Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Page 12
Lady Guðný, bátur Kristjáns bróður Guðnýjar,
sem gerður er út á vesturströnd Bandaríkjanna.
Hún var kokkur á bátnum veturinn 2006-07.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020
lausa landi tækifæranna. Hún hreifst af þeim
sögum og ákváðu þær vinkonur báðar að flytja
vestur um leið og þær hefðu aldur til. Þau
áform fengu svo byr undir báða vængi þegar
þær kynntust hermönnum á Vellinum.
Sá sem Guðný hitti hét Jeff Emmons og
fljótlega eftir að hann lauk herskyldu á Íslandi
flutti Guðný út til hans. „26. september 1963
hélt ég sem leið lá til Memphis, Tennessee, þar
sem Jeff tók á móti mér,“ segir Guðný en hún
var sautján ára á þessum tíma. Kristján, bróð-
ir hennar, varð eftir heima en flutti seinna til
Bandaríkjanna og býr þar enn, í Seattle. Elsti
bróðirinn, Karl, býr í Illinois.
Jeff Emmons var tónlistarmaður; spilaði á
öll möguleg hljóðfæri, án þess að lesa nótur.
„Hann var snillingur í músík,“ segir Guðný en
þegar hún kom út lék Jeff með bandi hins vin-
sæla rokkara Jerrys Lee Lewis, sem einmitt
bjó við hliðina á þeim í Memphis. „Við leigðum
stórt hús, hálfgerða höll, sem ég hef ekki hug-
mynd um hvernig við höfðum efni á, og ég eign-
aðist líka bíl. Við skemmtum okkur mikið en
alltaf án áfengis; það var ekkert þannig vesen.“
Hélt við Jack Ruby
Jeff átti systurina Jeanette Emmons sem var
á þessum tíma að slá sér upp með engum öðr-
um en Elvis Presley.
„Manstu eftir leikkonunni Janet Leigh?“
spyr Guðný.
– Já.
„Jeanette var nauðalík henni. Algjör fegurð-
ardrottning sem vafði karlmönnum um fingur
sér. Rosaleg stúlka sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Áður en hún kynntist Elvis
langaði hana að hitta Jerry Lee Lewis. Og
veistu hvernig hún fór að því?
– Nei.
„Hún keyrði bílinn sinn út í sundlaugina við
húsið hans. „Þannig kemst hann ekki hjá því
að tala við mig!“ Það var samt aldrei neitt á
milli þeirra.“
Skömmu áður hélt Jeanette við annan mann
í Dallas. „Það var bara svona „sugar daddy“
sem gaf henni skartgripi og alla vega tvo bíla.
Hann átti næturklúbba og hét Jack Ruby.“
– Nei, hættu nú alveg. Sá sem skaut Lee
Harvey Oswald?
„Einn og sami maðurinn. Eins og ég segi, þá
lét Jeanette sér ekkert fyrir brjósti brenna.“
Jeanette sló sér upp með Elvis um nokkurra
mánaða skeið. „Við vorum oft með henni heima
hjá honum í Graceland; þau sungu mikið og
spiluðu, systkinin og Elvis, en þar sem ég er
ekkert í tónlistinni fékk ég bara að synda í
sundlauginni á meðan. Önnur systir Jeffs,
Virginia, bjó úti í sveit og Elvis kunni mjög vel
við sig hjá henni; sagði það minna sig á bernsk-
una. Þau sungu stundum saman í tröppunum
við húsið hennar og einu sinni sleit Elvis
streng í gítarnum sínum. Honum fannst ekki
taka því að skipta, þannig að hann gaf Virginiu
bara gítarinn. Hann hékk í mörg ár uppi á
vegg hjá henni en seinna seldi hún hann. Veit
ekki hvað hún fékk fyrir gítarinn en það hefur
verið eitthvað. Virginia dó núna í sumar.“
Skaut á björgunarhringina
– Hvernig náungi var Elvis?
„Hann var bara yndislegur og almennilegur.
Ég talaði svo sem ekki mikið við hann, var korn-
ung og flaut bara með hinum. Eitt fannst mér
þó skrýtið og frekar asnalegt; þegar ég var rek-
in upp úr lauginni þannig að Elvis gæti skotið úr
byssu á björgunarhringi sem hent hafði verið út
í. Þetta fannst honum alveg ofboðslega gaman.“
Guðný náði því líka að fara í tvö eða þrjú
skipti í bíó með Elvis og föruneyti hans. Það
var ekki gert á almennum sýningartímum.
