Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 15
22.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Beth undi hag sínum vel á Akureyri og lífið
gekk vel hjá ungu hjónunum.
„Ég fór svo að vinna um haustið hjá Útgerð-
arfélagi Akureyrar, í frystihúsinu. Það tók
smátíma að fá atvinnuleyfi og útbúa pappíra,“
segir hún og segist enn vinna þar.
„Ég hætti þar um stund og vann í þrjú ár við
ræstingar, en fór svo aftur í ÚA. Mig langaði
frekar að vinna þar sem var fólk, en ekki að
vinna alein. Það eru mjög margir Filippseying-
ar sem vinna hjá ÚA.“
Þrjátíu úr sömu fjölskyldu
„Fjórum árum eftir að við giftum okkur eign-
aðist ég Svein,“ segir hún en Sveinn er skírður
í höfuðið á eiginmanni Mariu, sem hann lítur á
sem afa sinn.
„Við vorum mjög spennt þegar hún var
ólétt. Svo var hann skírður í höfuðið á manni
mínum en hann var skírður Sveinn Arnar, en
hinn afinn heitir Örn,“ segir Maria.
Sveinn hinn ungi hefur fram að þessu setið
og hlustað á ömmu sína og mömmu segja frá,
en tekur nú til máls.
„Ég heiti því eiginlega eftir tveimur öfum,“
segir Sveinn, 23 ára.
Hann segir Filippseyinga eiga frekar erfitt
með að bera fram nafnið hans.
„Ég er búinn að heyra allar útgáfur,“ segir
hann og þau hlæja öll.
Beth og Hafsteinn eignuðust svo annan son,
Hermann Elí, sem er tvítugur.
„Pabbi minn hét Herminio, þannig að það er
í höfuðið á honum,“ segir Beth.
„Árið 1999 kom svo systir mín og býr hún
einnig á Akureyri. Við erum nú fjögur systkini
sem búum hér, en við erum þrjátíu úr sömu
fjölskyldu,“ segir Beth, en margir Filippsey-
ingar búa á Akureyri.
Gaman að eiga annan bakgrunn
Sveinn Arnar vinnur nú við þrif en hann er
með stúdentspróf frá MA.
„Ég og mamma erum að fjárfesta í íbúðum á
Filippseyjum og eigum nú tíu,“ segir hann og
segir þau ætla að leigja húsin út til ferða-
manna, þegar ferðamennskan tekur aftur við
sér.
„Við fórum einmitt út í febrúar og lentum
hér heima 17. mars, rétt áður en öllu var lok-
að.“
Maria, Beth og Sveinn heimsækja Filipps-
eyjar eins oft og hægt er. Maria segist hafa í
gegnum árin farið að minnsta kosti árlega í
heimsóknir en Beth nokkuð sjaldnar, þar sem
hún var með lítil börn og flugmiðar dýrir.
Hvernig finnst þér að vera bæði íslenskur
og filippseyskur?
„Ég pæli mjög mikið í því, sérstaklega eftir
því sem ég eldist. Ég kann alltaf betur og bet-
ur að meta það, að eiga annan og mjög ólíkan
bakgrunn. Mér finnst það ótrúlega skemmti-
legt,“ segir Sveinn sem fór fyrst til Filippseyja
2004 og oft síðan.
„Tilfinningin að fara þangað er eins og engin
önnur. Í hvert skipti sem ég fer upplifi ég alltaf
eitthvað nýtt. Það var alltaf hápunkturinn að
fara þangað, en við dvöldum yfirleitt svona tvo
mánuði þar í senn,“ segir Sveinn, en hann seg-
ist ekki tala bisaya en skilja það vel.
„Ég væri til í að fara þangað og búa í ein-
hvern tíma,“ segir hann og bætir við að hann
hafi lært ýmislegt við að hlusta á mömmu og
ömmu segja blaðamanni frá lífi sínu. Hann
hafði gaman af því að heyra þessar sögur.
„Ég vissi ekki helminginn!“
Jól sex mánuði ársins
Haldið þið í bæði íslenska og filippseyska siði?
„Já, og það er mikið um siði á Filippseyjum.
Þar eru haldin jól og við byrjum að spila jóla-
lög í september. Og skreytum líka,“ segir
Maria.
„Á Filippseyjum eru öll hús skreytt með
ljósum í september og komin upp jólatré,“ seg-
ir Beth og segir hún þær jólaskreytingar
standa fram í byrjun febrúar.
„Sjötta febrúar eru jólin tekin niður,“ segir
hún.
„Maðurinn minn er búinn að fara fjórtán
sinnum til Filippseyja og hann segir að þar sé
alltaf hátíð, alltaf veisla,“ segir Maria og
Sveinn tekur undir það.
„Hér höldum við alltaf filippseysk litlu jól og
þá hittum við alla Filippseyinga hér. Við höf-
um gert það í sautján ár, en ég veit ekki hvað
verður núna vegna Covid.“
Maria og Beth una hag sínum vel á Íslandi
og segist Beth nú búin að búa mun lengur á
Íslandi en í heimalandinu. Þær vilja hvergi
annars staðar búa, ekki einu sinni í heimaland-
inu Filippseyjum.
„Ég get ekki búið í svona hita! Það er svo
heitt þarna, yfir þrjátíu stig og rakt.“
Morgunblaðið/Ásdís
’ Ég hafði aldrei áður séð snjóog skórnir sem ég var meðvoru ekki gerðir fyrir snjó. Égsteig út úr flugvélinni og flaug
beint á rassinn. Ég var í sumar-
jakka og mér var ískalt og ég var
svo lítil, ekki nema 45 kíló.
Hafsteinn og Beth eru hér með sonunum Hermanni Elí og
Sveini Arnari, en myndin er tekin í ferðalagi til Filippseyja
fyrir allnokkru. Drengirnir eru nú komnir um og yfir tvítugt.
Maria og Sveinn stuttu eftir brúð-
kaupsdaginn fyrir þrjátíu árum.
Beth og eiginmaðurinn Hafsteinn
voru hamingjusöm á brúðkaupsdag-
inn í aprílbyrjun árið 1993.