Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
✝ Hermann Al-bert Jónsson
fæddist á Sléttu í
Sléttuhreppi við
Ísafjarðardjúp 12.
apríl 1940. Hann
lést á Landspít-
alanum 25. október
2020.
Foreldrar Her-
manns voru Jón
Guðnason bóndi og
Emilía Alberts-
dóttir húsfreyja. Systkini hans
voru: Guðni, Hulda, Hanna, Gísli
og Ingvi Jónsbörn. Þau eru nú
öll látin.
Eftirlifandi eig-
inkona Hermanns
er Svana Ólafsóttir,
f. 10. september
1943 í Vopnafirði.
Hermann og Svana
gengu í hjónaband
17. ágúst 1962 og
eignuðust tvo syni,
þá Jón og Höskuld.
Hermann var
menntaður húsa-
smíðameistari og
starfaði við iðnina alla sína
starfsævi.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Kær frændi er látinn, Her-
mann Albert eða Hemmi eins og
við kölluðum hann alltaf, sá síð-
asti af sinni kynslóð, þeirra sem
fæddust í Bólhúsinu á Sléttu í
Jökulfjörðum. Hann var næst-
yngstur af 6 börnum sem upplifðu
miklar breytingar á högum sínum
þegar flutt var á Ísafjörð eftir að
jörðin fór í eyði 1947. Öll voru
systkinin mjög glaðvær, samheld-
in, söngelsk og hlý og var Hemmi
engin undantekning þar á.
Hemmi var alltaf mjög bóngóður,
„elskan mín, við björgum þessu“
var alltaf viðkvæðið þegar maður
leitaði ásjár hjá honum. Mikil
samskipti voru á milli Hemma og
föður okkar, Guðna, enda voru
þeir perluvinir og miklir félagar.
Við viljum votta Svönu, eigin-
konu Hemma, og börnum og fjöl-
skyldu þeirra okkar dýpstu sam-
úð og þakka fyrir allar góðu
stundirnar í gegnum lífið.
Dagný, Selma, Jón Ólafur
og Edda Ýr.
Fallinn er frá vinur og sam-
starfsmaður til margra ára, Her-
mann Albert Jónsson. Hemmi
eins og hann var alltaf kallaður
fæddist á Sléttu í Sléttuhreppi við
Ísafjarðardjúp 12. apríl 1940. Það
hefur sjálfsagt verið harðbýlt á
þessum stað en sjórinn og bjargið
skapaði möguleika til að lifa af.
Það þurfti þó töluvert til því
systkinin voru alls sex talsins en
þau eru nú öll látin. Þegar Hemmi
var um fermingu flutti fjölskyld-
an til Ísafjarðar. Fljótlega fór
drengurinn að vinna fyrir sér með
sjómennsku, því það þurfti að
færa björg í bú. Hann var á síld á
sumrin og oft var það allslark-
samt eins og staðið var að síld-
veiðum í þá daga á litlum mót-
orbátum. Það var svo í einni
landlegunni á Austfjörðum að
hann kynntist ungri og fallegri
stúlku frá Vopnafirði, henni
Svönu sinni, og þá varð ekki aftur
snúið. Hermann vildi ekki gera
sjómennsku að ævistarfi sínu,
hafði hann hug á því að læra hús-
gagnasmíði en það gekk ekki eft-
ir. En það varð úr að hann komst í
nám í húsasmíði hjá miklum heið-
ursmanni, Jóni Hannessyni bygg-
ingarmeistara. Það var hjá Jóni
Hannessyni sem fundum okkar
Hermanns bar saman, þar mynd-
aðist vinskapur sem entist ævi-
langt. Fyrstu árin bjuggu Hemmi
og Svana í Reykjavík en fljótlega
fór hann að huga að húsbyggingu.
Hann fékk lóð að Hraunbraut 14 í
Kópavogi undir tvíbýlishús og
byggði það í samvinnu við Jakob
Jensson húsasmið. Þetta var auð-
vitað ofurmannlegt átak hjá ung-
um félitlum húsasmið sem ný-
kominn var úr námi. En með
samstöðu og samhaldssemi
þeirra Svönu tókst þeim að gera
sér yndislegt heimili á Hraun-
brautinni. Það sem meira var, for-
eldrar hans fengu litla íbúð í hús-
inu og bjuggu þar til æviloka.
Hermann og Svana eignuðust tvo
syni, þá Jón, fæddur 1962 og
Höskuld, fæddur 1966. Jón lærði
húsasmíði hjá föður sínum og
starfar við iðnina enn í dag, en
Höskuldur er tölvunarfræðingur
hjá utanríkisþjónustunni. Þegar
drengirnir voru komnir úr föður-
húsum minnkuðu þau hjónin við
sig og bjuggu síðustu árin að Álf-
konuhvarfi 39 í Kópavogi. Árið
1972 hófst nýr kafli í vinskap okk-
ar Hermanns þegar við stofnuð-
um fyrirtækið HB innréttingar
sem í upphafi var starfrækt við
Auðbrekku í Kópavogi. Árið 1978
var fyrirtækið flutt í framtíðar-
húsnæði á Smiðjuvegi 12, þar var
það starfrækt allt til ársins 2006.
