Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020 BÆKUR Ó líkt Lilu og Lenù, sem berjast í ára- tugi til að finna frelsi, nær Giov- anna, söguhetja Lygalífs fullorð- inna, að tryggja sitt frelsi nokkuð auðveldlega. Er saga hennar eins- dæmi eða er þetta breyting sem varð á milli kyn- slóða? Király Kinga Júlia þýðandi, Ungverjalandi. „Giovanna elst upp í allt öðru umhverfi en Lila og Lenù. Hún hefur hlotið afar haldgóða veraldlega menntun. Foreldrar hennar, bæði kennarar, vænta þess að dóttir þeirra verði menntuð og virðuleg, frjáls og sjálfstæð kona. En lítið atvik spillir gangverkinu sem var hann- að fyrir hana og hún fer að sjá sjálfa sig sem gallaða vöru úr fölsku umhverfi. Full örvænt- ingar byrjar hún að krukka í uppeldið á sjálfri sér, líkt og hún vilji afmá það, skera það burt svo ekkert verði eftir nema hennar sanna líkamlega sjálf. Lenù og Lila reyna líka að losa sig við upp- runann, en á meðan þær þurfa með miklum erf- iðismunum að koma sér upp sínum eigin verk- færum til þess að brjótast undan fátækt í eiginlegri og óeiginlegri merkingu finnur Giov- anna þessi sömu verkfæri heima hjá sér, tilbúin til notkunar gegn þeim heimi sem útvegaði henni þau. Hún er nú þegar vel vopnuð fyrir uppreisn sína og er því snögg og ákveðin. En að henda sínu mótaða „sjálfi“ í óreiðuna getur verið hættulegt. Maður getur ekki skipt eigin móti út fyrir annað sem virðist passa betur án þess að taka áhættuna á að finna sjálfan sig ekki aftur.“ — Í samanburði við kvenpersónurnar virðast karl- persónur Ferrante frekar einfaldar eða litlausar. Er einhver þessara karlpersóna jákvæðari en aðrar? Jiwoo Kim þýðandi, Suður-Kóreu. „Enzo. Ég kann vel við karlmenn sem nota styrk sinn á bak við tjöldin til þess að létta manni lífið – án málalenginga, án tilfinninga, án þess að búast við einhverju í staðinn. Raunveru- legur skilningur á konum er að mínu mati helsta gáfumerki karlmanna ásamt getu þeirra til að elska. Þetta eru sjaldgæfir eiginleikar. Mig langar ekki að eyða orðum hér um grófa, ofbeld- isfulla menn sem birtast nú einna helst í gervi dónalegra ágengra karla sem sjást á samfélags- miðlum og í sjónvarpinu. Ég tel gagnlegra að tala um siðmenntaða karlmenn, félaga okkar í starfi og námi. Meirihluti þeirra heldur áfram að koma fram við okkur eins og við séum aðlað- andi dýrategund og hrósa sjálfum sér fyrir að veita okkur örlitla athygli. Lítill hluti þeirra hefur lært yf- irborðskennda formúlu um að verða „vinir kvenna“ og eru viljugir við að útskýra hvernig þær eiga að komast af, en um leið og þær út- skýra fyrir þeim að þær þurfi að komast af upp á eigin spýtur molnar fágaða skelin utan af þeim og í ljós kemur gamli óbærilegi litli kall- inn. Svarið er því nei, það þyrfti að endur- mennta alla karlkyns uppfræðara upp á nýtt. Sem stendur er Enzo, þolinmóði förunautur Lilu, sá eini sem ég treysti. En jafnvel karlmenn eins og hann geta auðvitað misst þolinmæðina og farið, en hann myndi þá að minnsta kosti skilja eftir sig góða minningu.