Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 40

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 40
E lín Sigrún stofnaði nýerið fyrir-tækið Búum vel, þar sem húnveitir sérhæfða lögfræðiþjónustuvegna búsetuskipta. „Þetta er ný þjónusta á ís- lenskum fasteignamarkaði, ekki fasteinga- sala, heldur er það sérhæfð lögmanns- og fjármálaþjónusta, með sérstakri áherslu á fólk sem er komið yfir miðjan aldur. Við- skiptavinir njóta aukinnar þjónustu við fast- eignasölu, en greiða sama gjald. Ég nýt þessa nýja starfs ríkulega enda er ég þar að samflétta reynslu, menntun og ástríðu mína. Fyrirtækið hefur fengið mjög góðar viðtökur og ég hef notið þess að þjóna viðskiptavinum mínum sem eru í flestum tilvikum að undir- búa að selja fasteign sína og kaupa eða leigja aðra sem hentar betur. Þá hef ég unnið mikið við að þjóna fólki vegna dánarbússkipta, sölu eigna og uppgjörs dánarbúa.“ Aðventan dásamlegur tími Hvernig leggjast jólin í þig? „Ég hlakka virkilega til aðventunnar og jóla. Mér finnst aðventan, tíminn þegar við undirbúum og væntum jólanna, dásamlegur tími. Á aðventunni sækjum við fjölskyldan jafnan jólatréð í ræktunarland okkar. Fyllum húsið af kertaljósum, skinnum, teppum og hlýju. Svo kveikjum við upp í arninum og húsið ilmar af bakstri og matargerð. Ég á von á því að vegna aðstæðna samfélagsins verði margt með öðru sniði en undanfarin jól en ég er alveg sátt við það og þess fullviss að allt hefur sinn sjarma. Þannig hefur árið ver- ið og við höfum notið þess að eiga meiri tíma saman sem fjölskylda.“ Hvernig verða jólin á þessu ári? „Þau verða öruggleg róleg og góð. Við leggjum áherslu á góðan mat, samveru, inni- haldsríkar gjafir, lestur góðra bóka, fallega tónlist, kertaljós og helgihald.“ Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? „Það skiptir mig mestu máli að fólkinu mínu líði vel, það sé hamingjusamt og njóti heilbrigðis. Þá legg ég áherslu á það sama fyrir mig sjálfa.“ Alltaf með stórt jóla- boð á Þorláksmessu Er eitthvað sem þú gerir alltaf á jól- unum? „Í meira en þrjá- tíu ár, eða frá því ég keypti mína fyrstu íbúð árið 1986, hef ég verið með stórt jólaboð á Þorláksmessu. Boðið stækkaði til muna þegar ég kynntist manninum mín- um því hann á afmæli á Þor- láksmessu. Við höfum haft þann háttinn á að bjóða vinum og fjölskyldu þennan dag til jólaveislu. Þau vita að það er opið hús hjá okkur frá klukkan sex og fram á kvöld. Þá hefst okkar jólahátíð, þá er okkar undirbúningi lokið, gjafirnar komnar undir jólatréð og húsið fullt af mat. Segja má að við bætum einum degi framan við jólahátíðina, sem kemur sér vel því maðurinn minn er prestur og á ekki jólafrí eins og við hin. Í boðinu skiptumst við á gjöfum og kortum við gestina og við bjóðum upp á hlaðborð af mat, kæfu, paté, laufabrauð, tvíreykt hangikjöt, osta, kök- ur og heimabakað brauð. Ég er alltaf jafn snortin af því að fólkið okkar gefi sér tíma til að koma. Það eru margir réttir sem ég hef gert reglulega frá mínu fyrsta boði og svo er alltaf eitthvað nýtt sem bætist við. Þetta er okkar eiginlega jólaboð. Við eigum ekki von á að geta haldið Þorláks- messuboð þetta árið. Þá sækjum við alltaf messu í Hallgríms- kirkju, bæði á aðfangadegi, annaðhvort aftan- söng eða miðnæturmessu, og á jóladag eða á annan dag jóla. Það ræðst af því hvenær maðurinn minn þjónar, við fylgjum honum, ég og strákarnir okkar.