Morgunblaðið - 09.11.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 09.11.2020, Síða 20
✝ Árni MogensBjörnsson fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1946. Hann andaðist 23. október 2020 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Árni var sonur hjónanna Önnu Ólafsdóttur, f. á Upphólum í Bisk- upstungum 10. febrúar 1916, d. 16. janúar 2005, og Björns And- ersen, f. í Reykjavík 15. febrúar 1921, d. 6. desember 2004. Árni átti þrjár systur, þær eru: Hrefna, f. 29. júní 1944, Sigríð- ur Ólöf, f. 12. september 1952, og Birna, f. 6. ágúst 1954, d. 16. apríl 2020. Hinn 23. nóvember 1968 kvæntist Árni Sigþrúði Þórhildi Guðnadóttur, f. á Ljósafossi í Grímsnesi 10. apríl 1950. For- eldrar hennar voru Guðni Jón Guðbjartsson, f. 29. júní 1916, d. 20. október 2004, og Ragnheið- ur Guðmundsdóttir, f. 10. júní 1913, d. 13. september 1995. Börn Árna og Þórhildar eru: 1) Björn Styrmir, f. 8. nóvember Kristjánsson, f. 26. júní 1996; b) Tara Sól, f. 17. maí 2000; c) Míó, f. 11. ágúst 2015. 5) Þyri Huld, f. 1. júní 1987, sambýlismaður Hrafnkell Hjörleifsson, f. 10. nóvember 1985, sonur þeirra a) Birnir, f. 22. apríl 2019. Árni ólst upp í Kleppsholtinu og gekk í Langholtsskóla og þar á eftir í Vogaskóla. Eftir gagn- fræðapróf nam hann prentiðn við Iðnskólann í Reykjavík ásamt verknámi í prentsmiðj- unni Hilmi. Hann útskrifaðist sem prentsmiður/setjari í nóv- ember 1968 og fékk meist- araréttindi í febrúar 1974. Hann starfaði hjá Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar, Prentsmiðj- unni Hólum og Ingólfsprenti. Árið 1976 stofnaði hann prent- smiðjuna og bókaútgáfuna Prenthúsið ásamt Reyni Hlíðari Jóhannssyni. Árni vann við prentiðn og bókaútgáfu alla sína starfsævi, seinustu árin í prentsmiðjunni Litrófi. Árni Mogens var virkur fé- lagi í Oddfellow-reglunni í yfir 40 ár og sinnti þar trúnaðar- störfum. Útför Árna verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 9. nóv- ember 2020 og hefst athöfnin klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstand- endur viðstaddir. Útförinni verður streymt og má nálgast virkan hlekk á: www.mbl.is/ andlat/ 1967, kvæntur Jak- obínu Björk Sig- valdadóttur, f. 11. nóvember 1967, dóttir hans: A) Sa- rah Dröfn, f. 26. desember 1990, sonur hennar Ant- on Hrafn, f. 10. júlí 2016; börn þeirra: B) Guðbjartur Árni, f. 19. júlí 2003; C) Styrmir Bjarki, f. 27. apríl 2006; D) Þór- hildur Sonja, f. 21. desember 2008 2) María, f. 16. maí 1972, d. 31. maí 1972. 3) Guðni Jón, f. 29. mars 1973, sambýliskona Hrönn Ámundadóttir, f. 5. nóvember 1973, sonur hennar: a) Kristófer Máni, f. 18. desember 1997, sam- býliskona Viktoría Kristín Vikt- orsdóttir, f. 27. október 1997; synir þeirra: b) Anton Orri, f. 29. mars 1999, sambýliskona Friðný María Þorsteinsdóttir, f. 11. október 1997; c) Daníel Styrmir, f. 29. mars 1999. 4) Árni Þór, f. 11. apríl 1975, kvæntur Soffíu Láru Hafstein, f. 23. janúar 1976, börn þeirra: a) Eva Örk, f. 26. október 1996, sambýlismaður Kristján Steinn Elsku pabbi. Takk fyrir allar góðu minningarnar sem streyma svo sterkt í gegnum mig þessa dagana. Þú varst ótrúlegur maður með hjartað á réttum stað. Ég man þegar mamma fór til útlanda með afa og við vorum bara tvö í Grundargerðinu. Þú keyptir handa mér grettudúkku sem mig langaði svo mikið í, ég man enn þá eftir tilhlökkuninni og hamingj- unni sem ég fann. Þegar við fórum tvö að kaupa sólgleraugu fyrir þig og þú leyfðir mér að velja. Ég var svo sátt við valið: blá gleraugu með svörtu gleri. Traustið sem þú gafst mér. Ég fékk alltaf að vera skapandi og velja mína leið í gegnum lífið og