Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 10
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður velferðarnefndar Alþing- is, Helga Vala Helgadóttir, segir að vandann í rekstri hjúkrunarheimila megi rekja til þess að Sjúkratrygg- ingar eigi að kostnaðarmeta þá þjón- ustu sem þar fer fram og greiða fyrir hana. Það sem greitt er nú standi ekki undir þjónustunni. Ólafur Þór Gunn- arsson, fyrsti varaformaður nefndarinnar, bindur vonir við að starf verkefn- isstjórnar sem er að endurskoða daggjaldakerfið leiði til þess að grunnurinn sem flestir telji of lágan verði leiðréttur. Vilhjálmur Árnason, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í nefndinni, segir að vandinn leysist ekki fyrr en kerfið hafi verið stokkað upp og skýrt hafi verið hver eigi að bera ábyrgð á hverju. Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að kalla til sín gesti og ræða út- skriftarvanda Landspítalans og vanda hjúkrunarheimila. Helga Vala segir að komið hafi í ljós að 100 manns, aldraðir, eru inni á Landspít- ala með heilsu- og færnismat. Þar taki fólkið upp rándýrt rými á há- tæknisjúkrahúsi en eigi heima ann- ars staðar. Sólarhringurinn kosti tæpar 40 þúsund krónur á hjúkrun- arheimilum en 70 til 200 þúsund á Landspítalanum, kostnaðurinn þar sé misjafn eftir deildum. „Það blasir við fyrir ríkið að spara og jafnframt að koma þessum einstaklingum í heimilislegra umhverfi,“ segir Helga Vala. Varðandi rekstrarvanda hjúkrun- arheimilanna segir Helga Vala að Sjúkratryggingar hafi ekki kostnað- armetið þjónustu heimilanna. Fyrir liggi að það sem þeim er greitt dugi ekki til að standa undir þjónustu hvers og eins heimilis. Þessi staða leiði til þess að hjúkrunarheimilin neyðist til að senda það fólk sem þurfi mikla hjúkrun á Landspítal- ann, jafnvel þótt það hafi starfsfólk til að sinna því. Þarna sé kerfið farið að bíta í skottið á sjálfu sér. Daggjöldin of lág Ólafur Þór Gunnarsson segir að flestir séu komnir á þá skoðun að daggjöld hjúkrunarheimilanna séu of lág og þau þurfi að leiðrétta. Bindur hann von- ir við að starf verkefnisstjórnar um endurskoðun daggjaldakerfis- ins leiði til þess að rétt verði gef- ið. „Það er ekki tilviljun að það sé inni í stjórnar- sáttmála að þetta þurfi að endurskoða. Menn átta sig á því að þarna er verk að vinna. Ég veit ekki frekar en aðrir hvað mun- urinn er mikill,“ segir Ólafur og bæt- ir við að þá verði hægt að reka þessa þjónustu svo vel sé. Hann getur þess að það skapi einnig vanda að landið sé dreifbýlt og litlar þjónustueiningar séu dýrari en stórar. Greiðslufyrirkomulag þurfi að taka mið af því sem og sam- félagslegri stöðu fólks. Fólk hafi meira val Vilhjálmur Árnason segir að stað- an sé þannig nú að þótt gefið hafi verið fyrirheit í stjórnarsáttmála um að styrkja rekstrargrund- völl hjúkrunar- heimila hafi þyngd hjúkrunar á heimilunum aukist og heil- brigðisráðuneytið hafi varið fjár- mununum í upp- byggingu hjúkrunarheimila í stað þess að laga reksturinn. Bendir hann á að gerður hafi verið ramma- samningur við hjúkrunarheimilin ár- ið 2016 þar sem vinna hafi átt með þetta en honum hafi ekki verið fylgt eftir. „Það þarf augljóslega að stokka upp kerfið. Fólkið sjálft þarf að hafa meira um það að segja hvernig það býr og bera ábyrgð á búsetuhlutan- um og jafnvel mat sínum en ríkið sjái um umönnun og hjúkrun og sveitar- félögin um félagslega þáttinn. Með því að stokka þetta upp verður ábyrgðin skýrari, hver ber ábyrgð á hvaða þætti,“ segir Vilhjálmur. Segir þingmaðurinn að fólkið hafi sjálft borið kostnað við húsnæði og mat áður en það fór á hjúkrunar- heimili. Ef það geti það ekki á hjúkr- unarheimilinu hafi það heldur ekki efni á því að búa á heimili sínu. Þá þurfi félagsþjónustan að koma til skjalanna. „Með því að skilja þarna á milli verður hjúkrunarheimilið meira heimili fólksins, það borgar fyrir sig sjálft en fær nauðsynlega þjónustu. Það getur líka valið mismunandi bú- setukosti, innan og utan hjúkrunar- heimila,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að það greiðsluþátttöku- og dagpeningakerfi sem nú er í gildi falli þá jafnframt niður. Hann bendir á að á nokkrum stöð- um hafi verið og sé verið að byggja fjölbýlishús með þjónustuíbúðum í tengslum við hjúkrunarheimili. Það sé til fyrirmyndar og skapi sveigjan- leika fyrir fólk. Ekki sé jafn stórt stökk að fara inn á hjúkrunarheimili ef fólkið hafi búið í slíkri