Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 32
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2020 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL MADE INDENMARK Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn. Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939. Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta og rúmgafla. Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks- stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig. Íslenska óperan fagnar fertugsafmæli sínu á þessu ári og af því tilefni hefja nýir örþættir göngu sína í Ríkissjónvarpinu á mið- vikudaginn kemur. Þeir kallast Óperuminning og verða á dag- skrá á eftir Kiljunni á miðvikudögum og Landanum á sunnudög- um næstu vikurnar, alls sautján þættir. Í þáttunum rifja söngelskir Íslendingar upp kærar minningar úr Íslensku óperunni og ríður tenórsöngvarinn Elmar Gilberts- son á vaðið á miðvikudaginn kemur og á sunnudaginn eftir viku er röðin komin að Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu. Þættirnir eru samstarfsverkefni RÚV og Íslensku óperunnar. Íslenska óperan var formlega stofnuð 3. október árið 1980 að frumkvæði Garðars Cortes og var markmiðið að gefa söngv- urum tækifæri til þess að vinna að list sinni og að gera óperu- listformið aðgengilegt fyrir íslenska áheyrendur. Fyrstu þrjá áratugina var Óperan til húsa í Gamla bíói en frá 2011 í Hörpu. Diddú í essinu sínu í Töfra- flautunni í Hörpu 2011. Morgunblaðið/Árni Sæberg Minningar úr Óperunni Elmar Gilbertsson tenórsöngvari ríður á vaðið með óperuminningu á miðvikudaginn kemur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Nýir örþættir, Óperuminning, hefja göngu sína á RÚV á miðvikudaginn. Líf og fjör var í kvikmyndahúsum landsins fyrir réttum sextíu ár- um, í byrjun nóvember 1960. Austurbæjarbíó sýndi „Elsk- endur í París“, sem var „skemmtileg og áhrifamikil ný þýzk kvikmynd í litum byggð á hinni þekktu Parísar-ástarsögu eftir Gabor von Vaszary“. Fyrir þá sem ekki skildu þýskuna var boðið upp á danskan texta. Í aðalhlutverkum voru Romy Schneider, „ein vinsælasta leik- kona Þjóðverja um þessar mundir“, og Horst Buchholz, „James Dean Þýzkalands“. Trípolí-bíó bauð upp á Um- hverfis jörðina á 80 dögum sem var „heimsfræg, ný, amerísk stórmynd tekin í litum og Cin- ema Scope af Mike Todd. Gerð eftir hinni heimsfrægu sögu Jules Verne með sama nafni“. Með aðalhlutverkið fór enginn annar en David Niven „ásamt 50 af frægustu kvikmyndastjörnum heims“. Vel í lagt þar. Stjörnubíó var með The Strange One með Ben Gazzara sem að sjálfsögðu útlagðist „Hinn miskunnarlausi“. Gary Cooper var með aðsetur í Gamla bíói en stórmyndin Friendly Persuation hét „Elska skaltu náungann“ upp á íslensku. Bæjarbíó var léttara á bár- unni, sýndi „Liana – hvíta amb- áttin“ sem var „ævintýramynd í eðlilegum litum“. Framhald af „Liana nakta stúlkan“. GAMLA FRÉTTIN Elskendur í París Romy Schneider og Horst Buchholz í Elskendum í París. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Anthony Fauci sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþj́álfari í handbolta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.