„Þegar Elvis fór í bíó leigði hann stóra bíóhöll
til að hafa salinn út af fyrir sig. Þetta var á
sunnudögum og við vorum svona fimm eða tíu
saman. Ég man því miður ekki hvaða myndir
við sáum,“ segir hún hlæjandi.
Elvis hafði sem kunnugt er kynnst hinni
barnungu Priscillu Beaulieu, þegar hann gegndi
herþjónustu í Þýskalandi árið 1959 og þau verið
í sambandi síðan. Priscilla kom til Bandaríkj-
anna 1963 en fékk ekki að búa hjá Elvis fyrst
um sinn. Þessi tvo sambönd stönguðust því aug-
ljóslega á. „Einu sinni birtist Priscilla allt í einu í
Graceland, þegar Jeanette var þar og varð
brjáluð enda var hún búin að ákveða fyrir löngu
að hún ætlaði að eiga þennan mann. Það varð til
þess að Elvis bað Jeanette um að fara og upp
frá því var ekkert meira á milli þeirra.“
Það varð kveikjan að símtalinu sem getið
var um hér í upphafi. Elvis dó, eins og allir vita
árið 1977, og Jeanette féll frá fyrir tæpum ára-
tug. Áður hafði hún fengið heilablóðfall og ver-
ið í hjólastól seinustu tíu ár ævi sinnar. Hún
var fædd 1940.
Barneignir og hjúkrun
Guðný og Jeff fluttu til Texas um áramótin
1963/64. Frumburður þeirra, Connie Elísabet,
fæddist 1964 og Brenda 1966. Sú síðarnefnda er
mikill Íslendingur í hjarta sér og fékk nafni sínu
breytt með lögformlegum hætti og heitir nú
Brynja Laxfoss. Dæturnar búa báðar í Texas.
Fyrst um sinn starfaði Guðný sem dagmóðir
og var mest með sautján börn á heimilinu. Las
fyrir þau og hjálpaði þeim með heimanámið. Að
því kom að hún virti ósk móður sinnar og fór að
læra hjúkrun; lauk prófi árið 1975 og vann eftir
það lengst af sem hjúkrunarfræðingur á spítala
í Dallas til ársins 2012, aðallega á slysadeild.
Árið 1977 ákvað hún að skilja við Jeff sem
tók því hreint ekki vel. „Þetta var ljótur skiln-
aður. Hann hótaði okkur öllu illu, þannig að ég
þorði ekki annað en að flýja með stelpurnar
heim til Íslands. Vissi að hann myndi ekki leita
okkar þar. Til öryggis skipti ég þeim niður á
tvo staði. Ég fór fljótlega aftur út en stelp-
urnar voru í heilt ár á Íslandi. Jeff leitaði lengi
að mér; beið til dæmis fyrir utan alla spítalana
í Dallas, og þeir eru margir, í þeirri von að ég
kæmi gangandi út. Hann fann mig loksins eftir
fjóra mánuði en þá hafði bráð töluvert af hon-
um. Við það batnaði andrúmsloftið og Jeff
gerði mér aldrei neitt. Hann sagðist hins vegar
myndu bíða eftir mér alla ævi og eftir að hafa
skilið við fjórar næstu konur, hann gifti sig alls
átta sinnum, kom hann alltaf aftur til að kanna
hvort ég myndi ekki taka við honum. Það vildi
ég ekki og á endanum gafst hann upp.“
– Hann hefur þá fengið að hitta dæturnar
aftur?
„Já, hann fékk það og reyndist þeim ágæt-
lega.“
Jeff lést árið 2018.
„I’m high on life!“
Árið 1979 gekk Guðný að eiga dómara í Dallas
en það hjónaband stóð stutt. „Ég áttaði mig ekki
á því fyrr en ég var búin að giftast honum að
maðurinn var alkóhólisti, þannig að það hjóna-
band rann fljótt út í sandinn. Sjálf drakk ég ekki
áfengi og notaði alls ekki dóp. Mér var reglulega
boðið kókaín, sem sagt var það besta í heimi, en
hafnaði því alltaf. „Hvernig verður þú þá svona
hátt uppi?“ var ég spurð á móti. Ég átti ekki
nema eitt svar við því: „I’m high on life!““
Hún hlær.