íbúð og not- ið þjónustunnar. Þá gagnrýnir Vilhjálmur þá þróun sem nú á sér stað að sveitarfélög eru að segja sig frá rekstri hjúkrunar- heimila vegna hallareksturs. Ríkið tekur þá væntanlega við rekstrinum. „Við viljum að sveitarfélögin annist nærþjónustuna sem mest. Ég hef enn ekki séð þann rekstur sem er hagkvæmari í höndum ríkisins. Við sjáum það líka á því að hvert rými Landspítalans á Vífisstöðum kostar 52 þúsund á dag en hjúkrunarheim- ilin fá 38 þúsund. Þetta er slæm þró- un,“ segir Vilhjálmur. Sættir sig ekki við stofnanir Ólafur Þór hefur starfað sem öldr- unarlæknir í aldarfjórðung. Hann er í því ljósi spurður hvernig rétt sé að byggja upp öldrunarþjónustu í fram- tíðinni í ljósi fyrirsjáanlegrar mik- illar fjölgunar aldraðra. „Jafnframt því að byggja upp hjúkrunarrými verðum við að bæta heimaþjónustu og heimahjúkrun vegna þess að það er fyrirkomulagið sem fólk mun vilja í framtíðinni. Ég hef enga trú á því að næstu kynslóðir muni í sama mæli og þær fyrri sætta sig við bú- setu á stofnunum, heldur muni sókn- in verða í þetta. Bæði er að það verð- ur á endanum hagkvæmara fyrir samfélagið og alveg örugglega heppilegra fyrir fólkið sem notar þjónustuna. Við erum byrjuð að feta okkur þessa leið og þurfum að halda því áfram,“ segir Ólafur Þór. Spurð út í möguleika samfélagsins á að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu í framtíðinni vek- ur Helga Vala athygli á því að aukin áhersla sé á heimahjúkrun og heimaþjónustu. Hrósa megi stjórn- völdum fyrir það. „Það breytir því ekki að allt of margir sem ekki geta verið heima eru að reyna að komast inn á hjúkr- unarheimili. Það er fallegt markmið að allir geti verið sem lengst heima en við verðum einnig að líta til þeirra sem hafa misst maka, eru að glíma við einmanaleika heima fyrir og langar að komast í þjónustuíbúðar- form,“ segir hún. Hún segir jafnframt að tíminn sem fólk fær á hjúkrunarheimilum sé alltaf að styttast vegna þess að það bíður svo lengi eftir plássi að það er orðið veikt. „Það er mikilvægt að það geti nýtt góðu árin sín vel, á stað við hæfi, fái þjónustu, gott umhverfi og geti notið samvista við annað fólk,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Morgunblaðið/Eggert Þjónusta Öldruðum mun fjölga á næstu árum og áratugum og stórauka þarf þjónustuna. Spurningin er hvernig best er að skipuleggja öldrunarþjónustuna og hvort samfélagið ráði við verkefnið. Bítur í skottið á sjálfu sér  Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis sammála um að endurskoða þurfi daggjöld hjúkrunarheimila  Ólafur Þór Gunnarsson telur að fólki muni velja að búa heima  Vilhjálmur Árnason vill uppstokkun Helga Vala Helgadóttir Ólafur Þór Gunnarsson Vilhjálmur Árnason 10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Rekstur hjúkrunarheimila – þjónusta við aldraðra Rúmlega 43% þess fólks sem býr á hjúkrunarheimilum greiða ekkert fyrir dvöl á heimilunum. Meðalupphæð kostnaðarþátttöku þeirra sem greiddu var í sept- ember tæplega 71 þúsund kr. á mánuði. Þessar upplýsingar feng- ust hjá Tryggingastofnun rík- isins. Eins og fram hefur komið í flokki greina um rekstur hjúkr- unarheimila og þjónustu við aldr- aða greiðir heimilisfólk sem hef- ur tæpar 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði, eftir skatt, hluta af dvalarkostnaði sínum. Rennur sú fjárhæð til ríkisins. Í september voru 1.209 íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila ekki með neina kostnaðarþátttöku en þar bjuggu þá alls 2.790 manns. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu og fleiri hafa vakið at- hygli á miklum mun á meðal- daggjöldum hjúkrunarheimila og kostnaði við dvöl á Vífilsstöðum sem Landspítalinn rekur. Mun- urinn er rúmar 429 þúsund á mánuði, ekki ári eins og misrit- aðist í grafi með grein sl. laug- ardag. Mismunurinn á ári er rúm- lega 5,1 milljón kr., fyrir hvern einstakling. Í grafi sl. fimmtudag var Brák- arhlíð í Borgarnesi merkt sem heimili í rekstri sveitarfélaga. Brákarhlíð er sjálfseignarstofnun. Við vinnslu greinaflokks um hjúkrunarheimilin hefur ítrekað verið reynt að fá viðtal við for- stjóra Sjúkratrygginga Íslands og einnig að afla tiltekinna upplýs- inga frá stofnuninni. Það hefur ekki tekist, að sögn vegna anna, þótt reynt hafi verið frá því að morgni þriðjudags. Yfir 43% greiða ekki fyrir dvöl HJÚKRUNARHEIMILI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.