Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 15
8.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Það fer ekkert í taugarnar á mér þannig. Þetta er aðallega svolítið sveitó.“ Glæpur á góðum stað Norræna glæpasagan, er hún að slá í gegn? „Já, hún er orðin fastur liður og komin til að vera. Ekki bara tískubóla. Stieg Larsson var sá sem stimplaði norrænu glæpasöguna endanlega inn, þótt aðrir hefðu komið á undan. Og svo kom Arnaldur. Hann hefur slegið í gegn á heimsvísu og erlend velgengni Ragnars undanfarið er al- veg mögnuð. Það er svo gaman að sjá þegar vel gengur hjá þeim sem eiga það skilið.“ Hún er hógvær og gleymir sjálfri sér, en eins og alþjóð veit hefur hún einnig slegið í gegn á erlendri grundu. „Við íslensku glæpahöfundarnir erum öll að skrifa með okkar eigin rödd. Það myndi enginn ruglast á bók eftir okkur; við erum öll með okkar sérstaka stíl og það er enginn að herma eftir öðr- um. En við eigum það sameiginlegt, og það gildir um glæpasagnahöfunda frá hinum Norð- urlandaþjóðunum líka, að við erum að skrifa frá löndum sem eru þekkt fyrir gott og sterkt fé- lagslegt kerfi. Þar sem hlutir eiga að vera í eins góðu lagi og þekkist, varðandi mannréttindi og kvenréttindi til dæmis. Þá er voða gaman fyrir þá sem búa ekki þar að lesa um eitthvað hræði- legt sem gerist á góðum stað. Það er allt annað en að lesa til að mynda um eitthvað hræðilegt sem gerist í stríðshrjáðu landi, þar sem eru svo miklar hörmungar. Glæpurinn verður meira áberandi á góðum stað en slæmum. Svo er um- hverfið í norrænu glæpasögunum oft hrjóstrugt og kalt. Norræna glæpasagan tekur oft á þjóð- félagsmeinum og karakterarnir eru trúverðugir. Þetta eru oftast eðlilegar sögupersónur og mun eðlilegri en oft í bandarískum glæpasögum, þótt ég vilji ekki alhæfa og þetta á alls ekki við um allar glæpasögur frá Bandaríkjunum.“ Bækur öðlast framhaldslif Þegar hefur ein bók Yrsu, Ég man þig, ratað á hvíta tjaldið og var það Sigurjón Sighvatsson sem var framleiðandi. „Hann er með Kulda á borðinu hjá sér. Svo er hann líka með Þóru-seríuna hjá sér. En ég bara skrifa bækurnar, og ef þær fá framhalds- líf einhvers staðar er það frábært. Ég er ekki mikið að hugsa um það. Ef það gerist, þá gerist það. Ég er voðalega óstressuð með allt,“ segir Yrsa og segist vera afslöppuð að eðlisfari. Eftir nýjustu törn er brátt kominn tími til að slaka aðeins á, enda er hún búin að skila af sér „börnunum“. Þó ekki alveg strax. „Ég er enn að þýða Bóbó yfir á ensku og er að verða búin. Ég er svo að fara til Svíþjóðar að hitta umboðsmennina mína en þeir vildu fá barnabókina á ensku sem fyrst. Ég ákvað því að þýða hana bara sjálf; annars hefði þetta tek- ið svo langan tíma.“ Yrsa ferðast mjög mikið vegna bókanna, sem eru lesnar víða um heim. „Fyrir Covid fór ég utan að jafnaði tvisvar í mánuði og stundum um hverja helgi. Ég fer á glæpasagnamessur og -hátíðir. Og svo vilja forlögin oft að ég sé viðstödd þegar bók eftir mig kemur út. Og ég fer víða í blaðaviðtöl,“ segir Yrsa og segist aðspurð ekki klippa út og geyma greinar og viðtöl við sig úr erlendum blöðum. „Nei, það er nóg að reyna að halda utan um þessi erlendu eintök. Ég er löngu búin að biðja alla að senda mér ekki heilan kassa af bókum,“ segir hún og sýnir mér nýtt eintak af einni af bókum hennar á kóresku. Við rýnum í forsíðuna. „Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, 392 og upphrópunarmerki?“ segir hún og hlær. „Vonandi ekki fjöldi seldra eintaka.