Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 29
1969-75. Áttunda og síðasta eigin- kona hans var Jan Chamberlin og dugði það samband frá 1978 til 2012, að þau skildu að borði og sæng. Mickey Roo- ney féll frá 2014, 93 ára að aldri. Fékk taugaáfall Lana Turner og Artie Shaw höfðu aðeins farið á eitt stefnumót þegar þau ákváðu að skella sér þráð- beint til Las Vegas og láta pússa sig saman snemma árs 1940, hún var nítján ára en hann 28. Hjónabandið dugði aðeins í fjóra mánuði. Turner sagði síðar að Shaw hefði komið fram við sig eins og „heimska og villta ljósku“ og ekkert verið að fela það. Það hafði djúpstæð áhrif á leikkon- una sem fékk taugaáfall. Næst gekk Turner að eiga leik- arann og veitingamanninn Steve Crane árið 1942 en lét ógilda hjóna- bandið þegar hún komst að því að Crane átti aðra konu fyrir. Það varð til þess að hann losaði sig með lög- formlegum hætti við þá konu og þau Tuner giftu sig aftur 1943. Það hjónaband dugði fram á árið 1944. Næst var hún gift Bob nokkrum Topping frá 1948 til 1952 og Tarzan- ígildinu Lex Barker frá 1953 til 1957. Fred May spreytti sig á því að vera giftur henni frá 1960 til 1962 og Ro- bert Eaton frá 1965 til 1969. Loks kom röðin að dáleiðandanum og svikahrappinum Ronald Pellar en þau deildu sæng frá 1969 til 1972. Raunar var sambandinu lokið strax 1970 eftir að Turner komst að því að Pellar hafði stolið af henni fé. Eftir þá reynslu gafst hún upp á karlpen- ingnum og gerðist skírlíf. „Markmið mitt var eignast mann og sjö börn en þegar upp var staðið var það þveröfugt,“ sagði Turner á gamals- aldri en einka- dóttir hennar er Cheryl Crane, sem á sinni ævi hefur meðal annars lagt stund á rit- störf, fyrirsetu og fasteignaviðskipti. Lana Turner lést árið 1995. Bana- mein hennar var krabbamein. „Erfiður maður“ Klarínettuleikarinn, hljómsveitar- stjórinn, rithöfundurinn og leikarinn Artie Shaw fæddist árið 1910. Einu sinni lýsti hann því sjálfur yfir að hann væri „erfiður maður“ og hjóna- bandssaga hans rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Af átta hjónaböndum hans voru tvö lýst ógild og hinum sex lauk með skilnaði. Lítum snöggvast á ártölin: Jane Cairns (1932-33); Margaret Allen (1934-37); Lana okkar Turner (1940); Betty Kern, dóttir tónskáldsins Jero- mes Kerns (1942-43); Ava okkar Gar- dner (1945-46); rithöfundurinn Kat- hleen Winsor (1946-48); leikkonan Doris Dowling (1952-56) og leik- konan Evelyn Keyes (1957-85). Þess utan á hann að hafa slegið sér upp með leikkonunum Betty Grable og Judy Garland og sumar heimildir herma að sama máli gegni um Lenu Horne. Artie Shaw lést árið 2004, 94 ára að aldri. Artie Shaw: Átta eiginkonur. Wikipedia Mickey Rooney: Átta eiginkonur. AFP 22.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu LOKSINS Enska leikkonan Emma Corrin hefur verið að fá prýðilega dóma fyrir hlutverk sitt sem Díana prinsessa af Wales í nýjustu serí- unni af sjónvarpsþáttunum The Crown sem sýndir eru á Netflix. Það sætir tíðindum en fyrri til- raunir til að gera prinsessunni skil á hvíta tjaldinu og skjánum hafa þótt misheppnaðar, að því er breska blaðið The Independent bendir á. „Það var tími til kominn,“ segir blaðið en margoft hefur verið reynt frá því Díana dó árið 1997. Loksins frambærileg Díana Emma Corrin fékk stóra tækifærið. AFP BÓKSALA 11.