Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Við veitum þjónustu vegna Andláta um allt land Andláta erlendis þegar jarðsett verður á Íslandi Andláta á Íslandi þegar jarðsett verður erlendis Dánarbússkipta og erfðaskráa Sjá nánar á www.utfor.is þinn einstaki húmor fylgdi þér alveg fram að síðustu stund. Umhyggjan einkenndi þig alla tíð, alltaf þegar við komum í heimsókn á dvalarheimilið þá hafðir þú mestar áhyggjur af því að geta ekki boðið upp á neitt og verst þótti þér ef ein- hverjum var kalt, þá tókstu það að þér að hlýja manni. Við hugsum um allar þær góðu minningar sem við eigum og munu hlýja okkur um hjartarætur alla tíð. Nú loks eruð þið afi sam- einuð eftir langan aðskilnað, megi guð geyma ykkur um ókomna tíð. Perla Rós og Hekla Kolbrún. Elsku amma. Að sitja hér, rifja upp góðar minningar og reyna að koma á blað er svo erfitt en á sama tíma svo gott. Það hlýjar mér mikið að hugsa til þess að þið afi séuð sam- einuð aftur eftir svo langan að- skilnað. En ég sakna okkar yndislegu samtala og sér í lagi er erfitt að játa það að við förum ekki aftur saman til berja, að taka upp kartöflur eða að tína fjallagrös. Jafnvel þó að það sé mjög langt síðan við fórum eitthvað saman. Að hafa fengið að alast upp hjá þér og frænkum mínum hefur gefið mér svo mikið og get ég seint þakkað þér nógu mikið fyrir allt sem þú hefur haft fyrir mér. Ég er enn þá að átta mig meira og meira á því hversu frábæran grunn þú hef- ur gefið mér fyrir lífið og hversu dýrmæt gildi ég hef lært af þér. Það er magnað að hugsa til þess hversu mikið ég haga mín- um verkefnum eftir gildum sem ég lærði af þér. Það er greini- lega hægt að læra margt í kart- öflugarðinum heima. Það var mér erfitt að vera langt í burtu og geta sjaldan verið hjá þér meðan þú varst að takast á við veikindi. Það tók mikið á mig að sjá þig hverfa alltaf meira og meira milli heimsókna. En ég dáðist mikið að þér því að alltaf tókst þér að brosa í þeim heimsóknum sem mér tókst að ná á þessu tímabili í þínu lífi. Yndisleg, góð og fyndin heyrði ég frá þeim sem önn- uðust þig, orð sem mér þótti vænt um að heyra. Þegar ég hugsa um þig elsku amma mín þá birtist mér alltaf duglega húsmóðirin með hárk- lútinn eitthvað að brasa. Það getur verið ýmist bakstur, slát- urgerð eða bara eitthvað sem viðkom að halda íslenskt sjálf- bært heimili. Dugnaðurinn, þrautseigjan og sjálfsbjargar- viðleitnin verða mér hvetjandi innblástur alla mína tíð. Ég gæti haldið áfram með svo margt og byrjað að velta fyrir mér öllum dönsku töku- orðunum sem þú notaðir svo listavel en ákveð að draga lín- una hér. Ég ætla að enda þennan minningarpistil minn með er- indi úr lagi sem ég tengi ein- hverra hluta vegna alltaf við þig, elsku amma mín. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár Hún enn í dag fórna sér endalaust má Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. (Ómar Ragnarsson) Ástarkveðja, Valgeir Þór Sæmundsson. ✝ Jósef G. Krist-jánsson fæddist 28. nóvember 1967. Hann lést af slysför- um við vinnu sína í malarnámu við Lambafell 22. októ- ber 2020. Foreldrar hans voru Kristján Jós- efsson húsasmíða- meistari, f. 26. októ- ber 1947, og Anna Kristinsdóttir sjúkraliði, f. 26. september 1947. Systkini Jósefs eru: Kristín, f. 15. febrúar 1969. Sambýlismaður Ólafur E. Rúnarsson, f. 25. janúar 1970; Páll Hlöðver, f. 5. janúar 1973, og Kristján Víðir, f. 23. febrúar 1982. Eiginkona hans er Hrefna Gerður Björnsdóttir, f. 6. júlí 1981. Börn Jósefs frá fyrri sam- böndum eru: Klara Valgerður Brynjólfsdóttir, f. 29. ágúst 1989. Lind, f. 8. júlí 2008, Kristján Pál, f. 12. október 2010, Ólaf Tryggva, f. 10. október 2011, og Stefán Jósef, f. 12. október 2012. Fyrir átti Hafdís soninn Jóhann Harald Dan, f. 3. janúar 2003. Jósef lauk skyldunámi og eftir það fór hann að vinna. Hann vann við tamningar og ýmis önn- ur störf um tíma. Hann starfaði m.a. sem vélamaður hjá Steypu- stöð Skagafjarðar og Króks- verki. Þar sem í honum blundaði búskapur keypti hann jörðina Möðruvelli frammi í Eyjafirði og stundaði þar búskap frá 2002 til 2013. Þaðan fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og