Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 10

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 10
10 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 hæfileikaríkum listakon- um og mér finnst að þær mættu fá aukið vægi í umræðunni.“ Hugarðu mikið að fatnaði og tísku fyrir jól- in? „Ég huga ekkert meira að tísku fyrir jólin en aðra tíma ársins. Ég nota hins vegar tækifærið og nota sparilegri fatnað eins og kjólana mína meira. Mér finnst gaman að klæða mig upp, fara í bæinn, á safn og svo á kaffihús eða út að borða. Eins er ég duglegri að vera sparilega klædd í vinnunni.“ Hvað keyptir þú síðast í fataskápinn? „Síðast keypti ég mér geggjaða dúnkápu frá Filippu K og stóran ullartrefil frá Acne Studios. Dásamlegar flíkur fyrir kuldaskræfuna mig. Ég nota þær mjög mikið þessa dagana.“ Besta gjöfin frá börnunum um jólin Hver er besta gjöfin sem þú hefur fengið á jólunum? „Gjafirnar frá strákunum mínum slá alltaf í gegn. Það er alltaf jafn yndisleg tilfinning að upplifa tilhlökkunina í augum þeirra þegar ég opna gjöfina sem þeir hafa vand- að sig að gera í skólanum og pakkað fallega inn. Ég á marga fallega muni eftir þá og þeir eru í sérstöku uppá- haldi.“ Hvað er í mat á jólunum? „Á jólunum elda ég alltaf hreindýr og er með humar- súpu í forrétt. Það sem er í eftirrétt er hins vegar breyti- legt. Með hreindýrinu hef ég villisveppasósu, trönu- berjasultu, heimagert rauðkál, waldorfsalat og hvítlaukssteikt rósakál. Á síðasta ári breytti ég aðeins út af vananum og ákvað að grilla bæði hreindýr og dádýr. Það var alveg ofboðslega gott og mikil stemning sem fylgdi því að grilla á aðfangadag.“ Þegar kemur að hefðum úr barnæsku þá er Jóhanna frekar frjáls frá þeim. „Ég held svei mér þá að eina jólahefðin sem ég held í sé að hlusta á þegar jólin eru hringd inn klukkan sex. Það þykir mér mikil stemning. Ég var á Íslandi um jólin eru opnir og ófeimnir að tjá sig, hvort sem það er í kjör- búðinni eða umferðinni, og það heillar mig alltaf að fylgj- ast með fólkinu og stemningunni.“ Er mikið jólabarn Hvaða hug berðu til jólanna? „Ég er mikið jólabarn og hef gaman af því að sjá um- hverfið lýsast upp með fallegum skreytingum og þessari sérstöku stemningu sem er einhvers konar blanda af eft- irvæntingu og stressi. Ég skreyti sjálf ekki mikið heldur set upp hluti sem eru mér kærir og hafa fylgt mér lengi. Ég hef mikið af kertum, set greni í vasa og spila jólalög frá 1. desember.“ Hvað gerir þú alltaf fyrir jólin? „Ég nýt aðventunnar. Byrja snemma að skreyta, baka og hlusta á jólalög. Í raun er aðventan mér mik- ilvægari en jólin sjálf. Ég fer mikið á söfn og kaffihús og hef sérstaklega haft gaman af því að fara á jólamark- aðinn í Ásmundarsal þar sem ýmsir listamenn sýna verk sín og bjóða til sölu. Jólamarkaðurinn er skemmtileg uppákoma sem ég vona að sé orðin að hefð því það er svo gaman að fá tæki- færi til að sjá fjölbreytileika íslenskrar myndlistar sam- ankominn á einum stað. Ég er mikill aðdáandi íslenskrar myndlistar og á mér uppáhaldslistamenn, jafnt samtíma sem liðna.“ Ætlar að prófa að steikja laufabrauð Jóhanna hefur aldrei steikt laufabrauð fyrir jólin. „Í ár stendur til að bæta úr því. Enda er laufa- brauðsgerð skemmtileg hefð sem gaman er að halda í og gera að sérstakri samverustund fjölskyldu og vina.