Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 7
Strengur hf. gerir hluthöfum Skeljungs tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu kr. 8,315 fyrir hvern hlut. Yfirtökutilboð hluthafa Skeljungs hf. Þann 8. nóvember 2020 tilkynntu félögin RES 9 ehf., kt. 590318-0940 („RES 9“), 365 hf., kt. 480702-2390 („365“), eða dótturfélag í eigu 365 og RPF ehf., kt. 510108-1160 („RPF“) (sameiginlega nefnd „samstarfsaðilar“) að frá og með 8. nóvember 2020 hafa samstarfsaðilar komið sér saman um samstarf í skilningi 1. og 2. mgr. 100. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti („vvl.“) er varðar hlutabréf, útgefin af Skeljungi hf., kt. 590269-1749 („Skeljungur“). Samstarfsaðilar hafa lagt eignarhluti sem nefnd félög fara með rétt yfir í Skeljungi til Strengs ehf., kt. 410920-1230 („Strengur Holding“). Strengur Holding hefur stofnað dótturfélagið Strengur hf., kt. 411020-1500 („Strengur“) sem mun halda utan um hluta af eignarhlutum í Skeljungi og telst aðili í samstarfi, sbr. 100. gr. vvl. Strengur er endanlegur tilboðsgjafi. Strengur og tengdir aðilar fara með eignar- og atkvæðisrétt fyrir samtals 754.639.578 hlutum í Skeljungi eða sem samsvarar 38,00% af heildarhlutafé Skeljungs, eða 38,98% af útistandandi hlutum, þegar tekið hefur verið tillit til hlutabréfa í eigu Skeljungs sjálfs. Þar sem samstarfsaðilar hafa sameiginlega eignast meira en 30% atkvæðisrétt í Skeljungi hefur myndast tilboðsskylda í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 100. gr. vvl. Strengur gerir yfirtökutilboð í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla vvl. byggt á skilmálum og skilyrðum sem sett eru fram í opinberu tilboðsyfirliti sem verður dagsett og birt 6. desember 2020 („tilboðsyfirlitið“). TILBOÐSHAFAR Tilboðið nær til allra hluta í Skeljungi sem ekki voru í eigu Strengs Holding, tilboðsgjafa eða félagsins sjálfs samkvæmt hlutaskrá við lok viðskiptadags þann 4. desember 2020. Þeim hluthöfum verður sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað og svarumslag. Tilboðið nær ekki til þeirra hluthafa í Skeljungi sem skráðir eru í hlutaskrá Skeljungs eftir lok viðskiptadags 4. desember 2020. Framangreind skjöl verða einnig aðgengileg hjá Íslandsbanka hf., Hagasmára 3, 201 Kópavogi („Íslandsbanki“) og Arion banka hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík („Arion banki“) sem eru umsjónaraðilar með tilboðinu. Jafnframt er hægt að nálgast tilboðsyfirlitið á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is, í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðum Íslandsbanka og Arion banka. UMSJÓNARAÐILAR Íslandsbanki og Arion banki hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum tölvupóst- fangið skeljungur@islandsbanki.is og í síma 440-4000 og hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í gegnum tölvupóstfangið skeljungur@arionbanki.is og í síma 444-7000. TILBOÐSVERÐ OG GREIÐSLA Verð samkvæmt yfirtökutilboðinu er 8,315 krónur fyrir hvern hlut í Skeljungi, kvaða- og veðbandslausan. Tilboðsverðið svarar til hæsta verðs sem Strengur og samstarfsaðilar hafa greitt fyrir hluti í Skeljungi síðustu sex mánuði áður en tilboðsskylda myndaðist. Greiðslur fyrir hluti þeirra sem tilboðið samþykkja verða greiddar í íslenskum krónum inn á þann bankareikning sem tengdur er vörslureikning bréfanna. Greiðslan verður innt af hendi eigi síðar en fimm viðskiptadögum eftir að gildistími yfirtökutilboðsins rennur út. TILBOÐSTÍMABIL Gildistími yfirtökutilboðsins er fjórar vikur, frá kl. 09:00 þann 6. desember 2020 til kl. 16:00 þann 4. janúar 2021. Samþykki yfir- tökutilboðsins verður að hafa borist umsjónaraðilum eigi síðar en kl. 16:00 þann 4. janúar 2021. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á að skrá samþykki tilboðsins rafrænt á vef yfirtökutilboðsins (www.arionbanki.is/yfirtokutilbod-skeljungur) eða að afhenda samþykkiseyðublaðið til Íslandsbanka í samræmi við skilmála tilboðsyfirlitsins. Tilboðsgjafi áskilur sér einhliða rétt til að sam- þykkja þau samþykkiseyðublöð sem berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út. Framlengja má yfirtökutilboðið að því marki sem ákvæði vvl. leyfa. FRAMTÍÐARÁÆTLANIR Tilboðsgjafi horfir fram á grundvallarbreytingar í rekstrarumhverfi Skeljungs á næstu árummeð aukinni tækniþróun, fjölgun rafbíla og yfirlýstri stefnu borgaryfirvalda um fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Til að mæta þessum sem og öðrum áskorunum hefur tilboðsgjafi uppi áætlanir um breytingar á vegferð félagsins. Mikilvægt er að hluthafar félagsins deili sameiginlegri sýn fyrir félagið og séu tilbúnir að taka nauðsynlegar ákvarðanir skjótt. Tilboðsgjafi vill taka leiðandi hlutverk innan félagsins og leggur því fram þetta yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé félagsins. Reykjavík, 2 . desember 2020 Strengur hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.