Þetta voru því orðin heil 34 ár
sem við Hermann störfuðum
saman í sjálfstæðum rekstri. All-
an þann tíma bar aldrei neinn
skugga á samstaf okkar sem
reyndist mjög farsælt í alla staði.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka þér einlæga vináttu í gegn-
um tíðina. Allt á sinn endapunkt,
svo er einnig með lífið. Nú ertu
horfinn á vit feðranna. Kæri Her-
mann, takk fyrir allt og allt!
Svana, Jón og Höskuldur, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
og fjölskyldna. Guð blessi minn-
ingu vinar míns Hermanns A.
Jónssonar.
Björgvin Elíasson.
Hermann Albert
Jónsson
✝ Sólrún Her-mannsdóttir
fæddist á Suður-
eyri við Súg-
andafjörð 7. októ-
ber 1945. Hún lést
á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 4. októ-
ber 2020. For-
eldrar hennar
voru Hermann
Guðmundsson, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Suðureyri, f.
12.6. 1917, d. 12.12. 2005, og
kona hans Þórdís Ólafsdóttir,
f. 2.5. 1922, d. 2.7. 1982. Sól-
rún var elst fimm systkina, en
systkini hennar eru: Svein-
björg, f. 25.12. 1946, d. 14.12.
2001, gift Hlöðveri Kjart-
anssyni; Herdís Jóna, f. 24.6.
1049, gift Gísla Vilhjálmi Jóns-
syni; Guðmundur Óskar, f.
25.5. 1950, kvænt-
ur Bryndísi Ein-
arsdóttur, og Hall-
dór Karl, f. 6.12.
1958, sambýlis-
kona hans er Guð-
rún Ólöf Sigurð-
ardóttir.
Dóttir Sólrúnar
er Þórdís Ingjalds-
dóttir, f. 11.7.
1968. Þórdís gift-
ist Guðmundi Arn-
arssyni, f. 11.2. 1966. Eiga þau
þrjú börn, Sólrúnu Sif, f. 2.5.
1993, Arnar Orra, f. 7.2. 2001,
og Sigríði Birtu, f. 30.7. 2009.
Sólrún ólst upp á Suðureyri,
hún stundaði nám við Héraðs-
skólann á Núpi og sótti síðar
nám í Húsmæðraskóla Reykja-
víkur. Sólrún starfaði ávallt
sem talsímavörður. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Sólrún systir er látin. Þar er
skarð fyrir skildi og eftirsjá. Að
hún sem var okkar systkinanna
elst og ráðdeildarríkust, yfir-
veguð og hugljúf, skuli nú hafa
kvatt þetta jarðlíf rétt að verða
75 ára. Minningar eru góðar frá
æsku til lokadags. Við ólumst
upp í foreldrahúsum á Suður-
eyri við Súgandafjörð, börnin
þeirra pabba og mömmu, þrjár
systur elstar og tveir yngri
bræður. Samkomulag var gott
meðal systkina eins og ávallt er
og æskuljómi í foreldrahúsum.
Lífshlaup er leikur, skóli og
vinna. Sjá sér farborða og klára
lífsstríðið. Það gerði Sólrún
með sóma. Hún fluttist til
Reykjavíkur á árunum eftir
landspróf frá Núpi og bjó þar
það sem eftir lifði. Til hennar
var alltaf gott að koma. Sólrún
eignaðist svo dótturina Þórdísi
1968, hún er gift Guðmundi
Arnarsyni og eiga þau þrjú
mannvænleg börn, Sólrúnu Sif,
Arnar Orra og Sigríði Birtu.
Faðir Þórdísar er Ingjaldur
Pétursson. Hjá dóttur sinni átti
hún góða vinkonu, en þær
mæðgur voru samrýndar alla
tíð og meir og meir eftir því
sem leið á æviskeiðið og
tengdasonurinn og barnabörnin
stór þáttur í lífsbaráttunni,
annars einstæðrar móður.
Hamingja og ráðdeildarsemi
fara oft vel saman í bland við
glaðværð og umhyggju. Fjöl-
skyldan með ömmu í fyrirrúmi
var samhent og barnabörnin í
sérstöku uppáhaldi að séð varð.
