Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 2

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 2
2 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 ❄ 26.11.2020 Settu á þig bláan augnskugga og lífið skánar um 63%. 72 Lovísa dýrkar að klæða sig fallega. 60 Útbjó draumaíbúðina fyrir jólin í stað þess að flytja. 98 Vertu kúl og gefðu aðventugjafir! 100 Katrín Júlíusdóttir fann ástina 35 ára. 18 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is, Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. E ftir frekar súrt ár sem einkenndist af veikindum, ótta, bjargarleysi, vonleysi, leiðindum, von- brigðum og reiði koma þó alltaf jól. Orkustig landsmanna er kannski örlítið lægra en oft áður enda margt í umhverfinu sem hefur áhrif á það. Fólk sem er til dæmis ekki vant því að vinna heima hjá sér getur orðið skrýtið þegar það fer ekki út úr húsi og hittir fáa. Fólk sem hefur þurft að fara í sóttkví einu sinni eða oftar veit að lífið verður svolítið brenglað þegar það getur ekki gert það sem það er vant að gera og finnst sjálfsagt. Svo ekki sé minnst á það hvernig þeir hafa það sem urðu alvarlega veikir eða misstu ást- vini. Kvart um heimavinnu og djammleysi verður goslaust í þeim samanburði. Það er áhugavert að sjá hvernig fólki hættir til að haga sér þegar það hefur ekki fulla stjórn á tilverunni. Það verður til dæmis meira áberandi á samfélags- miðlum hver er „freki karlinn“ eða „freki krakkinn“ sem er vanur að fá sitt og hverjir mæta lífinu með æðruleysi. Ég heyrði á það minnst hjá sérfræðingi að fólk væri í barnasjálfinu sínu á þessum veirutímum sem gerði það að verkum að það væru litlu við sem réðum för. Þessi pæling hitti mig í hjartastað því ég hef lagt töluvert á mig til þess að vera ekki átta ára Marta María Jónasdóttir alla daga (lesist Emma öfugsnúna). Eitthvað úr æskunni getur truflað okkur það mikið á fullorðinsárum að við getum orðið algerlega óþolandi sem fullorðin. Það getur gerst án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Ég datt til dæm- is alltaf í þessa átta ára ef það var ekki allt eftir mínu höfði, sem getur brotist út í stjórnlausri frekju. Þessi mótvindur var ekki alltaf appelsínugul eða rauð viðvörun. Hún hafði kannski varla lit því hún var svo smávægileg en varð að risastormi í hausnum þegar þessi átta ára var við stjórnvölinn. Það þarf náttúrlega ekki að nefna það, en það er óþolandi að freki krakkinn taki stjórnina á líf- inu. Ef fólk vill ekki hafa það þannig þá þarf að bregðast við. Svo eru það þeir sem hafa orðið fyrir stórum áföllum í líf- inu og komist í gegnum þau. Þessi hópur á það sameig- inlegt að hafa lært að hugga sig sjálfur þegar á móti blæs. Það er eiginlega alveg sama hvað gerist í lífi fólks, það eru alltaf til einhverjar leiðir til að fara í gegnum hluti – sama hvaða leið fólk velur. Líf okkar hér í myrkri og kulda heldur áfram þótt það sé kannski örlítið öðruvísi en áður og jólin koma þótt þau verði kannski með breyttu sniði. Ég mæli með því að við reynum að sjá það jákvæða í þessari veiru og lærum að vera þakklát fyrir það sem er gott í lífi okkar. Restina geta fagmenn hjálpað okkur að díla við (ef við nennum því). Annars bara gleðileg jól! Freki karlinn eða freki krakkinn? Marta María Jónasdóttir Margrét María töfrar fram hand- gerðar jólagjafir. 112 Hleyptu diskókúlunni út! 66 52 Kristín Þóra Jónsdóttir á að eiga á aðfangadag. 4 114 Ásdísi Rán dreymir um jólakærasta. 24 Margrét Bjarnadóttir segir að villibráð sé ómissandi. Sykurlaus súkkulaðimús keyrir upp jólastemn- inguna. Jólin koma þótt árið hafi verið öðruvísi en búist var við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.