Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020
Í Morgunblaðinu 21.
október 2020 birtist
grein sem höfund-
urinn Erlingur Hans-
son nefnir „Stað-
reyndir og Stalín“.
Grein Erlings er rituð
sem eins konar and-
svar við grein eftir
mig, sem birtist í sama
blaði 17. október.
Hann byrjar á að leið-
rétta leiðinlega innsláttarvillu í
grein minni varðandi flokksþing
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í
febrúar 1956 sem í grein minni er
sagt vera hið 10. í röðinni en á að
vera hið 20. Rétt er þetta hjá Er-
lingi. Þrenn málaferli voru háð fyrir
Hæstarétti Sovétríkjanna á árunum
1936-38. „Hann [Ólafur] trúir því að
þau hafi verið réttlát og dóms-
úrskurðir þeirra réttir.“ Orðrétt
haft eftir Erlingi. Og hann bætir við:
„Rannsóknir margra heiðarlegra og
vandaðra sagnfræðinga hafa ótví-
rætt leitt í ljós að þetta voru sýnd-
arréttarhöld og saklaust fólk var
þvingað til að játa á sig ótrúlegustu
sakir.“
Engan af þessum mörgu heiðar-
legu og vönduðu sagnfræðingum
nefnir Erlingur með nafni og enginn
þeirra var viðstaddur réttarhöldin
og fróðlegt væri að vita hvernig þeir
gátu úr fjarlægð leitt í ljós að sak-
laust fólk hafi verið þvingað til að
játa á sig ótrúlegustu sakir. Svo vill
til að lögfræðingar, blaðamenn og
sendiherrar erlendra ríkja voru við-
staddir málaferlin og töldu játningar
fanganna sannar, jafnvel þótt þær
vektu furðu þeirra. Bandaríski
sendiherrann í Moskvu á tímum
réttarhaldanna, sem sjálfur var lög-
fræðingur, Joseph E. Davies, fylgd-
ist með þeim frá degi til dags með
aðstoð túlks og lýsti því yfir að Vis-
inski, ríkissaksóknari Sovétríkj-
anna, hefði stjórnað landráðarétt-
arhöldunum á þann veg
að það vann virðingu
hans og aðdáun sem
lögfræðings. Davies
sagði: „Ég talaði við
flesta ef ekki alla sendi-
herrana hér og allir
nema einn voru þeirrar
skoðunar að málaferlin
hefðu tvímælalaust
sannað tilveru pólitísks
samsæris til að steypa
ríkisstjórninni.“
Bandaríski fréttarit-
arinn Walter Duranty, sem var við-
staddur réttarhöldin, ritar þá í bók
sinni „Kreml og fólkið“: „Málið lá
ljóst fyrir. Saksækjendur höfðu
safnað öllum gögnum og lært að
þekkja óvinina heima og erlendis.
Allur efi var nú á burt.“
Að lokum nefni ég til eina Íslend-
inginn sem var viðstaddur málaferl-
in, þau síðustu af þrennum, yfir
Bukharin-hópnum í mars 1938.
Þessi maður, Halldór Laxness, var í
einu og öllu sammála þeim sem ég
hef hér nefnt. Um skoðanir hans á
málaferlunum má lesa í bók hans
Gerska ævintýrinu sem út kom
1938, önnur útgáfa 1983. Ég trúi
vitnisburði þeirra manna sem ég hef
hér nefnt mun betur en sagnfræð-
ingunum hans Erlings þótt heiðar-
legir og vandaðir væru.
Margt furðulegt kemur fram í
grein Erlings, til dæmis þetta:
„Lenín gerði m.a. þá tillögu hinn 7.
nóvember 1917 að Trotskí yrði í for-
sæti stjórnar landsins eftir að bolsé-
vikar tóku völdin.“ Ja, hérna!
Trotskí hljóp úr herbúðum mensé-
vika yfir til bolsévika þremur mán-
uðum fyrir nóvemberbyltinguna,
þ.e. þegar ljóst var orðið að mensé-
vikar voru að missa fótanna. Hann
skipti um flokk til þess að geta náð
fótfestu í hagkvæmri vígstöðu. Len-
ín nauðaþekkti Trotskí og hans póli-
tísku fortíð. Það er auðvitað þvætt-
ingur að óumdeildur leiðtogi
rússnesku byltingarinnar hafi ætlað
að fela nýgræðingi í flokknum for-
ystu byltingarinnar 7. nóvember
1917. Þeir sem ætla að gera lygina
að bandamanni sínum verða að ljúga
trúlega.
