Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 18

Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 ✝ Róbert TraustiÁrnason fædd- ist í Reykjavík 24. apríl 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans hinn 23. október 2020. Foreldrar hans voru Anna Áslaug Guðmundsdóttir, f. 10. maí 1924, d. 20. júlí 1982, og Árni Guðmunds- son, f. 18. júlí 1919, d. 13. febr- úar 1991. Hálfsystur Róberts eru Guðrún Hansen, Anna Mar- grét Árnadóttir og Sigríður Ólöf Árnadóttir. Róbert kvæntist 6. ágúst 1977 eftirlifandi eiginkonu sinni, Klöru Hilmarsdóttur guð- fræðingi, f. 5. nóvember 1948. Foreldrar hennar voru Val- gerður Bjarnadóttir, f. 4. jan- úar 1926, d. 8. apríl 2008, og Hilmar Ólafur Sigurðsson, f. 26. nóvember 1924, d. 30. maí 2003. Synir Klöru eru Kristján Þórðarson, f. 1969, kvæntur Soffíu Rúnu Jensdóttur, f. 1973, og Hilmar Þórðarson, f. utanríkisráðuneytinu og sinnti ýmsum verkefnum bæði hér heima og erlendis. Hann var skipaður sendiherra árið 1990, var skrifstofustjóri varnar- málaskrifstofu 1990-1994 og ráðuneytisstjóri 1994-1995. Ár- ið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Ró- bert lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka. Eftir að hann lauk störfum hjá Kefla- víkurverktökum árið 2003 starfaði hann m.a. hjá Sam- tökum atvinnulífsins sem sér- legur erindreki í Brussel og hér heima. Róberti Trausta var sýndur margvíslegur sómi á starfsferli sínum, var t.d. sæmdur stórkrossi Danne- brogsorðunnar árið 1996. Útför Róberts Trausta fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 9. nóvember 2020, klukkan 13. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu og fjölda- takmarkana verða aðeins nán- ustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfn- inni á https://youtu.be/ n02ywvuDFjw/ Einnig má nálgast virkan hlekk á: https://www.mbl.is/ andlat/ 1971, kvæntur Rannveigu Jó- hannsdóttur, f. 1972. Börn Hilm- ars og Rannveigar eru Klara Rún og Baldur Freyr. Dóttir Klöru Rún- ar og Friðriks Þórs Hjálm- arssonar er Embla Rós. Róbert Trausti lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1973 og BA-prófi frá félagsvís- indadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann stundaði fram- haldsnám við Queen’s Univers- ity í Kingston í Kanada og lauk þaðan MA-prófi í stjórn- málafræði árið 1981. Með námi sínu vann Róbert Trausti ýmis störf, var m.a. þulur hjá Rík- isútvarpinu um skeið. Eftir að hann lauk námi í Kanada var hann ráðinn til starfa hjá Atl- antshafsbandalaginu og starf- aði sem upplýsingafulltrúi þess í Brussel í Belgíu 1981-86. Þá hóf Róbert Trausti störf hjá Það er með sársauka í hjarta og söknuði sem ég kveð æskuvin minn, vin til meira en sextíu ára. Við ólumst upp í Hlíðahverfinu og kynntumst strax í barnaskóla. Á þessum árum eyddum við flestum stundum saman, jafnvel eftir að ég flutti í annað hverfi. Síðar, eins og gengur og gerist, taka við skyldur fjölskyldulífsins og amstur samfara framhalds- námi og síðar atvinnu. Þá urðu samverustundirnar strjálar, en afar náin og góð vinátta okkar entist fram á hans hinsta dag. Róbert Trausti sinnti fjöl- mörgum trúnaðarstörfum enda með eindæmum traustur, orð- heldinn og