það er ég þér og mömmu svo þakklát fyrir. Þið mamma voruð búin að vera saman í 54 ár, unnuð saman og voruð alltaf saman. Þessa ást og umhyggju sem ég lærði af ykkur tek ég með mér út í lífið. Við áttum margar góðar stund- ir síðustu árin þín. Þegar Birnir fæddist og allir töluðu um að þið væruð alveg eins og það fékk þig til að brosa. Utanlandsferðirnar þegar við vorum um jólin hjá Árna og Soffíu í Svíþjóð og þegar þið mamma komuð með okkur til Var- sjár að hitta foreldra Hrafnkels. Það var ómetanlegur tími og þú hafðir svo mikinn áhuga á að koma til Póllands enda margt að skoða. Það var líka ómetanlegt fyrir mig að þið komuð til Noregs og sáuð mig dansa í fyrsta skipti eftir að ég átti Birni. Þú varst mjög hrifinn af þessari sýningu enda í óvenjulegu rými í Vigeland- safninu þar sem höggmyndir voru um allt og við dönsuðum í kring- um þær. Þú varst nefnilega alltaf fyrir hluti sem voru aðeins öðruvísi. Að hugsa út fyrir kassann passaði vel fyrir þig. Takk elsku pabbi fyrir að kenna mér að vera skapandi. Ég mun halda áfram að skapa fyrir þig. Ég veit þú munt hugsa um mig og gefa mér orku og styrk. Ég sé þig alltaf í skýjunum þegar ég fer út að labba eða hjóla. Þú munt alltaf vera hjá mér og með mér. Þyri Huld Árnadóttir. „Það er engin synd þótt búk- urinn leysi vind,“ heyrðist hvern páskadag í Grundargerðinu, þá vissi maður að röðin var komin að afa að lesa upp málsháttinn sinn, það var alltaf stutt í grínið. Ég minnist þess vel að hafa séð afa annaðhvort alveg þöglan, horfandi yfir herbergið að hlusta, eða þá í ákaflega djúpum samræðum við næsta mann um eitthvað sem var oftast svo miklu merkilegra en veðrið eða gengið. Þannig var nefnilega afi, hann hafði svo ein- lægan áhuga á næsta manni, sama hver það var eða hvað hann var að gera í lífinu. Hann var ótrúlega góður í því að láta hverjum sem er líða eins og stórstjörnu. Mér fannst ég allavega oft vera á leið- inni að sigra heiminn eftir eitt gott spjall með afa. Afi var alltaf svo hógvær og hefði alveg mátt tala meira um sjálfan sig, en það kemur mér ekk- ert á óvart að ég sé fyrst núna að heyra að hann hafi byrjað að vinna í sveit aðeins sex ára gamall eða siglt til Rússlands sextán ára. Afi var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa með allt, hvað sem manni datt í hug, og hann átti alltaf allt til alls. Hann var algjör þúsundþjala- smiður með ótrúlegan sköpunar- kraft. Afi á stóran þátt í því að ég öðlaðist kjark til þess að rækta þá hæfileika sem hann var alltaf að benda mér á, afi var alltaf að segja mér hversu mikill listamaður ég væri. Þegar ég byrjaði að vinna af einhverri alvöru í listsköpun minni fannst mér afi alltaf einhvern veg- inn vera með mér, við hverja efa- semd eða við hvern fögnuð, og er það ein sú dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Sem barn eyddi ég miklum tíma í Prenthúsinu, Eden barna- barna ömmu og afa. Þangað gat maður komið og gleymt sér í pappírnum, bókunum og alls kyns tækjum og tólum. Ef ég loka aug- unum heyri ég í prentvélunum, bjöllunni í anddyrinu og símhring- ingunni. Finn lyktina af blekinu og kaffinu og sé afa fyrir mér þar, með bros á vör, alltaf allur svartur á puttunum. Ég gleymi því aldrei þegar ég uppgötvaði að afi minn og amma prentuðu skriftarbæk- urnar sem flestir krakkar landsins notuðust við, það gerðist ekki mik- ið svalara en það. Það er líka núna sem ég sé, með aðdáunaraugum, hversu samtvinnuð amma og afi voru ávallt og hversu mikill kær- leikur og sterk vinátta ríkti þeirra á milli. Elsku afi, það er erfitt að setj- ast hérna niður og renna í gegnum þessar dýrmætu minningar, því