Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2020
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Þema Tónlistarhátíðar Rásar 1 í ár er Þræðir og hverfist um
hugleiðingar um tímann með tilliti til 90 ára afmælis RÚV og
250 ára fæðingarafmælis Beethovens. Anna Þorvaldsdóttir tón-
skáld er listrænn stjórnandi hátíðarinnar að þessu sinni. Pöntuð
voru fjögur ný tónverk sem tónlistarhópurinn Elektra flytur á
tónleikum sem sendir verða út í beinni útsendingu frá Hörpu á
Rás 1 og í mynd á RÚV.is á miðvikudag kl. 18.30. Engir áhorf-
endur verða í sal. Tónskáldin eru Haukur Þór Harðarson, Högni
Egilsson, Sóley Stefánsdóttir og Veronique Vaka.
„Það er sérstaklega ánægjulegt að geta pantað og frumflutt
ný tónverk á þessum annars undarlegu tímum sem við lifum nú.
Tónlistin hefur mátt til að snerta okkur af einstakri dýpt, til
þess að ná tengingu við fortíð, nútíð og jafnvel framtíð, og til að
gefa okkur tengingu hverju við annað þar sem orðunum slepp-
ir,“ segir Anna Þorvaldsdóttir.
Anna Þorvaldsdóttir
tónskáld er listrænn
stjórnandi hátíðarinnar.
Morgunblaðið/Hari
Hugleiðingar um tímann
Högni Egilsson er eitt tónskáldanna og vinnur með
náttúrulegan takt tímans í formi fótspora.
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistarhátíð Rásar 1 verður haldin í
fjórða sinn á miðvikudaginn kemur.
„Í fyrrakvöld vildi það til á Suð-
urgötunni, að 6 breskir her-
menn voru að ónáða íslenska
stúlku, sem gekk á götunni.“
Með þessum orðum hófst
frétt á baksíðu Morgunblaðsins
fyrir 75 árum, miðvikudaginn
21. nóvember 1945.
Að sögn blaðsins bar þá að
amerískan hermann og bað
stúlkan hann að hjálpa sér.
Gerði ameríski hermaðurinn
það og snerist gegn bresku her-
mönnunum. En við það komst
stúlkan undan og þar með úr
sögunni. En þeim bresku var lít-
ið gefið um afskiptasemi hins
ameríska og kom þarna til
slagsmála, sem enduðu með
því, að ameríski hermaðurinn
varð illa útleikinn. „Liggur hann
nú í sjúkrahúsi talsvert meiddur.
– En þeir bresku eru í fangelsi.
Ameríski hermaðurinn, sem
kom stúlkunni til hjálpar heitir
Charles Forster og er undirfor-
ingi í ameríska landhernum.“
Á baksíðunni kom einnig
fram að Rögnvaldur Sig-
urjónsson hefði haldið píanó-
tónleika í Gamla Bíó kvöldið áð-
ur við húsfylli og mikla hrifningu
áheyrenda. „Listamaðurinn
fjekk marga blómvendi og varð
að leika tvö aukalög að síð-
ustu.“
GAMLA FRÉTTIN
Bjargaði
stúlku
Breskir hermenn í Reykjavík á stríðsárunum. Myndin tengist ekki efni frétt-
arinnar með beinum hætti. Ekki fannst mynd af hetjunni Charles Forster.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Courtney Cox,
leikkona
Helena Bonham Carter,
leikkona
Brynhildur Guðjónsdóttir,
Borgarleikhússtjóri og leikkona