heiðarlegur í alla staði, víðlesinn og vel að sér. Hann var vinur sem gott var að leita til með sín vandamál og til að þiggja góð ráð frá. Það traust og æðruleysi sem einkenndi allt hans líf og margir nutu hjálpaði honum að takast á við sín erfiðu veikindi. Í þessu sambandi hvarflaði að mér ljóðið „Invictus“ eftir enska skáldið William Ernest Henley, en lokaerindi þess er eftirfar- andi: It matters not how strait the gate, How charged with punishments the scroll, I am the master of my fate: I am the captain of my soul. Sem má útleggja í lauslegri ís- lenskun: Það skiptir engu hvernig þrengir að, hve lífshlaupið er markað þjáningu. Ég er húsbóndi örlaga minna: Ég er við stjórnvöl sálar minnar. Að standa óhagganlegur og á föstum fótum einkenndi Róbert Trausta. Guð blessi minningu þína kæri vinur og ég færi Klöru og fjölskyldu hennar dýpstu samúðarkveðjur. Finnbogi Rútur Þormóðsson. Stundum ráða tilviljanir því hvernig vinátta verður til í mann- heimum. Eflaust er hægt að týna sér í að reyna að útskýra af hverju hún endist lengi milli manna og hvað ræður því að vin- áttubönd treystast. Róbert Trausti var margræð persóna og kom oft á óvart með hugmyndum sínum, gerðum og skoðunum. Fyrir margt löngu hafði hann samband við mig sem embætt- ismaður úr utaníkisráðuneytinu. Ég hafði stundum lagt þar, eða annars staðar í stjórnkerfinu, til lið við að kynna erlendum gest- um eitt og annað og Róbert hafði handa mér verkefni. Þau urðu fleiri og dagskráin hverju sinni býsna djarfleg því hann hafði frumlega og ferska sýn á hvað fengi gestina til þess að muna vel og lengi upplifunina af Íslandi. Oftar en ekki réð einfaldleikinn og djarfur húmor sem var hress- andi og laus við tilgerð. Við gát- um eytt saman stundum af og til í fjölda ára, þó með þeim hléum sem urðu vegna ólíkra og fjöl- þættra verkefna okkar beggja, og utanlandsdvala Róberts og Klöru sem hafði kynnst Maríu, mínum maka, á vinnustað. Við Róbert deildum ekki skoð- unum á mörgum þáttum stjórn- mála og efnahagsmála en fund- um engu að síður einn og annan samhljóm eftir því sem árin liðu; samhljóm frammi fyrir hinum mannlega þætti tilverunnar og áhuga á þýskri og miðevrópskri menningu, þægilegri útivist, sagnfræði og bókum svo sumt sé nefnt. Ferskleiki Róberts, fróð- leikur hans og margþættur per- sónuleiki varð ávallt til þess að gleðjast mátti þegar til stóð að hittast og það gátu orðið langir viðburðir. Glampinn í augum vin- ar míns fölnaði ekki með árunum en veikindi hans tóku mikið á hann og allt í einu áttum við að- eins samskipti í gegnum síma og netið. Mikil eftirsjá er að Róberti Trausta og sár söknuður. Ég sendi Klöru, ásamt fjölskyldu og vinum hans, innilegar samúðar- kveðjur. Ari Trausti Guðmundsson. Við kynntumst eftir vistaskipti í kalda stríðinu; hann fór frá Atl- antshafsbandalaginu til starfa í utanríkisþjónustunni, en ég tók við stöðu hans hjá bandalaginu. Veganestið frá Brussel batt okk- ur æ síðan órjúfanlegum bönd- um. Róbert Trausti var sterkur persónuleiki, skarpgreindur, víð- lesinn og vel máli farinn, spaug- samur og orðheppinn, en það var eiginleiki sem reynst gat honum tvíeggjað sverð. Hann var sjálf- stæður í skoðunum og óútreikna- legur, þrautseigur og lét ógjarn- an hlut sinn, þótt vinir hans vissu að undir sjálfsöruggu yfirborðinu leyndist næm sál og tilfinninga- rík. Fjölbreyttur ferill Róberts Trausta ber þess vitni að hann hræddist ekki umskipti, en sótt- ist eftir að takast á við ný og krefjandi viðfangsefni. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á heimsmálum og nutu margir vina hans og samstarfsmanna góðs af því gnægtahorni upplýsinga sem hann jafnan bjó að. Frægur maður hefur sagt að það líf sé langt sem vel sé lifað. Róbert Trausti er látinn fyrir aldur fram, en hans verður lengi minnst sem óvenjulegs atorku- og atgervismanns. Ég kveð minn gamla samherja með söknuði og votta Klöru og sonunum einlæga samúð. Gunnar Pálsson. Fallinn er frá fyrir aldur fram, Róbert Trausti Árnason, vinur frá námsárum í Háskóla Íslands. Áhugi okkar á stjórnmálum dró okkur báða að Vöku, félagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Hann íhald eins og ég. Þar var gaman, alltaf líf og fjör í félagsheimili okkar í Hótel Vík við Hallæris- planið og góðan málstað að verja, frelsið, gegn alræðinu, sem stóð grátt fyrir járnum yfir hinum frjálsa heimi okkar, m.a. yfir þvera Evrópu og átti sér banda- menn m.a. í Háskólanum. Flestir vissu hver Róbert Trausti var á þessum árum, ekki síst þegar hann hóf upp kunnuglega raust sína, hann las nefnilega fréttir í útvarpi allra landsmanna með skólanum: „Fréttirnar segir Ró- bert T. Árnason …“ Hann var víðlesinn, fastur fyrir í skoðun- um, glaðvær, en hafði yfir sér valdsmannslegan og virðulegan blæ. Ekki að furða að hann hæf- ist til æðstu metorða á þeim vett- vangi sem hann starfaði lengst á, við utanríkismálin, varð sendi- herra og ráðuneytisstjóri, svo fátt eitt sé nefnt. Síðar varð hann forsetaritari, forstjóri verktaka- fyrirtækis og fréttastjóri. Leiðir okkar lágu aftur saman, löngu seinna, þegar hann var kominn á ráðgjafagaleiðuna eins og ég og sinnti þá rekstarráðgjafarstörf- um hjá okkur, Ráðgjöfum í Garðastræti. Þar á bæ héldum við um árabil ærlega veislu, seinni part desember, og buðum vinum okkar og viðskiptamönn- um upp á hressingu. Á ég skemmtilega minningu af því að sjá þá tvo vini mína frá Vökuár- unum, Róbert Trausta og sr. Geir Waage, spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þótti fleir- um en mér gaman að sjá og heyra þessa spekinga bera sam- an bækur. Tel mig nú ekki minni mann af því að hafa haft Róbert Trausta sem varaformann í Vökustjórn minni á árunum 1978-79, með því skemmtilega fólki, Sigga Hekt., Ingu Arnar., Sigga Sig., Hreini Lofts., og Auð- uni Svavari. Bara góðar minning- ar. Fjölskyldu hans og vinum óska ég Guðs blessunar. Tryggvi Agnarsson. Róbert Trausti Árnason, fyrr- verandi sendiherra, kom til starfa í utanríkisráðuneytinu ár- ið 1986. Róbert Trausti hafði öðl- ast dýrmæta reynslu á fimm ára starfsferli í höfuðstöðvum NATO í byrjun áttunda áratugarins. Sú reynsla skipaði honum á bekk með helstu sérfræðingum þjóð- arinnar í varnar- og öryggismál- um. Eftir tvö ár í utanríkisráðu- neytinu tók hann við embætti varafastafulltrúa hjá fastanefnd Íslands hjá NATO. Í kjölfarið tók hann svo við stjórn varnarmála- skrifstofu ráðuneytisins. Þar