Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 32

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 32
32 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 F ríða Björk starfar á Landspítalan-um. Hún býr í Hafnafirði ásamteiginmanni sínum og þremurbörnum. Þau keyptu húsið semþau búa í tilbúið undir tréverk í nóvember árið 2016 og fluttu inn í það í janúar árið 2017. „Jólin 2016 voru svolítið öðruvísi þar sem mikill tími fór í að klára húsið að innan svo við gætum flutt inn. Við vorum til að mynda tvö saman að parketleggja allt húsið á milli jóla og nýárs það árið.“ Fríða Björk er nýbúin að minnka við sig í starfi á spítalanum þar sem hún starfar með manninum sínum í spennandi verkefnum. „Ég er nýbúin að minnka við mig starfs- hlutfallið og starfa núna í heildsölunni Run2 ásamt því að reka Titan stálsmiðju sem er lít- ið fyrirtæki með manninum mínum. Fyrir- tækið stofnuðum við saman árið 2017. Þar sé ég um markaðssetningu, ásamt því að sjá um alla uppsetningu með manninum mínum í stórum verkum eins og stórum gler/stál- veggjum eða handriðum. Ég hef líka verið að hanna vörur fyrir fyrirtækið, sem hafa verið mjög vinsælar.“ Hvaða hug berðu til jólanna? „Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið mikið jólabarn. Mér finnst aðventan skemmtilegur tími sem gefur mörg tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og njóta þess að undirbúa jólin og búa til góðar minningar saman í skemmtilegri samveru.“ Fríða Björk segir mestu máli skipta að eiga gæðastundir um jólin með fjölskyldunni sinni. „Að því sögðu þá læt ég ekki ganga fyrir að þrífa húsið fyrir jólin. Engu að síður þá nýt ég þess betur að skreyta hreint. Ég er ekki að þrífa húsið hátt og lágt, skápana og svoleiðis. Það læt ég frekar bíða fram á vorið.“ Hvernig verða jólin að þessu sinni? „Jólin verða með hefðbundnu sniði hjá okk- ur þetta árið, fyrir utan að nú er ég ekki að vinna fasta vaktavinnu eins og verið hefur undanfarin ár. Ég er því ekki að vinna á há- tíðisdögum, eins og á aðfangadag, jóladag eða um áramótin. Það verður eflaust svolítið skrítið að vera ekki að vinna um jólin, en ég ætla að njóta þess til hins ýtrasta að vera í fríi með fjölskyldunni yfir hátíðirnar.“ Fríða Björk er í Sandholt-fjölskyldunni. Móðir Egils Sandholt sem stofnaði Sandholts- bakarí var systir langalangafa hennar. „Ættin er orðin svo stór og leggurinn því frekar langur. Það er mikill áhugi fyrir bakstri og kökum í ættinni. Ég elska að baka og skreyta kökur og hef gert mikið af því í gegnum tíðina. Ég nota að- ventuna til dæmis til að baka smákökur með börnunum, skreyta piparkökuhús og svo höf- um við fjölskylda mannsins míns undanfarin ár reynt að hittast og skera og steikja laufa- brauð. Það er skemmtileg samvera sem mér þykir mjög vænt um.“ Hvað gerir jólin að góðum tíma? „Fyrir mér er aðventan stór hluti af jól- unum og samveran með fjölskyldunni skipar þar stærsta sessinn og allar gæðastundirnar sem við eigum saman. Að njóta þess að vera saman og gera skemmtilega hluti eins og að baka og kíkja í jólaþorpið í miðbæ Hafn- arfjarðar. Ganga um hverfið og skoða jóla- ljósin, skreyta, föndra og borða góðan mat. Svo má ekki gleyma jólaboðunum. Það er allt- af gaman að hitta stórfjölskylduna og þar sem fólk er oft mjög upptekið í amstri dagsins allt árið, þá er svo gott að geta hitt fólkið sitt yfir kaffibolla, konfekti og spjallað saman.