Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Beykidalur 8, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja herbergja á efri hæð, með sérinngangi í
Stapaskólahverfi.
Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð kr. 32.900.000 89,8 m2
Einn helsti kostur net-flixþáttaseríunnar TheQueens gambit er sá aðefnistökin eru hvorki
ódýr né klisjukennd. Aðalpersónan,
Beth Harmon, í meðförum leikkon-
unnar Anya Taylor-Joy, er eitursvöl
persóna sem skýtur öllum þeim körl-
um sem á vegi hennar verða ref fyrir
rass. Spennusagnahöfundurinn
Stephen King hefur látið svo um-
mælt að serían sé sú albesta sem
komið hafi fram á þessu ári. Frá-
sögnin er trúverðug, spennandi og
áleitin. Í umfjöllun um skák hafa
Bandaríkjamenn lengi átt erfitt með
að slíta sig lausa frá nafni Bobbys
Fischers. Í þáttaseríunni er hann
hvergi nefndur. Söguhetjan, Beth
Harmon, haslar sér þó völl um svip-
að leyti og söguþráðurinn dregur að
einhverju leyti dám af lífshlaupi
Fischers og persónuleika: föð-
urmissir, Moskvuferð, baráttan við
sovésku stórmeistarana, óbilandi
sigurvilji, lætur illa að stjórn.
Það var galli á kvikmyndinni Pawn
sacrifice, sem fjallaði um „einvígi
aldarinnar 1972“, að stöður á skák-
borðinu voru stundum viðvanings-
lega valdar en í Queens gambit var
Kasparov hafður til ráðgjafar og ég
gat ekki betur séð en ein lokastaðan
væri úr skák hans við Topalov árið
1995.
Uppsetning skákviðburða í
Bandaríkjunum er trúverðug; kepp-
endur að mæta með töfl og klukkur,
sigurvegarinn tilkynnir úrslit, vin-
gjarnlegir skákstjórar o.s.frv. Þegar
sögusviðið flyst til Rússlands mynd-
ast biðraðir fyrir utan skákstað, úti-
töfl hengd upp utandyra fyrir þá sem
ekki komast inn, líkt og var í Sovét á
ýmsum skeiðum síðustu aldar. Ég
rýndi í leikmuni ýmsa, stóra svarta
skákklukkan, sem vinsæl var í kring-
um 1970 reyndist ósvikin vara.
Glæsilegur klæðaburður og óaðfinn-
anleg hárgreiðsla magnar þokka
Beth Harmon.
Einstaklingur í keppni er höfund-
inum, Walter Tevis, hugleikið tilvist-
arfyrirbrigði, ekki síst sú týpa sem
ratað hefur í einhverjar skelfilegar
ógöngur og er kannski komin fram á
ystu nöf. „Kvikmyndirnar The
Hustler og The Color of money, sem
báðar skörtuðu Paul Newman, eru
byggðar á sögum hans. Tevis bætir
við eigin reynslu af lyfjafíkn en það
er gjörsamlega útilokað að nokkur
geti náð árangri í skák í viðjum slíkr-
ar fíknar. Mikhail Tal var oft heilsu-
tæpur og ánetjaðist sterkum verkja-
lyfjum en braust úr viðjum þeirra og
náði sér aftur á strik.
Styrkleikamunur á körlum og
konum á alþjóðavettvangi skák-
arinnar var gríðarlegur á þeim tíma
þegar myndaflokkurinn er látinn
gerast. Þetta breyttist allt þegar
Judit Polgar og systur hennar komu
fram á sjónarsviðið. Bandaríkja-
menn áttu eina skákkonu sem fræg
var á þessum tíma; Lisu Lane var
stundum stillt upp við hlið Bobby s
Fischer í fjölmiðlum og prýddi m.a.
forsíðu Sports Illustrated árið 1961.
Saga hennar er merkileg og margt
sem dreif á daga hennar á sam-
svörun í The Queens gambit. Tímarit
létu í veðri vaka að í æsku hefði hún
verið vistuð á munaðarleysingjahæli.
Erfið skólaganga er nefnd til sög-
unnar og alvarlegt bílslys. Hún hætti
keppni á Hastings-mótinu 1961-’62
er mikill söknuður eftir kærastanum
sótti að henni. „Ástin mátar skák-
drottningu,“ stóð skrifað í The New
York Times. Hvort einhver skilaboð
til kvenna fólust í þeirri fyrirsögn
skal ósagt látið en Beth Harmon í
Drottningarbragði er fulltrúi nýrra
viðhorfa og kvenna sem geta allt.
Átti hin eitursvala
Beth Harmon
sér fyrirmynd?
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Fyrirmynd? Lisa Lane að tafli.
Morgunblaðið/Netflix
Mögnuð Anya Taylor-Joy fer aldrei úr karakter sem Beth Harmon.
Í Morgunblaðinu
birtist nýlega grein
eftir Ragnar Árna-
son, prófessor em-
eritus í hagfræði, þar
sem hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að
athugun hans á
skýrslu COWI og
Mannvits sýni að
þjóðhagslegt núvirði
fyrsta áfanga borg-
arlínunnar er verulega neikvætt.
