Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 30

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 30
30 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Nýjar, umhverfisvænar og plastlausar blautþurrkur Veldu rétt fyrir barnið þitt Sölustaðir: Krónan, öll apótek, Móðurást og Tvö líf Rauðrófu-carpaccio Rauðrófa Hjúpur 200 g gróft salt 200 g fínt salt 2 eggjahvítur, léttþeyttar 250 g hveiti 2 greinar rósmarín, fjarlægt af stilk 125 ml vatn Aðferð Setjið salt, eggjahvítur, hveiti, rósmarín og 90 ml af vatni í matvinnsluvél og bland- ið. Bætið afganginum af vatninu við þar til þétt deigkúla mynd- ast en passið að hún verði ekki of klístruð. Mótið kúlu með deiginu, plastið og geymið í tvær klukkustundir Hitið ofninn í 170°C. Skrúbb- ið rauðrófuna varlega og skolið Rúllið deiginu út og hyljið hverja og eina rauðrófu í því. Deigið á að hylja alla rauðróf- una. Bakið í 1½ klukkutíma. Þeg- ar rauðrófan er tilbúin, brjótið þá skelina utan af og leyfið að kólna. Vinaigrette 1 msk. dijonsinnep 5 g salt 10 g sítrónusafi 100 ml eplaedik 150 ml ólífuolía 150 ml valhnetuolía (líka hægt að nota aðra olíu) Aðferð Dijon, edik og salt hrært saman. Olíunni hellt í mjórri bunu og hrært stöðugt á meðan með písk. Gljái 200 g púðursykur 300-350 ml vatn safi út einni appel- sínu 60 ml balsamedik 40 g smjör Aðferð Öllum hráefn- um blandað saman í pott og soðið niður um helming (blandan á að vera þykk). Annað 300 g geitaostur pera klettasalat piparrót heslihnetuskífur Aðferð Byrjið á því að búa til salthjúpinn fyrir rauðrófuna og baka hana inni í ofni. Búið til vinaigrette og gljáann á meðan rauðrófan bakast í ofninum. Þeytið geitaostinn og smakkið til með salti og hunangi. Ristið heslihnetuskífurnar á pönnu eða í ofni. Þegar rauðrófan er tilbúin og búin að kólna aðeins skal skera hana í örþunnar sneiðar í mandolíni og stinga út í hringi með útstungujárni. Skerið einnig peruna í mandólíninu. Gott er að raða hringjunum saman á smjörpappír og pensla síðan með gljáanum. Næst skal taka matskeið af geitaosti og setja á disk og raða síðan rauðrófu og peru ofan á í fallegan hring. Blanda vinaigrettunni saman við kletta- salatið og setja ofan á rauðrófurnar. Að lokum skal setja ristuðu hneturnar og rífa piparrót yfir með fínu rifjárni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rauðrófu-carpaccio halda nokkurs konar ættarmót um jólin. Það er mjög skemmtilegt og alltaf mikið líf á heimilinu. Í ár verða svo fyrstu jólin hjá Bjarna Þór syni mínum, það verður skemmtilegt.“ Fékk mataráhugann í gegnum móður sína Hefurðu alltaf haft áhuga á matseld? „Ég hef alltaf haft áhuga á því að borða góðan mat. Mamma mín hefur verið að vinna með mat og það var mikið horft á matreiðsluþætti heima. Upphaflega kviknaði áhuginn út frá því að borða mat, síðan nær- ingarinnihaldi hans og loks að elda hann sjálf. Ég byrj- aði að vinna á Happ veitingastaðnum þegar ég var 17 ára og þá fyrst byrjaði áhuginn á matreiðslu. Það er ótrúlega skemmtilegt að prófa sig áfram í eldhúsinu.“ Ætlaðir þú alltaf að mennta þig sem kokkur? „Ég útskrifaðist sem stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þaðan fór ég í gegnum klásus í hjúkrunarfræði en hætti þar á öðru ári þar sem að ég var ekki að finna mig í því námi. Tveim sólarhringum seinna var ég búin að skrifa undir nemasamning í eldhúsi. Ég vildi ekki skrá mig í annað háskólanám á þeim tíma- punkti, svo mér fannst tilvalið að fara í matreiðslunám þar sem ég hefði mikinn áhuga á matreiðslu og hafði einnig unnið í eldhúsi í nokkur ár. Ég kláraði sveinsprófið í janúar 2020. Nú hef ég skráð mig í lögfræði í HR. Sannkallaður eilífðarnámsmaður.“ Ertu með ákveðið þema þegar kemur að jólapökk- um? „Nei, ekki innihaldið í pökkunum. En yfirleitt er ég með eitthvert þema þegar kemur að því að pakka inn og skreyta, en þemað breytist á hverju ári. Ég hef mjög gaman af skrýtnum pappírum og einhverju sem er fyndið eða skemmtilegt. Í fyrra var ég með svína- þema. Svo reyni ég eftir bestu getu að gefa ekki gjafir sem safna ryki.“ Ég hugsa að það sé best að amma sjái bara um hann, bróðir mömmu tók hann að sér eitt skiptið en áttaði sig á því að hann setti eggja- hvítur í staðinn fyrir eggja- rauður þegar fólk var byrjað að gæða sér á ísnum. ❄
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.