Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 49

Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 49
FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Valur dróst í gær á móti Glasgow City FC í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu og mætast liðin á Hlíð- arenda 18. eða 19. nóvember. Þótt kvennalið Vals sé stórveldi í knattspyrnunni á Íslandi þá eru samt sem áður liðin ellefu ár frá því liðið lék síðast í Evrópukeppni. Er það athyglisverð staðreynd. Þá lék Valur einmitt á móti Glasgow City. Þær skosku höfðu betur 3:0 á Hlíð- arenda en í Glasgow fór 1:1. Hall- bera Guðný Gísladóttir, sem nú er fyrirliði Vals, tók þátt í leikjunum sem og Mist Edvardsdóttir. Elín Metta Jensen var einnig með, en kornung. Glasgow City verður tæplega auð- veldur andstæðingur fyrir Val. Raunar gæti maður ímyndað sér að liðið sé mjög svipað bestu liðunum á Íslandi. Ef horft er til árangurs liðs- ins í Meistaradeildinni þá hefur það fallið úr keppni í 16 liða eða 32 liða úrslitum á undanförnum árum. Þar hafa fulltrúar Íslands yfirleitt fallið úr keppni. Í liðinu eru tveir leik- menn sem léku hér á Íslandi á síð- asta tímabili. Mairead Fulton lék með Keflavík í efstu deild og Lauren Wade skoraði 20 mörk fyrir Þrótt í næstefstu deild. Glasgow City hefur verið besta liðið í Skotlandi og á þar mikilli vel- gengni að fagna. Valur mætir reyndu liði því margir leikmanna liðsins hafa leikið fjölda landsleikja. Liðin eiga það því sameiginlegt því mikil reynsla býr í leikmönnum eins og Dóru Maríu Lárusdóttur, Gunn- hildi Yrsu Jónsdóttur, Hallberu og Söndru Sigurðardóttur hjá Val á al- þjóðlegum vettvangi. „Þetta lið hefur mjög oft unnið skosku deildina og er með markatöl- una 10:1 eftir fyrstu tvo leikina. Mér hefur oft fundist þær skosku spila fótbolta sem er áþekkur okkar leik- stíl,“ sagði Dóra María meðal annars í gær en viðtalið við hana í heild sinni er að finna á mbl.is/sport. Morgunblaðið/Eggert Meistaradeildin Dóra María í leiknum á móti HJK á dögunum. Útlit fyrir spennandi viðureign  Í liði Glasgow City eru leikmenn sem léku hérlendis á síðasta tímabili ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Íslandsmótinu í fótbolta lauk óhátíðlega og hispurslaust á dögunum. Síðasti leikur tíma- bilsins var spilaður 6. október en örlög mótsins voru þó ekki end- anlega ráðin fyrr en 30. október þegar KSÍ loks bugaðist vegna aðstæðna í samfélaginu. Skiptar skoðanir eru á þessum endalokum eins og við var að búast. Margir voru fegnir, enda tímabilið orðið langt og staðan innanborðs hjá mörgum félögum orðin erfið. Aðrir voru auðvitað síður kátir, enda áttu ýmis lið að miklu að keppa á endasprettinum. Eitt þeirra er félagar mínir í Safamýrinni. Framarar misstu af úrvals- deildarsæti á markatölu þegar tvær umferðir voru enn óleiknar í fyrstu deildinni. Sú niðurstaða var Safamýrarpiltum eðlilega þungbær og í gær bárust þær fregnir að félagið hefði kært ákvörðun KSÍ til áfrýjunardóm- stóls sambandsins. Slást þeir þar í hóp með KR-ingum sem sömuleiðis hafa sent inn kæru vegna endaloka tímabilsins. Mér þykir í sjálfu sér eðlilegt og sjálfsagt að forráðamenn fé- lagsins láti á þetta reyna. Það er eitt og annað óljóst varðandi reglugerðina sem KSÍ setti sér vegna kórónuveirunnar og ágætt að þar til bærir aðilar úrskurði um réttmæti hennar. Von mín er þó ekki síður sú að við Framarar, og allir þeir sem eftir sitja með sárt ennið, látum þetta mótlæti ekki slá okkur út af laginu. Við megum ekki leggj- ast í sjálfsvorkunn og gleyma því frábæra tímabili sem kom okkur einmitt í þá stöðu að