kom djúp þekking hans á mála- flokknum sér einstaklega vel. Hann leiddi vinnu sem fólst í að styrkja tengsl varnarliðsins og Íslendinga. Viðskiptum var í auknum mæli beint til íslenskra fyrirtækja auk þess sem áratuga gamlar landamerkjaþrætur vegna varnarsvæðanna voru að mestu leiddar til lykta undir stjórn Róberts. Þarna naut rögg- semi hans sín vel og skilaði hon- um í stól ráðuneytisstjóra. Úr því embætti lá leiðin til Kaupmanna- hafnar þar sem hann var sendi- herra uns hann tók við embætti forsetaritara árið 1999. Ég kynntist Róberti Trausta eftir að hann gekk til liðs við Samtök atvinnulífisins, þar fylgdist hann meðal annars með þróun nýrrar Evrópulöggjafar og var tengiliður við evrópsk systursamtök. Róbert, sem var sannkallaður sagnameistari, sagði mér eitt sinn sögu af við- skiptum sínum við Carrington lá- varð, fyrrverandi framkvæmda- stjóra NATO, en leiðir þeirra lágu saman í Brussel þegar störf- uðu báðir hjá NATO. Lávarður- inn, sem var gæddur hinni al- kunnu bresku kímnigáfu, átti fund með Róberti sem var ekki klæddur að hans skapi þann dag- inn. Róbert orðaði þetta þannig að lávarðurinn hefði gjóað til hans augunum af og til meðan á fundinum stóð og greinilega „ekkert litist á útganginn á mér“. Þegar fundinum var lokið og Ró- bert var á leið út af skrifstofu lá- varðarins sagði sá stundarhátt: „Robert!“ Róbert sneri sér við og hélt þá lávarðurinn áfram sposk- ur á svip: „Going fishing, are we?“ Öllum þeim störfum sem Ró- bert Trausti gegndi fyrir hönd utanríkisráðuneytisins sinnti hann af trúmennsku og faglegri yfirsýn. Hann var vel látinn af öðru starfsfólki utan- ríkisþjónustunnar enda góður og skemmtilegur félagi. Hann var glöggur greinandi í alþjóðamál- um og óspar á að gauka að koll- egunum hér í ráðuneytinu glöggri sýn sinni á þau, einnig eftir að hann lét af störfum. Hann var vel lesinn, hnyttinn og með leiftrandi frásagnargáfu sem eru eiginleikar sem nýtast vel í milliríkjasamskiptum. Ró- bert Trausti þótti koma til dyr- anna eins og hann var klæddur, hann var hreinskilinn en sann- gjarn, stóð fast á sínu en sveigj- anlegur þegar á þurfti að halda, og naut einatt þessara eiginleika í starfi sínu við hagsmunavörslu Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Um leið og við minnumst Ró- berts Trausta með hlýju sendi ég Klöru, eftirlifandi eiginkonu hans, fjölskyldu hans og nánustu aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Martin Eyjólfsson. Við kynntumst eftir vistskipti í kalda stríðinu; hann fór frá Atl- antshafsbandalaginu til starfa í utanríkisþjónustunni, en ég tók við stöðu hans hjá bandalaginu. Vegarnestið frá Brussel batt okkur æ síðan órjúfanlegum böndum. Róbert Trausti var sterkur persónuleiki, skarpgreindur, víð- lesinn og vel máli farinn, spaug- samur og orðheppinn, en það var eiginleiki sem reynst gat honum tvíeggjað sverð. Hann var sjálf- stæður í skoðunum og óútreikn- anlegur, þrautseigur og lét ógjarnan hlut sinn, þótt vinir hans vissu að undir sjálfsöruggu yfirborðinu leyndist næm sál og tilfinningarík. Fjölbreyttur ferill Róberts Trausta ber þess vitni að hann hræddist ekki umskipti, en sótt- ist eftir að takast á við ný og krefjandi viðfangsefni. