Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 33
ALDARMINNING 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Messur á morgun
ÁSKIRKJA | Hin mæta morgunstundin. Tón-
list, ritningarorð og morgunhugvekja úr Áskirkju
flutt á heimasíðu kirkjunnar; askirkja.is, kl.
9.30 á sunnudögum og fimmtudögum. Almenn-
ar sunnudagsguðsþjónustur í Áskirkju falla nið-
ur um óákveðinn tíma vegna Covid-19-
veirufaraldursins.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 8. nóv-
ember kl. 11 verður streymt frá helgistund á Fa-
cebooksíðu kirkjunnar. Sr. Guðrún Karls Helgu-
dóttir þjónar. Organisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskólinn verður á Facebooksíðu kirkj-
unnar kl. 9.30.
PRESTBAKKAKIRKJA Hrútafirði | Sunnu-
dag kl. 11 árdegis verður streymt frá messu.
Fermingarbörn aðstoða. Einleikur María Björg
Sigurðardóttir. Orgel Louise Price.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í
streymi á facebókarsíðu Seltjarnarneskirkju kl.
12 (ath. breyttan tíma). Sr. Bjarni Þór Bjarnason
þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Eygló Rúnarsdóttir syngur. Steinunn Einars-
dóttir og Svana Helen Björnsdóttir lesa ritning-
arlestra. Sæmundur Þorsteinsson les bænir.
Tæknimaður er Sveinn Bjarki Tómasson.
Bænastund í streymi á facebókarsíður Sel-
tjarnarneskirkju miðvikudaginn 11. nóvember
kl. 12.
Orð dagsins:
Konungsmaðurinn
(Jóh. 4)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjuhvammskirkja.
Í tilefni þess að
100 ár eru liðin frá
fæðingu Óskars
Ágústssonar
íþróttakennara, 8.
nóvember 1920.
Haustið 1944
renndi rúta í hlaðið á
Laugum í Reykja-
dal. Um borð í henni
var nýr íþróttakenn-
ari Laugaskóla,
Sunnlendingur að
nafni Óskar Ágústsson. Með sömu
rútu kom einnig nýr nemandi við
skólann, Elín Friðriksdóttir úr
Skagafirði.
Þau kynntust þennan vetur,
íþróttakennarinn og nemandi
hans, og giftu sig síðan nokkrum
árum síðar eða hinn 18. septem-
ber árið 1948 eftir að hún hafði
tekið húsmæðrakennarapróf frá
Húsmæðrakennaraskóla Íslands.
Hjónabandið entist á meðan bæði
lifðu.
Ekki voru allir Þingeyingar
ánægðir með að fá íþróttakennara
að sunnan og gerðu sumir grín að
málfari hans sem þótti heldur
sunnlenskt. Hann var þó fljótt
tekinn í sátt og varð Óskar sannur
og jafnvel meiri Þingeyingur en
þeir sem fyrir voru í sýslunni. Í
Þingeyjarsýslu vildi hann búa og
hvergi annars staðar. Þar fannst
honum umhverfið fallegt og
mannlífið gott.
Óskar fæddist í Árnessýslu 8.
nóvember 1920 en ólst upp í Sauð-
holti í Rangárvallasýslu.
Hann lauk prófi frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni árið 1940
og íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni árið 1941, þá 21 árs
gamall.
Hann var fyrsti farkennari
UMFÍ og ÍSÍ og fór víða um land
og sinnti því starfi í þrjú ár.
Hann varð síðan íþróttakennari
við Laugaskóla árið 1944 og starf-
aði þar allt til ársins 1985 eða í 41
ár. Hefur enginn kennt lengur við
Laugaskóla.
Óskar var góður kennari og
mjög starfsamur. Hann hafði ein-
stakt lag á að fá fólk til að vinna
með sér og var vel liðinn af nem-
endum sínum og samstarfsmönn-
um.
Árið 1945 tók Óskar við sund-
námskeiðum sem haldin voru á
Laugum á hverju vori fyrir börn
og unglinga. Námskeiðin voru
haldin fyrir börn úr báðum Þing-
eyjarsýslunum því eina sundlaug-
in var á Laugum. Um átta þúsund
börn lærðu að synda á þessum
námskeiðum og komu þau allt frá
Raufarhöfn og Húsavík ásamt
nær öllum sveitum allt til Eyja-
fjarðar.
Óskar var í stjórn Héraðssam-
bands Þingeyinga, HSÞ, í tæp 30
ár og þar af formaður í 19 ár. Árið
1961 tók hann að sér að vera fram-
kvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á
Laugum sem haldið var af mjög
miklum myndarskap og metnaði.
