Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 24

Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Joe Biden var nánast með sigur í bandarísku forsetakosningunum í hendi sér í gærkvöldi en þá var lít- ilræði atkvæða enn ótalið, aðallega utankjörfundaratkvæði sem tíma- frekt hefur reynst að telja. Dagar Donalds Trumps í embætti þóttu taldir en hann hefur ekki tekið í mál að játa ósigur og endurtók í gær að verið væri að reyna að stela kosningunum. Niðurstaðan eru tvísýnar og spennuþrungnar kosningar sem fram fóru sl. þriðjudag. Allt leit út fyrir að úrslit fengjust seint í gær- kvöldi eða í morgun í fjórum ríkj- um sem réðu úrslitum um dreifingu kjörmanna, sem velja forsetann síð- ar í haust í samræmi við úrslit kjörmannakjörsins. Þróun atkvæðatalningarinnar snerist Biden mjög í hag síðdegis í fyrradag og í gærmorgun. Komst hann þá upp fyrir Trump í Arizona, Georgíu, Nevada og síðan í gær- morgun í Pennsylvaníu; í síðast- talda ríkinu þegar aðeins var eftir að telja tvö prósent atkvæða. Eftir að hann hafði tekið forystu í kapp- hlaupinu um húsbóndavaldið í Hvíta húsinu hélt Biden taktinum og jók forskot sitt jafnt og þétt. Var staðan í fyrrakvöld orðin sú að Trump hefði þurft að vinna sigur í þessum ríkjum öllum til að eiga möguleika á forsetastarfanum. Virtist ekkert annað en sigur Biden blasa við. Biden komst einnig upp fyrir Trump í Georgíuríki þegar aðeins var eftir að telja eitt prósent at- kvæða. Var forysta hans í Nevada og Arizona sömuleiðis mjög naum. Á þessu stigi hafði Biden tryggt sér 253 kjörmenn og Trump 213 en 270 þurfti til sigurs. Um miðjan dag að íslenskum tíma í gær var ljóst að sigur í einhverjum tveimur af þessum fjórum ríkjum hefði dug- að Biden til sigurs. Donald Trump forseti hélt áfram staðhæfingum þess efnis að hann hafi unnið forsetakjörið, og það meðan talning var í gangi í fjölda ríkja. Kvartaði forsetinn undan „hrikalegri spillingu og svindli með póstatkvæðin“. Sagði hann m.a. að ólöglegum atkvæðum hefði verið bætt við og að eftirlitsmönnum Repúblikana með talningunni hefði verið haldið frá talningunni og því ekki getað fylgst með hvort að rétt væri að henni staðið. Joe Biden ávarpaði fjölmiðlafólk í gærmorgun og hvatti landsmenn sína til að sýna stillingu meðan at- kvæðin væru talin. Sagði hann taln- inguna hafa dregist á langinn vegna hinnar miklu kjörsóknar. Mældist hún 66,9% og hefur ekki verið meiri í 120 ár. Kvaðst hann „í engum vafa“ um hvert stefndi og kosningasigur hans væri yfirvof- andi. Kjörstjórn Georgíuríkis ákvað síðdegis í gær að endurtelja öll at- kvæði vegna þess hversu mjótt var á munum. Þegar nær öll atkvæðin höfðu verið talin munaði einungis 1.500 atkvæðum á Biden og Trump. „Munurinn er of lítill, endurtaln- ing fer fram í ríkinu,“ sagði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíuríkis í Atlantaborg. Hann sagði muninn of lítinn til að kynna sigurvegara fyrr en að endurtaln- ingu lokinni. Georgía hefur verið vígi repúblikana en breytt samsetn- ing íbúa eftir uppruna og mikil þátttaka kjósenda af afrísku bergi brotnum gerði það að verkum að Biden hafði forystu í talningunni í gær. Nancy Pelosi, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings og áhrifakona í Demókrataflokknum, lýsti Joe Biden sem „nýkjörnum forseta“ eftir að hann tók forystu í talningunni í gær. „Það er nú ljóst í dag, að Biden-Harris-framboðið mun sigra í keppninni um Hvíta húsið,“ sagði Pelosi við blaðamenn. „Hamingjudagur fyrir landið okkar, Joe Biden er maður sameining- arinnar og er staðráðinn í að sam- eina þjóðina. Til þess hefur hann traust umboð.