Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020
náð því sem hann gat út úr liðinu. Spurður
hvort hann telji líklegt að KSÍ hafi beitt Ham-
rén þrýstingi svarar Ólafur Ingi: „Ég hef ekki
hugmynd og ætla ekki að reyna að geta mér til
um það.“
Umhverfið óhagfellt
„Ég hefði viljað sjá Hamrén halda áfram,“ seg-
ir Sigmundur. „Það hefði verið áhugavert að
fylgjast með honum vinna áfram með þessum
leikmönnum en ég held að allir geti verið sam-
mála um að Hamrén var mjög óheppinn í und-
ankeppni EM með meiðsli lykilmanna og ann-
að. Því miður finnst mér umhverfið í kringum
landsliðið orðið þannig, að það gekk ekki upp
að Hamrén héldi áfram.“
Spurður nánar út í þetta svarar Sigmundur:
„Allir landsliðsþjálfarar vilja að sjálfsögðu
nýta sína sterkustu menn en Hamrén fékk
ekki alltaf nógu mikla hjálp frá KSÍ. Menn
fengu alltof oft að taka sér frí frá verkefnum,
sem bendir til þess að umgjörðin í kringum
landsliðið sé of veik. Leikmenn eiga ekki að
velja sér leiki, það er þjálfarans að taka þá
ákvörðun. Kalla menn til liðs við hópinn og láta
fagmenn meta þá ef þeir eru meiddir. Í raun
má segja að við séum komin þrjá til fjóra ára-
tugi aftur í tímann hvað þetta andrúmsloft
varðar,“ segir Sigmundur og nefnir landsleik
Íslands og Sovétríkjanna á Laugardalsvell-
inum í undankeppni HM haustið 1980 en þá
komust sjö af átta atvinnumönnum þjóð-
arinnar ekki í leikinn vegna álags hjá félags-
liðum sínum, aðeins Örn Óskarsson, sem lék
með Örgryte í Svíþjóð, átti heimangengt.
„Þegar Hamrén var spurður í lok ágúst í
sumar, hvernig hann tæki fjarveru margra
lykilmanna landsliðsins, sagðist hann vera
vonsvikinn með ákvörðun þeirra, því að hann
horfði á liðsheildina og hvað væri liðinu fyrir
bestu. Hamrén var vonsvikinn, en sagðist ekki
refsa neinum. Þarna voru ákveðin tímamót.
Hamrén fékk ekki leikmennina sem hann valdi
í hið stóra verkefni, átta landsleiki á rúmlega
tveimur mánuðum. Landsliðsþjálfari verður
alltaf að fá sína menn. Það vantar að berja í
borðið og segja: Strákar komiði!“
Á þessum tímapunkti gerðu bæði Hamrén
og KSÍ mistök, að dómi Sigmundar. „Hamrén
var kominn með stöðu við „taflborðið“ sem
hann reiknaði aldrei með. Ég er á þeirri skoð-
un að þegar ljóst var að erfitt yrði að fá alla
okkar bestu leikmenn í allt hið stóra verkefni,
sem var framundan, átti að skipta landsliðinu
upp í tvö lið, A og B, þannig að hægt væri að
koma í veg fyrir óþarfa flakk leikmanna á milli
leikja og óvissu um hver kæmi eða kæmi ekki.
Um leið hefði verið hægt að undirbúa hópana
betur fyrir verkefnin, þannig að menn vissu í
hvaða hlutverki þeir ættu að vera.“
A-liðið hefði fengið það hlutverk að taka þátt
í EM-leikjunum gegn Rúmeníu og Ungverja-
landi og einbeita sér algjörlega að því verkefni,
að koma Íslandi á lokamót EM.
B-liðið hefði tekið þátt í Þjóðadeildinni og
leikið gegn Belgíu, Englandi og Danmörku.
Nokkrir leikmenn A-liðsins hefðu einnig tekið
þátt í því verkefni.
„EM-leikirnir skiptu öllu máli, en leikirnir í
Þjóðadeildinni hefðu þá verið nýttir til að
skapa yngri leikmönnum reynslu. Leikmenn
21 árs landsliðsins voru með verkefni, en við
eigum hóp leikmanna 22 ára og eldri, sem hafa
þurft á vel skipulögðu verkefni að halda. KSÍ
sofnaði á verðinum, að nýta ekki Þjóðadeild-
ina, sex leiki, til að þétta raðir yngri leikmanna
og skapa þeim reynslu með því að taka þátt í
alvöru leikjum.“
Risastór ákvörðun
Að áliti Ólafs Inga blasir ekki við hver eigi að
taka við liðinu. „Það er risastór ákvörðun og ég
er þakklátur fyrir að vera ekki í þeirri stöðu að
þurfa að taka hana. Menn hljóta að þurfa að
velta upp öllum hugsanlegum nöfnum og skoða
vandlega þá sem helst koma til greina. Í mín-
um huga er mikilvægt að vinna áfram með
sömu gildi og ég treysti KSÍ til að taka rétta
ákvörðun, eins og sambandið hefur gert und-
anfarin ár.“
Velgengni liðsins hefur vakið heimsathygli á
umliðnum árum og Ólafur Ingi er ekki í vafa
um að margir þjálfarar komi til með að sýna
starfinu áhuga. „Þetta er orðið mun stærra og
eftirsóttara starf en það var.“
Hann fæst þó ekki til að nefna nein nöfn.
