Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 21
glímt af miklu kappi. Í íþróttunum eins og annars staðar var heiðar- leikinn og heilbrigt kapp aðals- merki Árna. Hann var mjög fimur og liðugur en einnig sterkur. Hefði hann viljað hefði hann vel getað orðið gjaldgengur í hvaða íþrótt sem er. Síðustu árin höfðum við gaman af að rifja upp gamla daga, gömul ævintýri, sigra og ósigra. Ég sakna þess að geta ekki lengur hringt í hann í þess háttar spjall en hugga mig við að ég er sann- færður um að ég hitti hann í hand- anheimum síðar. Ég sakna hans en hjarta mitt er um leið fullt af þakklæti fyrir að hafa átt hann að besta vini. Guðmundur Sæmundsson. Sum ferðalög eru minnisstæð- ari en önnur, ekki vegna þess að þau séu endilega lengri heldur vegna þess að þau eru auðgandi og skilja eftir góðar minningar. Sama á við um kynni af fólki sem maður er samferða á lífsleiðinni. Kunningsskapur okkar og Árna stóð því miður alltof stutt en var þeim mun ánægjulegri. Hann hófst þegar Þyri þeirra Árna og Þórhildar og Hrafnkell okkar rugluðu saman reytum fyrir nokkrum árum og var hnýttur sterkari böndum þegar þau eign- uðust hann Birni sinn í apríl í fyrra. Barnabarnið hefur síðan verið skurðpunkturinn í okkar ánægjulegu samskiptum. Við átt- um ógleymanlega daga með Árna og Þórhildi og litlu fjölskyldunni síðsumars í fyrra þegar þau dvöldu hjá okkur í Varsjá. Í febr- úar á þessu ári – hve stutt síðan en þó svo langt, núna að leiðarlokum – áttum við svo ánægjulega helgi saman í Osló með hluta af stór- tengdafjölskyldunni þegar við komum öll til að sjá Þyri dansa í Vigelands-safninu. Falleg sam- skipti Árna við fólkið sitt fóru ekki framhjá okkur. Hann birtist okk- ur sem góðgjarn maður, glettinn og hlýr sem bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og barna- börnum. Birnir barnabarn er nauðalíkur Árna afa sínum, von- andi hið innra rétt eins og hið ytra, og mikið er það dýrmætt að þeim skuli hafa gefist tími til að kynn- ast. Við kveðjum Árna með vænt- umþykju og eftirsjá. Við vottum Þórhildi innilega samúð með hennar ótímabæra missi, sem og börnum þeirra, barnabörnum og tengdafólki. Hjörleifur Sveinbjörns- son og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vinur minn og félagi til margra ára, Árni Mogens Björnsson, lést á líknardeild Landspítalans 23. október sl., eftir baráttu við krabbamein. Við Árni rákum saman Prent- húsið sf. á Barónsstíg 11b og seinna og til viðbótar bókaútgáf- una Reykholt. Við kynntumst fyrst í prent- námi í Iðnskólanum í Reykjavík. Meistari Árna var Hafsteinn Guð- mundsson í Prenthúsi Hafsteins, en minn meistari Gunnar Einars- son í Prentsmiðjunni Leiftri. Að loknu námi skildi leiðir um sinn en lágu saman aftur í vinnu hjá Ing- ólfsprenti. Margt var spjallað og meðal annars hugmyndir um stofnun prentsmiðju. Við töldum þó að nóg væri af þeim í Reykjavík og ákváðum að reyna á Egilsstöð- um. Okkur innan handar var fóstri minn Magnús Þórðarson sem þá bjó þar. Í stuttu máli þá varð ekki af þessu af ýmsum óviðráðanleg- um orsökum. Nú voru góð ráð dýr. Komnir með allt sem þurfti til að byrja starfsemi. Vorum búnir að selja íbúðir okkar til fjármögnun- ar og keyptum gamalt verkstæð- ishúsnæði af Sveini í Héðni. Tók- um það í gegn og stofnuðum prentsmiðju þar. Mörg góð ár voru svo fram undan hjá okkur eftir erfiða byrjun. Við fórum fljótlega út í útgáfu á vasabrotsbókum (kiljum) sem unnar voru hjá okkur. Má þar nefna seríurnar um Morgan Kane, Ísfólkið