Árið 1982 flutti Guðný heim til Íslands og
fór að vinna, lengst á slysadeild Borgarspít-
alans en einnig á Landakoti. „Það var ynd-
islegur tími en ég var heima í tvö ár. Ætlaði
reyndar ekki að vinna við hjúkrun en það þró-
aðist þannig. Ég var ein á þessum tíma og var
alltaf að skemmta mér og ferðast um heiminn.
Gerði bara það sem mig langaði að gera og
hafði nægan tíma enda þótt ég ynni langar
vaktir, því eins og þú manst þá þurfti ég bara
að sofa í tvo til þrjá tíma á sólarhring. Það
breyttist ekki fyrr en um sextugt. Núna sef ég
alveg sjö tíma.“
Guðný hélt aftur vestur um haf og var lengi
ein, eða þangað til hún kynntist Ivan Downs.
Þau gengu í heilagt hjónaband árið 2012. „Ivan
er yndislegur maður. Fæddur í Ava en ólst
upp í Washingon-ríki, þar sem faðir hans var
bóndi. Sjálfur var Ivan skóari í gamla daga.“
– Skósmiður?
„Nei, skógari,“ segir Guðný hlæjandi og nú
heyri ég hljóða g-ið. Sumsé skógarhöggs-
maður.
Skóflan eins og baðkar
„Við erum bæði sest í helgan stein en auk þess
að sjá um kindurnar okkar hérna á þessum
fimmtán ekrum sem við eigum þá vinnur Ivan
svolítið við tré og mokar mold með risastórri
gröfu sem hann keypti sér. Skóflan er eins stór
og baðkar. Honum finnst agalega gaman að
leika sér á gröfunni. Þú veist að við erum að
tala um þig, elskan,“ segir hún skyndilega. Ég
heyri Ivan jánka því á bak við. „Hann er hérna
í tölvunni við hliðina á mér en skilur ekki ís-
lensku. Sperrir þó eyrun þegar ég segi Ivan
eða Keisarinn. Hann þekkir það gælunafn sem
vinkona mín á Íslandi gaf honum.“
Enn hlær hún.
Sjálf fórnaði Guðný sínu gamla gælunafni,
Minný, þegar hún flutti vestur, fannst það ekki
passa þar. Bandaríkjamenn ráða ekkert við
nafnið Guðný, þannig að þeir fá að nota Gwyn.
Íslendingar kalla hana á hinn bóginn áfram
Guðnýju eða Minný eða hvort tveggja.
Talandi um hið ástkæra ylhýra þá er ekki á
Guðnýju að heyra að hún hafi búið í meira en
hálfa öld í Bandaríkjunum. Margir Íslendingar
sem þangað flytjast þróa snemma með sér
þykkan hreim en það er engu líkara en að
Guðný sé bara á Hólmavík eða Hvammstanga.
„Þakka þér kærlega fyrir það,“ segir hún þeg-
ar ég hef orð á þessu. „Sumt fólk er bara með
þannig heila að það á auðvelt með að læra og
varðveita tungumál. Ætli ég sé ekki bara ein af
þeim. Mest talaði ég sjö tungumál og hafði gott
vald á þeim flestum.“
Þetta er bersýnilega í móðurmjólkinni því
dætur hennar tala báðar reiprennandi ís-
lensku, eins dótturdóttirin, Amanda Laxfoss,
dóttir Brynju, en hún heyrir til annarri kyn-
slóð fæddri í Bandaríkjunum.
Guðný meðan hún var í hjúkrunarnáminu í
Texas snemma á áttunda áratugnum.
Guðný Laxfoss í
Smokey-fjöllunum í
Norður-Karólínu.
AP
’Þetta var ljótur skilnaður.Hann hótaði okkur öllu illu,þannig að ég þorði ekki annað enað flýja með stelpurnar heim til
Íslands. Vissi að hann myndi
ekki leita okkar þar. Til öryggis
skipti ég þeim niður á tvo staði.
Elvis Presley við upphaf
ferils síns árið 1956.
Guðný kynntist honum ár-
ið 1963 og segir hann hafa
verið hinn almennilegasta.