Óskar á Laugum hafði unun af
mannlegum samskiptum. Honum
leiddist iðjuleysi og varð ætíð að
hafa nóg fyrir stafni. Hann tók
snemma við rekstri mötuneytis
Laugaskóla en talsverð vegalengd
var í næstu verslun sem var Kaup-
félag Þingeyinga, KÞ á Húsavík.
Óskar sá strax að erfitt væri að
afla aðfanga fyrir mötuneytið svo
hann fór þess á leit við KÞ að opn-
að yrði útibú frá kaupfélaginu á
Laugum. Sú hugmynd þótti ekki
arðvænleg og var hafnað svo úr
varð að Óskar opnaði sína eigin
sveitaverslun sem hann og Elín
kona hans ráku svo í mörg ár.
Opið var daglega í versluninni á
vetrum milli kl. 13 og 16 en ef
sveitungar komu og þurftu af-
greiðslu utan þess tíma þótti ekki
mikið tiltökumál að opna búðina,
sama á hvaða tíma sólarhringsins
það var. Kaupfélagsmenn sáu of-
sjónum yfir þessari verslun sem
seldi vörur sínar á mun lægra
verði en í KÞ á
Húsavík. Óskar
keypti sem dæmi
sjálfur fóðurbæti
beint frá heildsölum
í Reykjavík og flutti
norður. Fóðurbætir-
inn kom í 50 kg
sekkjum sem var
sturtað í snjóskafl
fyrir utan búðina.
Ægivald kaupfélags-
ins var hins vegar
slíkt að bændur komu eingöngu í
skjóli myrkurs til að kaupa ódýr-
ari fóðurbæti í verslun Óskars.
Þeir vildu ekki eiga á hættu að
falla í ónáð hjá kaupfélagsmönn-
um.
KÞ brást á endanum við
samkeppninni og vildu þeir kaupa
verslun Óskars og gera hann að
verslunarstjóra. Óskar vildi hins
vegar ekki selja og hætti ekki
verslunarrekstrinum fyrr en KÞ
opnaði útibú á Laugum.
Óskar tók við bréfhirðingu á
Laugum árið 1948. Fyrst var bréf-
hirðingin í einum skáp í stofu
þeirra hjóna í aðalbyggingu
Laugaskóla. Síðan var þetta
„pósthús“ staðsett í kompu undir
stiga í húsi sem heitir Dverga-
steinn. Pósthúsið flutti svo í gott
húsnæði í nýbyggðu húsi sem kall-
aðist Draugasteinn. Þessi póst-
þjónusta var rekin í um 40 ár.
Óskar var hótelstjóri og ráku
þau hjónin sumarhótelið fyrir
Laugaskóla í samtals 40 ár eða til
ársins 1989. Óhætt er að segja að
hótelrekstur Óskars hafi haft mik-
ið að segja fyrir sýsluna því arður
af hótelinu fór í viðhald og upp-
byggingu héraðsskólans. Hótel-
rekstrinum fylgdi mikil vinna og
utanumhald enda var Óskar á
vakt nær allan sólarhringinn og
voru öll hús á Laugum notuð und-
ir gesti, húsmæðraskólinn líka.
Vinnan hófst kl. sjö á morgnana
og var húsunum læst á miðnætti,
en Óskar var sjálfur í hlutverki
næturvarðar.
Vegna tekna af rekstri sumar-
hótelsins var viðhald mun betra
en í öðrum héraðsskólum enda er
Laugaskóli einn eftir af héraðs-
skólunum og er í dag starfræktur
sem Framhaldsskólinn á Laug-
um.
Auk Hótels Lauga rak Óskar
sumargistingu á Stóru-Tjörnum
og Hafralæk. Einnig átti hann svo
Hótel Akureyri og rak hann því
um tíma samtals fjögur hótel.
Vegna kennslu sinnar, annarr-
ar vinnu og félagsmála var frítím-
inn nánast enginn og Óskar alltaf
á ferðinni. Fræg er saga frá
Landsmótinu á Laugum árið
1961, er maður nokkur spurði
hvar Óskar væri staddur því hann
þurfti nauðsynlega að ná tali af
honum. Manninum var réttilega
tjáð að eina leiðin til þess væri að
standa bara kyrr því þá mundi
Óskar koma fljótlega.
Óskar var einn af stofnendum
Lionsklúbbsins Náttfara. Eftir að
þau hjónin fluttu til Reykjavíkur
árið 1985 var hann ötull í starfi
eldri borgara í Reykjavík, sat í
ferðanefnd félagsins til fjölda ára
og var þar fararstjóri og leiðsögu-
maður. Auk þess tók hann virkan
þátt í félagsstarfi eftirlaunakenn-
ara í Reykjavík.