þær eru einmitt það, svo dýrmæt- ar að það er erfitt að sætta sig við að þær verði ekki fleiri. En það er í rauninni ekki svo einfalt, því ég veit að þær munu lifa áfram hjá mér í listinni og ég veit að þær munu lifa áfram hjá okkur barna- börnunum og öllum sem þú snert- ir, í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur. Ég er svo lánsöm að hafa haft þig, elsku afi, í svona stóru hlut- verki í lífi mínu. Lífssýn þín, speki og sköpunarkraftur hafa kennt mér svo margt og mun ég alltaf búa að því. Það er nokkuð sem hefur og mun drífa mig áfram í að halda alltaf áfram að vera ég sjálf. Bless elsku afi minn, ég veit að þú verður alltaf hjá okkur. Eva Örk. Þau voru gæfurík sporin sem ég tók inn á Kaffibarinn að kvöldi dags 11. júní 2011. Trúlega er það í fyrsta og eina skiptið sem gæfan var mér samferða þangað inn en það kvöld hitti ég fyrst Þyri Huld Árnadóttur. Svo liðu vikur og mánuðir þangað til ég hafði loks- ins fundið kjarkinn til að hitta tengdafjölskylduna yfir kvöldmat. Árni tók mér fagnandi það kvöld, bauð mér bjór alveg med det samme og rifjaði upp með mér þegar hann var sjálfur í sömu sporum hálfri öld áður. Mér leið strax vel í návist hans þá og allar götur síðan. Árni var enda ein- staklega þægilegur og vandaður maður sem vildi sínu fólki allt það besta. Fyrir mér var hann þó allt- af fyrst og síðast léttur og góður á því, og þannig fólk er gott að vera í kringum. En þetta líf er síður en svo sanngjarnt. Árni fékk ekki notið eftirlaunanna sem hann átti þó svo skilið eftir langa og stranga starfsævi, heldur varð að lokum að játa sig sigraðan af krabban- um, þeim óbilgjarna andstæðingi. Sú barátta var nokkuð löng og oft á tíðum strembin þótt Árni hafi alltaf mætt henni af æðruleysi og óbilandi og aðdáunarverðri bjart- sýni gagnvart framtíðinni. Og við sem eftir stöndum erum bæði rænd návist hans en einnig mun- um við aldrei fá svör við spurning- unni hverju fullfrískur Árni Mog- ens Björnsson hefði afkastað með allan heimsins tíma til að brasa í skúrnum, hvunndags- og atorku- skáldið sem hann var. Árna féll einmitt aldrei verk úr hendi. Til marks um það henti hann upp sólpalli í garðinum heima undir það allra síðasta, rétt sí svona og vildi allra helst enga hjálp enda væri þetta ekkert verk (að hans sögn). Það gefur augaleið að fyrir verkkvíðinn tengdason er slíkur tengdafaðir mikil himna- sending. Og í þau skipti sem hann kom til okkar með verkfæra- töskuna meðferðis var hann líka upp á sitt allra besta. Sjálfur fékk ég léttan kvíðahnút vitandi af hon- um á leiðinni með borvélina þar sem framkvæmdagleðin var svo mikil að mér fannst á stundum eins og ég væri að reyna að halda aftur af viljugum hesti. Ég veit ekki hvort það sé kynslóðaein- kenni eða persónueinkenni okkar Árna en mér var tamt að humma og hugsa en Árna að vita og gera. Og Árni vissi líka alltaf upp á hár hvað þyrfti að gera og hvernig. Ég er þakklátur fyrir margt í þessu lífi en þakklátastur er ég fyrir kvöldið afdrifaríka þegar leiðir okkar Þyri lágu saman og ég fékk stóra og samhenta fjölskyldu í kaupbæti, þ.m.t. tengdaföður minn Árna. Ég þakka honum sam- fylgdina og vináttuna í þennan tæpa áratug sem síðan er liðinn. Þótt tíminn hefði með réttu átt að vera lengri þá lifir minningin um óvenjugóðan og vandaðan mann. Hrafnkell Hjörleifsson. Nú er komið að kveðjustund, allt of snemma finnst okkur. Við vonuðum svo innilega að við ætt- um lengri tíma saman, Árni sem var alltaf svo bjartsýnn og bros- andi og kvartaði aldrei undan veikindum sínum, að þetta væri allt að færast í rétta átt og það væri ekkert að sér. Þegar við hugsum