Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020 LESBÓK ÖRLÖG Bandaríski leikarinn Ethan Hawke segir örlög kollega síns, Rivers Pheonix, hafa ráðið miklu um það að hann fluttist aldrei til Los Angeles en báðir slógu þeir kornungir í gegn í kvikmynd- um. „Hann skein skærast og þessi iðnaður gleypti hann. Það var mér dýrmæt lexía,“ segir Hawke í samtali við breska blaðið The Guardian en Phoenix lést vegna of- neyslu eiturlyfja árið 1993, aðeins 23 ára. „Eigi ég að til- greina eina ástæðu fyrir því að ég flutti aldrei til LA þá er það vegna þess að andrúmsloftið þar er of hættulegt fyrir leikara eins og mig.“ Saman léku Hawke og Phoe- nix fimmtán ára í myndinni Explorers en Hawke fékk á hinn bóginn ekki hlutverk í Stand By Me árið eftir heldur drengur með „fuglsnafn“, eins og Rob Reiner leikstjóri tjáði honum. Phoenix víti til varnaðar Ethan Hawke varð fimmtugur á dögunum. AFP ÁHYGGJUR Gamla rokkbrýnið Jimmy Page hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í tón- listarheiminum vegna heimsfaraldursins. „Við verðum að spila með fólki, þurfum á tón- leikum að halda og samfélaginu í heild. Án alls þessa hefur tónlistin ekkert gildi,“ segir hann í samtali við tónlistartímaritið GQ. Page segir þetta ekki síst eiga við um unga tónlist- armenn sem séu á uppleið og þurfi nauðsyn- lega að vekja á sér athygli með tónleikahaldi. Þá segir hann netstreymi aldrei koma í stað alvörutónleika með gestum. „Sjálfur myndi ég aldrei hljóðrita einn og senda einhverjum skrá. Til þess er ég ekki í tónlist.“ Tónlist hefur ekkert gildi án hlustenda Jimmy Page vill spila með fólki og fyrir fólk. AFP John Boyega langar að njósna. Bond verður að vera Bond NJÓSNIR Ekkert lát er á því að leikarar gefi kost á sér í hlutverk njósnara hennar hátignar, James Bond, en gengið er út frá því að Daniel Craig láti af störfum næsta vor. Sá síðasti til að nudda sér utan í hlutverkið er bresk-nígeríski leik- arinn John Boyega. Þegar frétta- stöð MTV spurði hvort hann sæi þetta fyrir sér í framtíðinni svaraði Boyega, sem er 28 ára gamall: „Heyriði, með Steve McQueen sem leikstjóra er ég klár í slaginn. Við gætum sýnt fólki eitthvað annað og nýtt. Við myndum að sjálfsögðu halda okkur við reisnina – þið skilj- ið. James Bond verður að vera James Bond. En við gætum auð- veldlega lagt út af því.“ Þetta breytist fljótt í Holly-wood,“ stóð í frétt Morgun-blaðsins fyrir réttum 75 ár- um, 21. nóvember 1945, þess efnis að Ava Gardner, fyrrverandi eiginkona Mickeys Rooneys, og Artie Shaw, fyrrverandi eiginmaður Lönu Turn- er, væru á leið í hnapphelduna. Dugði ekki minna en baksíðan undir þessi merku tíðindi með mynd af þeim skötuhjúum. Ástæðan fyrir því að við stöldrum við þessa frétt öllum þessum árum síðar er vitaskuld sú að við erum ekki að tala um neina viðvaninga í hjóna- böndum, samtals rölti þetta góða fólk 27 sinnum upp að altarinu. Segi ég og skrifa, 27 sinnum. Og við erum ekki að tala um persónur sem þau léku í kvikmyndum eða sjónvarpi, heldur þau sjálf undir eigin nafni í veru- leikanum. Rooney og Shaw kvæntust átta sinnum hvor, Turner átti alls sjö eig- inmenn en giftist einum þeirra tvisv- ar, sumsé átta hjónabönd í það heila, en Gardner var langsamlega lötust þeirra fjögurra, gifti sig „aðeins“ þrisvar. Þau voru rétt að hitna á þessum tíma en hjónaband Rooneys og Gardner var það fyrsta hjá þeim báð- um. Þau voru gefin saman 1942 en skildu strax ári síðar. Gardner giftist Shaw 1945, eins og fyrr segir, en skildi líka við hann ári síðar. Hún gekk loks að eiga Frank Sinatra 1951 og entist það hjónaband í heila eilífð á Hollywood-mælikvarða, eða til árs- ins 1957. Ekki fylgir sögunni hvort sérstök verðlaun fengust fyrir slíkt úthald á þeim tíma. Gardner sló sér upp með fleiri frægum mönnum, svo sem auðkýf- ingnum og flugmanninum Howard Hughes, sem hún kvaðst þó aldrei hafa elskað, og leikaranum Benjamin Tatar. Þá dvaldist hún um tíma hjá rithöfundinum Ernest Hemingway í Havana en ekkert var þó á milli þeirra annað en vinskapur. Þó segir sagan að Hemingway hafi gefið starfsliði sínu fyrirmæli um að tæma ekki sundlaugina eftir að Gardner tók þar sprett kviknakin eitt kvöldið. Ava Gardner lést árið 1990, 67 ára að aldri, en hún hafði um nokkurra ára skeið glímt við vanheilsu eftir að hafa fengið slag. Myrt af viðhaldinu Önnur eiginkona Mickeys Rooneys var söngkonan Betty Jane Phillips, 1944-49, þá leikkonan Martha Vick- ers, 1949-51 og sú fjórða leikkonan Elaine Devry, 1952-58. Öllum þess- um hjónaböndum lauk með skilnaði. Því næst gekk hann að eiga leikkon- una Barböru Ann Thomason 1958 en hún var myrt átta árum síðar af meintum elskhuga sínum, áhættu- leikaranum og lífverðinum Milos Milos, á heimili Thomason og Roon- eys. Milos svipti sig að því búnu lífi. Rooney var kvæntur Marge Lane frá 1966-67 og Carolyn Hockett frá Ava Gardner: Þrír eiginmenn. AFP Hjónakapall í Hollywood Væru hjónabönd í Hollywood með öllum íþrótta- kappleikjunum á Lengjunni væri stuðullinn á langlífi væntanlega ekki hár. Hér skal hermt af frægu fereyki sem samtals gifti sig 27 sinnum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Baksíðumynd Moggans af Artie Shaw og Övu Gardner í nóvember 1945. Lana Turner: Átta hjónabönd. AFP ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.