Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Sýslumannsemb-
ættin fara með fram-
kvæmdarvald ríkisins í
héraði eftir því sem lög
og reglur mæla fyrir
um. Á þeim grunni
hafa þau um langa tíð
annast fjölbreytt verk-
efni hins opinbera um
land allt. Nú ber svo
við að tækifærin til
fjárfestingar og ný-
sköpunar á vettvangi embættanna
hafa aldrei verið aðgengilegri.
Embættin hafa þá sérstöðu meðal
ríkisstofnana að hin fjölbreyttu verk-
efni sem þau sinna eiga sér óvenju
litríka lagastoð og varða nær öll fag-
ráðuneyti Stjórnarráðsins. Net 27
starfsstöðva níu embætta um land
allt veitir íbúum, fyrirtækjum og
sveitarfélögum aðgang að fjölþættri
þjónustu ríkisins á þessum grunni.
Reynt og fjölhæft starfsfólk embætt-
anna telur nú um 240 manns.
Tækifæri í stafrænni
vinnslu og þjónustu
Auk hefðbundinna kjarnaverkefna
sýslumanna hefur sérverkefnum,
sem einstök embætti annast á lands-
vísu, fjölgað umtalsvert og eru þau
nú 35 talsins. Þessi þróun byggist á
stefnu stjórnvalda, áhuga og eft-
irfylgni alþingsmanna og starfsfólks
stjórnarráðsins auk þátttöku rík-
isstofnana og ráðuneyta. Sérverk-
efnin eru margs konar en þau varða
flest krefjandi, viðkvæm og flókin
viðfangsefni sem starfsfólk embætt-
anna sinnir af kostgæfni um land allt
og reynslan er sannarlega góð.
Ef litið er fram hjá Covid-19 hefur
fátt meiri áhrif á starfsemina þessa
dagana en stafræn þróun. Ýmsir inn-
viðir embættanna taka nú stakka-
skiptum á grundvelli samstarfs við
Stafrænt Ísland og fleiri aðila. Og
tækifærin blasa við! Landfræðileg
staðsetning vinnslu, greiningar og
þjónustu vel valinna verkefna hins
opinbera hefur aldrei haft minni þýð-
ingu. Gildir það jafnt um sér-
fræðilegt vinnuframlag eða hvort
verkefni eru unnin á höfuðborg-
arsvæði eða landsbyggðum. Þetta
hafa mörg nágrannalönd okkar nýtt
sér í mun meiri mæli en hér þekkist.
Nægir að nefna þverpólitíska stefnu
danskra stjórnvalda, Regeringens
Udflytniningsplan, sem staðið hefur
frá árinu 2015 og áætlað er að skili
um 8.000 opinberum
störfum utan Kaup-
mannahafnarsvæðisins.
Stefnuframkvæmd
Alþingis
og ríkisstjórnar
Stofnanaþróun síð-
ustu ára hérlendis ein-
kennist af samein-
ingum og fækkun
ríkisstofnana og eru
sýslumannsembættin
þar ekki undanskilin.
Rifjað skal upp að eitt þriggja höf-
uðmarkmiða löggjafans við samein-
ingu embættanna um „[a]ð efla
stjórnsýslu sýslumannsembættanna
og gera þau betur í stakk búin til að
taka að sér aukin verkefni“ var stutt
sannfærandi rökum. Jafnframt ligg-
ur fyrir að núverandi ríkisstjórn
starfar á grundvelli stefnumiða um
nútímavæðingu hins opinbera, blóm-
lega byggð og jöfn tækifæri. Jafnvel
fjármálaáætlun 2021-2025 og fjár-
lagafrumvarp 2021 leggja grunn að
sérstakri fjárfestingu í opinberum
störfum á landsbyggðunum.
Áform jafnt sem árangur Alþingis
og ríkisstjórna fyrr og nú blasa því
við í eigin orðum og fyrri gjörðum. Á
sama tíma hafa tækifærin til nýsköp-
unar, innviðanýtingar og samvinnu
milli sýslumannsembættanna og
annarra opinberra aðila aldrei verið
auðsóttari. Stafrænn veruleiki á
grundvelli traustra innviða, færni og
fjölbreyttrar reynslu mannauðs ger-
ir sýslumannsembættin enn fýsilegri
vettvang framfara með hverjum
deginum sem líður. Einhver myndi
tala um dauðafæri í þessu sambandi.