“ Framboð Trumps gerði at- hugasemdir við framgang Bidens í atkvæðatalningunni og hélt því fram í gær, að kosningunum væri ekki lokið. Yfirlýsing þessa efnis var send út er Biden tók fram úr Trump í talningunni í Pennsylv- aníuríki þar sem 20 kjörmenn voru í boði, en með því að hljóta þá hefði Biden unnið sigur. „Falskar spár um að Joe Biden væri búinn að AFP Kosningar Stuðningsmenn Joe Biden efndu til fagnaðar við Lafayette-torgið við hliðina á Hvíta húsinu í gær. Biden með embættið í hendi sér  Þróun atkvæðatalningar í bandarísku forsetakosningunum snerist Joe Biden mjög í hag í gær  Hann þótti hafa sigurinn nánast í hendi sér í gærkvöldi  Trump hefur þó ekki enn játað ósigur vinna forsetakjörið eru órökstuddar og byggðar á talningu í fjórum ríkj- um sem engan veginn er lokið,“ sagði Matt Morgan, kosningastjóri Trumps. Samfélagsvefurinn Twitter límdi athugasemdir yfir fjölda inn- leggja Morgans eftir að hann tók að halda því fram að framboð Bi- dens hefði stundað svikráð. Andrew Bates, talsmaður fram- boðs Bidens hótaði í gær, að fylgja Trump út úr Hvíta húsinu með valdi samþykki hann ekki nið- urstöðu kosninganna. Heimildamenn með tengingu inn í Hvíta húsið sögðu í gærkvöldi að háttsettir samverkamenn Trumps væru farnir að draga sig frá forset- anum, til þess að vernda eigin pólí- tísku stöðu, að kosningunum lokn- um. „Hann er næstum einsamall í þessu máli.“ Ráðgjafinn sagði að enn væri samt nokkrir aðstoðar- og bandamenn kringum forsetann og leyfðu honum að heyra það sem hann vildi heyra. Það yrði til þess að yfirlýsingagleðin myndi halda áfram. Breytir Biden utanríkiskúrs? Bandarísku forsetakosningarnar skipta ekki bara Bandaríkjamenn máli, heldur sýna öll ríki heims þeim athygli þar sem forsetinn er einn allra valdamesti þjóðarleiðtogi heims. Hvernig hann svo fer með vald sitt getur haft gríðarleg áhrif á alþjóðastjórnmál og ríkiser- indrekstur. Undanfarin fjögur ár hefur Trump rekið stefnu undir kjörorðinu „Bandaríkin fyrst“ og ýmist endursamið um mál eða dregið sig út úr viðskiptasamn- ingum, samstarfi í varnarmálum og alþjóðlegum sáttmálum á þeirri for- sendu að þeir hafi verið óhagstæðir Bandaríkjunum. Joe Biden hefur heitið breyt- ingum og til að mynda taka strax aftur þátt í samstarfinu vegna Par- ísarsamningsins um aðgerðir í loftslagsmálum. Sagði breska út- varpið BBC viðhorf hans varðandi stöðu Bandaríkjanna á verald- arsviðinu hefðbundin. Danska ríkisstjórnin boðaði í gær harðar aðgerðir á Norður-Jótlandi til að tryggja að stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni, sem virðist hafa borist úr minkum í fólk, breiðist ekki út. Veiruafbrigðið hefur fundist í minkum á fimm minkabúum á svæð- inu. Er þegar byrjað að lóga dýrum þar. Öllum börum og veitingahúsum verður lokað í sjö sveitarfélögum á Jótlandi og íbúar eru hvattir til að fara ekki út fyrir mörk sinna sveitar- félaga. Fram kom í gær að lögregla mun fylgjast með umferð á svæðinu, einkum í kringum Álaborg. Harðar aðgerðir á Norður-Jótlandi Veirustökkbreyting tengd dönskumminkum Heimild: Dönsk stjórnvöld 7 sveitarfélög á Jótlandi Ferðatakmarkanir Börum, veitingastöðum lokað DANMÖRK ÞÝSKALAND SVÍÞJÓÐ KAUPMANNAHÖFN 50 km Jótland Öllumminkum í landinu 15-17 milljónum, verður lógað Íbúar á Norður-Jótlandi hafa sýkst af stökkbreyttu veiruafbrigði röktu til minka Um 280 þúsund íbúar á Norður-Jótlandi í ferðabanni 5% sjúklinga á Norður-Jótlandi gætu verið með afbrigðið Danir óttast að stökkbreytingin gæti grafið undan áhrifum bóluefnis Takmarkanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.