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á heimsmálum og nutu margir vina hans og samstarfsmanna góðs af því gnægtarhorni upplýsinga sem hann jafnan bjó að. Frægur maður hefur sagt að það líf sé langt sem vel sé lifað. Róbert Trausti er látinn fyrir aldur fram, en hans verður lengi minnst sem óvenjulegs atorku- og atgervismanns. Ég kveð minn gamla samherja með söknuði og votta Klöru og sonunum einlæga samúð. Gunnar Pálsson. Róbert Trausti Árnason var mætur maður og einstakur. Hann bjó yfir víðtækri reynslu, var víðlesinn og fróður. Yfirsýn hans var mikil og hann var glöggur á stefnur og strauma jafnt hér á landi og erlendis. Í störfum sínum fyrir utanríkis- þjónustuna öðlaðist hann víð- tæka reynslu og hann var víðles- inn. Þetta tvennt gerði það að verkum að hann gat allt fram í andlátið greint stöðu heimsmál- anna betur en flestir hérlendis. Oftar en ekki sagði hann fyrir at- burði sem síðar raungerðust. Það var afar fróðlegt að eiga samtöl við hann um framvindu mikil- vægra mála bæði hér á landi og víða um heim. Ég kynntist Róbert Trausta þegar hann tók við stöðu for- stjóra Keflavíkurverktaka um síðustu aldamót. Þá var ég fram- kvæmdastjóri málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf. og hann efndi til mikilla viðskipta við fyrirtækið. Við höfðum ekki áður kynnst jafn faglegum vinnu- brögðum og hann stóð fyrir í þeim viðskiptum, sem voru báð- um fyrirtækjunum hagfelld. Allt sem hann sagði stóð eins og staf- ur á bók enda ávann hann sér strax virðingu mína og starfs- manna minna. Róbert var hreinskilinn og þorði að segja skoðanir sínar. Sumir þoldu það illa en margir litu á það sem mikinn kost og mátu það við hann. Þeir sem kynntust honum vel upplifðu hve skemmtilegur hann var og fund- vís á mikilvægar röksemdir og óvænt sjónarhorn. Ég kunni vel að meta húmor Róberts Trausta sem gat stundum verið svo frum- legur og óvæntur að mann rak í rogastans. Leiðir okkar lágu saman að nýju þegar hann starfaði fyrir Samtök iðnaðarins og Samtök at- vinnulífsins í Brussel við marg- háttaðan erindrekstur fyrir ís- lenskt atvinnulíf en ég átti þá sæti í stjórnum þessara samtaka. Þar naut hann sín vel og afburða- þekking hans á alþjóðamálum kom að góðu gagni. Skrifstofu at- vinnulífsins í Brussel var því mið- ur lokað í árslok 2016 en sú ákvörðun var að mínu mati van- hugsuð og skaðleg. Allt starf Ró- berts á þessum vettvangi var faglegt og skilaði miklum ávinn- ingi. Róbert Trausti kvaddi þennan heim allt of snemma, einungis 69 ára að aldri. Hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða og vissi í hvað stefndi. Ég mun sakna þessa merkilega og góða vinar. Jafnframt votta ég Klöru og öllum aðstandendum hans samúð mína. Blessuð sé minning Róberts Trausta Árnasonar. Helgi Magnússon. Það var Róbert Trausti sem réð mig til starfa hjá embætti forseta fyrir ríflega tveimur ára- tugum, sjálfur nýorðinn forseta- ritari eftir farsælan og litríkan feril hjá Atlantshafsbandalagi, utanríkisþjónustu og á sendi- herrastóli í Kaupmannahöfn. Ég var nýgræðingur á þessum op- inberu slóðum; hafði alið minn starfsaldur við kennslu, bókaút- gáfu og fræði. Og Róbert Trausti var