Hér er hin unga Fu Bao.
FJÖLHÆFUR OG
FRÁBÆRLEGA HOLLUR
Vissir þú að möguleikar KEFIR í matargerð eru nánast endalausir?
Njóttu hollustunnar sem KEFIR hefur upp á að bjóða með því nota
drykkinn út á morgunkorn eða múslí, í hvers konar smúðinga,
næturhafra, brauð og bakstur, jafnvel til ísgerðar. Hann er líka
frábær einn og sér enda stútfullur af góðgerlum og margvíslegum
nauðsynlegum bætiefnum.
KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI