Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Qupperneq 2
Hvað er að frétta að norðan?
Allt ljómandi. Hér er frábært veður, eins og nærri má geta!
Enda nota ég slagorðið Oftast sólarmegin á Akureyri.net. Ég
gat ekki sagt alltaf, menn ráða því svo hvort það á við veðrið
eða vefinn sjálfan.
Hvaða vefur er þetta, Akureyri.net?
Þegar ég var nýhættur á Mogganum haustið 2018 eftir stutt 36 ár, sagði
eigandi þessa léns: vessgú! Opnaðu Akureyri.net á ný. Ég var ekki tilbúinn
þá en var það núna. Fann að mig langaði að fara aftur út í frétta- og greina-
skrif og hef verið að undirbúa þetta í drjúga stund. Ég vildi ekki byrja fyrr en
allt væri klárt og þegar tækifæri gafst að fara í loftið föstudaginn þrettánda
gat ég ekki annað en gripið það. Við tökum ekkert mark á hjátrú hér fyrir
norðan.
Hvað verður fjallað um á vefnum?
Fyrst og fremst verða þar fréttir og mannlífsgreinar frá Akureyri og nær-
sveitum. Og um Akureyringa, heima og að heiman. Það má horfa út fyrir
bæjarlækinn. Svo ætla ég að sinna íþróttum vel og menningu, þótt það sé
rólegt núna á þeim vettvangi. Fólk vill lesa um fólk, og hér er fólk alltaf
eitthvað að brasa eins og annars staðar.
Ertu eini starfsmaðurinn?
Já, enn sem komið er og það er gott að vera einn því þá ræð ég öllu sjálf-
ur! En ég fékk pistlahöfunda til liðs við mig og greinahöfunda úti í bæ.
Var þörf fyrir svona fréttavef á Akureyri?
Já, ég held það. Ég er svo sem ekki að hugsa um það eða hvort ég sé í
samkeppni við aðra fjölmiðla. Ég geri það sem mig langar til að gera og
svo kemur í ljós hvort fólk kann að meta það eða ekki.
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Alveg frábærar. Mörg þúsund manns fara inn á vefinn á hverjum degi.
Það er mikil traffík.
SKAPTI HALLGRÍMSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Oftast
sólarmegin
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020
Eins og hálf þjóðin sit ég heima og vinn í tölvunni. Þetta hefur bæði kostiog galla. Einn augljós kostur er að ég þarf ekkert að vakna lengur7.35. Ég get bara vaknað korter í níu, lallað niður á náttbuxum og bol,
náð mér í kaffi og sest við tölvuna. Þar sem ég er nánast aldrei á zoom-
fundum skiptir engu máli hvernig ég lít út. Hver þarf brjóstahaldara? Því
geymi ég bara sturtuna, mála mig ekki, greiði ekki hárið, sem lagast hvort
sem er ekkert mikið við það þar sem það eina sem gæti bjargað því er klipp-
ing og strípur. Sem er ekki að fara að gerast á næstunni.
Ókostirnir eru nokkrir. Það er
ansi stutt vegalengd á milli tölv-
unnar og ísskápsins. Á hálftíma
fresti kíki ég þar inn til að athuga
hvort eitthvað hafi fyrir kraftaverk
vaxið þar síðan ég opnaði hann síð-
ast. Kannski súkkulaðikaka?
Þetta sífellda nasl mun kosta mig
blóð, svita og tár síðar meir.
Og þótt undirrituð geti setið eins
og haugur við skriftir eru margir
sem þurfa að vera í mynd í vinnunni.
Fullt af fólki er endalaust á zoom-
eða teamsfundum. Má það fólk vera
á nærbuxum, náttbuxum eða allsbert? Þegar stórt er spurt.
Því þótt þú sért einn heima eru margir að horfa. Best er að sleppa því að
leysa vind eða bora í nef, það gæti orðið ansi hreint neyðarlegt.
Þó varla jafn neyðarlegt og kom fyrir blaðamann hjá New Yorker í Banda-
ríkjunum. Hann „lenti“ í að fróa sér og það í mynd. Manngreyið vissi ekki að
enn væri kveikt á myndavélinni þegar ákveðið var að taka pásu. Hann svipti
sig fötum, kveikti á klámi og hófst handa. Það vakti ekki lukku hjá vinnu-
félögum og endaði með því að hann var rekinn.
Er það nú ekki helvíti hart? Ég meina, þetta var ekki bein útsending held-
ur einkafundur milli vinnufélaga. Var ekki nóg refsing að þetta færi í heims-
pressuna?
Annars er ansi fyndið að skoða netið og fletta upp mistökum á svona net-
fundum. Kona ein tók með sér símann inn á bað, gyrti niður um sig og settist
á klósettið. Sú ætlaði ekki að missa af neinu! Hún bara gleymdi að hún væri í
mynd, vesalingurinn. Síðan var það maðurinn sem stóð upp, sneri baki í
myndavélina og reyndist þá vera á nærbuxum. Til að gera þetta enn neyð-
arlega stakk hann báðum höndum ofan í naríurnar og nuddaði rasskinnarnar
duglega.
Hvað, maður getur nú orðið sár í rassinum að sitja svona heima við tölvu á
lélegum stól!
Heimavinna og
„handavinna“
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Til að gera þetta ennneyðarlega stakk hannbáðum höndum ofan ínaríurnar og nuddaði
rasskinnarnar duglega.
Saga Hilma Sverrisdóttir
Beint til Svíþjóðar, til Gautaborgar,
en móðurfjölskyldan er þaðan.
SPURNING
DAGSINS
Hvert ætlar
þú fyrst að
loknu
Covid?
Gunnar Bjarnason
Köben eða Stokkhólms; það er alltaf
gaman þar.
Vilborg Mjöll Jónsdóttir
Í langa reisu til Asíu.
Sigfús Harðarson
Tenerife.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Akureyri.net er nýr fréttavefur undir stjórn Skapta Hallgríms-
sonar blaðamanns. Þar verða sagðar fréttir af Akureyringum
og nærsveitafólki og fjallað um menningu og íþróttir.
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Lifandi
lausnir
Nýir tímar í
viðburðahaldi
harpa.is/lifandilausnir