sannarlega ekki hefðbundinn leiðsögumaður um lendur opin- berrar stjórnsýslu og prótókolls en hann nauðaþekkti þó alla króka þar og kima og reyndist mér hinn besti kennari. Við vor- um ekki lengi samvistum á skrif- stofu forseta því fáeinum mán- uðum síðar var hann orðinn forstjóri Keflavíkurverktaka. En við urðum góðir vinir, héldum sambandi og hittumst endrum og sinnum; ekki síst þegar Róbert blés til svonefnds karlaathvarfs á heimili sínu, kallaði saman nokkra vini til að gleðjast yfir góðum mat og drykk, líflegum frásögnum og gamanmálum. Þá voru stundum sagðar sögur úr kalda stríðinu sem við gátum miðlað hvor af sínum sjónarhóli. Róbert var einstaklega skemmtilegur, hlýr og raungóð- ur félagi og vinur, orðheppinn og beinskeyttur í tali, stundum hvatvís og kaldhæðinn, jafnan fundvís á hið spaugilega í að- stæðum og fari einstaklinga, lítið gefinn fyrir hégóma og tildur og minnugur uppruna þar sem ekki var mulið undir hann. Hann hófst til mennta sinna og mannvirð- inga í krafti hæfileika og skar- prar greindar en ekki með at- beina ættarfylgju; móralskur sveitapiltur var einkunn sem honum var ekki illa við. Hann var sjálfstæður sjálfstæðismaður, aldrei innmúraður íhaldsmaður, afar glöggur greinandi og skyggn á strauma sinnar tíðar. Tilveran er sannarlega grárri að honum gengnum. Við Margrét Þóra þökkum fyrir samferð og vináttu að ferða- lokum og sendum Klöru, sonum hennar, tengdabörnum og öllum afkomendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Örnólfur Thorsson. Leiðir okkar Róberts Trausta lágu fyrst saman sem starfs- félagar í fastanefndinni hjá NATO, á níunda áratug liðinnar aldar. Hann kom til liðs í utanrík- isþjónustunni 1986 frá ábyrgðar- stöðu í alþjóðastarfsliði NATO, sem hann var ráðinn í frá próf- borði eftir mastersnám í Kanada. Hann starfaði á upplýsingasviði bandalagsins og var m.a. í fylgd með Josef Luns, þáverandi aðal- framkvæmdastjóra þess, á ferða- lögum til höfuðborga aðildar- ríkja. Á þessum árum upplifðum við, sem þarna störfuðum, þá hina stórsögulega þróun, að kalda stríðið tók að líða hjá, Berlínar- múrinn féll og Þýskaland sam- einaðist í einu ríki. Einn daginn kallaði Manfred Wörner, aðal- framkvæmdastjóri NATO, til fundar til að kynna gest í opin- berri heimsókn, sem engan hefði órað fyrir að sjá á þeim slóðum. Það var sjálfur utanríkisráðherra Sovétríkjanna. En vonir sem kviknuðu um að sú heimsókn kynni að leiða til varanlegrar setu mótherjanna austan megin gengu ekki eftir. Og enn reynir á að halda frið. Raunsæismaðurinn Róbert Trausti hafði þá sýn að taka yrði því sem að höndum bæri í stöð- ugri viðleitni um trygga, friðsam- lega sambúð. Þannig hefur tekist að halda frið í Evrópu í meira en hálfa öld. Okkar látni vinur lagði í sínu lífsstarfi, í utanríkisþjón- ustunni og öðrum vettvangi, mik- ið til þess að sá skilningur ríkti einnig hér í smáþjóðinni með lyk- ilstöðu. Róbert Trausti hafði mikla, árætnislausa kímnigáfu og þökk sé ekki síður hans ágætu eftirlif- andi eiginkonu, Klöru Hilmars- dóttur, fyrir góðar stundir sam- veru þegar gleði ríkti. Far þú nú vel á Guðs vegum. Einar Benediktsson Róbert Trausti Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.