Óskar hlaut margar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín. Hann var
sæmdur starfsmerki UMFÍ árið
1971, gullmerki UMFÍ árið 1976
og heiðursorðu ÍSÍ árið 1970.
Hann var gerður að heiðursfélaga
ÍSÍ árið 1980 og sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
hinn 17. júní árið 1996 fyrir störf í
þágu íþrótta- og æskulýðsmála.
Óskar og Elín eignuðust fjögur
börn, Friðrik Ágúst, Hermann,
Knút og Unu Maríu. Barnabörn
og barnabarnabörn eru fjölmörg.
Óskar á Laugum lést 27. júlí ár-
ið 2011 á 91. aldursári.
Ágúst Óskarsson.
Óskar
Ágústsson
Ég vil hér vekja
athygli á lítt grund-
uðum og yfirkeyrðum
stjórnunarháttum
heilbrigðisyfirvalda,
með heilbrigðis-
ráherra og forsætis-
ráðherra í farar-
broddi, þar sem
COVID og COVID-
sjúklingar er tekið
fram yfir alla aðra og
nánast allan annan rétt og hagsmuni
hinna ýmsu þjóðfélagshópa í landinu;
líka fram yfir aðra sjúklinga, sem þó
kunna oft að vera veikari og í meiri
hættu.
540 skurðaðgerðum frestað;
stór hluti sjúklinga kvalinn
Það kom fram í fréttum 29. október,
að landlæknisembættið hefði fyrir-
skipað frestun „valkvæðra aðgerða með
svæfingu“. Var þetta gert til að mögu-
leiki hugsanlegra COVID-sjúklinga, til
að komast að á bráðamóttöku eða
Landspítala, yrði ekki skertur.
Bara hjá Orkuhúsinu þýddi þetta
frestun um 540 aðgerða. Væntanlega
urðu aðrar einkareknar heilbrigðis-
stofnanir og skurðstofur fyrir þessu
líka.
Heildarfjöldi frestaðra rannsókna og
aðgerða, bara nú, kann því að vera
miklu hærri.
Með öðrum orðum forgangsraðaði
landlæknisembættið COVID-sjúk-
lingum langt fram fyrir alls kyns aðra
sjúklinga, sem þó voru alvarlega veikir,
margir þjáðir, og höfðu beðið aðgerðar,
á sama tíma og COVID-sjúklingarnir
voru í raun alls ekki til staðar; þetta var
bara hópur heilbrigðs fólks, sem
hugsanlega kynni að veikjast og þurfa á
sjúkraþjónustu að halda.
1.913 hafa látist, þar af
aðeins 18 af COVID; 0,9%
Flestum ber saman um, að skaðsemi
og hættu af sjúkdómi beri einkum að
meta út frá dánartíðni.
Það er auðvitað líka ljóst, að sumir –
ég held þó eingöngu þeir, sem veiktust í
fyrri bylgju, þegar veiran var miklu
skæðari og hættulegri, en nú í annarri
bylgju – hafa liðið lengi og mikið af
eftirköstum, þó að þeir séu flestir smám
saman að ná sér, og það liggur fyrir, að
18 manns hafa látizt af COVID janúar-
október, en á sama tíma hafa 1.895
manns látizt af öðrum sjúkdómum og
völdum, sem þýðir það, að aðeins 0,9%
dauðsfalla, það sem af er árinu, stafa af
COVID; 99,1% af öðrum sjúkdómum og
völdum!
Má ýta 99,1% sjúklinga
til hliðar og rústa
mannlíf í landinu
út af 18 dauðsföllum!?
Já, greinilega má það ekki
aðeins, heldur hefur það verið
gert. Illu heilli fyrir land og
þjóð; mannlíf, atvinnulíf og vel-
ferð í landinu.
Stundum er talað um, að
bjarga eyrinum og henda krón-
unni, þegar menn nálgast við-
fangsefnin með þessum hætti.
Ef vandi steðjar að fyrirtækjarekstri,
eru viðbrögð oftast þau, að gripið er til
margvíslegra ólíkra en samstilltra að-
gerða. Einfaldar og einhliða aðgerðir
teljast ekki til nútímalegra stjórnunar-
aðferða.
Stjórnvöld virðast aðeins
kunna eina leið: „Lok, lok
og læs og allt í stáli“
Í stað þess að leita að og beita blönd-
uðum lausnum, eins og gert er í fyrir-
tækjarekstri – en íslenzka ríkið er auð-
vitað stærsta fyrirtæki landsins –
virðast ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld
ekkert vita eða skilja, nema eina leið:
Takmarka, hindra eða loka á frelsi
manna til lífs og athafna; að leggja
dauðsmannshönd á þjóðlífið.
