Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 Spýtukarl
09.10 Mæja býfluga
09.25 Adda klóka
09.45 Zigby
09.55 Mia og ég
10.20 Lína langsokkur
10.45 Latibær
11.10 Lukku láki
11.35 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.45 Impractical Jokers
14.25 Supernanny
15.10 Kviss
15.55 Your Home Made
Perfect
16.55 60 Minutes
17.40 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 The Great Christmas
Light Fight
19.45 Belgravia
20.40 Beartown
21.30 Ummerki
21.55 The Sister
22.45 The Third Day
23.40 Keeping Faith
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Sögur frá Grænlandi –
þáttur 5
20.30 Heimildamynd
21.00 Tónlist á N4
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
24.00 Joyce Meyer
20.00 Mannamál (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Fjallaskálar Íslands (e)
21.30 Skáldin lesa (e)
Endurt. allan sólarhr.
14.45 Superstore
15.10 90210
16.25 Family Guy
16.45 The King of Queens
17.05 Everybody Loves Ray-
mond
17.30 Kevin (Probably) Saves
The World
18.15 This Is Us
19.00 Líf kviknar
19.30 Hver ertu?
20.00 Venjulegt fólk
20.35 The Block
21.55 Catherine the Great
(2019)
22.55 Love Island
23.50 Blue Bloods
00.35 Law and Order: Special
Victims Unit
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Grinda-
víkurkirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu:
Frönsk kammertónlist
og söngvar.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Það sem breyt-
ingaskeiðið kenndi
mér.
19.00 Óskastundin.
19.40 Hraustir sveinar og
horskar meyjar.
20.35 Rafael – listamaður
guðanna.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.10 Meistaraverk Beetho-
vens.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tulipop
07.19 Kalli og Lóa
07.30 Klingjur
07.41 Lalli
07.48 Friðþjófur forvitni
08.10 Nellý og Nóra
08.17 Robbi og Skrímsli
08.39 Hæ Sámur
08.46 Unnar og vinur
09.09 Flugskólinn
09.31 Múmínálfarnir
09.53 Millý spyr
10.05 Geimfarar – Erfiðasta
starf í alheiminum
11.00 Silfrið
12.10 Úr ljóðabókinni
12.20 Edda – engum lík
12.55 Villta vestrið
13.45 Norskir tónar
14.35 Landakort
14.45 Eru vítamíntöflur óþarf-
ar?
15.35 Óperuminning
15.40 Heimsending frá Sin-
fóníuhljómsveit Ís-
lands
17.10 Fisk í dag
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Lífsins lystisemdir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.50 Landinn
20.20 Ólympíukvöld fatlaðra
21.00 Óperuminning
21.05 Hvítklædda konan
22.00 Vetrarbræður
23.30 Silfrið
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Verslunin Góði
hirðirinn opnaði
dyrnar að nýju
rými sínu á
Hverfisgötunni á
fimmtudaginn
var. Rut Einars-
dóttir, rekstrar-
stjóri Góða hirð-
isins, ræddi við
þá Sigga Gunn-
ars og Loga Bergmann í Síðdegisþættinum og greindi
þeim frá því að ástæðan fyrir því að þau ákváðu að
stækka við sig væri meðal annars þær takmarkanir
sem Covid hefði sett þeim. Þrátt fyrir samkomutak-
markanir hefði ekkert lát verið á þeim munum sem
þeim bærust og það næsta í stöðunni hefði verið að
útvíkka og opna aðra verslun. Hlusta má á viðtalið við
Rut á K100.is.
Ekkert lát á þeim
munum sem berast
Jóhannesarborg. AFP | Bellibrögð eru
snar þáttur í knattspyrnunni í Afríku
og fá gestalið oft óblíðar móttökur.
Áhorfendur grýta flöskum, á flug-
völlum bíða óendanlegar tafir og á
hótelum er enginn svefnfriður.
Þessar aðferðir komust í hámæli í
vikunni þegar landslið Gabon með
stjörnuna Pierre-Emerick Auba-
meyang, sem leikur fyrir Arsenal,
mátti gera sér að góðu að sofa á gólf-
inu á flugvellinum í Gambíu fyrir leik
í undankeppni Afríkubikarsins.
Stjórnvöld í Gambíu sögðu að gest-
irnir hefðu ekki uppfyllt reglur heil-
brigðisyfirvalda vegna kórónuveir-
unnar, en talsmenn Gabon sögðu að
liðið hefði fengið „ómannúðlegar“
móttökur til að draga úr því mátt fyr-
ir viðureign liðanna á toppi síns riðils.
Gabon tapaði 2-1 eftir hrapalleg
mistök Anthony Mfa Mezui í markinu
og eru liðin nú efst og jöfn í riðlinum
þegar tveir leikir eru eftir.
