Morgunblaðið - 09.11.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-,�rKu Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Formála að bókinni skrifar Björn
Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á
Grenivík, og segir þar meðal annars:
„Þær voru ekki margar konurnar
sem stóðu upp úr í fjöldanum ef litið
er til fyrri alda. Þær voru þó til og
minningu þeirra þarf að halda á lofti.
Sú sem hér er til umfjöllunar var
ekki venjuleg kona. Hún storkaði
valdinu og lét hvorki háa né lága
eiga nokkuð hjá sér, lét aldrei í
minni pokann
fyrir neinum.
Ekki er auð-
velt að bera sam-
an öld Látra-
Bjargar (1716-
1784), átjándu
öldina, og þá tutt-
ugustu og fyrstu.
Þar eru tveir
gjörólíkir heim-
ar. En mannlegt
eðli er þó harla
líkt. Þeir sterku ráða, þeir veiku
lúta. Karlaveldið var algjört og er
enn töluverður veggur þótt vissu-
lega séu farnar að koma í hann gluf-
ur. Björg hjó í þann vegg. Hún á
ennþá erindi við heiminn og þess
vegna er bókin um hana nú gefin út
aftur eftir sjötíu ár. Hér er að finna
heillegustu heimild sem til er um
Björgu og einnig stærsta safn ljóða
hennar á einum stað.
Sögusviðið er að stærstum hluta
Látur, ysti bær á Látraströnd. Á
Látraströnd og í Fjörðum, ystu
byggðum Gjögraskaga, sem nú eru
löngu farnar í eyði, voru á þessum
tíma oft um 200 manns á 20 bæjum.
Bærinn á Látrum var samt af-
skekktur, jafnvel á þeirra tíma mæli-
kvarða. Þaðan voru 7 km í Grímsnes
og 9 km í Keflavík og gat orðið ófært
í báðar áttir vikum saman yfir vet-
urinn.
Lífið byrjaði snemma að sýna
Björgu í tvo heimana. Barn að aldri
stóð hún uppi ein meðal vandalausra
á þessum afslekkta bæ á Látra-
strönd, skilin eftir og faðir hennar
farinn. Hún hafði þá dvalið á þessu
heimili með honum í þrjú ár og
þekkti heimilisfólkið. Það þekkti
hana ekki síður. Einhverjar töggur
hefur það séð í þessu níu ára stúlku-
barni, annars hefði hún verið send
umsvifalaust yfir um fjörð á sína
heimasveit. Á Látrum átti hún
heima alla tíð síðan þótt hún færi
víða á flakki sínu seinni hluta ævinn-
ar enda festist nafn bæjarins við
hennar. Látra-Björg.
Björg var ekki af kotungum kom-
in, báðir afar hennar voru prestar og
í ættum hennar er að finna stór-
bændur, presta og sýslumenn.
Menntastétt þjóðarinnar. Faðir
hennar, Einar Sæmundsson stúdent,
var skáld gott en með óeirð í blóðinu
og er að sjá að Björg hafi erft hvort
tveggja.
Af skáldskap hennar má ráða að
hún hafi verið vel að sér, í það
minnsta hafði hún orðaforðann í lagi
og kunni að beita honum. Og nasa-
sjón hafði hún af heimsbókmennt-
unum. Hún vitnaði í Óvidíus, róm-
verskt skáld sem lést árið 17, og hún
gaf ríkum hrossabónda nafnið Guddi-
lon eftir lítilfjörlegum manni í sögu
Karlamagnúsar keisara.
Hún gat leikið sér með bragar-
hætti, dróttkvæði sem rímnahætti,
og kunni að beita sléttuböndum
þannig að þau breyttu merkingu
hvort lesið er áfram eða afturábak.
Og hún orti aldýr kimblabönd sem
aðeins flinkustu orðlistamenn ráða
við: „Uxann vaxinn exin loksins sax-
ar, ýtar nýtir éta ket í vetur.“
Snillistökur Látra-Bjargar
Brot úr í texta Helga Jónssonar:
Margar af snillistökum Látra-
Bjargar eru ortar við brimgarð
Látrastrandar. Þannig kveðjur hún
um hamfarir brimsins:
Grundir, elfur,
salt og sandar,
sjós með dunum
undir skelfur
allt af fjandans
ólátunum.
Svo er sagt að Björg reri móti
röskum karlmanni. Ætt Bjargar var
stórlynd og stórskorin og svo var hún
einnig. Hefur ægimáttur brims og
bjargastrandar verið henni vel að
skapi meðan kraftarnir brunnu og
geðið logaði.
Björg hefur kveðið kröftugustu
lýsingar á dýrsta rími okkar skálda,
um hamfarir sjóarins, fullar af gleði
áreynslunnar, án alls ótta. Vísur
Bjargar um siglingu og sjógang bera
það ótvírætt með sér, að þær eru ort-
ar í tvísýnum leik við hafið.
Í eftirfarandi vísu gerir Björg sér
gaman að öldunni og kallar hana
frúna Blóðughöddu:
Fald upp réttir föl á brún
frúin Blóðughadda.
Þetta líkingamál botnar hún með
öðru. Þar sér lesandinn hryssu sem
skeiðar tún og fellur freyðandi við
skeiðs enda: Rennur sprettinn Ránar tún,
Rafns á kletti brotnar hún.
Formaður í Fjörðum hæddist að
Björgu og kvað:
Finnst á Hóli faldaeyk
fallega skjót á láði.
Hún er um dagmál heiman veik,
hádegi að Botni náði.
Vegurinn milli nefndra bæja er
sem svarar 20 mínútna gangi. Björg
kvað á móti:
Latur maður lá í skut,
latur var hann þegar hann sat,
latur hreppir lítinn hlut,
latur þetta kveðið gat.
