Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma Árni Matthíasson arnim@mbl.is Skáldsagan Kórdrengur í Kaupmannahöfn seg- ir sögu drengs sem flytur með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar á áttunda áratugnum og þeim ævintýrum sem biðu hans þar. Höfundur bókarinnar, Jón Óskar Sólnes, er þar að segja eigin sögu, en hann eyddi einmitt lunganum af æskunni í Kaupmannahöfn. Þetta er fjórða bók Jóns og talsvert frábrugð- in þeim sem á undan eru komnar. Hann segir að sig hafi lengi langað að segja sögur frá upp- vaxtarárunum í Kaup- mannahöfn, sem séu mjög ánægjuleg og skemmtileg í minning- unni. „Ég kom mér þó ekki til þess fyrr en ég fékk rúman tíma í Brussel til að skrifa þegar við fluttum þangað með fjölskyld- una fyrir nokkrum ár- um. Í fyrstu gekk mér mjög hægt að komast af stað með skrifin og var ekki viss um hvernig ég ætti að haga efnis- tökum. En eftir að hafa farið í rannsóknarferð til Kaupmannahafnar, þar sem ég punktaði nið- ur gamlar minningar og atburði, fór ég að átta mig á því hvernig ég hygðist glíma við að skrifa þessa bók. Hún byggist sumsé á margvíslegum raunverulegum minningum en margt er líka skáldskapur. Sviðsmyndin sjálf, það er að segja gamla höfuðborgin okkar við Eyrarsund, hefur auðvit- að breyst allnokkuð, en samt var þarna margt óskaplega kunnuglegt. Svo þegar ég áttaði mig á því að skáldsöguformið myndi gefa mér miklu meira svigrúm en að reyna að endurlifa barn- æsku fyrir fimmtíu árum fór þetta að ganga miklu betur. En fyrst og síðast eru þetta sögur um ungan dreng og áskoranir hans í nýju landi ásamt fjölskyldu hans. Vonandi finnst lesendum margar þeirra skemmtilegar og sumar notalega nostalgískar. Alla vega reyndi ég að sýna heim sem var að breytast mikið á þessum tíma.“ – Þú skrifar söguna með ákveðinni fjarlægð, dastu niður á þá aðferð strax eða varstu búinn að prófa aðrar leiðir? „Fjarlægðin kom fljótlega inn í frásögnina, kannski vegna þess að þarna er ákveðin ein- semd á ferðinni hjá kórdrengnum okkar, þótt hann sé í nánum samskiptum við fjölskyldu sína flesta daga. Áskoranirnar sem hann þarf að glíma við eru margar þess eðlis að hann verður að reyna að leysa úr þeim sjálfur. Það getur ver- ið þrautin þyngri stundum og við kynnumst sumum vandamálum sem fylgja því að þurfa að fara í skóla langt frá sínu heimahverfi og þurfa að bjarga sér stundum án mikils stuðnings, til dæmis í erfiðu söngnámi í mjög gamaldags drengjaskóla.“ Þeim fækkar sem muna þessa tíma – Íslendingasamfélagið í Kaupmannahöfn kemur við sögu í bókinni og þú nefnir þá rót- tæklinga sem urðu áberandi í því og líka ættar- laukana frá Fróni. „Í raun finnst mér vanta frásagnir Íslendinga frá Kaupmannahafnarárum. Það eru til ágætar bækur sem fjalla um íslensk spor og rætur á fyrri helmingi tuttugustu aldar og jafnvel eldra, en ég held að margir hefðu gaman af því að lesa um Íslendinganýlenduna nær okkur í tíma og árin um og upp úr 1970 voru mjög spennandi. Skemmtileg bók um þennan tíma er Hægara pælt en kýlt eftir Magneu Matthíasdóttur. Ég er svona að fjalla aðeins um Íslendinga- nýlenduna hér og hvar í bókinni, en ég er líka meðvitaður um að þeim fækkar sem muna eftir þessum tímum, það er að segja þegar kynslóð foreldra minna var ungt fólk tilbúið að taka stökkið út í stærra og nútímalegra samfélag. Þegar maður kom í frí heim til Íslands að heim- sækja afa og ömmu fannst manni sem barn margt vera gamaldags á Íslandi en merkilegt var líka að átta sig á því að það voru nánast eng- in tré í Reykjavík á þessum tíma og langt í frá allar götur malbikaðar eins og í Kaupmanna- höfn. – Sagan spannar það þegar haldið er til Kaupmannahafnar, með stuttum inngangi um lífið í Fellsmúlanum, og lýkur þegar fjölskyldan flýgur aftur til Íslands. Hyggstu fylgja kór- drengnum lengra? „Þetta er ansi góð spurning sem ég hef velt talsvert fyrir mér. Það kemur alveg til álita að slást í annað ferðalag með okkar manni, mér er nefnilega orðið mjög hlýtt til hans eftir allar okkar samverustundir við handritsgerðina sem spanna núorðið nokkur ár. Þessi frásögn mín sem núna var að koma út hefur ákveðið upphaf og endi eins og þú nefnir og þar eru ákveðin meginstef sem ég skiptist á að fjalla um þannig að þetta er heilmikil flétta þegar upp er staðið. Núna ætla ég hins vegar að sjá til hvernig við- tökurnar verða, en þar finnst mér rétt að geta þess að ég ætlaði alltaf að reyna að skrifa hlý- lega bók um ungan pilt sem lendir bara í tals- verðum ævintýrum sem varla voru fyrirsjáan- leg við upphaf frásagnarinnar í Fellsmúlanum. Vonandi ber frásögnin þess merki að höfundi þykir vænt um allar persónurnar í bókinni þótt stundum geti lífið verið ansi strembið í tuttugu og fimm manna strákabekk á árum þar sem stundum gat gengið mikið á, ekki síst í sam- skiptum við Jörgen Frank umsjónarkennara sem var ekkert lamb að leika við. Eins og staðan er í dag á tímum veirunnar er svo kannski ekk- ert vitlaust að setjast niður með bók sem greinir frá árunum þegar samfélagið sem við höfum verið bara býsna ánægð með var að verða til. Einn vel útilátinn skammtur af nostalgíu, er það ekki bara ágætt í skammdeginu?“ Ljósmynd/Bergdís Ellertsdóttir Höfundur Jón Óskar Sólnes segir vonandi að lesendum finnist margar sagnanna í bók hans, Kórdrengur í Kaupmannahöfn, skemmtilegar og sumar notalega nostalgískar. Vel útilátinn skammtur af nostalgíu  Jón Óskar Sólnes segir frá æskuárum sínum í Kaupmannahöfn í nýútkominni skáldsögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.