-17. NÓVEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 2 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason 3 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir 4 Kóngsríkið Jo Nesbø 5 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir 6 Orri óstöðvandi – bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson 7 Vetrarmein Ragnar Jónasson 8 Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir 9 Una, prjónabók Sjöfn Kristjánsd./Salka Sól 10 Vertu þú! Ingileif Friðriksd./María Rut 1 Orri óstöðvandi – bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson 2 Vertu þú! Ingileif Friðriksd./María Rut 3 Fíasól og furðusaga um krakka Kristín Helga Gunnarsdóttir 4 Lára fer í leikhús Birgitta Haukdal 5 Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal 6 Dagbók Kidda klaufa 13 – snjóstríðið Jeff Kinney 7 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson/Úlfur Logason 8 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson 9 Ofurhetjan Hjalti Halldórsson 10 Íslandsdætur Nína Björk Jónsdóttir Allar bækur Barnabækur Líklega það eina jákvæða við lokun bókasafna er það að athygli mín beindist loks að öllum hinum láns- bókunum á heimilinu, þeim sem vinir og vandamenn hafa gaukað að mér. Af þeim sökum tók ég til við að lesa all- ar þær bráðvönduðu Smásögur heimsins sem Bjartur hefur gefið út undanfarin ár. Lesturinn víkkaði lesdeildarhringinn umtalsvert, það var áhugavert að kynnast svona mörgum fjölbreyttum rithöf- undum – og þýðendum – á einu bretti. Annars hefur mér verið ljúft og skylt að halda mig við kunnuglega höf- unda og sögusvið. Lila er þriðja bók Marilynne Robinson sem gerist í banda- ríska smábænum Gilead. Ég vissi að fenginni reynslu af lestri hinna fyrri, Gilead og Heima, að það að halda skynsamleg fjarlægð- artakmörk við sögu- persónur Robinson yrði ómögulegt. Bækurnar leiða les- andann í djúpa hug- leiðingu um kærleik- ann, kristna trú, áhrif hennar – og áhrifaleysi á banda- rískt samfélag og einstaklinginn. Það eru samt sögu- persónurnar sem draga mig á mesta dýpið, en Robinson nær að skapa þær af einstakri samkennd og skilningi á því að þótt fortíðin móti einstaklinginn þurfi það ekki að vera endapunkt- ur, því að í nútíðinni geti falist náð- argjöf breytinga og sátta. Skoski rithöfundurinn Ali Smith skrifar einnig um fortíðina í Árs- tíðakvartett sínum, en tæklar í leiðinni breskan samtíma rækilega. Ég er hálfnuð með Winter, Aut- umn er að baki. Ég hafði hugsað mér að treina mér bæk- urnar í takt við árs- tíðirnar en þær eru þvílíkt góðgæti að sjálfsstjórnin dugði skammt. Smith leikur sér að orðum í ljóðrænni skrifgleði sem unun er að njóta, en þó að hún slái upp sjónrænni veislu hef- ur hún þó ekki gleymt að blanda inn dökkum litum í skugga og útlínur. Þessar skáldsögur fjalla um tímann sem fyrirbæri út frá sem flestum sjónar- hornum. Einn gagnrýnandi hefur lýst útkomunni sem kúbísku mál- verki á bókarformi, sem er við hæfi, sérstaklega þar sem myndlist er einn af fjölmörgum þráðum kvartettsins. Eins lítinn áhuga og ég hef á morðgátum finnast mér lífsráðgátur þær sem í bókunum birtast heillandi. Ég hugsa að ég gefist upp á því að lesa sérhverja bók á viðeigandi árstíð og gleypi þær bara allar í mig fyrir jól. Ég hef einmitt smátíma aflögu til að lesa þær, en nákvæmlega engan tíma til að bíða með það. SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR ER AÐ LESA Víkkaði lesdeildarhringinn Sigurbjörg Magnúsdóttir er áhugamann- eskja.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.