“ Heldur í hefðirnar Hvað gerir þú alltaf fyrir jólin? „Ég tel mig ekki vera mjög fasta í hefðum, en samt eru hlutir sem við fjölskyldan gerum alltaf og mér finnst ekki mega breyta. Við skreytum jólatréð okkar alltaf á Þorláks- messu. Það er hefð sem við höfum ekki vikið frá síðan við hjónin byrjuðum að búa fyrir rúmum 18 árum. Sumum finnst við gamal- dags að vilja halda í þessa hefð, en fyrir okk- ur fjölskylduna er það svolítið heilagur tími. Á aðventunni les ég líka alltaf einhverja jólasögu með börnunum mínum. Skemmtileg- ast finnst okkur að finna bók sem er með ein- um kafla á dag alla daga í desember fram að jólum. Við lesum líka alltaf bókina „Jólin koma“ eftir Jóhannes úr Kötlum. Það er klassísk bók og stór hluti af jólunum að mínu mati. Þar er gaman að lesa um jólasveinana jafnóðum og þeir tínast til byggða.“ Hvað gerið þið aldrei? „Við borðum aldrei skötu, en aftur á móti höfum við alltaf soðna ýsu í matinn á þorláks- messu. Okkur finnst gott að borða eitthvað létt þá þar sem mikið er um þungar máltíðir yfir hátíðirnar.“ Fengu tvo álfa inn á heimilið í fyrra Jólahefðirnar eru alltaf að þróast hjá fjöl- skyldunni í Hafnarfirði. „Það skapaðist á síðasta ári ný skemmti- leg hefð hjá okkur þegar tveir jólaálfar fluttu inn á heimilið. Sagan segir að vegna annríkis bandaríska jólasveinsins sendi hann jólaálfa á heimili barnanna í landinu til að fylgjast með því hverjir eru góðir og þægir fyrir jólin. Samkvæmt sögunni birtast álf- arnir óvænt á heimilum barnanna og börnin sem þar búa mega gefa þeim nöfn og hvísla þeim að álfunum. Með ást og væntumþykju barnanna fær álfurinn sérstaka töfra. Í lok hvers dags þegar fjölskyldan er farin að sofa vaknar álfurinn til lífsins og flýgur til jóla- sveinsins eða jólasveinanna hér á landi og segir þeim hvernig dagurinn var á því heim- ili og hvort börnin hafi verið þæg og góð. Hér á Íslandi eru börnin orðin svo mörg miðað við það sem var fyrir fimmtíu til sex- tíu árum, að jólasveinarnir okkar þurfa al- veg á þessari hjálp að halda. Þegar álfarnir lifna við, þá eiga þeir það líka til að gera allskonar prakkarastrik. Svo sem að stelast í morgunkornið eða leika sér með leikföng barnanna. Okkar jólaálfar heita Denni og Adda. Það var mjög gaman að sjá á hverjum degi þegar við vöknuðum, hvaða prakkarastrik þeir höfðu tekið upp á um nóttina. Eina nóttina stálu þeir meira að segja stafnum hennar Grýlu og komu með hann heim í stofu til okkar. Það vakti mikla kátínu, sérstaklega hjá yngsta barninu okkar. Eina nóttina stál- ust þeir líka í tilbúið smákökudeig sem við áttum í ísskápnum og þegar fjölskyldan vaknaði voru þeir búnir að baka smákökur og því fengu allir á heimilinu nýbakaðar jólasmákökur í morgunmat þann daginn. Það er líka ein mikilvæg regla. Það má aldrei snerta álfana og ef það er gert þá geta þeir misst töframáttinn sinn. Það getur því verið skrautlegt heimilið í desember þar sem ekki má færa þessa litlu prakkara úr stað eftir að þeir hafa gert eitt- hvað af sér.“ Birtir prakkarastrikin á samfélagsmiðlum Fríða Björk segir álfana fara aftur upp í fjöll til jólasveinanna á jólanótt og birtast svo aftur fyrir jólin hjá sömu fjölskyldum. „Á okkar heimili er heimasætan nú þegar farin að bíða spennt eftir því að álfarnir Denni og Adda komi og setji smá lit á heim- ilislífið. Í fyrra birti ég myndir af prakkarastrikum álfanna á Instagram-reikningi mínum og ég stefni á að gera það í ár líka.“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson Jólakakan getur verið í allskonar litum Fríða Björk Sandholt sjúkraliði elskar að baka eins og margir í fjölskyldunni hennar. Í fyrra fluttu tveir álfar óvænt inn á heimilið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Fríða Björk Sandholt gerir fallegar jólakökur í allskonar litum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.