Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 12
Mæðgur Tinna og Viktoría Lind dóttir hennar á blómstrandi akri heima í Árósum í Danmörku, þar sem þær búa. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g var ekki nema sex ára þegar ég byrjaði að prjóna og hef ekki stoppað síðan. Ég hafði góðar fyrir- myndir því mamma og amma hafa báðar prjónað mikið alla tíð. Ég elska reyndar alla handavinnu og ég menntaði mig á áhugasviðinu, ég er menntaður textílkennari og fatahönnuður. Ég kenndi í skólum í Noregi og í einum þeirra var ég yfir handavinnudeildinni. Mér finnst frábærlega gaman að kenna öðrum að prjóna,“ segir Tinna Laufdal sem býr núna í Árósum í Danmörku ásamt manni sínum og ungri dóttur, en hún ætlar að fara af stað með prjónanámskeið á net- inu nk. mánudag. „Þetta er ætlað fólki á öllum aldri en það er sniðið að byrjendum, þótt það nýtist líka þeim sem kunna grunn í prjóni en hafa kannski aldrei prjónað peysu. Á námskeiðinu lærir fólk að prjóna húfu og peysu, barna eða fullorðins. Með þessum hætti get- ur fólk lært að prjóna þar sem það situr heima hjá sér. Auk þess styttist í jólin og það er gaman að prjóna til að gefa í jólagjöf. Svo er líka umhverfisvænt að búa sjálfur til sín klæði.“ Tinna segir að margir hafi leitað til hennar í gegnum árin, fólk á öllum aldri sem hefur þurft leiðbeiningu í prjóni eða hekli. „Ég veit ekki hversu mörgum klukku- tímum ég hef varið á myndspjalli á facebook við að leiðbeina fólki sem hefur vantað hjálp, fjölskyldu og vinum, en líka vinum vina minna. Ég nýt þess að kenna fólki að prjóna Tinna Laufdal býr í Danmörku en hún ætlar að bjóða fólki að læra að prjóna á netinu, eða rifja upp gamla takta, og skella í húfu eða peysu. Eftirspurn eftir barnafatnaði sem Tinna prjónaði og heklaði sjálf á dóttur sína varð svo mikil á sínum tíma að hún opnaði vefverslunina Tiny Viking. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Íþessari viku fundu börnaf leikskóla í Danmörkurisaskjaldböku á göngu sinni eftir ströndinni á Suður- Jótlandi. Hóað var í tvo ráðu- nauta frá náttúrufræðistofnun sem staðfestu að skjaldbaka þessi væri leðurbaks- skjaldbaka hverrar heimkynni eru í Kyrrahafinu við strendur Mexíkó. Tekið skal fram að skjaldbakan hafði þegar týnt lífinu þegar börnin gengu fram á hana. Fyrir kvenkyns pandabjörninn Fu Bao, sem kom í heiminn fyrir rúmum hundrað dögum í dýragarði í Suður-Kóreu, var haldin sér- stök athöfn í tilefni þess að nafn hennar var gert opinbert. Þó nokkuð gekk á þegar flytja þurfti storka í sitt vetrarrými í dýragarði í Prag í Tékklandi, þeir voru ekki á því að láta ná sér. Fréttir úr heimi dýranna Ekki einasta í mannheimum gengur á ýmsu þessi misserin, blessuð dýrin þurfa líka að tak- ast á við hitt og þetta í amstri hversdagslífsins. Hér gefur að líta nokkrar myndir frá ólíkum hornum veraldar af lífi (og dauða) dýranna sem ýmist lifa villt eða í dýragörðum. Undur og stórmerki Börnin voru að vonum spennt þegar þau gengu fram á risaskjaldböku í fjöruferð á Jótlandi. Athygli vekur að sá sem lyftir skolti bökunnar er í íslenskri lopapeysu. Krútt Pandabirnir eru óskaplega vinsælir hjá mannfólkinu enda krúttlegir með eindæmum. Hér er hin unga Fu Bao. FJÖLHÆFUR OG FRÁBÆRLEGA HOLLUR Vissir þú að möguleikar KEFIR í matargerð eru nánast endalausir? Njóttu hollustunnar sem KEFIR hefur upp á að bjóða með því nota drykkinn út á morgunkorn eða múslí, í hvers konar smúðinga, næturhafra, brauð og bakstur, jafnvel til ísgerðar. Hann er líka frábær einn og sér enda stútfullur af góðgerlum og margvíslegum nauðsynlegum bætiefnum. KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.