Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Rekstur hjúkrunarheimila - þjónusta við aldraða
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
lega ekki á þessum erfiðu tímum í
rekstri sveitarfélaga þegar endur-
skoða þarf öll útgjöld. Sjúkratrygg-
ingar hafa óskað eftir því að sveit-
arfélögin haldi rekstrinum áfram í
átta mánuði, eftir að uppsögn tekur
gildi, í tilviki Vestmannaeyja og
Hornafjarðar, fram í ágúst eða sept-
ember. Forsendan er sú að þá muni
liggja fyrir niðurstaða úr vinnu verk-
efnahóps heilbrigðisráðherra sem er
að greina raunverulegan kostnað við
rekstur hjúkrunarheimila og vænt-
anlega þá aðgerðir ríkisins í kjölfar-
ið.
Vestmannaeyjabær og Sveitar-
félagið Hornafjörður eru í viðræðum
við Sjúkratryggingar Íslands um
málið. Matthildur Ásmundardóttir,
sveitarstjóri á Höfn, segir að ef hægt
verði að hafa reksturinn á núlli
næsta árið sé sveitarfélagið til í
framlengingu. Telur hún ekki líklegt
að samningar náist. Íris Róberts-
dóttir, bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum, telur framlengingu ekki góð-
an kost fyrir sveitarfélagið, eins og
staðan er í dag. Þótt bæjarstjórarnir
vilji ekki fara út í efnisatriði samn-
ingaviðræna má ráða af orðum
þeirra að Sjúkratryggingar séu ekki
tilbúnar til að ábyrgjast skaðleysi
sveitarfélaganna af framlengingu
samninga.
Má því búast við að verkefni Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands aukist
verulega í byrjun næsta árs, það er
að segja ef henni verður falið að taka
að sér rekstur hjúkrunarheimilanna
Skjólgarðs og Hraunbúða, með alls
65 hjúkrunarrými.
Þarf að finna leiðir
Þeir sem standa að stórum sjálfs-
eignarstofnunum ætla að reyna að
þrauka í eitt ár til viðbótar, að því er
fram kom í einni Morgunblaðsgrein
Gísla Páls Pálssonar, forstjóra
Grundarheimilanna og formanns
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu. Ljóst er að þessar stofnanir
geta ekki hleypt sér í miklar skuldir
til að greiða niður rekstur sem ríkið
á að kosta. Til tals hefur komið með-
al sjómannasamtakanna sem standa
að Hrafnistu hvort hægt væri að
breyta heimilum í íbúðir og leigja
eða selja. Það er dæmi um hugsun
sem læðist að ábyrgu fólki sem þarf
ekki aðeins að gæta hagsmuna heim-
ilismanna heldur einnig þeim eign-
um sem því hefur verið treyst fyrir.
Aðrir hafa nefnt ferðaþjónustu í
þessu sambandi en hún er ekki málið
í dag.
Hvar lenda þessi heimili annars
staðar en hjá ríkinu, þegar staðan í
rekstrinum er með þessum hætti?
Jón Helgi Björnsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
og hjúkrunarheimilisins Hvamms á
Húsavík, segir almennt ekki gott að
Sveitarfélög lögð á flótta
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp þjónustusamningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila
Stjórnarformaður Sóltúns telur skynsamlegt að nota einkaframkvæmd við uppbyggingu í framtíð
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrunarheimilið Seljahlíð Heimilisfólk og starfsfólk fór í svokallaða þríeykisgöngu í kringum heimilið í sumar, þegar kórónuveirufaraldrinum slotaði
um hríð. Gangan var til heiðurs Þórólfi, Ölmu og Víði. Íbúar hjúkrunarheimila verða sífellt veikari þegar þeir flytja inn á heimilin og dvelja þar skemur.
Jón Helgi
Björnsson
Matthildur
Ásmundardóttir
Þórir
Kjartansson
María Fjóla
Harðardóttir
Íris
Róbertsdóttir
SJÁ SÍÐU 20
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flótti er brostinn á meðal samstarfs-
aðila ríkisins í rekstri hjúkrunar-
heimila. Nokkur sveitarfélög treysta
sér ekki til að greiða með rekstr-
inum lengur og stórar sjálfseign-
arstofnanir eru einnig að hugsa sinn
gang. Stjórnarformaður Öldungs hf.,
sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún,
telur að ríkið ráði ekki við að byggja
upp jafnmörg hjúkrunarrými og
þörf verður á í framtíðinni með því
fyrirkomulagi sem hefur verið. Kerf-
ið sé of þungt í vöfum. Skynsamlegt
sé að láta einkafyrirtæki um hluta
uppbyggingarinnar.
Rekstraraðilar hjúkrunarheimila
skrifuðu allir undir nýja þjónustu-
samninga við Sjúkratryggingar Ís-
lands í lok árs 2019. Fram hefur
komið áður að margir skrifuðu undir
með óbragð í munni. Hjúkrunar-
heimilin höfðu verið rekin allt árið
2019 án samnings þótt samtök
þeirra hefðu ítrekað óskað eftir
samningum. Í fjárlögum ársins 2019
var fjárveiting vegna aukinnar
hjúkrunarþyngdar sem átti að deila
á milli heimilanna en það var ekki
hægt nema samningar væru í gildi.
Hjúkrunarheimilin skrifuðu undir til
að sú fjárveiting félli ekki dauð nið-
ur. Töldu betra að fá það en ekkert. Í
þessum samningum er sex mánaða
uppsagnarfrestur sem sveitarfélög
hafa verið að nýta sér að und-
anförnu.
Ekki líkur á framlengingu
Mörg sveitarfélög hafa verið að
greiða með rekstri hjúkrunarheim-
ila, vegna lágra daggjalda, þótt við-
urkennt sé að verkefnið sé heilbrigð-
isþjónusta og á verksviði ríkisins en
ekki sveitarfélaga. Akureyrarbær
hefur sagt sig frá rekstri öldrunar-
stofnana og losnar um áramót. Bær-
inn gaf ekki kost á framlengingu.
Vestmannaeyjabær og Sveitarfélag-
ið Hornafjörður sögðu samningum
upp á svipuðum tíma og eiga að losna
um eða upp úr áramótum. Fjarða-
byggð hefur einnig sagt upp sínum
þjónustusamningi við ríkið og tekur
uppsögnin gildi 1. apríl. Fleiri sveit-
arfélög fylgjast með þróuninni en
hafa ekki tekið ákvörðun um fram-
haldið, eftir því sem best er vitað.
Öll hafa sveitarfélögin í raun
áhuga á að sinna þessari nærþjón-
ustu við íbúana, en ekki á þeim for-
sendum sem nú eru gefnar. Sérstak-