Það er því sérstök ástæða til að
hvetja stjórnvöld til að fylgja eftir
fjárfestingu í stafrænum innviðum
og vista enn fleiri opinber verkefni
og störf hjá sýslumannsembætt-
unum.
Eftir Svavar
Pálsson
» Tækifærin til ný-
sköpunar, innviða-
nýtingar og samvinnu
milli sýslumannsemb-
ættanna og annarra op-
inberra aðila hafa aldrei
verið auðsóttari.
Svavar Pálsson
Höfundur er sýslumaður á
Norðurlandi eystra.
svavar.palsson@syslumenn.is
Sýslumenn og
stafrænan –
Hafsjór tækifæraSum hús hafa yfir
sér reisn og myndug-
leika. Stjórnendur
Landsbankans á fyrri
hluta síðustu aldar
vildu að það mætti sjá á
húsakynnum bankans
að saman færi traust
og íhaldssemi. Höfuð-
stöðvar bankans voru í
Reykjavík, í byggingu,
sem Guðjón Samúels-
son hannaði á rústum
byggingar sem brann 1915. Þegar
kom að því að reisa starfsstöðvar fyr-
ir Landsbankann á Akureyri, Ísafirði
og Selfossi, var útlit þeirra samræmt
höfuðstöðvunum í Reykjavík.
Nú er svo komið að byggingin á
Selfossi er ekki talin henta nútíma-
bankarekstri. Við sjáum þess mörg
dæmi að notkun húsa
breytist og sjálft Stjórn-
arráðið hýsti áður fanga í
betrunarvist. Getum við
fundið þessu reisulega
húsi göfugt hlutverk sem
um leið auðgar og lyftir
andanum?
Landsbankahúsið á
Selfossi gæti hýst hluta af
Listasafni Íslands, sem
nú er aðeins staðsett í
Reykjavík. Sýning á
verkum frumherja ís-
lenskrar myndlistar á að
vera úti á landsbyggð-
inni, ekki síður en í Reykjavík. Flestir
stærstu myndlistarmenn í upphafi 20.
aldar voru „utan af landi“ og þaðan
kom þeim andagiftin.
Jafnframt er vel við hæfi að Lands-
bankinn leyfi íslensku þjóðinni og
gestum hennar að njóta þeirra stór-
brotnu myndlistaverka íslenskra
meistara sem bankinn á í sínum fór-
um. Landsbankinn og Listasafn Ís-
lands ættu að taka höndum saman
um það verkefni og losa geymslu-
pláss um leið. Húsið gæti einnig orðið
rými fyrir tímabundnar einkasýn-
ingar.
Þegar á móti blæs á að hugsa stórt.
Við höfum lært það, bæði sem þjóð og
einstaklingar, að það eru menning-
arverðmætin sem sameina okkur og
halda áfram að gefa af sér kynslóð
eftir kynslóð. Í því samhengi er hægt
að tala um góða ávöxtun.
Góð ávöxtun
Eftir Unni Brá
Konráðsdóttur
Unnur Brá
Konráðsdóttir
» Þegar á móti blæs á
að hugsa stórt.
Menningarverðmætin
sameina okkur og gefa
af sér kynslóða á milli. Í
því samhengi er hægt að
tala um góða ávöxtun.
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi
unnurbra@gmail.com
Yfirlýst markmið SÍM, Sambands
íslenskra myndlistarmanna, er að
bæta kjör og starfsumhverfi mynd-
listarmanna, gæta hagsmuna þeirra
og réttar. Þetta er tekið beint af
heimasíðu sambandsins. Það að
segja félagsmönnum á seinni stigum
listsköpunar sinnar upp samningi
um vinnustofur, án þess að leggja
fram skýrar og gildar ástæður fyrir
því, gengur fullkomlega í berhögg
við yfirlýst markmið SÍM.
