Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Qupperneq 2
Hvernig virkar þetta bingó hjá K100? Þessu er streymt í gegnum mbl.is. Fólk fer inn á mbl.is/ bingo og þar getur það náð sér í spjöld en ná má í að há- marki þrjú spjöld. Þetta er mega auðvelt. Við mælum með að fólk varpi þessi upp á skjá og noti svo símann til að spila. Það geta allir spilað bingó og þetta er frábær fjölskyldu- skemmtun. Er hægt að svindla? Nei, það er mjög erfitt að svindla í bingói. Svo er Siggi líka grjótharður bingóstjóri og það kemst enginn upp með neitt múð- ur hjá honum. Á bak við hann er svo heilt teymi af fólki sem fylgist með tæknimálum. Hvað ert þú að gera þarna? Ég fékk það góða hlutverk að hoppa og skoppa með vinningana, sýna þá. Það er mikið hlegið í þessum tökum og misgáfulegt það sem kemur upp úr mér. Eru flottir vinningar? Það eru geggjaðir vinningar! Kalt mat. Þetta er metnaðarfullur dagskrárliður og flottir samstarfsaðilar sem gefa fallega vinn- inga. Það vill enginn hætta að spila því stærsti vinningurinn er í lokin. Er þátttakan góð? Já, það hafa mörg þúsund manns um allt land spilað með. Síðast voru um 84 þúsund! Svo margir að kerfið þoldi illa álagið, en því verður kippt í liðinn fyrir næsta bingókvöld. Bingógleði landsins var bara svo mikil! Hvað ertu annars að brasa? Ég er að stýra bingói! Bingóæði fer eins og stormsveipur um allt land. Ég er ekki að grínast; síminn sprakk og ég er bókuð í bingó út um allt. Morgunblaðið/Eggert EVA RUZA SITUR FYRIR SVÖRUM Bingóæði þjóðarinnar Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020 Það er svo merkilegt að sömu atburðir geta ítrekað orðið á vegi manns íþessu lífi. Eins og flestir Íslendingar hafði ég heyrt um sjóslysiðhörmulega þegar síldarbáturinn Stuðlaberg NS 102 fórst með ellefu manna áhöfn út af Stafnesi í ofsaveðri í febrúar 1962. Hafði þó enga sérstaka tengingu við þann skaða og kynnti mér hann ekki sérstaklega fyrr en ég tók viðtal við Ragnheiði Guðmundsdóttur, ekkju skipstjórans, Jóns Hildibergs Jörundssonar, hér í blaðið í ársbyrjun 2017. Eftir að hafa hlýtt á frásögn hennar fór ég að fletta gömlum blöðum og tengja nöfn og andlit við slysið. Sjóskaðar vekja alltaf mikla athygli og hluttekningu hjá þjóð sem hefur að sönnu goldið hafinu sinn toll gegnum aldirnar enda þótt slíkum slysum fari til allrar hamingju fækk- andi í seinni tíð. Jón Hildiberg dó frá Ragnheiði og fjórum börnum þeirra en bróðir hans, Kristján, fórst einnig með bátnum. „Þetta var mikið reið- arslag og ég gjörsamlega trylltist. Svo ég segi það bara beint út. Síðan dofnaði ég upp og var eins og liðið lík,“ sagði Ragnheiður í viðtalinu. Síðar sama ár skrifaði ég heila bók um mann, Gunnar Birgisson, fyrr- verandi bæjarstjóra í Kópavogi og Fjallabyggð, sem missti föður sinn, Birgi Guðmundsson matsvein, í þessu sama slysi. Birgir, eða Biggi nælon, eins og hann var kallaður, dó frá átta börnum og einu ófæddu að auki. „Yngsti bróðir minn var í móðurkviði þegar pabbi dó og hlaut nafn hans. Hann fæddist með tennur sem rakið var til þess hversu mikið áfall þetta var fyrir móður hans á meðgöngunni,“ segir Gunnar. Enn verður Stuðlabergið á vegi mínum en í tölublaðinu sem þú ert með í höndunum ræði ég við Guðnýju Laxfoss, sem lengi hefur búið í Bandaríkj- unum, en hún missti bróður sinn, Gunnar Valsberg Laxfoss háseta, í slysinu, aðeins sautján ára að aldri. Móðir Guðnýjar hafði látist nokkrum mánuðum áður og þar sem faðirinn var ekki inni í myndinni bar Gunnar ábyrgð á heim- ilinu, henni og yngri bróður þeirra. Enginn þessara manna fannst og hvíla þeir því allir í votri gröf. Aðeins eitt lík rak á fjörur við Fuglavík, af Birni Þorfinnssyni stýrimanni, sem var frækinn sundmaður. Guðný Laxfoss er um margt merkileg kona, meðal annars fyrir þær sakir að hún er einn af fáum Íslendingum, ef ekki sá eini, sem kynntust rokkkóng- inum Elvis Presley persónulega. Synti í sundlauginni í Graceland og fór með Elvis í bíó árið 1963 en um þær mundir var hann að slá sér upp með mágkonu hennar, Jeanette Emmons. Þetta og fleira rifjar Guðný upp í viðtalinu. Stuðlabergið og Elvis Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Þetta var mikið reið-arslag og ég gjörsam-lega trylltist. Svo ég segiþað bara beint út. Síðan dofnaði ég upp og var eins og liðið lík. Kristrún Heiða Jónsdóttir Nei, ég stend í flutningum en um leið og ég er flutt ætla ég að byrja að skreyta. SPURNING DAGSINS Ertu byrj- uð/aður að skreyta fyrir jólin? Guðni Sumarliðason Nei, það er allt of snemmt. Sigurbjörg Magnúsdóttir Heldur betur ekki. Ég hef ekki komið mér í það. Jón Oddsson Nei, ekki byrjaður. Mun byrja í desember. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Eva Ruza er skemmtikraftur. Hún kynnir vinninga á bingókvöldum K100 sem eru á fimmtudögum klukkan 19.00 í gegnum mbl.is/ bingo. Einnig stýrir hún fjarskemmtunum af öllu tagi um allt land. Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.