Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 25

Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. eldrar hennar eru hjónin Sigrún Jón- ína Jensdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjafnari, f. 13.9. 1941, d. 2.8. 2019, og Hilmar Logi Guð- jónsson garðyrkjufræðingur, f. 22.6. 1937. Þau bjuggu lengst af í Garða- bæ. Áður var Viðar giftur Agnesi Bragadóttur blaðamanni, f. 19.9. 1952, og Ólöfu Kristinsdóttur forrit- ara, f. 19.2. 1965. Börn Viðars eru Sunna, f. 19.7. 1982, verkfræðingur í Reykjavík, maki Ágúst Hauksson, leiðsögu- maður og kvikmyndagerðarmaður; Sindri, f. 2.11. 1984, sjómaður og sagnfræðingur í Reykjavík; Snorri, f. 21.4. 1993, meistaranemi í efnafræði í Reykjavík; og Atli Logi Janson Mör- reaunet, f. 25.7. 1987, tæknistjóri í Noregi, maki Unnur Másdóttir, meistaranemi í uppeldis- og mennt- unarfræði. Stjúpbarnabarn er Frey- dís Borg Ágústsdóttir. Alsystkini Viðars eru Auðna, f. 18.7. 1957, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Kjartani Gíslasyni verkfræðingi, og Hilmir, f. 9.2. 1952, háskólakennari í sjúkraþjálfun í Flórída, giftur Maríu Ölversdóttur skrifstofustjóra. Hálfsystkini Viðars eru Helga Ágústsdóttir, f. 5.5. 1947, grunnskólakennari í Reykjavík, og Baldur Ágústsson, f. 16.9. 1944, flug- umferðarstjóri í Reykjavík. Foreldrar Viðars eru hjónin Pálína Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri KHÍ og kennari við MS, f. 28.7. 1924, og Ágúst Sigurðsson, stofnandi og skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, höfundur danskra kennslubóka og orðabóka og kennari við KÍ, f. 29.4. 1904, d. 9.12. 1977. Viðar Ágústsson Guðrún Rósa Arngrímsdóttir húsfreyja í Hrísey Sigurður Jónsson fjármaður á Melum í Svarfaðardal Helga Sigurðardóttir húsfreyja, Hesteyri, Ísafirði og Reykjavík Jón Guðjónsson símritari á Hesteyri og Ísafirði Pálína Jónsdóttir kennari og endurmenntunarstjóri Kennaraháskólans Pálína Guðrún Pétursdóttir Faxastöðum, Grunnavíkursókn Guðjón Kristjánsson bóndi á Langavelli, Hesteyri Jóhanna Hjálmfríður Jónsdóttir Edwald ritari í Reykjavík Elísabet Guðný Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sveinn Björnsson forseti Þórdís Edwald, margfaldur Íslands- meistari í badminton Kristjana Agnes Hansdóttir Hoffmann húsfreyja Reykjavík Sveinn Sveinsson trésmiður, Reykjavík Guðrún Metta Sveinsdóttir húsfreyja á Lundi Sigurður Jónsson prestur á Lundi, Lundarreykjadal Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir Fljótsdalshéraði Jón Sigurðsson bóndi á Hrafnkelsstöðum, Fljótsdal Úr frændgarði Viðars Ágústssonar Ágúst Sigurðsson stofnandi og skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, höfundur danskra kennslubóka og orðabóka „BÍDDU AÐEINS – ÞETTA ER ALVEG DREPLEIÐINLEGT MYNDEFNI.” „ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR AÐ HÚN Á AÐ VERA UTAN UM HÁLSINN Á ÞÉR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú myndir giftast honum aftur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÉR KEMUR KÖNGULÓIN HVENÆR FÉKK HÚN SÉR RAFSKÚTU? GRIMMÚLFUR GRIMMI, ÉG ER AÐ BUGAST UNDAN VANDAMÁLUM MÍNUM! ÉG LÍT ÞANNIG Á MÁLIN AÐ ÞAÐ Á ALLTAF EINHVER ANNAR MEIRA BÁGT EN ÉG! SKILURÐU HVAÐ ÉG MEINA? ÍVísnahorni á fimmtudag var þessistaka eftir Tryggva Kvaran: Þó alla hrelli Andskotinn og enginn karlinn lofi þá brennir hann ekki bæinn sinn sem bóndinn þarna á Hofi. Þorsteinn Ólafur Markússon sendi mér póst, þar sem hann segir frá ann- arri útgáfu af þessari vísu um bónd- ann á Stóra-Hofi, en hún er svona: Þó allir lasti andskotann og enginn verk hans lofi þá brenndi hann ekki bæinn sinn eins og bóndinn á Stóra-Hofi. Ég þakka Þorsteini Ólafi bréfið. Lestur þess rifjaði upp fyrir mér hús- gang sem ég lærði á Akureyri og kann enga skýringu á: Allir þekkja andskotann einkanlega af tvöfeldninni; þeir eru líkir Hólmgeir og hann Hólmgeir er bara dálítið minni. Á Boðnarmiði yrkir Ármann Þor- grímsson um „kosningar fyrir vest- an“: Sýnast ganga í sömu spor að sama marki liggur slóðin Eflaust sigrar annar hvor en ekki bandaríska þjóðin. Indriði á Skjaldfönn gaf upp bolt- ann með því að rifja upp þessa vísu eftir Jósep Húnfjörð: Bakkus sund á opin enn, ættargrundarfjandi, leiðir stundum listamenn líkt og hunda í bandi. Ingólfur Ómar svaraði: Vínið blekkir marga menn mein sem þekkist víða. Sínum drekkja sorgum enn sálarhnekki bíða. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir fór með „Andbyr“ eftir Elías Mikael Vagn Þórarinsson: Margur varð af víni spilltur voldug seiddi hugans þrá. Svona er að vera villtur vegamótum lífsins á. Baldur Grétarsson rifjaði upp Jón Sigfinnsson Austfirðing: Bakkus enginn bragða má. Bakkus tjóni veldur. Bakkusskerjum brýtur á. Bakkus sínu heldur. Erlingur Gunnarsson tók eina sí- gilda eftir Káinn, – „Manga var að vísa honum út af kránni“: Gamli Bakkus gaf mér smakka gæði lífsins öl og vín Honum á ég það að þakka að þú ert ekki konan mín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bóndinn á Hofi og Bakkus karlinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.