til baka er margs að minnast, teljum okkur eiga smá þátt í því að Árni gerði prentverk að ævistarfi, þar sem við unnum m.a. í sömu prent- smiðju fyrstu starfsár hans. Við minnumst skemmtilegrar fyrstu sólarlandaferðar okkar til Spánar með Árna og Tótu, byggðum sum- arbústaði nánast hlið við hlið í landi prentara í Miðdal og eftir- minnileg ferð til Englands á prentsýningu. Einstaklega ánægjulega heimsókn sem við átt- um ásamt vinahjónum til þeirra í húsið sem þau áttu á Suður-Spáni, þar sem við nutum mikillar gest- risni eins og alltaf er við heimsótt- um þau. Ótal mörg afmæli koma upp í hugann þar sem við kynnt- umst vel tengdafjölskyldu Árna. Allt þetta og margt annað hefur veitt okkur ómælda ánægju, sem er okkur ómetanlegt. Við dáðumst að dugnaði Árna og Tótu í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu hjá Prenthúsinu sem þau ráku í mörg ár ásamt vin- ahjónum sínum. Undanfarin ár höfum við systk- inin og makar hist í kringum af- mæli foreldra okkar og átt ánægjulegar stundir, sem okkur hefur þótt afar vænt um. Við kveðjum kæran bróður og mág og þökkum fyrir allar fallegu minningarnar sem við eigum um Árna, þennan góða dreng, og vott- um Tótu og fjölskyldu okkar inni- legustu samúð. Hrefna og Ólafur (Óli). Látinn er mágur minn og félagi til sextíu ára, gegnheill og vænn drengur. Árni lést á líknadeild Landspít- alans föstudaginn 23. október síð- astliðinn eftir erfið veikindi. Blessuð sé minning hans. Árna hitti ég fyrst fyrir rúmum sextíu árum þar sem við vorum í sveit í Flóanum, hann í Bár en ég í Sölv- holti, þau kynni áttu eftir að styrkjast og vara alla tíð eftir það. Árni var félagslyndur og átti mörg áhugamál og marga vini. Eftir að Árni og systir mín stofnuðu til ná- inna kynna sem síðar leiddi til hjónabands og stofnunar fjöl- skyldu lágu leiðir okkar enn frek- ar saman. Árni, sem var prentari (hand- setjari) að mennt, starfaði við iðn sína fyrst hjá öðrum og síðan sinni eigin prentsmiðju um áratuga skeið eða bróðurpart starfsævinn- ar. Hann var vinsæll bæði meðal samstarfsmanna sinna og við- skiptavina. Við Árni brölluðum ýmislegt saman. Árni var laghent- ur og skipti ekki máli hvað hann tók sér fyrir hendur, það lék flest í höndum hans, sama hvort það var úr mjúku eða hörðu efni, tré eða járni. Þá eins og nú var ekki þrautalaust að koma þaki yfir fjöl- skylduna. Margir brugðu á það ráð að byggja sjálfir eða kaupa íbúð í byggingu og ljúka við smíð- ina sjálfir. Við Árni vorum í þeim hópi sem gerðum það sem við mögulega réðum við svo sem múr- verk, tréverk, pípulögn, rafmagn, glerjun, dúklögn og málningu. Eins og gefur augaleið var ekki farin auðveldasta leið að settu marki en í mark var samt komist þótt það kostaði oft svita og tár. Oft hjálpuðum við hvor öðrum í þessu byggingarbraski. Árni átti mörg áhugamál og var duglegur að stunda mörg þeirra, eitt þeirra var laxveiði og leigði Árni ásamt félaga sínum laxveiðiá í nokkur ár og stunduðu hann og félagar þeirra og þar á meðal ég laxveiðar í ánni þeirra. Árni var áhugamaður um hesta og hesta- mennsku og átti hesta og hesthús í Hafnarfirði þar sem ég hafði hesta hjá honum í nokkra vetur og naut þaðan útreiða. Við Árni og fjölskyldur okkar fórum í ferðalög saman bæði um landið og einnig til útlanda þar sem margar samverustundir eru mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Síðasta ferðalag okkar hjónanna með Árna og Tótu var til Spánar síðastliðið vor þar sem við nutum samvista í tvær vikur. Ferðin varð styttri en til stóð vegna Covid 19-samkomutak- markana og algjörs útgöngu- banns sem sett var á Spáni. Við tóku spennuþrungnir