“ Ertu dugleg að kaupa handa þér eitthvað fallegt um jólin? „Það stendur til að fjárfesta í listaverki eftir unga ís- lenska listakonu, við erum með nokkrar í huga sem við ætlum að heimsækja og skoða verk hjá. Ég hef und- anfarið mikið verið að skoða samtímaverk íslenskra listakvenna. Við eigum fjöldann allan af einstaklega í fyrra en mörg undanfarin ár hef ég verið erlendis og þykir skemmtilegt að upplifa jólastemninguna á hverj- um stað. Það er til dæmis mikill munur á jólastemningu í Kaupmannahöfn eða Los Angeles eins og gefur að skilja en hver staður hefur sinn sjarma og það er gaman að fá tækifæri til að upplifa ólíkar hefðir og menningu.“ Berst fyrir bættum aðbúnaði heimilislausra Hvað dreymir þig um að gerist þessi jólin? „Undanfarið hef ég verið að beita mér fyrir bættum aðbúnaði heimilislausra í borginni. Þetta er hópur sem hefur orðið út undan í umræðunni á tímum kórónuveir- unnar að mínu mati en er mikilægt að halda vel utan um, því oft á tíðum er þetta fólk sem ekki lætur mikið í sér heyra. Mér þætti virkilega gott að sjá úrbætur fyrir þennan hóp sem allra fyrst og vonandi verða komnar varanlegar lausnir á ýmsum þáttum sem að þessum hópi snúa fyrir jól.“ Hlakkar til ferðalaga á næsta ári Til hvers hlakkar þú á nýju ári? „Við maðurinn minn eig- um skútu í Karabíska haf- inu. Hún er núna á eyj- unni Grenada en til stendur að sigla henni yfir til Martinique. Ég hlakka mikið til þess. Ég hef mest gaman af því í mínu starfi að fylgja fólki frá upphafi söluferlis til enda. Að veita persónulega þjón- ustu sem felst í því að að- stoða við uppröðun fyrir ljósmyndatöku sem er mjög mikilvægur þáttur söluferlis og snýr að því að hámarka virði eign- arinnar. Það er einna mikilvægast í söluferlinu að myndirnar endurspegli það besta sem eignin hefur upp á að bjóða og því getur und- irbúningur fyrir myndatöku skipt sköpum. Að undirbún- ingi loknum mæti ég svo á staðinn með atvinnu- ljósmyndara sem sérhæfir sig í myndatöku húsnæðis. Þessu ferli er svo fylgt eftir með opnu húsi eftir að eign- in er komin á netið og ég er sjálf á staðnum í opnu húsi. Þá fer ég með mínum viðskiptavinum að skoða vænt- anlegt nýtt heimili, aðstoða við ákvörðunartöku og velti upp möguleikum hverrar eignar fyrir sig. Það er virki- lega gaman að fá að taka þátt í því ferli að aðstoða fólk að finna sér nýtt heimili og því mjög gefandi að fá tæki- færi til að veita persónulega þjónustu.“ Elskar vinnuna sína Jóhanna hefur séð um sölu á virkilega fallegum hús- um, bæði á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall. „Auk þess er ég aðstoða við hönnun innanhúss á íbúð sem verið er að gera upp, mjög skemmtilegt verkefni þar sem ég fæ nokkuð frjálsar hendur um val á innrétt- ingum, gólfefnum og litum ásamt uppröðun innbús og vali á listaverkum.“ Jóhanna er búsett á tveimur stöðum í dag. „Annars vegar bý ég í Garðabæ þar sem drengirnir mínir ganga í Sjálandsskóla og hins vegar á eyjunni Traustholtshólma. Þar er ég einmitt stödd núna þar sem við erum að ganga frá húsinu okkar fyrir veturinn. Í eyj- unni, sem er 23 hektarar að stærð, er laxveiði, mikið fuglalíf og fjölbreyttur gróður – sannkölluð paradís.“ „Undanfarið hef ég beitt mér fyrir bættum aðbúnaði heimilislausra í borginni. Þetta er hópur sem hefur orðið út undan í umræð- unni á tímum kórónuveir- unnar en er mikilvægt að halda vel utan um.“ ❄ Ljósmynd/Hákon Kjalar Stílhreinum hlut- um er raðað upp á huggulegan hátt. Jóhanna Íris segir mikilvægt að kaupa listaverk af íslensk- um konum fyrir jólin. Jóhanna ásamt Bellu hundinum sínum. Heimili Jóhönnu Írisar er stílhreint og fallegt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.