Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Síða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020
S
nemma árs 1964 hringdi síminn um
miðja nótt heima hjá Guðnýju Lax-
foss og kærasta hennar, Jeff Em-
mons, í Dallas, Texas. Það var Elv-
is Presley. Eins og gengur. Hann
hafði verið að slá sér upp með systur Jeffs, Jea-
nette, en látið hana róa. Hún tók það óstinnt
upp, datt í’ða og lagði af stað akandi frá Memp-
his til Dallas. Var stöðvuð af lögreglu á leiðinni
og stungið í steininn fyrir ölvunarakstur. Not-
aði símtalið sitt til að láta Elvis vita og honum
rann blóðið til skyldunnar. Bað Guðnýju og
Jeff lengstra orða að fara og leysa aumingja
stúlkuna úr haldi enda gæti hann ekki látið sjá
sig þar sjálfur. „Þetta er mér að kenna og þið
megið til með að aðstoða mig,“ bað Kóngurinn
og Guðný og Jeff létu ekki segja sér það tvisv-
ar. „Þetta var okkur dýrt, tólf hundruð doll-
arar, að mig minnir. En hvað gerir maður ekki
fyrir Elvis?“ segir Guðný hlæjandi.
„Svona er lífið. Þetta er búið að vera við-
burðaríkt og skemmtilegt,“ heldur hún áfram
gegnum símann frá Ava, Missouri, þar sem
hún býr í dag með núverandi eiginmanni sín-
um, Ivan Downs. Keisaranum, eins og hún
kallar hann. Guðný var nýflutt til Bandaríkj-
anna þegar Elvis sló á þráðinn þarna um nótt-
ina. Þau höfðu verið í nokkrum samskiptum
mánuðina á undan vegna sambands hans við
Jeanette. En þetta var það síðasta sem þau
heyrðu frá honum. „Maður fylgdist bara með
honum úr fjarlægð þangað til hann dó, langt
fyrir aldur fram. Það var ofboðslega sorglegt.“
Guðný bjó fyrstu mánuðina í Memphis, síðan
í um hálfa öld í Dallas og seinustu árin í Dou-
glas-sýslu sem tilheyrir Ava. „Maðurinn minn
er ættaður héðan og hér er yndislegt að vera.
Við búum úti í sveit og erum hérna með nokkur
lömb sem einmitt stendur til að slátra eftir
nokkra daga. Ég er vön að taka slátur, þannig
að mig vantar blóð. Veit ekkert hvað slátr-
ararnir segja við því; þeir eiga eflaust eftir að
reka upp stór augu,“ segir Guðný hlæjandi.
Eiginmaður hennar er hændur að lömb-
unum en finnst þau ekki eins góð á bragðið.
„Hann er ekki alinn upp við að borða lamba-
kjöt, bara naut, og honum þykja svið og vamb-
ir algjör viðbjóður. Missir alla matarlyst. Þess
vegna erum við að hugsa um að fá okkur naut í
stað lambanna sem er synd, þar sem mér
finnst lambakjöt svo gott og ofboðslega gaman
að taka slátur.“
Lengi býr að fyrstu gerð.
Ólst upp hjá einstæðri móður
Guðný fæddist í Reykjavík árið 1946 en flutti
sex ára gömul til Suðurnesja, fyrst Njarðvíkur í
eitt ár og síðan Keflavíkur. Hún var á fimmta
ári þegar foreldrar hennar skildu og eftir það ól
móðir hennar, Guðný Jóhannesdóttir úr Vest-
mannaeyjum, hana og þrjá bræður hennar upp
ein. „Pabbi var ekki inni í myndinni; hafði meiri
áhuga á flöskunni en okkur,“ segir Guðný.
Hún segir móður sína á hinn bóginn hafa
verið duglegustu konu sem hún hafi nokkurn
tíma kynnst. „Eftir á sér maður að við áttum
ekki mikið en samt fattaði ég aldrei, meðan ég
var að vaxa úr grasi, að við værum fátæk. Við
sultum aldrei enda var mamma mjög sniðug að
búa til mat úr engu. Einu sinni komum við
mamma að ungum dreng sem var að borða
hráar kartöflur upp úr matjurtagarðinum okk-
ar. Ég spurði mömmu hvort ég ætti að reka
hann burt. Þá svaraði mamma: „Nei, Minný
mín. Leyfðu honum að borða!“ Drengurinn var
greinilega verr settur en við og eftir þetta
tengdi ég fátækt alltaf við það að borða hráar
kartöflur.“
Sjálf byrjaði Guðný að vinna aðeins fimm
ára gömul; við að bera út dagblöð, fyrst í
Reykjavík en síðan á Suðurnesjum. „Það voru
alltaf blöð afgangs sem ég seldi. Ég fór í stafa-
skóla fimm ára og kunni að telja, þannig að það
var lítið mál. Blöðin kláruðust alltaf og ég held
ég hafi selt fleiri Mogga en Óli kóngur nokk-
urn tíma,“ rifjar hún upp hlæjandi en það var
frægur blaðasali í Keflavík. „Það var góður
aukapeningur.“
Kastaði upp blóði á nóttunni
Móðir Guðnýjar glímdi lengi við vanheilsu.