Álíka sannleikur er: „Ólafur lætur
liggja að því að rétt hafi verið að
myrða Trotskí árið 1940 vegna þess
að milli Leníns og Trotskís var
ósamkomulag fyrir 1917.“
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um
hann
en láttu það svona í veðrinu vaka
þú vitir að hann hafi unnið til saka.
(Páll J. Árdal)
Erlingur heldur sig við fullyrð-
ingar trotskíista á morðinu í Mexíkó.
„Trotski var myrtur í Mexíkó af
flugumanni Stalíns,“ ritar Erlingur.
Mikill var máttur Stalíns. Hann gat
látið myrða mann í 8.000 kílómetra
fjarlægð og mikil var tryggð flugu-
mannsins við Stalín að hann skyldi
leggja á sig nærri 20 ára fangels-
isvist til þess að þóknast honum.
Og Erlingur veit nákvæmlega
hvað morðinginn átti að segja mexí-
kósku lögreglunni um ástæður
morðsins: „Eftir að hann var látinn
laus árið 1960 fór hann til Moskvu.“
Ekki þó í faðm Stalíns til þess að
taka út laun fyrir vel unnin störf,
enda lést Stalín árið 1953. Nei, æðst-
ráðandi til sjós og lands í Rússlandi
árið 1960 var Nikita Krústsjov,
aðdáandi Stalíns allt til 1956. Sjálfur
óttaðist morðinginn hefnd trotskí-
ista en þeir voru öflugir víða um
lönd og kunnu vel til verka eftir náið
samstarf við fasista í seinni heims-
styrjöldinni.
Lokaorðum Erlings í greininni um
að ég sé til í að afneita gyðinga-
morðum nasista hirði ég ekki um að
svara enda segja þau meira um hann
en mig.
Staðreyndirnar
hans Erlings
Eftir Ólaf Þ.
Jónsson
Ólafur Þ. Jónsson
»Ég trúi vitnisburði
þeirra manna sem
ég hef hér nefnt mun
betur en sagnfræðing-
unum hans Erlings
þótt heiðarlegir og
vandaðir væru.
Höfundur er skipasmiður.
Póstþjónusta er að
stórum hluta sam-
félagsþjónusta en al-
þjónustuskyldan setur
þau skilyrði að lands-
menn allir fái sam-
bærilega þjónustu á
sambærilegu verði.
Það kostar peninga og
eftir að bréfamagnið
fór að falla hætti al-
þjónustan að vera
sjálfbær. Ríkið, sem hefur þá
skyldu að reka alþjónustuna, lagði
ekkert til og gerir ekki enn. Þar
með er það borin von að fyrirtækið
Íslandspóstur geti skilað hagnaði
og í reynd dæmt til hallareksturs
sama hvað mörgum væri sagt upp
og hversu mikið væri gripið til hag-
ræðingar.
Að mínu viti er stjórn fyrir-
tækisins á algjörum villigötum með
að leggja þá línu að beita krísu-
stjórnunaraðferðum við rekstur
póstþjónustu. Skyldurnar eru
margar og miklar og ekki hægt að
hlaupa frá þeim með þeim aðferð-
um sem við höfum séð undanfarið
rúmt ár. Að selja dótturfyrirtæki
sem sum hver skiluðu hagnaði,
hætta dreifingu á fjölpósti á mik-
ilvægum svæðum með tilheyrandi
tekjumissi, hætta útgáfu frímerkja
sem hafa borið hróður póstþjónust-
unnar víða um heim, hætta sölu á
ýmiss konar vöruflokkum í póst-
afgreiðslum og að lokum segja upp
áratuga starfsreynslu og henda út
úr fyrirtækinu því dýrmætasta sem
hvert fyrirtæki á; mannauðnum.
Þetta eru mistök.
Eftir stendur fyrirtæki fátækara
en áður og enn er staðan að fyrir-
tækið er rekið með tapi. Krísu-
stjórnunaraðferðir eiga sannarlega
ekki við í þjónustufyrirtæki sem
hefur ríkar skyldur við landsmenn.
Vonandi tekst að vinda ofan af því
tjóni sem þegar er orðið.