“ — Að hve miklu leyti getur einstaklingur endur- skilgreint sjálfan sig fjarri uppruna sínum? Esty Brez- ner bóksali, Ísrael. „Ég vil byrja á að taka fram að það að fara þýðir ekki endilega svik við uppruna sinn. Frek- ar myndi ég segja að við þurfum að fara til þess að geta skilið upprunann og látið hann verða hluta af þroskaferli okkar. Þegar við erum á flækingi umbreytum við líkömum okkar í þétt- skipuð vöruhús. Nýir hlutir þrengja að þeim sem fyrir voru, breyta þeim með því að samein- ast þeim, blandast. Sjálf vegum við salt á milli ýmissa tilvera, stundum auðgar það sjálfsmynd okkar og stundum veikir það hana. En fæðing- arstaður okkar haggast ekki. Hann er jarðveg- urinn sem uppruni okkar stendur á, þar not- uðum við skynfærin okkar fyrst, ímyndunar- aflið, tjáðum okkur í fyrsta sinn. Því styrkari sem þessi jarðvegur reynist okkur því fjöl- breyttari verða upplifanir okkar annars staðar. Napólí myndi ekki vera mín eina sanna borg ef ég hefði ekki uppgötvað fljótlega, á öðrum stöð- um, með öðru fólki, að það var þar, og aðeins þar, sem ég byrjaði feimnislega að segja „ég“ við sjálfa mig.“ — Í skáldsögum þínum eru samböndin á milli kvenna og karla, að mestu leyti, óhamingjusöm. Hefðirðu áhuga á að skrifa um tiltölulega „ham- ingjusöm“ sambönd milli karls og konu? Eða væri erfitt að gera það á sannfærandi hátt? Ana Badurina þýðandi, Króatía. „Það sem ekki er sannfærandi í bókmenntum er oft afleiðing af ritstýrðum lestri á raunveru- leikanum. Ég er ekki ein af þeim sem trúir því að hamingjan hefjist þegar sagan endar (ég er að hugsa um formúluna „og þau lifðu hamingju- söm til æviloka“). Það er vissulega hægt að lýsa hamingjusömu pari, ég hef þekkt mörg. Einu sinni skrifaði ég meira að segja sögu þar sem óhamingjusöm kona ákvað að hefja rannsókn, rétt eins og í leynilögreglusögu, á hamingju- sömu hjónabandi aldraðra foreldra sinna. Ég vil ekki þreyta þig með framvindu þeirrar sögu. Ég ætla bara að segja að þú hittir naglann ágæt- lega á höfuðið með því að segja „tiltölulega „hamingjusömu“ sambandi milli karls og konu“. Ég tel að hægt sé að skrifa um hamingjuna, en eingöngu ef þetta „tiltölulega“ er haft í jöfnunni og ef ástæða gæsalappanna sem þú hefur sett utan um „hamingjuna“ sé skoðuð.“ — Á hvern hátt hefur Ítalía mótað þig sem höfund? Audrey Martel bóksali, Kanada. „Mikilvægur hluti reynslu minnar gerðist hér, á Ítalíu. Það sem skiptir mig máli er í þessu landi og upphafið er tungumálið sem ég hef not- að síðan ég byrjaði að tala, síðan ég byrjaði að lesa og skrifa. En þegar ég var stelpa þá leiddist mér hversdagslegur raunveruleikinn. Sögurnar sem þurfti að segja voru ekki inni á mínu heim- ili, fyrir utan gluggann minn eða á mínu tungu- máli eða mállýsku, heldur voru þær á öðrum stöðum, í Englandi, Frakklandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og svo fram- vegis. Ég skrifaði framandi sögur sem útilokuðu Ítalíu og ítölsk nöfn sem mér virtust óbærileg, ég var viss um að þau myndu drepa allar sög- urnar í fæðingu. Bókmenntirnar sem veittu mér innblástur voru ekki ítalskar og, ef þær voru ítalskar, náðu þær að sneiða hjá allri ítalskri stemningu í borgunum, persónunum, mállýsk- unum. Þetta var barnaleg afstaða, en hún entist þar til ég var að minnsta kosti tvítug. Þá, þegar ég virtist vita nokkuð mikið um þær bók- menntir sem ég elsk- aði, byrjaði ég hægt og rólega að fá áhuga á þeirri bókmenntahefð sem landið mitt hefur upp á að bjóða. Ég lærði að nota þær bæk- ur sem höfðu hvað dýpst áhrif á mig sem eins konar drifkraft til þess að skrifa um það sem mér hafði fundist of staðbundið, of þjóðlegt, of napólískt, of kvenlægt, of mikið af mér til þess að vera frásagnarvert. Í dag held ég að saga gangi upp ef hún getur sagt frá því sem að- eins þú inniheldur, ef hún kemur sér fyrir á góð- um stað meðal bóka sem þú elskar, ef þú skrifar hér og nú, með þann bakgrunn sem þú þekkir vel, með sérfræðiþekkingu fengna með því að grafa eftir henni af ástríðu í bókmenntum allra tíma og allra staða. Hvað sögupersónur varðar þá er það sami hluturinn: þær eru tómar ef þær hafa ekki einhvers konar hnút sem herðist stundum og losnar svo, taum sem þær gætu vilj- að skera á en þrauka samt.