vann þar sem vélamaður hjá Þingvangi, Takmalbiki áður en hann fór til starfa hjá GT verk- tökum. Útför Jósefs verður gerð frá kapellunni á Löngumýri í Skaga- firði, í dag, 7. nóvember 2020, klukkan 14. Jarðsett verður á Flugumýri. Vegna fjöldatak- markana verður streymt frá at- höfninni. Slóðin mun birtast stuttu fyrir athöfn á facebook- síðu: Langamýri Fræðslusetur kirkjunnar https://tinyurl.com/y3ev7slg Maki Hróbjartur Heiðar Ómarsson, f. 20. janúar 1993, og hún á tvo syni; Guð- munda Steina, f. 6. október 1993. Sam- býlismaður Bene- dikt Hrólfur Jóns- son, f. 18. ágúst 1987 og eiga þau þrjá syni; Bjarni Heiðar, f. 3. ágúst 1997; Sig- urður Þór, f. 13. jan- úar 1999. Sambýliskona Vigdís Sigurðardóttir, f. 22. janúar 2002; Steinar Freyr, f. 3. febrúar 2002. Eftirlifandi unnusta Jósefs er Hafdís Jóhannsdóttir, f. 9. sept- ember 1975, frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru Jóhann Ólafsson, bóndi og organisti, f. 2. október 1952, d. 29. apríl 2015, og Unnur María Hjálmarsdóttir, f. 21. febrúar 1953, d. 1. apríl 2013. Saman áttu þau börnin Birnu Það er snemma morguns, ég sit hérna með kaffibollann, ég var vön að heyra í þér, en í dag er ekkert símtal, bara ég, kaffið og minningin. Minningin um þann tíma sem ég fékk að ganga við hlið þér á æviskeiðinu. Það var ekki alltaf beinn og breiður vegur, stundum var ég ekki einu sinni viss um að við værum á veginum, hefðum kannski villst af leið. Tilhugsunin um að ganga áfram án þín, umm já ég er ekki alveg búin að ná utan um hana, get ekki alveg hugsað það til enda. Það virðist bæði svo stutt síð- an ég renndi í hlaðið en samt hefur svo margt gerst. Ég sat lengi og velti vöngum yfir því af hverju þú værir svona góður við mig. Ég hafði aldrei upplifað þetta og eftir að þú hentir þér í ána á eftir fénu, án þess að hika, þegar við vorum að smala þarna um haustið, varð ekki aftur snú- ið. Ég veit þú hlóst að mér fyrir þetta, að það hafi verið það sem vakti áhuga minn, en já, það þurfti bara að gera þetta, þetta gerir sig ekki sjálft. Þegar ég lít til baka sé ég að þetta var það sem gerði okkur að því sem við vorum. Eins og ég sagði alltaf við þig: „Það eru ekki óskúruðu gólfin og baslið sem situr eftir, heldur samver- an!“ Og veistu, það var alveg hárrétt hjá mér. Það að við gátum séð feg- urðina í því að vera bara saman, þó að félagslífið væri ekki merkilegra en verslunarferðir í Nettó og jarðarfarir, ásamt ein- staka þorrablóti, orlofsferðirnar væru ferð á fæðingardeildina og afþreyingin skítmokstur í fjár- húsunum. Hestarnir, fjárhúsin, tónlistin, samtalið, stóru tækin, börnin, baslið, námið, lífið, sorgin, tuðið, gleðin, smíðarnar, draslið, flutn- ingar, veikindin, uppgjöfin, sam- veran, streitan, sársaukinn, að tilheyra, að vera, við stóðum saman í gegnum þetta og ég veit þú veist ég stend áfram í gegn- um þetta. Þegar ég missi trúna á sjálfri mér ætla ég að fara áfram á trú þinni: „Þú ert klárasta, duglegasta og fallegasta kona sem ég hef hitt, þú getur allt.“ Þessi orð hafa nú vægi, ég veit að þú veist að þau koma mér í gegnum þetta. Þú veist að ég kemst á topp- inn, þann topp sem ég ætla. Þótt þú værir ekkert mikið fyrir að ganga á fjöll þá komstu með mér á Esjuna, Úlfarsfellið og Grá- brók. Þú gerðir það því þú vissir að ég elska að standa á toppnum og horfa yfir, þú hlóst að mér fyrir þettta en ég sá þegar þú horfðir á mig. Ég trúi því að þú vakir yfir börnunum, „eigum við þá engan pabba?“ Þau skilja það seinna að þau eiga þig alltaf að þar sem þú ert, í hjarta þeirra, draumum og vonum. Ég elska þig fyrir að elska mig eins og ég er, þú elskaðir mig af því að ég elskaði þig, elskaði það sem þú ert. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig, það vorum við. „Þá er það bara svoleiðis, við finnum út úr því,“ sögðum við alltaf. „Við förum bara í þetta.“ Ég held áfram með planið okk- ar, ég klára það. Börnin standa sig svo vel, ég veit þú ert stoltur. Takk fyrir mig og já ég veit þú veist að ég veit. Við vorum eitt og nú er ég við. Minning þín lifir í okkur. Hafdís Jóhanns og börn. Jósef G. Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.