Til að svo geti orðið
þarf að gera þjónustu-
samning um fjár-
mögnun og fram-
kvæmd alþjónustu,
útgáfu frímerkja og að
lokum hætta að hlaupa
eftir kröfum um að
falla frá samkeppni
eins og gert hefur ver-
ið. Væntanlega til að
hugnast samtökum í
atvinnulífinu, sem hafa
agnúast út í Íslands-
póst árum saman með tilheyrandi
ásökunum um svindl og svínarí. Ef
það á að vera reyndin, er þá leiðin
að breyta Íslandspósti í ríkisfyr-
irtæki og setja á fjárlög? Ég segi
nei.
Pólitíkin hefur brugðist; tómlæti,
áhugaleysi og skilningsleysi á
rekstri póstþjónustu hefur leitt
fyrirtækið í blindgötu. Það er henn-
ar að vinda ofan af því sem orðið er,
móta stefnu til framtíðar og
tryggja að allir landsmenn fái þá
þjónustu á því verði sem alþjón-
ustuskyldan krefst og tryggi að það
sé gert á sanngjörnu verði og greitt
verði fyrir þá þjónustu. Ég hef von
um að þetta sé að breytast.
Markaðsstarf og sókn í annarri
þjónustu er síðan rós í hnappagatið
og sýnir að póstþjónustan á Íslandi
er klár í framtíðina. Á það má ekki
setja hömlur.
Póstþjónustan og
krísustjórnun
Eftir Jón Inga
Cæsarsson
»Ríkið, sem hefur þá
skyldu að reka al-
þjónustuna, lagði ekkert
til og gerir ekki enn.
Þar með er það borin
von að Íslandspóstur
geti skilað hagnaði.
Jón Ingi Cæsarsson
Höfundur er formaður
Póstmannafélags Íslands.
jonc@simnet.is
Sorg er ekki sjúk-
dómur heldur einn af
þáttum heilbrigðs lífs.
Sorg er sársauki sem
verður þegar við miss-
um einhvern sem er
okkur mikilvægur og
við elskum. Dauði,
skilnaðir, ósætti,
tengslarof og vinslit
valda sorg. Ástin er
meginþáttur heil-
brigðs lífs. Allir vilja
elska en enginn syrgja. Ef við vilj-
um losna við sorg og söknuð ættum
við að sleppa því að elska. Þau
syrgja ekki sem hafa aldrei elskað.
En sorg er jafn eðlilegur þáttur
lífsins og ástin. Sorg er gjald elsk-
unnar. Sorg er skuggi ástarinnar.
Enginn verður fullsáttur við
missi en sorgarvinnan leiðir oftast
til að fólk lærir að lifa við missinn.
Syrgjandi kemst á það stig að geta
líka notið gleði á ný þrátt fyrir að
lífið hafi breyst. Yfirþyrmandi
verkefni syrgjenda er að læra ný
hlutverk og finna sér
jafnvel nýjan tilgang.
Sorgarþróun er gjarn-
an lýst sem mynstri
sem kallað er sorg-
arferli. Fyrsta skrefið
er áfall. Hið annað er
einhvers konar aðlög-
un að missinum.
Þriðja skrefið varðar
að taka þátt í lífinu að
nýju. Sorgarferli er
því ekki aðeins áfall
heldur vegferð með
litríkum tilfinn-
ingasveiflum. Sterkar
tilfinningarnar eru eðlileg viðbrögð
heilbrigðs fólks í hræðilegum að-
stæðum.
Þegar fólk missir verða flestir
dofnir af högginu. Sumir festast í
afneitun. Áfallið getur verið svo
mikið að fólk verður sem lamað af
drunga áður en bataferlið hefst. Að
syrgja er ekki sjúklegt heldur
fremur merki um að tilfinningar
eru heilbrigðar en ekki búnar að
jafna sig á áfallinu. Tilfinningadoði
sem einkennir fyrstu daga og vikur
missis er kæling sálar. Stundum
tekur langan tíma að þíða sálar-
frostið. Vegna dofans kemst fólk
oft í gegnum útfarartíma án þess
að bugast. Þegar kulda leysir svo,
eins og í náttúrunni á vorin, verður
flóð í sálinni. Það er jafnan tímabil
mikils sársauka. Þá hellist yfir
syrgjendur raunveruleiki missis.
Margir upplifa að vera illa áttaðir
og einmana.