“ — Hvað veitti þér innblástur til þess að skrifa Lygalíf fullorðinna? Dina Borge bóksali, Noregi. „Sem ung stúlka var ég mikill lygari og var oft refsað fyrir að ljúga. Þegar ég var 14 ára, eftir að hafa upplifað mikla niðurlægingu, ákvað ég að fullorðnast og hætta að ljúga. En hægt og rólega komst ég að því að þótt barnslegar lygar mínar hafi sprottið upp frá ímyndunaraflinu, þá gátu fullorðnir, sem voru svo mótfallnir lygum, logið svo auðveldlega að sjálfum sér og öðrum, líkt og lygin væri grundvallaratriðið sem gæfi þeim stöðugleika, tilgang, gerði þeim kleift að þola deilur við nágrannann, að birtast börnum sínum sem yfirvald heimilisins. Eitthvað við þessa upplifun úr bernsku veitti mér innblástur að sögu Giovönnu.“ — Upplifunin af því að lesa Litlar konur var ákaflega mikilvæg fyrir þær Lilu og Lenù. Hvaða (aðrar) söguhetjur bókmenntanna höfðu áhrif á þig á þínum uppvaxtarárum? Stefanie Hetze bóksali, Þýskalandi. „Til þess að svara þessari spurningu þyrfti ég að gera langan, og líklega leiðinlegan, lista. Segjum bara að ég gleypti í mig skáldsögur þar sem kvenpersónur lifðu erfiðum lífum í grimmi- legum, óréttlátum heimi. Þær voru í forboðnum ástarsamböndum og brutu aðrar reglur, þær sáu drauga. Á aldrinum 12 til 16 ára leitaði ég áköf að bókum sem höfðu kvenmannsnafn í titil- inum: Moll Flanders, Jane Eyre, Tess d’Uber- ville-ættinni, Effie Briest, Frú Bovary, Anna Karenina. En bókin sem ég las og endurlas í sí- fellu var Fýkur yfir hæðir. Enn þann dag í dag- þykir mér einstakt hvernig bókin lýsir ástinni, blandar góðum og slæmum tilfinningum án bresta. Catherine er persóna sem þarf að end- uruppgötva endrum og eins: hún gagnast vel við skrif til þess að forðast ofurvæmnar kven- persónur.“ — Af hverju ertu aftur komin til Napólí í þessari skáldsögu? Gætirðu hugsað þér að skrifa um aðra staði? Elsa Billund bóksali, Danmörku. „Maður getur skrifað um hvaða stað sem er, það sem skiptir hins vegar máli er að þekkja staðinn fullkomnlega, ef ekki gætu lýsingar orð- ið yfirborðskenndar. Ég hef komið til margra staða og skrifað margra blaðsíðna minnis- punkta. Til dæmis á ég marga punkta um Kaup- mannahöfn og gæti notað þá í sögu, eins og ég hef gert með borgina Tórínó, sem ég elska. En þetta eru staðir sem tilheyra mér ekki og ef ég skrifa um þá, finnst mér ég vera að eigna mér staði sem ég hef ekkert tilkall til. Það er öðruvísi með Napólí. Napólí er nú þegar hluti af mér, rétt eins og ég er hluti af Napólí. Ég þarf ekki að leita innsýnar í Napólí, ég hef haft hana frá fæðingu. Ég skrifa um borgina aftur og aftur til þess að sjá hana og sjálfa mig, svo Napólí sjái mig skýrar og skýrar.