Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020 LÍFSSTÍLL og hef aftur fundið náttúruna hér. Svo er ég hér með heitan pott og lítið gestaherbergi, en ég fæ stundum vini frá Sviss í heimsókn.“ Sest að fyrir lífstíð Hvað fannst fjölskyldu þinni í Sviss um að þú værir sest að hér? „Þau skilja það ekki,“ segir hún og hlær. „Ég þekki næstum engan sem finnst ekki Ísland spennandi, nema foreldra mína. Þau skilja þetta ekki, en þau hafa bara komið einu sinni hingað. Þau eru meira fyrir löndin í suðri, með kúltúr og blómlegum gróðri.“ Ætlarðu að búa hér alla ævi? „Já, já. Ég er komin heim. Ég var aldrei heima í Sviss. Þar fann ég mig ekki alveg,“ segir hún en þess má geta að Rebekka talar afar góða ís- lensku. Rebekka er sjálfri sér nóg en seg- ist eiga góða vini á Akureyri og get- ur sótt þangað í menningu og listir. „Það eina sem ég sakna er árstíða- bundinn matur og meira úrval af fersku grænmeti.“ Rebekka hefur ekki heimsótt Sviss núna í tvö ár, en Covid kom í veg fyrir ferð þangað um páskana. „Ég vildi ekki fara í sumar. Sum- arið hér er svo stutt og ég vil nota það til að fara í göngur,“ segir hún og segir Mælifell hjá Mýrdalsjökli vera uppáhaldsstað sinn á Íslandi. Að teikna er hugleiðsla Þegar Rebekka á lausa stund sinnir hún myndlistinni. Hún teiknar bæði stórar og litlar myndir og leitar mik- ið í náttúruna eftir innblæstri. „Ég teikna mest með kúlupenna. Þegar ég er að ganga í náttúrunni tek ég myndir og nota þær svo sem fyrirmynd. Ég vinn myndirnar í vinnustofunni,“ segir Rebekka en hægt er að skoða myndir hennar á rebekkakuehnis.ch. „Að teikna er svolítið eins og hug- leiðsla; ég fer þá aftur inn í náttúr- una þar sem ég var að ganga,“ segir hún og nefnir að hún hafi haft áform um sýningu á Akureyri, en að nú sé allt í óvissu vegna Covid. Rebekka vinnur eingöngu í svart- hvítu og eru myndir hennar gjarnan unnar þannig að hún notar línur til að skapa mörg lög, hreyfingu og dýpt. „Ég byrjaði með þetta viðfangs- efni vegna þess að mér fannst nátt- úran í Sviss svo hreyfingarlaus og stöðug; þar eru stór gömul fjöll. En þegar ég kom til Íslands fannst mér allt í náttúrunni einhvern veginn meira lifandi; á vissan hátt sé ég jafnvel steinana hreyfa sig.“ Morgunblaðið/Ásdís Þegar kvölda tekur er húsið eins turn í ævintýrabók. Húsið stendur í brekku og er fallegt útsýni yfir fjörðinn. Listakonan notar kúlupenna til að skapa fallegar myndir en myndefnið er íslensk náttúra. Rebekka veit fátt betra en að ganga um landið, ein með tjald. Rebekka er með nokkrar hænur sem gefa henni egg í búið. Stofan er aðeins nokkrir fermetrar en afar hlýleg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.