Söknuður er langlífur. Læknar
tíminn sárin? Nei, tíminn læknar
ekkert. Eins og líkamleg sár þarfn-
ast sálarsárin hreinsunar og
umönnunar. Það hjálpar að tala um
látna ástvini okkar, skrifa niður
minningar um þau, skoða myndir
af þeim, minnast viðburða og líka
skondinna, áhrifa þeirra á okkur,
rifja upp það sem þau kenndu okk-
ur og gerðu fyrir okkur eða það
sem þau gerðu ekki fyrir okkur og
er okkur sárt. Að tala um heilsu-
missi, skilnað, vinslit og áföll er
erfitt en mikilvægt. Tilgangurinn
er að hreinsa sárin.
Hver hafði mest áhrif á þig og
gerði þig að þeirri manneskju sem
þú ert? Var það móðir eða faðir, afi
eða amma, maki eða börn? Dragðu
upp í huganum myndir af fólki og
aðstæðum sem hafa haft áhrif.
Dagar minninga eru dagar lífs.
Sorgin – skuggi ástarinnar
Eftir Sigurð Árna
Þórðarson » Þau syrgja ekki sem
hafa aldrei elskað.
En sorg er jafn eðlilegur
þáttur lífsins og ástin.
Sigurður Árni
Þórðarson
Höfundur er Hallgrímskirkjuprestur.
s@hallgrimskirkja.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Ýmsar spurningar
um mjög forvitnileg
efni eru þess eðlis að
maður kinokar sér við
að bera þær upp; sum-
ar beinast jafnvel að
málavöxtum þar sem
fæstir hafa getað
vænst svara af skyn-
samlegu viti. Af þess-
um sökum hafa þó
nokkrar myndir al-
gengra og bráðnauðsynlegra sagn-
orða í tungu okkar legið lítt notaðar.
Ég held áfram að hlera tungutak
fjórðubekkinganna í Smáíbúða-
hverfinu, sófistanna, sem sitja tím-
unum saman í sófanum og eiga sí-
felld orðaskipti sín á milli og við
hina og aðra samherja eða andstæð-
inga í orrahríðum dagsins á ljósvak-
anum. Fólkorrustur eru tíðar,
hetjur falla en rísa óðar upp aftur;
hér eru í gangi þau tilverustig, sem
þótt hefðu eðlileg með einherjum í
Valhöll á sinni tíð. Enda kemur þar
sögunni í einni hleruninni að ég
heyri einherja í sófanum spyrja
annan úti í ljósvakanum þessarar
blátt áfram spurningar: „Hvernig
dóstu?“ Fullkomlega rétt orðuð
spurning hvernig sem á málið er lit-
ið, en samt ekki sú orðmynd sem
maður getur í fljótu bragði séð sig
hafa þörf fyrir dagsdaglega, nema
þá í tilvikum eins og þegar Ari heit-
inn Jósefsson tók í olnbogann á
Braga Kristjónssyni á miðilsfund-
inum hjá Hafsteini miðli, eins og frá
var sagt í Morgunblaðinu núna 24.
október. Þó fyllir þetta
litla tilvik um óvenju-
lega notkun sagn-
arinnar „að deyja“
nokkurri bjartsýni
þann, sem var í holti
sófistanna heyrandi
nær. Þarna ræður varla
ferðinni sú regla, að svo
læri börnin málið sem
það sé fyrir þeim haft –
nær væri kannski að
segja að svo læri börn-
in að laga tunguna að
eigin þörfum og eftir tímanna takti
eins og umhverfið gefur þeim kost
á. Það sýnist því fullkomlega rök-
rétt að velta því fyrir sér hvort
menntamálaráðuneytið ætti ekki, í
lofsverðum aðgerðum sínum til við-
halds og eflingar íslenskri tungu, að
taka upp öflugt samstarf við fyrir-
tæki á borð við CCP. Þau fyrirtæki
eru meðal annars hinir stóru áhrifa-
valdar í mótun frásagnarlistar og
málvitundar barna samtímans á
þýðingarmestu árum málþroskans,
og frásagnarháttur þeirra flestum
börnum líklega tíðum nákomnari en
bókmálið.
Eftir Hinrik
Bjarnason
Hinrik Bjarnason
»Um samskipti barna
sín á milli og við um-
hverfið og hvatning til
menntamálaráðuneyt-
isins að gefnu tilefni.
Höfundur er eftirlaunaþegi
eftir tæplega 50 ára starf að
æskulýðsmálum og fjölmiðlun.
„Hvernig dóstu?“