“ — Samsvarar þú þig við einhverja af aðalpersónum Napólífjórleiksins eða í nýju bókinni? Monica Lindk- vist bóksali, Svíþjóð. „Ég ætla að svara með klisju: allar persónur bókanna, karlmennirnir þar með taldir, inni- halda hluta af mér, það er óhjákvæmilegt. Við getum þekkt líkama annarra vel en eina innra lífið sem við þekkjum raunverulega er okkar eigið. Það er nokkuð auðvelt að læra að horfa og að taka eftir tjáningarfullu látbragði, svip- brigðum, göngulagi einhvers, talsmáta, merk- ingarþrungnu augnatilliti. Það er hins vegar ómögulegt að komast inn í huga annarra: það er alltaf hætta á að höfundur einfaldi hlutina um of, eins og kennslubók í sálfræði, og það er nið- urdrepandi. Við eigum aðeins eigin huga og það er erfiði að grafa upp úr honum einhvern sann- leika sem blæs lífi í skáldverk. Það er troðn- ingur þar inni svo allt rennur saman, árekstrar og glundroði. Þar af leiðandi verður innra líf annarra, þegar allt kemur til alls, sjálf bók- menntaafurðin – alltaf ófullnægjandi (of línu- legt, of samhæft, of rökrétt) – byggð á ítarlegri sjálfsgreiningu sem styðst við líflegt ímynd- unarafl. En þú baðst mig um að benda á per- sónu sem ég tengi við og á þessari stundu get ég sagt að ég tengi við ákveðna eiginleika hjá Vitt- oriu frænku í Lygalífi fullorðinna. Hún er ekki ég, en það gleður mig sannarlega að vera höf- undur hennar.“ — Hversu miklu heldurðu að vinátta geti breytt í lífi okkar? Ioana Zenaida Rotariu bóksali, Rúmeníu. „Vinur breytir manni ekki, en vinátta getur knúið hljóðlátar breytingar innra með okkur, í stöðugri gagnkvæmri viðleitni til aðlögunar.“ — Í fjórðu bók Napólí fjórleiksins minnist þú á mannlegt ofbeldi sem sameiginlegt alheimsvandamál og nefnir Arabaheiminn og íslamskan kúltúr: Eig- inmaður Dede á uppruna að rekja til Írans og sonur hennar heitir Hamid o.s.frv. Getum við búist við skáldsögu frá þér um núverandi ástand milli íslams og hins vestræna heims, sem skoðar fordóma, hryðjuverk, innflytjendamál og múslimahatur? Muauia al-Abdulmagid þýðandi, Líbanon. „Nei, eins og málin standa núna er ólíklegt að ég muni skrifa um hryðjuverk, fordóma, músl- imahatur: sögulokum Napólí fjórleiksins var einfaldlega ætlað að gefa í skyn hversu mikið sjóndeildarhringur Elenu hefur víkkað með dætrum hennar, eiginmönnum þeirra, barna- börnum, hún er ekki lengur að einblína á ná- grennið heldur á hinn víðfeðma og ógnvænlega bakgrunn plánetunnar. Hins vegar mun ég halda áfram að nýta hvert tækifæri til þess að lýsa yfir hatri mínu á ofbeldi, sérstaklega gegn þeim sem eru veikastir fyrir, en einnig ofbeldi hinna veiku gagnvart hinum veiku, og jafnframt ofbeldi sem er réttlætt eins og óbærilegt eðli hvers kyns kúgunar gerir. Mannskepnan er óargadýr sem hefur reynt að temja sig með trúarbrögðum, varnaðarvítum hryllilegrar sögu sinnar, með heimspeki, vís- indum, bókmenntum, tengslum manngæsku og fegurðar og með því að hemja átök með aðferð- um sem eru alfarið karllægar, allt frá einvígi yf- ir í stríð. En fram að þessu hefur niðurstaðan verið víðtækt form af hræsni: stríð, til dæmis, inniheldur refsingu fyrir ákveðna glæpi sem Skrif eru hnífurinn sem snýst í sárinu Í tilefni af nýútkominn bók Elenu Ferrante, Lygalífi fullorðinna, sem kom út um svipað leyti um allan heim, var völdum þýð- endum hennar, bóksölum og út- gefendum víða að boðið að taka sameiginlegt viðtal við hana, en Ferrante, sem fer huldu höfði, veitir annars ekki viðtöl almennt. ’ En hægt og rólega komst égað því að þótt barnslegarlygar mínar hafi sprottið upp fráímyndunaraflinu, þá gátu full- orðnir, sem voru svo mótfallnir lygum, logið svo auðveldlega að sjálfum sér og öðrum, líkt og lyg- in væri grundvallaratriðið sem gæfi þeim stöðugleika, tilgang …

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.