„Hún var með blæðandi magasár sem auðvelt
væri að lækna í dag en lítið var vitað um í þá
daga. Seinustu fjögur árin sem hún lifði hjálp-
aði ég henni oft að kasta upp blóði á nóttunni.
Mamma var ægilega mögur og allt var reynt
til að fita hana en allt kom fyrir ekki. Hún
þreifst ekki almennilega. Á endanum fór hún í
uppskurð og ég gleymi aldrei augnablikinu
þegar ég heimsótti hana á spítalann eftir að-
gerðina. Til að byrja með virtist allt í lagi með
mömmu en síðan kastaði hún upp blóði með
miklum látum; spýjan skall á veggnum í
þriggja metra fjarlægð. Þetta var hræðilegt.“
Móðir Guðnýjar lést skömmu eftir aðgerð-
ina, í október 1960, fimmtug að aldri. „Mamma
var þá nýbúin að taka af mér það loforð að ég
myndi verða hjúkrunarfræðingur. Nokkuð
sem ég gat ekki hugsað mér á þeim tíma eftir
þessa lífsreynslu en það fór á annan veg síðar,“
segir Guðný.
Faðir Guðnýjar hafði engan áhuga á að taka
börnin að sér og elsti bróðir hennar, Karl, sem
var tvítugur, var fluttur til Bandaríkjanna.
Eftir stóðu Gunnar Valsberg, fimmtán ára,
Guðný, fjórtán ára og Kristján, tólf ára. Nán-
ustu ættingjar, presturinn og skólastjórinn
komu saman til að ákveða „hvað gera átti við
grislingana,“ eins og Guðný orðar það. „Fólki
leist rétt mátulega á að taka okkur að sér. Það
var smá vesen á Kristjáni, yngri bróður mín-
um, á þessum tíma; hann hafði verið að stela
bílum á nóttunni. Skilaði þeim að vísu alltaf
aftur að morgni en þetta komst upp vegna
þess að meira bensín var yfirleitt á bílunum en
kvöldið áður. Kristján borgaði nefnilega alltaf
fyrir „lánið“. Fólk hafði meiri áhuga á mér,
enda var ég harðdugleg og hafði unnið frá
blautu barnsbeini, auk þess sem ég þurfti ekki
að sofa nema í tvo til þrjá tíma á nóttunni.
Amma mín sá sér leik á borði enda þýddi það
að hún gat látið vinnukonuna fara. Það var
bara út af því sem hún vildi mig.“
Fórst með Stuðlaberginu
Guðný vildi á hinn bóginn ekki fara til ömmu
sinnar, þannig að Gunnar bróðir hennar stakk
upp á því að hann tæki ábyrgð á yngri systk-
inum sínum og þau byggju áfram heima. Það
var samþykkt til reynslu í eitt ár. „Og allir
urðu lifandis fegnir.“
Gunnar stundaði sjóinn og aðeins fimmtán
mánuðum eftir andlát móður þeirra, í febrúar
1962, dundi annað reiðarslag yfir; Gunnar
fórst með Stuðlaberginu NS í ofsaveðri út af
Stafnesi, aðeins sautján ára að aldri.
„Þá kom fólk aftur saman til að ákveða hvað
yrði um okkur Kristján og þar sem það áttaði
sig á því að þetta hafði bara gengið ljómandi
vel hjá okkur var mér falin ábyrgð, alla vega
næsta árið. Það eina sem var öðruvísi í þetta
skiptið var að pabbi lét í sér heyra. Ekki til að
skipta sér af okkur Kristjáni, heldur til að
sækja arfinn eftir Gunnar. Sem hann fékk.
Maður sem aldrei hafði greitt krónu í meðlag.“
Það eina sem hún hefur frá föður sínum er
eftirnafnið en hann ólst upp í Borgarfirði, rétt
við Laxfoss. „Við vildum ekki kenna okkur við
pabba, þannig að Laxfoss kom í góðar þarfir,“
segir Guðný.
Stefndi skónum vestur
Hún átti hálfbandaríska vinkonu í Keflavík,
Jóhönnu Clark að nafni, sem hafði búið vestra
og sagt Guðnýju ýmsar sögur frá þessu maka-
Guðný Laxfoss ásamt
núverandi eiginmanni
sínum, Ivan Downs, á
brúðkaupsdaginn 2012.
Elvis hringdi um miðja nótt
Sautján ára gömul brá Guðný Laxfoss sér í bíó með Elvis Presley og synti í sundlauginni í Graceland en Kóngurinn
sló sér á þeim tíma upp með mágkonu hennar. Guðný ólst upp við nauman kost á Íslandi og missti móður sína og
bróður á unglingsaldri. Eftir það ákvað hún að freista gæfunnar í Bandaríkjunum og býr þar enn.
Óhætt er að fullyrða að lífshlaup Guðnýjar, sem er hjúkrunarfræðingur, hafi verið viðburðaríkt.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’ Til að byrja með virtist allt ílagi með mömmu en síðankastaði hún upp blóði með miklum látum; spýjan skall á
veggnum í þriggja metra
fjarlægð. Þetta var hræðilegt.