„Ég er ekki búinn að garfa nógu vel í því hverj-
ir eru lausir til að geta tekið afstöðu til þess.“
– Viltu frekar sjá íslenskan þjálfara en er-
lendan?
„Ekkert frekar. Liðinu hefur bæði gengið
vel undir stjórn íslensks og erlendra þjálfara
síðustu árin. Aðalatriðið er að fá reynslumik-
inn mann sem nýtur virðingar leikmannanna
og að hann sé tilbúinn að vinna í þessu um-
hverfi og halda áfram á sömu braut og Lars,
Heimir og Erik. Sú hugmyndafræði og leikstíll
hefur fleytt okkur langt.“
Vill fá Heimi Guðjónsson
Að Hamrén gengnum telur Sigmundur ekki
rétt að leita aftur út fyrir landsteinana að nýj-
um þjálfara. „Erlendir þjálfarar hafa takmark-
aða þekkingu á íslenskum fótbolta og umgjörð-
inni í kringum liðið. Það tæki því of langan
tíma fyrir þá að setja sig inn í starfið. Á þess-
um tímapunkti þurfum við heimamann með
mikinn metnað.“
– Hvern erum við að tala um?
„Heimi Guðjónsson, þjálfara Íslandsmeist-
ara Vals. Hann býr að mikilli reynslu sem
þjálfari, hefur náð frábærum árangri alls stað-
ar sem hann hefur komið og er harður í horn
að taka. Þannig myndum við í raun loka
hringnum en Heimir tók á sínum tíma við FH-
liðinu af Ólafi Jóhannessyni, þegar hann gerð-
ist landsliðsþjálfari. Eins og við þekkjum þá
gaf Ólafur mörgum þeim strákum sem nú eru í
landsliðinu tækifæri á sínum tíma og lagði
þannig grunninn að þessu frábæra liði.“
– Og mun Heimir svara kallinu?
„Ef farið er rétt að honum er ég ekki í
nokkrum vafa um að hann muni svara kallinu.
Heimir getur ekki farið að bíða í tvö til sex ár
eftir sínu tækifæri.“
Sigmundur telur óráð að draga nafna hans
Hallgrímsson aftur heim. „Þá væri verið að
snúa klukkunni aftur á bak. Heimir Hall-
grímsson gaf verkefnið frá sér og nú eiga aðrir
að fá að spreyta sig.“
Í sterkri stöðu fyrir HM
Ólafur Ingi sér ekki annað en að þorri leik-
manna muni gefa kost á sér áfram. „Við eigum
ennþá lið sem getur gert mjög góða hluti og
erum í sterkri stöðu fyrir undankeppni HM
sem er handan við hornið. Kári og Hannes eru
líklega að detta út og mögulega Birkir Már
líka. Hinir verða eflaust áfram og þó margir
séu skriðnir yfir þrítugt þýðir það ekki að farið
sé að hægja á þeim. Ef við höldum þessum
strúktúr áfram og fáum hæfan þjálfara er
framtíðin björt.“
Sigmundur vill sjá alla leikmenn gefa kost á
sér áfram. „Til þess að réttlæta að setja eldri
leikmennina út þurfa betri menn að vera til
staðar og það á ekki við núna. Kári hefur sagt
að ef kallað er eftir kröftum hans, þá muni
hann svara kallinu. Kári er mikill leiðtogi.