Eftir sjötugt virtist einhver
kvilli gera vart við sig, kannski
smá öldrun, með jafnvægisleysi
og minnkandi hreyfigetu. Gott
var eftir sem áður að vera í ná-
vist hennar, kaffisopi og spjall
og fjölskyldusamkomur við viss
tækifæri. Erfiðir tímar komu
svo snemma á þessu ári, sem
covid-19 er, og erfiðara um vik
með samskipti. Þá var dóttur-
fjölskyldan mikils virði.
Við systkinin söknum nú
stóru systur, en með þakklæti
fyrir samferðina í þessu jarð-
neska lífi. Við vottum þér,
elsku Þórdís, Mummi og börn-
um ykkar einlæga samúð. Sól-
rún systir, sofðu rótt og góður
Guð geymi þig. Minningin lifir.
Herdís Hermanns-
dóttir, Guðmundur
Hermannsson,
Halldór Hermannsson
og fjölskyldur.
Sólrún
Hermannsdóttir
Amma okkar
Veiga eða amma í
Kópó er fallin frá.
Við eigum góðar
minningar um ömmu og margar
þeirra eru úr Hrauntungunni í
Kópavoginum. Í heimsóknum þar
fékk sköpunargleðin að njóta sín.
Við föndruðum og bjuggum til
klippimyndir, hún var óhrædd við
að leyfa okkur að nota skæri og
stundum fengum við að leika með
eld og kertavax. Það var eflaust
hennar leið til að kenna okkur að
umgangast hluti sem börnum var
kennt að forðast.
Það var mikið spilað í Hraun-
tungunni, til dæmis rommí, mast-
ermind, sjóorrusta og matador.
Plötuspilarinn var líka stundum
notaður, Dýrin í Hálsaskógi og
Kardimommubærinn voru í
uppáhaldi.
Amma var með græna fingur
og fórum við út í garð að sækja
laufblöð til að þurrka í bókum. Á
sumrin fengu fallegi rósarunninn
og litríku blómin í innkeyrslunni
að njóta sín og búnir voru til fal-
legir blómvendir. Í garðinum var
búið að gróðursetja björk og hlyn
og það var passað sérstaklega
upp á þau.
Amma var stúdent úr Mennta-
skólanum á Akureyri og bóka-
safnsfræðingur úr Háskóla Ís-
lands. Hún vann við tölvur og
tileinkaði sér tækninýjungar og
var komin tölva með netinu strax
og það var í boði, svo bætti hún
við myndaskanna og prentara í
þokkabót.
Amma var eldklár og það var
gott að hafa bókasafnsfræðing
við höndina til að hjálpa við heim-
ildaritgerðir. Hún var mikil
tungumálamanneskja og fóru
barnabörnin til hennar að fá
hjálp, ekki skipti máli hvort það
var enska, danska, þýska eða
franska.
Rannveig
Gísladóttir
✝ RannveigGísladóttir
fæddist 17. febrúar
1932. Hún andaðist
16. október 2020.
Útför Rann-
veigar fór fram 30.
október 2020.
Amma hélt sér
vel við, meðal ann-
ars með því að
skrifa frönskustíla
nokkrum vikum áð-
ur en hún fór.
Skemmtilegar
sögur sem hún sagði
og einkennandi
hlátur eru góðar
minningar. Stund-
um átti hún erfitt
með að klára sögur
því hún hló svo mikið. Þar sem
amma vann við að flokka bækur
vissi hún einhvern veginn eitt-
hvað um allt. Hún fylgdist vel
með fréttum og því var hægt að
spjalla við hana um hvað sem er.
Hvort sem það voru ungir rapp-
arar eða úrslitin í enska boltan-
um. Síðustu misserin las hún
Krúnuleikana (Game of Thrones-
bækurnar), bjó til ættartré til að
átta sig á samhenginu, samhliða
horfði hún svo á þættina.
Amma var mikill safnari og
safnaði frímerkjum, myntum,
póstkortum og tók mikið af ljós-
myndum. Hún setti óþekkt við-
mið í skipulagningu og flokkun á
þessu öllu sem einungis er hægt
að líta upp til og dást að en
ómögulegt að leika eftir.
Þegar afi dó tók amma því með
miklu æðruleysi. Sagði að nú
tæki nýr kafli við. Hún flutti úr
Hrauntungunni yfir í Fannborg-
ina í Kópavogi. Henni fannst
skemmtilegt að velja sjálf inn í
íbúðina og sagði þetta minna sig á
heimavistina í menntaskóla. Eitt
af því sem hún valdi sér var hvítt
jólatré sem hana hafði dreymt
um.
Amma hvatti okkur til að elta
drauma okkar og taka okkar
ákvarðanir sjálf, ekki láta aðra
ákveða fyrir okkur. Fólk sér
nefnilega ekki eftir ákvörðunum
sem það tekur sjálft.
