Bæjarins besta - 07.06.1990, Qupperneq 12
12
BÆJARINS BESTA
Lóðabalarnir
hengu yfir
hausunum á okkur
Er við vorum allir komnir
um borð í björgunarbátinn
byrjaði mikið basl að komast
frá skipinu. Allt þvældist fyr-
ir okkur, radar, stög og
mastur sem endaði með því
að báturinn rifnaði að ofan.
Reyndum við nú allt sem við
gátum til að komast fram að
hinum björgunarbátnum
sem var bundinn ofan á lúk-
arskappann. Það ætlaði
aldrei að ganga en loksins án
þess að gera sér grein fyrir
hvað gerðist komumst við
fram með skipinu að hinum
bátnum. Það var ekki glæsi-
legt að vera fastur við hlið-
ina á skipinu með lóða-
balana hangandi yfir
Glaðbeittur ungur sjómaður á síld á Norðfirði.
þeir bara upp og vita ekkert
af fyrr en að þeir eru orðnir
ofkældir og hjartað stoppar.
Maður fann í raun og veru
ekki hvað maður var orðinn
kaldur fyrr en að maður var
kominn um borð í varðskip-
ið.
Ég var alltaf staðráðinn í
því að við myndum bjargast
og trúði aldrei öðru. Ég
stakk upp á því við félaga
mína að við færum með Fað-
irvorið og það hressti mann-
skapinn mikið. Fyrir mína
parta kom áfallið ekki fyrr
en heim var komið. Þá var
maður alveg búinn. Við
hefðum ekki lifað marga
klukkutíma í viðbót um borð
í björgunarbátnum því að
menn voru orðnir svo dofnir.
Það er erfitt að halda á sér
hita þegar maður situr í sjó í
svona langan tíma. Það var
það versta.
Ætluðum allir
að hætta á sjó
Ég get sagt þér það að ég
ætlaði að hætta á sjó eftir
þetta. Og ég held að við höf-
Jón á unga aldri ásamt móður
sinni.
stöðugu sambandi við Hálf-
dán skipstjóra á Sólrúnu.
Það var mikið lán að Hálf-
dán skyldi heyra í okkur því
að hann er glöggur maður.
Hann fann okkur síðan um
kl. 18.30.
Fjórir
tímar í gúmmí-
björgunarbát
Vistin um borð í gúmmí-
björgunarbátnum var ekki
gíæsileg. Og ég er alveg
handviss á því, alveg sama
hvað snillingur heldur öðru
fram í dag, að við hefðum
aldrei rétt bátinn af við þessi
skilyrði. Þarna var 10-12
stiga frost, hörkugaddur.
Menn eru ekki tilbúnir í
slíkt. Menn voru blautir því
báturinn var hálf fullur af
sjó. Við höfðum varla undan
að ausa bátinn.
Við heyrðum alltaf þegar
brot var að ríða yfir. Manni
fannst maður heyra í brotinu
Svanur ÍS 214.
Áfallið mest eftirá
En hvað hugsa menn um
borð í gúmmíbjörgunarbáti í
vitlausu veðri sem vita ekki
hvort þeir muni hafa hlutina
af?
„Menn hugsa náttúrulega
geysilega margt. Eftir að
hlutirnir fóru að róast og við
komnir um borð í gúmmí-
björgunarbátinn fórum við
að hugsa um möguleikanna
sem við höfðum. Þeir voru
vissulega ekki margir. Ég
var aftur á móti alltaf bjart-
sýnn. Við töluðum um ýmsa
hluti. Auðvitað voru sumir
svartsýnir en ég held að á-
fallið hafi verið einna mest
fyrir ungu strákanna. Þeir
voru aðeins 15-16 ára. Það
þurfti oft að ýta við þeim til
þess að halda þeim vakandi
því menn dofna voðalega
fljótt upp í svona kulda.
Ef menn eru ekki á
stöðugri hreyfingu dofna
endurtek neyðarkallið
þrisvar sinnum, renni síðan
stönginni niður og fer að
telja mannskapinn. Við taln-
inguna hjá mér tel ég alltaf
fimm manns, þrír voru
komnir um borð í björgunar-
bátinn og ég og Grétar vor-
um uppi á stýrishúsinu. Við
vorum sex á skipinu þannig
að það vantaði einn en ég
mundi ekki hver það var. Ég
bið því Grétar að kalla niður
því að það sé einn maður eft-
ir.
Hann fer síðan niður og
kallar og heyrir þá öskrin í
Kjartani bróður mínum.
Hann hafði fengið að sofa í
kojunni minni vegna þess að
það svaf enginn frammí í
svona veðri. Kjartan vakn-
aði við brotið en þá er allt í
myrkri. Hann vissi ekki einu
sinni að skipið snéri öfugt og
ætlaði því aldrei að finna
uppganginn. Hann heyrir
hávaðann í okkur en sér ekk-
ert og veit ekkert. Hann var
alveg kolruglaður á því að
finna dyrnar sem síðan voru
beint fyrir ofan hann. Hann
gat síðan klórað sig áfram,
upp stigann og út.
hausunum á okkur.
Áður en okkur skaut frá
Svaninum náði Grétar að
skera gúmmíbátinn sem var
frammá lausan, og blésum
við hann upp er okkur tókst
að komast frá skipinu. í lát-
unum við að komast á milli
bátanna brotnaði ioftnets-
stöngin á talstöðinni með
þeim afleiðingum að það
gekk erfiðlega að ná í okkur
nema á stuttum vegalengd-
um.
Mjög fljótlega eftir að við
komum um borð í seinni
björgunarbátinn heyrði Sól-
rún frá Bolungarvík í okkur
og ég talaði við Hálfdán
skipstjóra. Hann tjáði mér
að varðskip sem statt var
undir Grænuhlíð hefði heyrt
neyðarkallið og væri á fullri
ferð út. Varðskipsmenn
heyrðu aftur á móti ekki
hvaða skip var að senda
neyðarkall. Varðskipsmenn
skipulögðu síðan leit af okk-
ur og stjórnuðu aðgerðum.
Við vorum aftur á móti í
Jón lengst til vinstri ásamt þremur félögum sínum í Súðavík.
Þeir fórust allir.
tíu mínútum áður en það
skall á. Maður heyrði þessi
ógurlegu sog þegar brotin
voru að koma. Það var ó-
hugnarlegt. Þegar brotin
voru að nálgast pössuðum
við okkur alltaf á því að sitja
eins þétt saman vindmegin
eins og hægt var. Og þegar
brotin skullu á bátnum,
skullum við allir saman í
miðjunni. Maður fann að
báturinn flaug báru af báru.
Ég man að þegar ég talaði
við Hálfdán í fyrsta skipti að
ég lét hann vita að við vær-
um allir um borð í bátnum
þannig að hann gæti látið
vita í land svo að aðstand-
endur hefðu einhverja von
með okkur. Og það var mikil
gleði um borð þegar við
heyrðum Hálfdán segja í tal-
stöðina „Við erum búnir að
finna ykkur. Þið eruð við
hliðina á okkur. Verið bara
rólegir" Þeirri stund gleymi
ég seint.