o.fl. Einnig tókum við þátt í jólabókaflóðinu, t.d. bækur Sigmunds teiknara á Mbl. Eftir stofnun Reykholts gáfum við m.a. út ritsafn Indriða G. Þor- steinssonar. Allt byggðist þetta á samheldni og vináttu eigenda, Árna og Tótu og okkar Þóru. Einn síðasti hittingur okkar Árna var á sólbjörtu haustsíðdegi á nýbyggðri verönd við heimili hans, ræddum gamla tíma með hvítvín í glasi. Yndisleg stund. Veröndin var verk Árna eftir að hann veiktist og sýnir vel þann kraft sem í honum bjó allt til enda. Engin uppgjöf þar. Þótt leiðir í atvinnurekstri skildi að lokum hélst vináttan alla tíð og sem dæmi um það er eft- irfarandi. Undirritaður hélt upp á sjötugsafmæli sitt á Tenerife og er ég hafði dvalið þar í nokkra daga hringdi Árni. Við spjöllum og eins og gengur barst veður í tal og ég spyr um veðrið hjá honum. Svarið er ca 25 gráður. „Nú lýgur þú, Árni,“ segi ég og geri ráð fyrir að hann sé heima á Íslandi. „Nei,“ svarar hann, „það er 25 stiga hiti þar sem ég er.“ „Og hvar ert þú,“ spyr ég. „Ég er á Tenerife að mæta í sjötugsafmæli vinar míns og gettu hvers!“ Ég mun sakna þín félagi en ég veit að þú ert kominn á góðan stað að því gefnu að miklir mannkostir skipti máli þar. Við hjónin vottum Tótu og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Reynir Hlíðar Jóhannsson. Árni Mogens Björnsson, fyrr- verandi prentsmiðjustjóri og eig- andi Prenthússins, er fallinn frá. Kynni okkar hófust fyrir 46 árum þegar við gengum í Odd- fellow-regluna. Árni hefur átt far- sælan feril í Reglunni, sinnt trún- aðarstörfum stúku sinnar Hallveigar af trúmennsku og tek- ið virkan þátt í góðgerðarmálum og mannrækt Reglunnar. Hann var heiðraður fyrir fjörutíu ára starf sitt. Oddfellow-reglan og stúkan Hallveig nutu velvildar Árna þeg- ar þurfti að prenta, svo sem jóla- kort reglunnar, um meira en fjög- urra áratuga skeið. Eiginkona Árna, Sigþrúður Þórhildur eða Tóta eins og hún er oftast kölluð, er systir í Rebekk- ustúkunni Bergþóru og Guðni Jón sonur þeirra er bróðir í stúkunni á Egilsstöðum. Við Kristín eigum góðar minn- ingar með þeim hjónum á skemmtunum og viðburðum stúk- unnar eins og á afmælisfögnuðum og villibráðarkvöldum. Þá brugð- um við undir okkur betri fætinum og fórum í Haukadalinn og Hrúta- fjörðinn að veiða lax og sjóbleikju. Árni var góður veiðimaður og mikill náttúruunnandi. Hann hafði Prestbakkaá á leigu í nokkur ár. Prenthúsið rak Árni ásamt Reyni vini sínum og gáfu þeir út vinsælu bækurnar um Ísfólkið í mörg ár. Árni var vel að sér í bók- menntum og fagurkeri er kom að prentun og frágangi verkefna. Starfsemin hjá þeim félögum var umfangsmikil og öflug. Oft var margt um manninn í kaffistofunni þeirra, heimsmálin rædd og farið yfir veiði sumarsins. Árni annaðist alla prentun fyrir Kristínu vegna Þrastalundar og mætti með mat- seðilinn austur þar sem hann pantaði sér af nýprentuðum seðl- inum. Við kveðjum traustan vin og góðan félaga sem aldrei skipti um tóntegund nema þegar hann tók lagið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hjartans samúðarkveðjur til Tótu, barna og barnabarna. Trausti og Kristín. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 ✝ Sigurjón Þor-gilsson fæddist 26. apríl 1980 á Ak- ureyri. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans í Reykja- vík 25. október 2020. Foreldrar hans eru hjónin Björk Sigurjónsdóttir grunnskólakennari, f. 8. júní 1949, og H. Þorgils Sigurðsson heilsugæslu- læknir á Akureyri, f. 3. janúar 1953. Systkini Sigurjóns eru: 1) Gunnar Þorgilsson eðlisfræð- ingur, f. 5. október 1982, kvænt- ur Berglindi Hönnu Jónsdóttur upplýsingafræðingi, f. 14. ágúst 1979. Börn þeirra eru: Bjarni Jó- Fyrstu árin ólst Sigurjón upp á Akureyri og Dalvík. Þriggja ára flutti Sigurjón með fjölskyldu sinni til Sundsvall í Svíþjóð og á sjötta ári flutti hann með fjöl- skyldu sinni aftur til Íslands. Fyrst til Dalvíkur og síðan til Ak- ureyrar þegar hann var níu ára. Á Akureyri gekk Sigurjón í Barnaskóla Akureyrar og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hann lauk stúdentsprófi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri ár- ið 2000 og stundaði einnig þar tölvufræðinám árin 2003 til 2004. Sigurjón flutti til Kópavogs árið 2005 til þess að stunda nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þar prófi á tölvubraut 2006. Sig- urjón flutti aftur til Akureyrar 2008 og vann frá árinu 2012 á Bæjarskrifstofum Akureyrar. Sigurjón verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 9. nóvember 2020, klukkan 13:30. Vegna aðstæðna og fjöldatak- markana sem þeim fylgja verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. hann, f. 26. mars 2010, Ragna Björk, f. 19. október 2012, og Ari Steinn, f. 16. júlí 2015. 2) Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir verkfræðingur, f. 6. maí 1971, gift Sig- urgeiri Orra Sig- urgeirssyni kvik- myndagerðarmanni, f. 18. febrúar 1967. Börn þeirra eru Ragnar Orri, f. 21. mars 2007, og Freydís Heiður, f. 27. maí 2017. 3) Guðmundur Jóhannsson raf- eindavirki, f. 8. júní 1968, kvænt- ur Hjördísi Halldóru Guðlaugs- dóttur leikskólakennara, f. 9 apríl 1962. Börn þeirra eru Tekla Mist, f. 5. febrúar 2007, og Guðlaugur Tristan, f. 7. nóvember 2008. Sú tilhugsun að kveðja þig elsku bróðir er í senn óhugsandi og óskiljanleg. Við vildum óska þess að við hefðum fengið meiri tíma með þér. Tíma sem við hefð- um getað notað í að fara í fleiri ferðir og útilegur, tala meira sam- an um áhugamálin þín og hugð- arefni, um tækni og tölvur, farið í bíó og skoðað fleiri af fallegu ljós- myndunum sem þú tókst í göngu- túrunum þínum. Því miður kveður þú okkur allt of fljótt en eftir standa minningarnar af þeim tíma sem við fengum með þér. Elsku Sigurjón, þú varst alltaf þolinmóð- ur, góður og ljúfur. Við höldum þér í hjartastað um alla framtíð. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, er aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Þín systkini, Gunnar, Heiðrún og Guðmundur. Þær komu eins og þruma úr heiðskíru lofti fréttirnar um að skólabróðir okkar Sigurjón Þor- gilsson væri fallinn frá. Þessi ró- legi og hlédrægi drengur, látinn, langt fyrir aldur fram. Flestir úr vinahópnum áttu samleið með Sigurjóni í Barna- skóla eða Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Sigurjón var góður drengur sem aldrei gerði flugu mein. Þótt Sigurjón væri ekki sá sem talaði mest eða hefði hæst var oft eitt- hvert skemmtilegt blik í augum hans sem gaf til kynna að hann væri að hugsa eitthvað spaugilegt sem maður sjálfur kom ekki auga á. Svo brosti hann lúmsku brosi eða glotti en hélt þessu spaugilega fyrir sjálfan sig. Aðrir máttu gjarnan velta fyrir sér hvað það var en ekki fékkst það upp úr Sig- urjóni. Sigurjón var kannski ögn frá- brugðinn flestum og hafði ekki endilega svipuð áhugamál og við í vinahópnum. En það var greini- legt að frá Sigurjóni stafaði góð- mennska og heiðarleiki og þess vegna vildi maður alltaf veg hans sem