“ Hvað gerir þú aldrei um jólin? „Það er tvennt sem kemur upp í hugann sem er frábrugðið jólavenjum margra, en ég fer helst ekki í jólaboð yfir hátíðarnar og les ekki spennusögur. Þegar við erum komin heim úr messu á jóladag finn ég alltaf til mikils feginleika að mega vera heima, helst í hlýjum ullarfötum, lesa nýja jólabók og er svo fegin að þurfa ekki að fara út úr húsi nema í góðan jólagöngutúr. Spennusögur les ég hvorki á jólum né aðra daga, en ég er allt- af spennt fyrir jólabókunum og les jafnan mikið yfir jól og áramót.“ Hefur gaman af því að prófa nýja rétti Hafa jólin breyst með árunum? „Ég get ekki sagt það, við höldum í okkar jólahefðir. Við erum hins vegar ekki íhalds- söm þegar kemur að jóla- og áramótamat. Við höfum mjög gaman af eldamennsku og okkur finnst skemmtilegt að prufa nýja rétti.“ Færðu þér jólaföt? „Ég hef ekki keypt mér jólaföt síðastliðin 20 ár. Fyrir jólin 2000 keypti ég mér sítt þykkt flauelspils, belti og þunnan topp í Spaksmannsspjörum. Þetta ár fékk ég líka fallegt rautt sjal með pallíettum í jólagjöf frá manninum mínum. Mér finnst jólin komin þegar ég er komin í þessi föt og er því að hugsa um að nýta þau í tuttugasta sinn og hlakka til að klæðast þeim enn ein jólin.“ Áttu uppskrift að einhverju sem þú vilt deila með lesendum? „Þá kemur strax upp í hugann hinn full- komni hrísgrjónaréttur, sem ég bakaði fyrst á aðfangadag 2018. Rétturinn er bæði fagur og góður, hvítur, rauður og grænn. Þessi uppskrift er frá mínum uppáhaldskokki, Ottolenghi, úr bókinni Simple. Hægt er að bera réttinn fram með alls konar meðlæti, kjötréttum, fiski eða með öðrum grænmet- isréttum. Hann hentar því vel á jólaborðið.“ Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður segir að gott hjónaband stækki veröldina. Í það minnsta stækkaði jólaboðið hennar talsvert eftir að hún kynntist Sigurði Árna Þórðar- syni, eiginmanni sínum, sem á ein- mitt afmæli á þessum tíma. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Elín Sigrún Jónsdóttir heldur skemmtilegt jóla- boð á Þorláksmessu. 40 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Bökuð hrísgrjón með mintu, granateplum og ólífusalsa Hráefni Fyrir sex 400 g basmatihrísgjón 50 g ósaltað smjör 800 ml sjóðandi vatn 40 g minta, með stöngli 150 g fetaostur – skorinn í 1 cm bita salt og pipar Salsa 50 g grænar ólífur, þunnt skornar, eða kapers 1 granatepli – fræ úr ein- um ávexti – ca. 90 g 50 g valhnetur, saxaðar og þurrristaðar lítillega á pönnu 3 msk ólífuolía 1 msk. granateplasýróp 10 grömm minta 2 hvítlauksrif – marin Aðferð 1. Forhitið ofninn í 230°C. 2. Setjið hrísgrjónin í eld- fast fat (20x30 cm). Kryddið með ca 3⁄4 tsk af maldonsalti og slatta af pipar. Hellið vatninu yfir og komið smjörinu fyrir líka, í litlum bitum. Raðið mintunni yfir og lokið með álpappír (eða loki fatsins ef það er til). Sett í ofninn og bakað í 25 mínútur eða þar til hrís- grjónin eru fullbökuð og vökvinn að mestu horfinn úr botninum. 3. Útbúið salsað á meðan grjónin bakast – en bíðið með að setja mintuna yfir. 4. Takið hrísgrjónin úr ofn- inum fullbökuð. Takið burt álþynnuna (lokið). Takið mintuna, hendið stilkunum en notið blöðin og setjið yfir réttinn. Setjið fetaostinn yfir hrísgrjónin og salsað þar yfir. Svo er afganginum af mintunni dreift yfir. „Jólaboðið á Þorláksmessu stækkaði þegar ég kynntist manninum mínum“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.