síðustu dag- arnir þar sem við leituðum að flug- fari heim á frón sem tókst og ferð- in heim gekk að óskum. Þrátt fyrir veikindi Árna og spennu í lok ferð- ar held ég að Árni og Tóta hafi notið ferðarinnar eins og við Bryndís. Ég vil þakka Árna fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman og bið ég þess að hann megi hvíla í friði. Ásgeir Guðnason. Góður vinur er látinn, rifinn burt frá vinum, ættingjum og fjöl- skyldu, prentvélum og samstarfs- fólki. Það syrgja allir svona mann. Hvernig er annað hægt? Elsku Tóta, börn og barnabörn, ég votta ykkur öllum dýpstu samúð mína. Þið hafið misst mest. Ungur varð hann minn besti vinur og ég vil meina að hann sé það enn. Við hittumst strax þegar okkur var hleypt einum út úr húsi í Efstasundinu og urðum vinir við fyrstu kynni. Við vorum saman í bekk í Langholtsskóla í mörg ár og fylgdumst að í gegnum æsku- og unglingsár. Þau voru viðburða- rík og ævintýraleg eins og við er að búast. Eftir að við fullorðnuð- umst minnkuðu samskiptin stund- um um tíma en alltaf fundum við leið til að endurnýja þau og treysta þá vináttu sem alltaf bjó með okkur. Um tíma vorum við nánir samstarfsmenn og brösuð- um ýmislegt saman í útgáfumál- um. Það sem mér fannst alltaf ein- kenna Árna, alveg frá fyrstu stund, var hve traustur og vand- aður hann var. Heiðarleikinn var miklu meiri en tíðkaðist hjá ung- um drengjum þess tíma, ráð- vendnin og samviskusemin. Hann var hjálpsamur og ráðagóður ef aðra vantaði aðstoð og úrræða- góður í öllum sameiginlegum verkum. Hann var jákvæður og átti auðvelt með að slá málunum upp í grín og glens. Snemma varð hann afskaplega handlaginn og með mikið verksvit, lærði að nota öll verkfæri sem hann komst í tæri við. Mér er minnisstætt þegar við vorum að byggja saman hús í garðinum heima úr kassafjölum. Þar tók hann forystuna, skipu- lagði verkið og sá það fyrir sér frá byrjun, stjórnaði verkinu, kenndi mér á verkfærin og útlistaði fyrir mér hvað þurfti að gera. Ég skildi ekki hvaðan honum kom þessi kunnátta og þekking, 10 ára göml- um, og bar mikla virðingu fyrir honum. Sú virðing hélst alla ævi því hann átti eftir að kenna mér margt. Húsið í garðinum varð tveggja hæða og við bjuggum hvor á sinni hæðinni. Árni var íþróttagarpur í æsku og Kleppstúnið var vettvangur mikilla afreka og áreynslu í frjáls- íþróttum. Heima á lóð var svo Árni Mogens Björnsson HINSTA KVEÐJA Bestu þakkir, kæri vinur. Á hljóðlátri stundu er hugur minn sorg harmur að kveðinn um gjörvalla borg. Horfinn er maður sem magnaður var meistari í höndum, á hrósið ei spar. Ég þakka þér, vinur, þitt vináttuþel vandaða sálu sem þekkti svo vel. Já, nú ertu farinn handan um heim þar hittirðu fjölskyldu og dvelur hjá þeim. Víst er að þakkir og vináttu fær frá vegferðarfólki fjarri sem nær. Við söknum þín öll og syrgjum í dag söknum og styðjum þinn eilífð- arhag. Ég þakka þér, Árni, árin þín öll öndin þín geymdi boða og fjöll. Blessuð er ferð þín þótt brá þín sé köld þú bíður mín, vinur, við hittumst í kvöld. Guðmundur Kristinn Sæmundsson. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HEIÐRÚNAR HULDU A. JÓNASDÓTTUR, Karlagötu 17, sem lést á líknardeildinni í Kópavogi 17. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar fyrir hlýhug og góða umönnun. Margrét Ósk Sölvadóttir Hulda Sigurmarsdóttir Sigurður Arnar Sölvason Okkar ástkæra GUÐBJÖRG BRYNDÍS SIGFÚSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð föstudaginn 30. október. Jarðsungið verður í Seljakirkju 10. nóvember klukkan 13:00. Útförinni verður streymt á seljakirkja.is. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.