Ragnar Sigurðsson á tvímælalaust að halda
áfram, hann er okkar besti miðvörður. Eins
Hannes Þór Halldórsson sem er á besta aldri
fyrir markvörð. Birkir Bjarnason getur hlaup-
ið eins og hann hefur alltaf gert og nafni hans,
Birkir Már Sævarsson, er alltaf með bestu
mönnum þegar hann fær tækifæri, þó margir
séu búnir að afskrifa hann. Aldur skiptir engu
máli í þessu samhengi; bestu mennirnir eiga
einfaldlega að spila. Allt sem þarf er að stýra
þessu rétt, geyma þá sem þarf í bómull og nota
þá þegar mest liggur við. Þess utan er mik-
ilvægt að hafa reynslumikla menn til að styðja
við bakið á þeim sem yngri eru.“
Að dómi Sigmundar þarf að finna nýja
markahróka til að hlaupa í skarðið við hliðina á
Alfreð Finnbogasyni ef Kolbeinn Sigþórsson
er ekki heill. „Ég sé ekki að Jón Daði Böðv-
arsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guð-
mundsson séu framtíðarmenn í stórum hlut-
verkum.“
Engin kaflaskil
Ólafi Inga líst vel á efniviðinn sem nú knýr
dyra. „Það lítur út fyrir að við förum á EM 21
árs-landsliða næsta sumar, þannig að Arnar
Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru
að skila frábæru verki þar. Sá hópur er mjög
breiður og gaman var að sjá Ísak Bergmann
Jóhannesson leika sinn fyrsta landsleik á
Wembley. Ég get líka nefnt Arnór Sigurðsson,
Andra Fannar Baldursson, Willum Þór Will-
umsson, Jón Dag Þorsteinsson og fleiri. Þessir
strákar þurfa að koma inn í liðið á réttum tíma
og réttum forsendum. Það er líka mikilvægt
þegar búið er að henda þeim inn að setja þá
ekki út strax aftur ef ekki gengur nógu vel.
Það yrði vont fyrir sjálfstraustið.“
Ólafur Ingi segir alls ekki komið að kafla-
skilum hjá landsliðinu, eins og þegar „gull-
kynslóðin“ tók við keflinu fyrir um áratug. Í
stað þess að vera hent út í djúpu laugina gefist
því tími fyrir ungu strákana til að læra af sér
reynslumeiri mönnum sem náð hafa undra-
verðum árangri. „Þessi kynslóðaskipti ættu að
geta gengið áreynslulítið fyrir sig en stökkið
frá U21-liðinu upp í A-liðið er töluvert stórt.
Ungu strákarnir munu koma inn með ákveð-
inn ferskleika og samkeppni og það er gríð-
arlega spennandi verkefni framundan hjá nýj-
um þjálfara að bræða þessa hópa saman.“
Sigmundur segir marga spennandi leik-
menn vera að koma upp en þeir þurfi tíma til
að styrkjast og eflast. „Ísak Bergmann Jó-
hannesson er til dæmis mikið efni en hann er
ekki kominn á sama stað og Ásgeir Sig-
urvinsson og Sigurður Jónsson þegar þeir
byrjuðu að leika með landsliðinu sautján og
sextán ára.“
Sigmundur sér því fyrir sér nær óbreytt lið í
undankeppni HM sem hefst í vor. Aðrir þurfi
að sýna og sanna að þeir séu betri en þeir sem
fyrir eru. „Það þarf líka að nýta Þjóðadeildina
betur til að máta yngri leikmennina með þeim
eldri, eins og Hamrén var hrakinn í undir það
síðasta. Sjálfstraustið vex líka hratt þegar
menn fá tækifæri til að spila.“
Með ferska vinda
Sigmundur sér okkur eiga góða möguleika á
að komast í lokakeppni HM 2022. „Ef við verð-
um heppnir með meiðsli skilum við okkur á
HM. Við erum með gullkynslóð sem getur í
senn haldið bolta, sótt og varist og henni eru
enn þá allir vegir færir. Áður en næstu veislu-
höld hefjast verður KSÍ að fá nýjan veislu-
stjóra að „skákborðinu“ – mann sem þekkir
allt umhverfið hér á Íslandi; sem leikmaður,
þjálfari og hugmyndasmiður. Mann sem kem-
ur með ferska vinda og kallar á sína aðstoð-
armenn sér við hlið. Það verður hans hlutverk
að hressa upp á andrúmsloftið, vinna úr von-
brigðunum gegn Ungverjum, er „gamla geng-
ið“ horfði á eftir farseðlinum á lokakeppni EM
fara úr höndum sér á elleftu stundu; vonbrigð-
unum yfir að missa af þremur stórleikjum
næsta sumar. Gegn Portúgal og Frakklandi í
Búdapest og Þýskalandi í München. Já, missa
af stórveislu. En örvæntum ekki, „gamla geng-
ið“ mun leika undir nýjum HM-dansi!“
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Ingi
Skúlason
Sigmundur Ó.
Steinarsson
’Ef við verðum heppnir meðmeiðsli skilum við okkur áHM. Við erum með gullkynslóðsem getur í senn haldið bolta,
sótt og varist og henni eru enn
þá allir vegir færir.
Ísak Bergmann Jóhann-
esson lék sinn fyrsta
landsleik í vikunni. Þeir
verða væntanlega fleiri.