mestan. Hann var einn af þeim sem ekki var hægt að líka illa við og maður hugsaði til hans reglulega í gegnum árin og vonaði að honum gengi vel í sínu. Það kom fyrir að maður rakst á hann á förn- um vegi, maður heilsaði alltaf, hann var gjarna með myndavélina með sér, en ef til vill var hann of upptekinn af næstu mynd til að heilsa. Það lýsir honum kannski ágætlega, hann var stundum á öðrum stað en flestir og horfði á okkur pínulítið undrandi yfir að við værum að elta bolta hingað og þangað. Á meðan var hann með órætt bros eða hugsi yfir einhverju sem maður veit ekki hvað var. Nú er Sigurjón kominn á annan stað, með myndavélina með sér, sólin skín og fuglarnir syngja. Fjölskyldu Sigurjóns sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. F.h. nokkurra skólafélaga, Atli Sveinn Þórarinsson. Í dag kveðjum við kæran sam- starfsmann. Sigurjón hóf störf í bókhaldsdeild Akureyrarbæjar árið 2012. Hann barst ekki mikið á en setti sinn svip á deildina með hæglátri framkomu og var ómiss- andi hluti af hópnum. Hann sinnti verkum sínum af kostgæfni, var stundvís og alltaf til í að taka að sér þau verk sem honum voru fal- in. Hann hafði mikinn áhuga á ljós- myndun og sýndi samstarfsfélög- um sínum stundum myndir sem hann hafði tekið á göngu sinni um bæinn. Myndirnar sem hann tók voru oft á tíðum af hversdagsleg- um hlutum en voru skemmtileg heimild úr nútímanum. Við kveðjum Sigurjón með söknuð í hjarta og sendum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd samstarfsfólks á fjársýslusviði Akureyrarbæjar, Kristjana Hreiðarsdóttir. Sigurjón Þorgilsson Við kynntumst Sigurði Halli Sig- urðssyni, brúarsmið og yfirmanni vinnu- flokka Vegagerðarinnar, fyrst þegar Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, síðar Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, hóf rann- sóknasamstarf við Vegagerðina varðandi viðgerðir og endurnýj- un á Borgarfjarðarbrúnni. Var Sigurður Hallur Sigurðsson ✝ Sigurður Hall-ur Sigurðsson fæddist 11. febrúar 1967. Hann lést 23. október 2020. Útför Sigurðar Halls fór fram 2. nóvember 2020. það samstarf upp- hafið á langri og far- sælli samvinnu, sem aldrei bar skugga á, en þar var m.a. hönnuð svokölluð slitsterk hágæða- steypa fyrir brúar- gerð sem Vegagerð- in hefur notað við brúarframkvæmdir víða um landið. Undir styrkri verk- stjórn Halls hefur mikið magn af slitsterkri brúarsteypu runnið í mót og má þar nefna verk eins og Arnarnesbrú, Ölfusárbrú, Sogs- brú, Miðfjarðarárbrú, Blöndubrú að viðbættri Borgarfjarðar- brúnni. Of langt er að telja upp öll þau verk sem Hallur kom að í brúarvinnu sinni frá árinu 1981 en eftir þann tíma sér verkanna víða stað, allan hringinn um land- ið. Þessu til viðbótar má þó nefna eitt af stórvirkjum brúarvinnu- flokka Vegagerðarinnar þegar reist var bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl eftir að mikið hlaup eyðilagði gömlu brúna og rauf þar með hringveginn laugardag- inn 9. júlí 2011. Á sjö dögum reistu brúarvinnuflokkar Vega- gerðarinnar 156 metra langa bráðabirgðabrú sem var opnuð fyrir umferð á hádegi laugardag- inn 16. júlí. Þau verk sem Hallur tók að sér að skipuleggja gengu fumlaust fyrir sig og mátti treysta því að þegar Hallur hafði skipulagt steypudag, með nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fyrirvara, þá stóðust áætlanir alltaf upp á dag. Jákvætt hugarfar og hlýlegt við- mót hans gagnvart okkur, sem unnum með honum í oft erfiðum verkefnum, hafði það í för með sér að verkefnin leystust farsæl- lega enda var viðkvæðið hjá Halli iðulega að verki loknu þegar af- raksturinn var gerður upp: „Þetta gekk alveg frábærlega.“ Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Með þessum orðum kveðjum við góðan samstarfsfélaga. Guð blessi minningu Halls. Við samstarfsfélagar á Rann- sóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sendum fjölskyldu Halls okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Hjartarson. Gísli Guðmundsson. Jón Elvar Wallevik. Ólafur H. Wallevik. Kæra Inga. Nú kveðjum við Lúlla sem var lífsföru- nautur þinn í gegn- um súrt og sætt og við vottum ykkur Göggu, Kristínu og Villa ásamt öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Lúlli var kynntur til sögunnar fyrir okkur í Kringlumýrinni í lok áttunda áratugarins. Mér þótti hann nokkuð framandi við fyrstu kynni, hann var dökkur á brún og brá, fjallmyndarlegur, kannski aðeins of gamall fyrir fallegu ljós- Lúðvík Vilhjálmsson ✝ Lúðvík Vil-hjálmsson fæddist 26. október 1945. Hann lést 12. október 2020. Útför Lúðvíks fór fram 23. októ- ber 2020. hærðu stóru systur en hafði nú ýmsa kosti, gat til dæmi stjórnað flugvélum og það á jörðu niðri. Það var nú alla vega eitthvað. Mánuðir liðu og blásið í giftingu, sem var undirrituð- um ógleymanleg, haldin í Golfskálan- um á Akureyri. For- eldrar okkar sáu um að vel væri veitt af mat og drykk og ættingj- ar Lúlla mættu á staðinn og veisl- an vel heppnuð en þar urðu fyrstu kynni mín af þeim góða drykk Chateauneuf du Pape og þau kynni hafa verið endurnýjuð með reglubundum hætti og minningin um brúðkaupið ykkar kemur upp í hvert skipti. Svo komu fréttirnar frá ykkur að til stæði að flytja á framandi slóðir alla leið til Dúbaí sem eng- inn hafði heyrt um áður og var svo óralangt í burtu og óhætt að segja að yfir því hafi verið mikill ævintýrablær en þegar horft er í baksýnisspegilinn er ljóst að í Lúlla bjó ævintýramennska og flökkueðli því hann átti síðar eftir að dvelja á framandi slóðum sem leiðbeinandi og stjórnandi og miðla af þekkingu sinni í flug- umferðarfræðum bæði í Afgan- istan og á Spáni. Það er ýmislegt sem hægt er að minnast frá liðnum tímum en það sem stendur upp úr er gest- risni og væntumhyggja ykkar Lúlla í gegnum tíðina. Til ykkar var (og er) best að koma, hvort heldur yfir nótt, daga eða vikur og heimilið ykkar hefur alltaf staðið opið fyrr mig og mína fjöl- skyldu og fyrir það er ég afar þakklátur. Lúlli hafði einstaka nærveru, var kærleiksríkur, hjartahlýr, brjóstgóður og alltaf stutt í hlát- urinn. Aldrei upplifði ég gagnrýni eða athugasemdir eða neikvæðni af neinu tagi af hans hálfu, aðeins vinsemd og góðmennsku. Lúlli hafði einstakan áhuga á sögu og á heimilinu ykkar eru bækur í hávegum hafðar, Stalín í sérstöku uppáhaldi og á Co- vid-19-tímum má kannski í kald- hæðni vitna í leiðtogann: „Dauði eins manns er harm- leikur, dauði milljóna er töl- fræði.“ (Jósef Stalín) Það er mikill söknuður sem fylgir fráfalli Lúlla en svona er lífið, það er upphaf og endir, og eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm ákvað Lúlli að stökkva af lestinni, mál að linnti í þessum heimi og kominn tími til að skoða aðra möguleika. Inga mín, nú er ekki lengur hægt að segja við þig „og skilaðu góðri kveðju til Lúlla“ en Lúlli er og verður í huga okkar góður ferðafélagi í þessu lífi. Kærar samúðarkveðjur frá okkur í Belgíu, Hjörtur Fjeldsted.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.