“ Ómannglögg og missir af vélum Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, fer með henni í flestar utanlandsferðir. „Hann heldur utan um margt; ég er til dæm- is svo ómannglögg, sem er svo óþægilegt. Hann þekkir alla og man allt svoleiðis betur,“ segir hún. „Ég get til að mynda ekki verið með útgáfu- fagnað hérlendis vegna þessa galla. Ég hugsa til þess með hryllingi að vera beðin að árita bók fyrir einhvern sem ég þekki en man ekki hvað heitir,“ segir hún. „Eitt sinn var ég í Dúbaí og átti að fara á svið með manni að nafni Joe Hill. Við erum að spjalla á undan og mér fannst ég kannast svo við hann. Ég spyr hvort við þekkjumst en hann taldi það ekki vera. Svo spyr ég hvaðan hann sé og hann svarar Maine. Ég hugsa að ég hljóti bara að hafa lesið bók eftir hann. Svo þegar hann fer á svið fara allir að spyrja um pabba hans, og þá kveiki ég. Þetta var sonur Steph- ens Kings og hann er eins og snýttur út úr nös- unum á honum!“ segir hún og hlær. Yrsa gúglar manninn og sýnir blaðamanni og það er ekki ofsögum sagt; Joe er alveg eins og pabbi hans í útliti. „Hann er alveg nákvæmlega eins og hann og ég kveikti ekki, en hann skrifar líka hryllings- sögur eins og pabbi hans. Hann hefur kannski haldið að ég væri að þykjast ekki vita hver hann væri. Í það minnsta virtust allir aðrir en ég vita það.“ Blaðamaður hafði heyrt að Yrsa væri gjörn á að missa af flugvélum og spyr þá hvort Óli hjálpi henni að mæta á réttum tíma á flugvelli. „Já, einmitt,“ segir hún og hlær. „Ég er að verða betri með þetta, en hef misst af ótal flugvélum, því miður, og þá aðal- lega hjá erlendum flugfélögum. Ég ruglast oft á pm og am í Ameríku. Eða ég lít vitlaust á miðann og ruglast á brottfarartíma og lending- artíma og mæti þá mörgum tímum of seint á völlinn. Ef ég þyrfti að velja mér ofur- hetjuheiti þá væri ég „last remaining passen- ger“.“ Pásan var hálftími Við förum að slá botninn í samtalið en ræðum aðeins þessa undarlegu kórónuveirutíma. Yrsa segist ekki hafa skrifað veiruna inn í Bráðina. „Hún er ekki í bókinni, en ég fékk hugmynd að einni persónunni vegna Covid. Bráðin á að gerast í janúar 2021. Ég er að skrifa fram í tím- ann. Í sögunni er verið að leita að fólki í Lóns- öræfum og svo er svo furðulegt að það var ver- ið að leita að manni þar nú um daginn. Ég man aldrei eftir að hafa séð frétt um leit þarna áður þannig að þetta er furðuleg tilviljun. Þeir voru að leita með þyrlu og voru með hund og ég hugsaði: ansans, ég hefði átt að hafa hund,“ segir hún og hlær. „Of seint!“ Yrsa segist hafa verið andlaus í upphafi þessara undarlegu tíma. „Framan af var ég ekki dugleg og nýtti tím- ann ekki vel, en svo venst maður þessu. En ég get ekki beðið eftir að þessu ljúki. Það er svo sorglegt að horfa upp á atvinnuleysi og horfa upp á unga fólkið verða af félagslífi, svo ég tali nú ekki um einangrunina sem margir eldri borgarar þurfa að sæta.“ Ertu byrjuð á næstu bók? „Nei, en kvöldið sem ég kláraði Bráðina og sendi hana frá mér fengum við okkur kvöldmat og eftir matinn hugsaði ég: Hvað get ég verið með næst? Pásan var hálftími, á meðan við borðuðum pítsu,“ segir hún og hlær. „Ég er ekki alveg komin að niðurstöðu, en þetta er að malla. Ég er búin að taka ákvörðun um að byrja á nýrri seríu og er að þróa persón- urnar,“ segir hún. „Ég sest niður og byrja að skrifa í janúar, en ég hugsa að ég byrji fljótlega á næstu barna- bók. Hún verður áfram um Bóbó og Amelíu,“ segir hún. „Annars er ég farin að hlakka til jólanna; það er minn tími þegar allt stressið er búið. Ég er svo mikið jólabarn og safna jólakúlum. Ég á sturlað magn af jólakúlum til að hengja á tré og er fyrir vikið með nokkur.“ „Glæpurinn verður meira áber- andi á góðum stað en slæm- um,“ segir Yrsa sem kölluð hef- ur verið glæpadrottning Íslands. Morgunblaðið/Ásdís ’Ég hafði eitt sinn byrjað á glæpasögu en vinkona mínsem var í útgáfubransanum sagðiþá við mig: „Ekki gera þig að fífli að reyna að skrifa íslenska glæpa- sögu, þú getur gleymt því.“ Við höfum oft hlegið að þessu síðan.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.