vera marka- tölu frá draumalandinu þegar að- eins tveir leikir voru eftir. Auðvit- að eru allir fótboltaáhugamenn svekktir með svona endalok, en aftur kemur dýrlegt sumar með sól og blóm og fótbolta. BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnu- deild Njarðvíkur hefur ráðið Bjarna Jóhanns- son og Hólmar Örn Rúnarsson til starfa sem þjálfara karlaliðs félagsins. Gera þeir tveggja ára samninga við Njarðvík og taka við af Mikael Niku- lássyni sem var rekinn í vikunni. Víkurfréttir greindu fyrst frá. Bjarni hóf þjálfaraferilinn fyrir 35 árum sem spilandi aðstoðarþjálfari Þróttar í Neskaupstað og er hann því einn allra reynslumesti þjálfari landsins. Síðan þá hefur hann þjálf- að lið á borð við Grindavík, Fylki, Breiðablik, ÍBV, Stjörnuna, KA og síðast Vestra, en hann kom Vestra upp úr 2. deild og upp í þá næstefstu á síðasta ári. Hólmar Örn er töluvert reynslu- minni þjálfari en hann hefur þjálfað Víði í 2. deildinni með Guðjóni Árna Antoníussyni síðustu tvö tímabil. Hann gat hins vegar ekki komið í veg fyrir fall Víðisliðsins niður í 3. deild. Njarðvík hafnaði í fjórða sæti 2. deildarinnar í sumar og var þremur stigum frá öðru sæti, sem gefur þátttökurétt í 1. deild. Bjarni og Hólmar til Njarðvíkur Bjarni Jóhannsson frá því að fara upp um styrkleikaflokk hjá FIFA og takist það, meðal annars með góð- um úrslitum gegn Dönum og Englend- ingum, gæti Ísland staðið betur að vígi fyr- ir undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. „Ég einbeiti mér fyrst að leiknum gegn Ungverjalandi enda er hann okkur gríð- arlega mikilvægur, við viljum fara á EM. Svo hugsum við um Danmörku og England, það skiptir máli að standa okkur vel þar,“ bætti Hamrén við. Tuttugu þúsund áhorfendur Ungversk yfirvöld hafa í samráði við UEFA ákveðið að leyfa um 20 þúsund áhorfendur á Puskás-leikvanginum í Búda- pest. Þótt þeir verði nánast allir með tölu stuðningsmenn heimamanna er Freyr Al- exandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari hæstánægður með að þeir verði á staðnum. „Það er stórkostlegt að spila fyrir framan fólk,“ sagði hann á blaðamannafundinum. „Við munum örugglega fá að heyra það en það er hluti af leiknum, við munum njóta þess að hafa stemningu.“ Yngra landsliðið einnig að berjast Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 árs liðs karla, hefur tilkynnt hvaða leikmenn mæta Ítalíu, Írlandi og Armeníu í þremur mikilvægum leikjum í undankeppni EM. Sjá nánar á mbl.is/sport. LANDSLIÐIÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, kynnti í gær 24 manna leikmannahópinn sinn fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi næsta fimmtudag sem og gegn Dönum og Englendingum í Þjóða- deildinni þar á eftir. Hópinn skipa allir helstu landsliðsmenn Íslands síðustu ár, byrjunarlið Íslands í Evrópukeppninni sögufrægu í Frakklandi fyrir fjórum árum er allt mætt til leiks og þá voru þessir leik- menn flestallir á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það vantar því ekki reynsluna fyrir Ungverjaleikinn. Hópurinn er í raun sá sami og var valinn fyrir undanúrslitaleikinn gegn Rúmeníu í síðasta mánuði nema að þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Anderson eru ekki með. Þá var hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson ekki valinn þrátt fyrir að hafa farið á kostum í Svíþjóð undanfarna mán- uði. Jón Dagur og Ísak eru báðir í hópi U21 landsliðsins sem leikur mikilvæga leiki gegn Ítalíu, Írlandi og Armeníu um sæti á EM. Staðan á leikmönnum góð Allar líkur eru á því að Hamrén muni stilla upp sterkasta liðinu sem kostur er á gegn Ungverjum í Búdapest, enda allt und- ir varðandi möguleikann á að komast á EM næsta sumar. Nokkrir af lykilmönnum liðs- ins hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli undanfarnar vikur en Svíinn er bjartsýnn á að þeir geti allir verið með og segir stöðuna á hópnum almennt góða. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guð- mundsson, Kári Árnason og Ragnar Sig- urðsson hafa allir verið að glíma við smá- vægileg meiðsli. Þá eru auðvitað Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson allir á mála hjá íslenskum liðum en ekkert hefur verið hægt að æfa né keppa hérlendis um nokkurra vikna skeiða vegna hertra sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Meðal annars vegna þess mun landsliðs- hópurinn koma saman í Augsburg í Þýska- landi á mánudaginn til að undirbúa sig. „Það er reynsla, gæði og mikið hungur í þessum leikmannahópi. Við viljum fara á Evrópumeistaramótið,“ sagði Hamrén áræðinn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. „Við höfum beðið eftir þessum leik síðan í mars.“ Þótt allra augu séu auðvitað á leiknum gegn Ungverjum skipta viðureignirnar við England og Danmörku í Þjóðadeildinni vissulega máli. Ísland er tveimur sætum Reyndir og hungraðir  Allir lykilmenn Íslands í hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi  Einnig mikilvægt að ná úrslitum í Þjóðadeildinni gegn Danmörku og Englandi Morgunblaðið/Eggert Úrslit Íslensku landsliðsmennirnir fagna sigri gegn Rúmeníu í undanúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Nú er komið að úrslitaleiknum sjálfum um sæti á EM gegn Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. MARKVERÐIR: Hannes Þór Halldórsson Val .................................... 72 leikir Ögmundur Kristinsson Olympiacos .................................. 16 Rúnar Alex Rúnarsson Arsenal ........................................... 6 VARNARMENN: Ragnar Sigurðsson FC Köbenhavn ................................... 96 Birkir Már Sævarsson Val ..................................................93 Kári Árnason Víkingur R. ................................................... 85 Ari Freyr Skúlason Oostende ............................................ 74 Sverrir Ingi Ingason PAOK ................................................ 33 Hörður B. Magnússon CSKA Moskva ............................... 32 Hjörtur Hermannsson Bröndby ......................................... 17 Hólmar Örn Eyjólfsson Rosenborg .................................... 17 MIÐVALLARLEIKMENN: Aron Einar Gunnarsson Al Arabi ....................................... 89 Birkir Bjarnason Brescia ................................................... 89 Gylfi Þór Sigurðsson Everton ............................................ 76 Jóhann Berg Guðmundsson Burnley ................................ 76 Arnór Ingvi Traustason Malmö .......................................... 37 Rúnar Már Sigurjónsson Astana ....................................... 28 Guðlaugur Victor Pálsson Darmstadt .............................. 20 Arnór Sigurðsson CSKA Moskva ....................................... 10 SÓKNARMENN: Kolbeinn Sigþórsson AIK .................................................. 59 Alfreð Finnbogason Augsburg .......................................... 59 Jón Daði Böðvarsson Millwall ........................................... 52 Viðar Örn Kjartansson Vålerenga ..................................... 27 Albert Guðmundsson AZ Alkmaar .................................... 15 Landsliðshópurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.