Hann bendir réttilega á að á höf-
uðborgarsvæðinu séu „allmargar
framkvæmdir í samgöngumálum
sem bæði hafa verulega jákvætt
núvirði og tvímælalaust miklu
hærra en borgarlínan og munu
nýtast öllum vegfarendum“.
Í sveitarstjórnum á höfuðborg-
arsvæðinu er pólitísk samstaða
um að bæta þjónustu almennings-
vagna. Þá vaknar spurningin
hvort ekki sé fyrir hendi hag-
kvæmari kostur en borgarlínan til
að ná því markmiði.
Ferðatíðni
Árið 2015 flutti Jarrett Walker,
sem er virtur sérfræðingur í al-
menningssamgöngum, erindi í
Salnum í Kópavogi. Rauði þráð-
urinn í erindi hans var mikilvægi
þess að auka ferðatíðni strætó.
Það skipti mun meira máli en
gönguvegalengd að biðstöð og
mætti því fækka strætóleiðum í
staðinn til þess að takmarka
aukningu á rekstrarkostnaði. Með
þessu móti fengist hagkvæmasta
lausnin fyrir bætta þjónustu
strætó.
Í erindi sínu minntist hann á
hraðvagnakerfi (Bus Rapid Tran-
sit, BRT) og léttlestakerfi, sem
hann kallaði tæknilegar út-
færslur. Í því sambandi líkti hann
aukinni ferðatíðni við mat, en
tæknilegu útfærslunum við um-
búðir utan um matinn. Ef sam-
gönguyfirvöld einblíndu um of á
tæknilegu útfærslurnar væru þau
að borða umbúð-
irnar en fleygja
matnum. Erindið
má finna á heima-
síðu SSH: http://
ssh.is/utgefidh-efni/
kynningarefni
Tillaga
Ég skora á sam-
gönguyfirvöld á
höfuðborgarsvæð-
inu að endurskoða
áætlanir um upp-
byggingu borgarlínunnar. Bein-
ast liggur við að skoða þann val-
kost að fækka leiðum strætó og
auka í staðinn ferðatíðni. Unnt er
að stytta ferðatíma strætó með
sama hætti og gert hefur verið
fram til þessa, þ.e. bæta við ak-
rein hægra megin við akbraut
þar sem eru langar biðraðir bíla
á álagstímum umferðar. Það er
margfalt ódýrara en að gera sér-
rými í miðeyju gatna eða sér-
götur, eins og áætlað er fyrir
borgarlínuna.
Fyrir fram er ekki unnt að
segja til um hvort þessi val-
kostur geti einn og sér skilað
samfélagslegum ábata. Sjálfsagt
er að rannsaka það með ábata-
greiningu. Hins vegar er ljóst að
þjónustu strætó má stórbæta
með tiltölulega litlum tilkostnaði.
Síðast en ekki síst mætti nota
fjármagnið sem sparast til að
byggja upp samgönguinnviði sem
eru margfalt arðsamari en borg-
arlínan.
Aukum
ferðatíðni strætó
Eftir Þórarin
Hjaltason
» Beinast liggur við
að skoða þann val-
kost að fækka leiðum
strætó og auka
í staðinn ferðatíðni.
Þórarinn
Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræð-
ingur og fyrrverandi bæjarverk-
fræðingur í Kópavogi.
thjaltason@gmail.com
Þorvaldur Þorsteinsson mynd-
listarmaður og rithöfundur fædd-
ist á Akureyri 7. nóvember 1960
og hefði því orðið sextugur í dag.
Þorvaldur nam íslensku, heim-
speki og bókmenntir við HÍ og út-
skrifaðist frá nýlistardeild Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands árið
1987 og lauk meistaraprófi frá Jan
Van Eyck Akademie í Hollandi
1989. Þorvaldur giftist Ingibjörgu
Björnsdóttur leikkonu og ól upp
dóttur hennar, Sigrúnu Jóns-
dóttur. Seinni kona Þorvaldar var
Helena Jónsdóttir danshöfundur,
og ól hann upp son hennar, Dag
Benedikt Reynisson.
Þorvaldur var vinsæll og vin-
margur og mjög fjölhæfur í list-
sköpun sinni. Hann hélt yfir 40
einkasýningar, bæði hér heima og
erlendis, auk tuga samsýninga. Á
ritvellinum var fjölbreytnin ekki
minni og hann skrifaði m.a. leikrit,
bækur, verk fyrir sjónvarp og út-
varp og barnabækur hans um
Blíðfinn voru feikilega vinsælar og
voru þýddar á fjölmörg tungumál.
Þorvaldur naut alþjóðlegrar
viðurkenningar fyrir listsköpun
sína og hér heima hlaut hann m.a.
Grímuverðlaunin árið 2002 sem
besta leikskáld ársins, fyrir leik-
verkið And Björk of course sem
sýnt var í Borgarleikhúsinu og
víða í Evrópu.
Þorvaldur lést langt fyrir aldur
fram 23. febrúar 2013.
Merkir Íslendingar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þorvaldur
Þorsteinsson