Forsaga málsins er sú að fyrri
stjórn SÍM, undir forystu Jónu Hlíf-
ar Halldórsdóttur, ákvað síðsumars
2017 að endurskoða úthlutunar-
reglur á vinnustofum á Korpúlfs-
stöðum og Seljavegi. Þær reglur
skyldu nú gilda að listamenn sem
hefðu haft aðstöðu í vinnustofum í
húsunum í níu ár eða lengur gætu
ekki sótt um þær aftur þegar þær
yrðu auglýstar til umsóknar næsta
vor.
Á Seljavegi eru rúmlega 50 vinnu-
stofur sem leigðar eru út en eftir-
spurnin hefur þó ekki verið meiri en
svo að þær standa nokkrar auðar og
ónýttar. Ósveigjanleiki stjórnar
SÍM í þessu máli kemur okkur á
óvart. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir
hefur málið ekki heldur fengist rætt
á félagsfundi. Til slíks fundar hefur
ekki verið boðað þrátt fyrir yfirlýs-
ingar stjórnar SÍM um að það yrði
gert. Nú þegar hafa á sjöunda tug
félagsmanna skrifað undir áskorun
til stjórnarinnar um að draga til
baka breytingar á úthlutunar-
reglum.
Tilgangur breyttra reglna er
sagður sá að auka endurnýjun og
hreyfingu listamanna inni í hús-
unum. Á það hefur ekki skort á
Seljavegi þann tíma sem við höfum
verið þar. Einungis fjórir listamenn,
sem leigðu vinnustofur í húsinu þeg-
ar það upphaflega hóf starfsemi, eru
þar enn. Okkur telst til að frá og
með 31. mars 2021 verði 28 sjálf-
stætt starfandi myndlistarmenn í
báðum vinnustofuhúsunum reknir af
vinnustað sínum.
Hreyfing og endurnýjun í húsinu
hefur verið lífræn og eftir þörfum.
Þessi skýring heldur því ekki vatni.
Þrjár af vinnustofunum, sem í ráði
er að endurúthluta á Seljavegi, eru
nýttar sem keramikverkstæði. Þeim
fylgja þungir brennsluofnar og sér-
hæfðar rafmagnslagnir sem ekki er
auðvelt að flytja hvert og hvernig
sem er. Áætlaður kostnaður ein-
göngu vegna flutnings á búnaði er
um 800 þúsund krónur. Þessir lista-
menn eru virkir í sinni list, hafa nýtt
vinnustofurnar nákvæmlega í þeim
tilgangi sem þær eru ætlaðar til,
greitt leigu samviskusamlega, bætt
aðstöðuna með ýmsu móti í húsinu,
staðið fyrir listrænum uppákomum í
rýminu og, síðast en ekki síst, greitt
félagsgjöld til SÍM allan sinn lista-
mannsferil. Með ósveigjanlegri af-
stöðu sinni býður SÍM félagsmönn-
um sínum enga valkosti. Stjórn SÍM
er eins fjarri þeim markmiðum sín-
um að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna sinna og hugsast getur.
Við höfum mikið velt því fyrir okk-
ur hvað ráði afstöðu SÍM í þessu
máli. Fagleg sjónarmið ráða þar ekki
för. Við viljum ekki trúa því að per-
sónuleg óvild hafi eitthvað með þetta
að gera. Hvað stendur þá eftir þegar
ljóst er að hreyfing og endurnýjun á
vinnustofunum er lífræn og eðlileg?
Gæti verið að stjórn SÍM hafi dottið í
þann fúla pytt að búa til leiðindi upp
úr engu? Við neitum að trúa því að
stjórn SÍM vilji koma höggi á lista-
menn, sína félagsmenn, sem hafa
ekki í neina sjóði að leita til að koma
sér upp aðstöðu annars staðar nú
þegar sígur á seinni hluta lista-
mannsferils þeirra. Við þurfum svör.
Að búa til leiðindi
Eftir Ragnheiði I. Ágústs-
dóttur, Ingunni Ernu Stefáns-
dóttur og Erlu Þórarinsdóttur
Ragnheiður I. Ágústsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Erla Þórarinsdóttir.
» Ósveigjanleiki
stjórnar SÍM í
þessu máli kemur okkur
á óvart.
Höfundar eru myndlistarmenn.