Morgunblaðið - 09.11.2020, Síða 1
Morgunblaðið/Ómar
RÚV Fjölmiðlanefnd gerir at-
hugasemdir í árlegu mati sínu.
Í árlegri skýrslu sinni um starfsemi
RÚV gerir fjölmiðlanefnd athuga-
semd við að RÚV borgi verktökum
innan vébanda stofnunarinnar verk-
takagreiðslur en kalli það kaup af og
meðframleiðslu með sjálfstæðum að-
ilum ótengdum RÚV, sem stofnun-
inni er skylt að verja 10% heildar-
tekna sinna til.
Þannig fer RÚV gegn þeim hluta
þjónustusamningsins við mennta- og
menningamálaráðherra er lýtur að
samstarfi við sjálfstæða framleið-
endur og kaupum á efni af þeim.
Verktökum sem unnu að gerð þátta
á borð Vikuna, Silfrið, Menninguna,
Gettu betur og Landann var greitt
fyrir með verktakagreiðslum sem
eyrnamerktar voru óháðum og sjálf-
stæðum framleiðendum. Sviðsstjóri
hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
segir að tjónið sem íslenskur kvik-
myndaiðnaður hafi orðið fyrir á
samningstímanum hlaupi á hundruð-
um milljóna. Hún segir alvarlegt að
ekkert hafi verið að gert eftir að SI
vakti athygli á málinu fyrir tveimur
árum. »4 og 14
Tjónið hundruð milljóna
Koma sér hjá því að styðja við sjálfstæða framleiðendur
M Á N U D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 264. tölublað 108. árgangur
KRÖFTUG
TÆKIFÆRI
FYRIR VESTAN UNDANÞÁGA TIL ÆFINGA
ÆSKUSÖGUR
FRÁ KAUP-
MANNAHÖFN
KVENNALANDSLIÐIÐ Á FERÐINNI 26 JÓN ÓSKAR SÓLNES 29VILL EFLA FLATEYRI 6
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrrverandi forstjóri heilbrigðis-
stofnunar segir það bábilju að alltaf
sé betra að sinna öldruðu fólki á
heimilum þess í stað þess að það
flytji á hjúkrunarheimili, ef vilji og
heilsubrestur kalli á það. Þingmaður
sem er jafnframt öldrunarlæknir
hefur aftur á móti enga trú á því að
næstu kynslóðir muni sætta sig við
búsetu á stofnunum.
„Þessi kenning er röng og þótt það
geti átt við í þeim tilfellum þar sem
fólk er tiltölulega hresst hafa ekki
verið færðar fyrir því neinar sann-
anir eða flutt fyrir því rök að það sé
ódýrara að geyma fólk heima,“ segir
Valbjörn Steingrímsson, fyrrverandi
forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar
á Blönduósi, um þá stefnu að veita
öldruðum þjónustu heima til að
draga úr þörf fyrir hjúkrunarheimili.
Dýrt sé að reka heimili og lífeyrir
standi ekki undir því. Það auki fá-
tækt, einsemd og vanlíðan að þvinga
fólk til þess.
Heppilegra fyrir fólkið
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmað-
ur og öldrunarlæknir, segir að bæta
þurfi heimaþjónustu og heimahjúkr-
un vegna þess að það fyrirkomulag
muni fólk vilja í framtíðinni. Það
verði hagkvæmara fyrir samfélagið
og alveg örugglega heppilegra fyrir
fólkið sem noti þjónustuna.
„Eins og kerfið er uppbyggt núna
er allt of mikil áhersla lögð á að fólk
fari inn á hjúkrunarheimili þegar í
mörgum tilvikum er hægt að mæta
þörfum þess betur og með minni til-
kostnaði með aukinni stuðningsþjón-
ustu heima,“ segir Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra. Hún
segir jafnframt að þótt mikill árang-
ur náist á því sviði þurfi engu að síð-
ur að fjölga hjúkrunarrýmum og að
því sé unnið.
Ekki best að hafa fólk heima
Fyrrverandi forstjóri telur bábilju að alltaf sé best að veita öldruðu fólki þjónustu á eigin heimilum
Þingmaður og öldrunarlæknir hefur ekki trú á að næstu kynslóðir sætti sig við að búa á stofnunum
MRekstur hjúkrunar … »2, 10, 11
Þjónusta við aldraða
» Ef draga á úr þörf fyrir
hjúkrunarheimili þarf forvarnir,
heilsueflingu og fyrirbyggjandi
endurhæfingu.
» Í ár hafa fjármunir til að efla
heimahjúkrun verið auknir um
130 milljónir og 200 milljónum
varið í heilsueflandi móttökur.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Joe Biden, forsetaefni Demókrata-
flokksins, hafa borist heillaóskir
hvaðanæva úr heiminum, eftir að
ljóst þótti vera að hann hefði náð
tilskildum fjölda kjörmanna í for-
setakosningunum í Bandaríkjunum
á þriðjudag. Þar á meðal voru Bor-
is Johnson forsætisráðherra Breta
og Angela Merkel Þýskalands-
kanslari, auk herra Guðna Th. Jó-
hannessonar forseta og Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra Ís-
lands.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hefur ekki viðurkennt ósigur og tel-
ur sig geta neytt lagalegra úrræða
til að knýja fram endurtalningu eða
endurmat á gildum atkvæðum. Lík-
urnar á því þykja þó fara þverrandi
og hermt er að ýmsir í innsta hring
í Hvíta húsinu hvetji forsetann til
þess að fara frá með sæmd og friði.
George W. Bush, fyrrverandi for-
seti og flokksbróðir Trumps, er
meðal þeirra sem óskað hafa Biden
og Kamölu Harris, varaforsetaefni
hans, til hamingju, en Bush notaði
tækifærið og hvatti Trump til þess
að sætta sig við skýrar niðurstöður
sanngjarnra kosninga. »13
Biden fær
heillaóskir
AFP
Fagnað Joe Biden, forsetaefni
demókrata, fagnar sigri í Delaware.
Skorað á Trump að
fara með sæmd og friði
Falleg birta hefur verið marga morgna og mörg kvöld að undanförnu.
Ýmsir litir hafa sést á skýjum og norðurljósin verið með líflegasta móti.
Hér fylgist fólk með ljósagangi úr Laugarnesi. Skrifstofu- og hótelturnar
við Borgartún og nágrenni falla alveg í skuggann af töfrum náttúrunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Töfrar náttúrunnar
Yngvi Tómasson segir mega finna
dæmi þess að íslenskar verslanir
hafi fært sig alfarið yfir á netið og
þannig sparað sér leigu á dýru versl-
unarhúsnæði á eftirsóttum stöðum.
Sá kippur sem varð í netverslun í
kórónuveirufaraldrinum kom mörg-
um fyrirtækjum í opna skjöldu. Sum
höfðu ekki komið sér upp netversl-
unum og önnur þurftu að taka vef-
síður sínar í gegn og bæta þjónustu
við viðskiptavini á netinu. Vönduð
upplýsingagjöf skiptir miklu fyrir
árangur netverslana og þurfa við-
skiptavinir að vita að hverju þeir
ganga hvað varðar sendingar-
kostnað og vöruskil. »12
Vönduð upplýs-
ingagjöf mikilvæg