Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 74

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 74
N atalie byrjaði á að setja Clarins Plant Gold á andlitAnítu en það er fullkomið fyrir þurra vetrarhúð.„Kremið er blanda af hreinni ilmkjarnaolíu og rot-varnarefnalausu rakakremi og veitir húðinni djúpanæringu og fallegan ljóma. Því næst setti ég augnkremið Shiseido Vital Perfection Eye Cream í kringum augun en það birtir, þéttir og slétt- ir. Grunnurinn að förðun skiptir öllu máli og þá sér- staklega á augnsvæðinu. Vital Perfection-augnkremið dregur úr bláma og þrota sem leyfir mér að komast upp með að nota töluvert minni hyljara,“ segir Natalie. Mattur farði á upp á pallborðið um þessar mundir. Chanel Ultra Le Teint Velvet er léttur og vatns- kenndur og veitir húðinni næga þekju til að fullkomna húðtón án þess að vera gervilegur. Farðinn endist allan daginn og sléttir yfirborð húðarinnar. Því næst setti hún augnskuggablýantinn frá Guerlain sem heitir Mad Eyes Shadow Duo. „Þeir eru fljótlegir, endast vel og auðvelt að blanda þá út með fingrunum. Ég notaði Mad Eyes Shadow Duo í litnum Warm Brown, dekkri litinn til að ramma inn augun og bland- aði svo út með fíngrunum til að mýkja hann. Ég setti svo örlítið af sanseraða ljósari litn- um yfir miðju augnloksins og í innri krók til að lýsa augnsvæðið. Þar sem förðunin er mjög eðlileg og fersk fannst mér mik- ilvægt að velja góðan maskara til að skerpa vel á augunum. Clarins Wonder Perfect-maskarinn lengir mikið og þétt- ir augnhárin vel. Ekki verra að hann nærir augnhárin og örvar hárvöxt,“ segir hún. „Til að fá hlýrri húðtón og skerpa kinnbein notaði ég kremsólarpúður frá Chanel. Krem hentar sérstaklega vel á veturna þar sem það veitir húðinni aukaraka. Liturinn á Les Beiges Bronzing Cream er gylltur og hlýr og hentar fullkomlega til að fríska upp á gráa vetrarhúð,“ segir Natalie, sem setti svo uppáhaldskinnalitinn sinn á Anítu. „Clarins Glow 2 Go í litum 02 Golden Peach er í uppá- haldi og nota ég hann daglega. Ég nota hann með fingr- unum og blanda hann hátt á kinnbein til að móta andlit og veita frískleika. Liturinn er hinn fullkomi ferskjulitur sem hentar flestum húðtónum,“ segir hún og að lokum setti hún gloss frá Clarins á varirnar. „Léttur gloss að lokum sem veitir raka og léttan lit. Clarins Lip Perfector er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem hann kemur í veg fyrir þurrk en á sama tíma veitir hann fallegan glans og léttan lit. Á Anítu notaði ég lit 02, sem er ljós ferskjulitur, af því hann tónaði vel við kinnalitinn en litur 16 er einnig í miklu uppáhaldi og mikið notaður.“ Leikkonan Aníta Briem er stödd á Íslandi þessa dagana vegna kórónuveirunnar en lungann úr fullorðinsárunum hefur hún verið búsett í Bandaríkjunum. Natalie Kristín Hamzenhpour, förðunarmeistari hjá Nathan og Olsen, farðaði Anítu með látlausri hátíðarförðun. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Farðinn Ultra Le Teint Velvet frá Chanel er þunnur en þekur þó vel. Wonder Perfect mask- arinn frá Clarins gefur augnhárunum meiri dýpt. Látlaus hátíðarförðun Þetta augnkrem frá Shisheido gerir kraftaverk fyrir þreytt augnsvæði. Natalie dýrkar þetta gloss frá Clarins. Stundum á hún það til að nota það sem kinnalit ef hún er í miklu stuði. „Til að fá hlýrri húðtón og skerpa kinnbein notaði ég kremsólar- púður frá Chanel. Krem hentar sérstaklega vel á veturna þar sem það veitir húðinni aukaraka. ❄ Augnskugga- blýanturinn Mad Eyes Shadow Duo frá Guerlain er auð- veldur í notkun. Það er mjög auðvelt að skyggja andlitið með þessum kinnalit. Clarins Plant Gold er fullkomið efni fyrir þurra húð. 74 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 kollurinn/margir litir Ljós íslenskrar náttúru/Eldgos sjá nánar á fuzzy.is Hvað er fegurra en Ísland í margbreytilegri birtu. Hver glerkúpull hefur fyrirmynd úr íslenskri náttúru. Tímalaus íslensk hönnun eftir Sigurð Má Helgason fuzzy gjöf ástar og góðra tækifæra Nú þegar dimm- ustu vikur ársins eru framundan gerir það mikið fyrir geðheils- una að líta ekki út eins og grápoka- rotta. Fátt gerir meira fyrir sjálfstraustið en að skrúbba sig vel í sturtunni og bera svo á sig gullfallegt brúnku- krem. Nýja brúnkuvatnið frá St. Tropez gerir líka meira en bara að gefa þér fallegt sólkysst útlit, það gefur húð- inni þinni D-vítamínið sem hana sárlega vantar á þessum tíma árs. Í St. Tropez Self Tan Purity Vitamins er að finna bæði D-vítamín og C- vítamín. C-vítamínið hjálpar til við að gera húðina bjartari og líflegri á meðan D-vítamínið hressir þig við. Það er einnig undursamleg lykt af vatninu sem flytur þig beint til suðrænna landa. Það er engum blöðum um það að fletta að það eru fáir á leið í sólina um jólin. Það er samt alveg hægt að vera brúnn í mesta skamm- deginu. Samhliða brúnkuvatninu er fullkomið að nota brúnku- serumið frá St. Tropez Purity Vi- tamins. Mælt er með því að skrúbba líkamann og andlitið vel að kvöldi til og bera svo vatnið og serumið á. Það er best að bera brúnkuna á með þar til gerð- um brúnkuhanska og nota svo þétt- an förðunarbursta til að bera létt lag á hendurnar. Serumið getur þú bor- ið á með höndunum en mundu að þvo hendurnar strax á eftir. Brúnkan er ekki lengi að þorna, aðeins nokkrar mínútur. Síðan er best að skella sér í náttfötin og morguninn eftir vaknar þú eins og þú hafir verið að koma frá Tenerife. Brúnkan smitast ekki í náttfötin né rúmfötin og það besta við hana er að þú þarft ekki að skola hana af. sonja@mbl.is Frískleg og heilbrigð húð í skammdeginu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.