Elsku amma, þú varst okkur
góð fyrirmynd og það var ynd-
islegt að hafa þig til staðar í
gegnum lífið. Við vitum að þú
kvaddir þetta líf sátt og þú hefur
það gott núna með afa. Takk fyrir
allt, hafðu það sem allra best.
Björk, Hlynur, Þórarinn
og Sigrún Dís.
Við þökkum samúð og hlýhug við fráfall
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnistu, Laugarási,
sem lést hinn 22. október.
Útförin hefur farið fram.
Arngrímur Friðrik Ólafsson
Ásta Ólafsdóttir Vignir Jónsson
Einar Ólafsson Gunnhildur Stefánsdóttir
Sveinn Ólafsson
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RANNVEIGAR GÍSLADÓTTUR
bókasafnsfræðings,
sem lést 16. október.
Guðmundur Ingason Gyða Jónsdóttir
Örn Erlendur Ingason Guðbjörg Rós Sigurðardóttir
Haukur Ingason Katrín Þórarinsdóttir
Sólborg Erla Ingadóttir Kristinn Vestmann Harðarson
Þórdís Ingadóttir Snorri Þorgeir Ingvarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Fossheima fyrir hlýhug
og góða umönnun.
Helga Þórdís Guðmundsd. Vigfús Guðmundsson
Guðbjörg Fríða Guðmundsd. Sigurdór Már Stefánsson
Jóhann Björn Guðmundsson
Anna Þóra Guðmundsdóttir Hermann V. Baldursson
Lárus Arnar Guðmundsson Íris Ellertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hann hefur nú
kvatt þessa tilveru
hann Steini bróðir,
elstur okkar
þriggja bræðra, en var svo
óheppinn að frá fæðingu voru
hnökrar í andlegri tilveru
hans, hnökrar sem fylgdu hon-
um alla ævi og voru honum oft
fjötur um fót. Við ólumst upp
á góðu heimili með frábæra
foreldra og segja má að lífið
hafi leikið við okkur. Nám var
Steina ekki sérlega auðvelt en
hann lærði smíðar, öðlaðist
meistararéttindi og síðar bætti
hann við sig byggingafræði í
Danmörku en þetta nýttist
honum ekki sem skyldi. Hann
var með hraustustu mönnum,
rammur að afli og hans góðu
dagar voru helst við mótaupp-
slátt í vitlausu vetrarveðri.
Steini var ávallt glaðsinna,
brosmildur, mannblendinn og
hafði hjarta úr gulli. Ævi hans
litaðist mest af þessum eig-
inleikum við leik og störf.
Hann lagði ýmislegt fyrir sig í
lífshlaupinu, hélt til Svíþjóðar
í atvinnuleysinu 1969 og
tengdist með því bæði Svíþjóð
og Danmörku í árafjöld. Steini
var ákaflega ættrækinn og var
í góðu sambandi við ættingja
okkar í Danmörku alla tíð.
Hér heima sýslaði hann við
ýmislegt svo sem smíðar, múr-
Steingrímur
Sigurjónsson
✝ SteingrímurSigurjónsson
fæddist 20. ágúst
1944. Hann lést 27.
september 2020.
Steingrímur var
jarðsunginn 3. nóv-
ember 2020.
verk, rútuakstur
og annað sem til
féll. Fyrir all-
nokkrum árum
hannaði hann og
teiknaði vinnu-
tröppur sem voru
smíðaðar upp úr
frákasts-timbri á
vinnustöðum, fékk
þær viðurkenndar
sem var nauðsyn-
legt vegna örygg-
ismála á vinnustöðum og þóttu
þessar tröppur afburðaþægi-
legar við vinnu, af þessum
smíðum var hann stundum
kallaður Steini tröppusmiður.
Þetta var honum ágæt búbót
síðustu árin, sérstaklega eftir
að hann hætti formlegri vinnu.
Síðustu árin var mikill sam-
gangur á milli okkar bræðra
allra, kom það til meðal ann-
ars vegna sumarbústaðar móð-
ur okkar við Laugarvatn og
síðan einnig líka vegna þess að
Steini var orðinn mikið til ein-
stæðingur, var hann hjá okkur
bræðrum alla hátíðisdaga og
aðra fjölskyldudaga. Af honum
dró nokkuð síðustu árin en
alltaf var hann jafn glaður,
sama hvaða mótlæti á hann
lagðist, hvort heldur var á lík-
amann eða sálina. Þetta skap-
lyndi var Steina mikið til léttis
þegar af honum dró, þessu
mikla hraustmenni fyrri tíðar
sem mátti muna fífil sinn
fegri. Hann er nú horfinn til
Sumarlandsins, kannski hitt-
umst við þar aftur ef svo vill
til að við fáum þar aðgang.
Vertu sæll, bróðir og mág-
ur.
Sveinn Geir og Salóme.