Sagt er að Björg rataði í ástar-
ævintýr á ungum aldri. Um það segir
Gísli [Konráðsson]: „Maður nokkur
þar á ströndinni var í tygjum við
Björgu um hríð, en var þá riðinn við
aðra konu eða fleiri. Yfirgaf hann þá
Björgu með öllu. Mælt er að hann
héldi við gifta konu ina þriðju og væri
rekinn til að eiga hina ógiftu. Kvað
Björg þá um allt þetta:
Komst í vanda kokkállinn,
kviðarbrandinn hristi.
Látrastrandar læsingin
lykils fjandann misti.
Í átthögum Bjargar lifa enn sagnir
um, að unnusti Bjargar væri útlend-
ur. Þykir það ekki ósennilegt. Faðir
Bjargar var lærður og hafði dvalið í
útlöndum. Í fyr greindri vísu kennir
hún sig við Látraströnd en ekki Lát-
ur, og bendir það til þess, að unnusti
hennar væri lengra að.
Gísli getur þess, að Björg hafi eitt
sinn orðið ölvuð og komið þá á báti
frá frönsku skipi. Hafi Björg þá verið
að fylgja unnustanum um borð er
drykkja hennar skiljanlegri.
Þegar Björg reri frá skipinu kvað
hún:
Farið þið nú rétta rás á reiðadýri,
flandrískri á flæðarmeri,
fullhugarnir hvals á veri.
Ekki er ósennilegt að hin gáfaða
þrekkona, Látra-Björg, hafi kunnað
þá list að leyna djúpum sárum undir
kaldri brynju.
– – –
Látra-Björg þjóðtrúarinnar hefur
verið álitin flökkukona frá upphafi
vega. Þessu fer þó mjög fjarri. Öll sín
þroskaár og, að líkindum, alllangt
fram eftir ævi er hún húskona á
Látrum og býr þar á sinn hátt. Alla
þá tíð stundar hún sjóróðra og letur
lítt til stórræða. Hún er svo veiðisæl
að varla þykir einleikið. Stundum
dregur hún fisk þótt enginn annar á
báti hennar verði var. Þessi atvik eru
fyrsti vísirinn til þeirrar trúar á fjöl-
kynngi Bjargar, sem verður seinna
landfræg í sambandi við vísur henn-
ar.
Fólkið hræðist hana og dáir. Ber
margt til þess: Svipur hennar og
vöxtur, áræði og aflraunir, orðsnilli
hennar og bragkynngi, sem eru hröð
með afbrigðum og hitta markið í flug-
hasti. Og síðast en ekki sízt dular-
gáfa, sem menn ekki skilja, en grunar
að eigi sér engin takmörk.
Ráða má af vísum Bjargar, frá bú-
skaparárum hennar, að hún unir hag
sínum dável og hefur gnótt matar,
sem líklegt er um fjölkunnuga konu.
Þegar ekki fæst bein úr sjó, seiðir
hún á öngul sinn lúðu, sem er alin
fyrir sporð.
Það var einhverju sinni, að róið var
með haukalóð á báti Bjargar. Þá var
fiskleysi og var róðurinn gerður að
áeggjan hennar. Þegar lóðin voru
lögð, merkti Björg sér einn öngulinn
og kvað:
Sendi drottinn mildur mér
minn á öngul valinn
flyðru þá, sem falleg er,
fyrir sporðinn alin.
Þegar lóðin var dregin inn voru all-
ir önglar berir, nema sá, er Björg
merkti sér. Á honum var lúða svo
stór, að undrun sætti. Segja Höfð-
hverfingar, að Björg skipti lúðunni
milli skipverja.
– – –
Haustið 1785 er Björg komin að
einhverjum bæ á Ufsaströnd og deyr
þar 26. september. Svo sagði gamalt
fólk, að Björg kvæði þannig á bana-
sænginni:
Hjá þrælum ódáða þurt er vott,
þreyting, friður með láni,
æra þjófnaður, illt er gott,
englar fólk, sól er máni.
Undirdjúp, vötn sjó, augnablik,
allt, sem guð skapti og hefur kvik.
Fantarnir, frá ég, smáni.
Þegar Bólu-Hjálmar var orðinn
roskinn kom hann eitt sinn í Kirkju-
garðinn í Höfða í Höfðahverfi og
kvað:
Dauð, frá Látrum, borin Björg
byggir leg að Höfða.
Að „Gimla“ sátrum gáfnamörg
gekk með hlátrum sálin fjörg.
Litlar líkur eru til, að Björg væri
flutt að Höfða til greftrunar. Síra Sæ-
mundur afi hennar var jarðaður við
suðvestur hornið á Ufsakirkju.
Mundu bein Bjargar vera þar.
Ekki er vitað, að Björg fengi önnur
eftirmæli en þessa einu vísu Hjálm-
ars. Eru þau vel við hæfi. Björg hló
hátt jafnan og duldi eldinn með kald-
hæðni. Mundi hún heilsa með hlátri
hinum heiðna gildaskála á himnum og
fagna þar fundi forfeðra sinna: Torfa
í Klofa, Hrólfi sterka og niðjum hans.
Stórlynd og stórskorin Látra-Björg
Bókarkafli | Fyrir stuttu gaf Bókaútgáfan Hólar
að nýju út bókina Látra-Björgu, eftir Helga
Jónsson frá Þverá í Dalsmynni (1890-1969),
en hún kom í fyrra skiptið út árið 1949.
Á Grenivík Minnisvarði um Látra-Björgu á Grenivík. Sögur af skáldkonunni hafa lifað þar á svæðinu.
Minnisvarði Látra-Bjargar er minnst á fæðingarstað hennar við Stærri-
Árskógskirkju á Árskógsströnd í verki eftir Sigurð Guðmundsson.