Bakari hengdur fyrir smið
Akkúrat nú voru nýjar, geysilega
hertar aðgerðir, að taka gildi. Skal fyrst
nefndur sá punktur, að það orki tvímæl-
is, að þær standist lög og stjórnaskrá
landsins. Fyrir undirrituðum hefur eng-
inn í ríkisstjórn eða stjórnsýslu það of-
urvald, sem hér var beitt gagnvart frelsi
landsmanna til lífs og athafna, nema Al-
þingi.
Það, sem skiptir mestu máli akkúrat
nú, er þó þetta:
Hér voru í gangi takmarkanir og að-
gerðir, sem voru að skila árangri og
virtust vera á réttri leið.
Svo gerist það, vegna afglapa eða fyr-
ir óviðráðanlega slysni, að stórfellt smit
kemur upp á Landakoti, sem breiðist
svo út í margar áttir – virðist m.a. leiða
til tveggja nýrra dauðsfalla og tvöföld-
unar COVID-sjúklinga á sjúkrahúsi –
en þetta er auðvitað einangrað fyrir-
brigði, sem hafði lítið eða ekkert með al-
menna starfsemi og mannlíf í landinu að
gera.
Hvernig stenzt það þá, að refsa fólki
almennt; fjölskyldum, fyrirtækjum,
námsmönnum, íþróttamönnum, sund-
mönnum, listamönnum, ferðamönnum
og alls konar skemmti-, líkamsræktar-
og samkomuþjónustu, sem hafði ekkert
með skelfilegt hópsmitið á Landakoti að
gera, með nýjum harðræðisaðgerðum!?
Hér er þó virkilega verið að hengja
bakara fyrir smið!
Hvaða önnur leið var fær?
Nú liggur fyrir, m.a. skv. staðreynd-
um og tölum hér að ofan, að COVID-
hættan hefur reynzt meira huglægur
vandi en raunverulegur. Aðeins 18
manns hafa látizt af COVID síðustu 10
mánuði, á sama tíma og 1.895 hafa látizt
af öðrum völdum.
Og, sem sagt, nú í seinni bylgju hafa
mest fjórir verið í gjörgæzlu í einu, sem
ætti að vera mælikvarði nr. 2 á skaðsemi
sjúkdómsins.
Á sama tíma lá fyrir í maí, skv. land-
lækni, að þá hafi verið hægt að tryggja
allt að 32 gjörgæzlurúm í landinu.
Þörfin á gjörgæzlurúmum hefur því
ekki verið nema um 10%, af þeim fjölda,
sem var til staðar. Dánartíðni og gjör-
gæzluþarfir vegna COVID hafa því, í
raun, verið „smávægilegar“. Guði sé lof.
Það, sem eftir stendur, með tilliti til
COVID-heilbrigðisþjónustu, er þá al-
menn þörf til innlagningar smitaðra á
sjúkrahús, án þess að veikindi séu alvar-
leg.
Þessir sjúklingar geta líka verið
heima, meðan á veikindum stendur, með
læknisráðgjöf í síma, eða á göngudeild.
Til þessarar þjónustu, sem er meira
til þæginda og öryggis, þarf enga há-
tækni. Engar sjúkrastofur með dýrum
og fullkomnum tækjabúnaði.
Gott og hreint rúm og herbergi með
eftirliti, umönnun og ráðgjöf, ekki endi-
lega bara faglærðra, kannski að hluta
t.a.m. fyrrverandi flugfreyja, hefði hér
dugað.
Hví var ekki farið í það, að tryggja
aukinn fjölda legurúma, fyrir meðal og
minna veika COVID-sjúklinga, sem
treystu sér ekki til að vera heima –
kannski einfaldlega með starfsliði – með
nýtingu á auðum hótelrýmum, eins og á
Náttúru, Sögu eða Oddsson?
Ef hugleiðingar og ráðstafanir í þessa
átt hefðu átt sér stað, hefði kannske
mátt hlífa mönnum og fyrirtækjum –
landsmönnum í heild sinni – við þeim
miklu áföllum; vanlíðan, óöryggi, kvíða
og þeirri óhamingju, sem þvinganir,
harðar takmarkanir og lokanir hafa í för
með sér.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» COVID-sjúklingar eru
teknir fram yfir alla
aðra þjóðfélagshópa í land-
inu; líka fram yfir aðra
sjúklinga sem þó kunna oft
að vera í meiri hættu.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
og stjórnmálarýnir.
Forgangsröðun vegna COVID
ranglát, siðlaus og forkastanleg