Afríska knattspyrnusambandið
hefur fyrirskipað rannsókn á atvikinu
sem fór um netheima eins og eldur í
sinu eftir að Aubameyang tísti mynd-
um af liðinu sofandi á hörðu gólfinu.
AFP tók saman nokkur þeirra
bragða sem gestgjafar beita til að
koma andstæðingum sínum úr jafn-
vægi andlega og líkamlega í þeirri trú
að það auki líkur þeirra á sigri.
Flugvellir
Iðulega er áþekkum brögðum beitt
og í Gabon til þess að seinka komu
liða á hótel sín. Ef enskumælandi lið
kemur til fransk- eða arabískmælandi
lands án túlks er það auðveld bráð.
Skyndilega skilja verðir, sem alla-
jafna eru flugmæltir á ensku, ekki
aukatekið orð þegar afgreiða þarf
vegabréf, áritanir og önnur ferða-
gögn. Oft eru vandamál hreinlega bú-
in til í því skyni að kyrrsetja gestina
og reyna á þolrif þeirra.
Rútuferðir
Lið eiga von á að þeirra bíði nútíma-
legar, loftkældar rútur, sem muni
flytja þau á hótel, en það getur verið
öðru nær. Lið hafa sagt hryllings-
sögur af ævafornum, vart gangfærum
farartækjum, með of fáum sætum,
engri loftkælingu og gluggum, sem
ekki er hægt að opna þannig að far-
þegarýmið verður eins og bakaraofn.
Til að bæta gráu ofan á svart er bíl-
stjórinn vís til að velja lengri leið en
nauðsynlegt er til að auka á óþæg-
indin.
Ekki er síðan loku skotið fyrir að
rútan bili á leiðinni. Þá getur tekið
óratíma að bíða eftir öðru farartæki
til að koma liðinu í næturstað.
Hótel
Þau eru iðulega þungamiðja tilrauna
til að gera gestunum lífið leitt, hvort
sem það eru landslið eða félagslið.
Sögur af miklum töfum við inn-
ritun, biluðum lyftum og herbergjum
fullum af kakkalökkum þar sem að-
eins kalt vatn dropar úr krönum ef
nokkurt vatn er þá að hafa eru enda-
lausar.
Stundum virka sjónvörpin ekki og
símarnir eru sambandslausir. Mark-
miðið er að leikmenn verði svo við-
þolslausir að þeir hugsi ekki um ann-
að en að komast heim.
Lið frá Simbabve, sem leika átti í
vesturhluta Afríku, kvartaði undan
því að gert hefði verið ráð fyrir að
fjórir fullorðnir deildu tvöföldum
rúmum og vændiskonur hefðu barið
látlaust að dyrum og heimtað peninga
á meðan dynjandi tónlist frammi á
ganginum kom í veg fyrir að nokkr-
um manni kæmi dúr á auga.
Æfingar
Knattspyrnumenn, sem eru komnir
með upp í kok eftir tafir á flugvöllum,
óviðunandi rútur og óboðleg hótel,
hugsa um það eitt að komast á æf-
ingu. En þrautagöngunni er ekki lok-
ið. Nú tekur við annað óþarflega
langt ferðalag í rútu án loftkælingar
með lokaða glugga. Æfingasvæðið
reynist vera sandblettur án nokkurra
merkinga og vallarvörðurinn með
lyklavöldin er hvergi sjáanlegur.
Þegar hann loks birtist er komið
myrkur og þar sem engin flóðljós eru
á svæðinu þarf að aflýsa æfingunni.
Áhorfendur
Þjálfarar tala sjaldan um að áhorf-
endur skjóti þeim skelk í bringu því
að þeir vilja ekki vera sakaðir um að
vera með lélegar afsakanir eftir tap.
Pitso Mosimani frá Suður-Afríku,
sem nýlega var ráðinn þjálfari
egypska stórliðsins Al Ahly eftir að
hann reif upp lið Mamelodi Sun-
downs í Pretoríu, steig þó það skref.
„Þegar við vorum að spila við En-
tente Setif í Alsír hljóp einn af leik-
mönnum mínum [í Sundowns] að hlið-
arlínunni og flöskum rigndi yfir hann
úr áhorfendastæðunum,“ sagði hann.
„Þetta snýst allt um að hræða. Áður
en við lékum við egypska liðið Zamal-
ek í úrslitum meistaradeildar Afríku
2016 fengu margir okkar líflátshót-
anir á Instagram, Facebook og
Twitter.“
Landslið Gambíu kom á flugvöllinn
í Gabon á miðnætti og komst ekki
af honum fyrr en sex tímum síðar.
Einn liðsmanna, Pierre-Emerick
Aubameyang, settir myndir af liðs-
félögum á gólfinu á Instagram.
BRÖGÐ Í TAFLI Í AFRÍSKUM FÓTBOLTA
Útilið fá óblíðar
móttökur
VIÐSKIPTA
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