Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Nú hillir undir að hægt verði að ná tökum á Covid-faraldrinum. Bólusetning er fyrir- huguð á nýju ári, en ljóst er að áhrifin eiga eftir að vara talsvert lengur. Efnahagslegu áhrifin hverfa ekki með bóluefninu, atvinnu- leysið fer ekki strax og rekstrarvandi fyrir- tækjanna heldur áfram. Öll þekkjum við fólk í kringum okkur sem glímir við kvíða, óöryggi, vanmátt og van- þekkingu á tegundum úrræða sem bjóðast eða réttindum sínum. Af því tilefni lögðum við fulltrúar Sjálfstæð- isflokks í borgarstjórn Reykjavik fram nokkrar tillögur um viðspyrnu gegn þessu alvarlega ástandi. Þeim var öllum hafnað af meirihlutanum. Tillögurnar snerust um að verja störf og örva atvinnulíf, auk þess að veita aukna og fjölbreyttari ráðgjöf til þeirra sem eru í tímabundnum vanda vegna faraldursins. Öllu þessu var hafnað. Það töldum við vera til marks um að meirihlutinn í borgarstjórn skilaði auðu í þeirri viðspyrnu sem við teljum nauðsynlega. Eins og vanalega svaraði meiri- hlutinn fyrir sig með því að gera lítið úr tillögum okkar, taldi þær óraun- hæfar, ómarkvissar, falla ekki undir hlutverk borgarinnar eða of kostn- aðarsamar miðað við ávinning. Ann- að væri þegar í fullri vinnslu og engu við það að bæta. Það er auðvit- að fjarri lagi. Á lok- uðum fundum innan borgarkerfisins þorir fólk að horfast í augu við slíkar staðreyndir, þótt út á við sé látið eins og allt sé í góðu standi. Ómarkviss en ágætur hugur Á einum slíkum lok- uðum fundi var nýlega lögð fram skýrsla, þar sem farið var yfir aðgerðir borgarinnar í efnahags- málum vegna Covid-19. Þær aðgerðir eru taldar upp í þremur liðum. Fyrsti liður er „borgarvakt sem ætlað er að safna tölulegum gögnum um þróun aðstæðna hjá borgarbúum til að vera grunnur að frekari tillögum um að- gerðir“. Annar liður er „markvissar vinnumarkaðsaðgerðir sem viðbrögð gegn atvinnuleysi sem þróa á tím- anlega eins og tilefni verður til“. Og þriðji og síðasti liðurinn í efnahags- aðgerðum borgaryfirvalda gegn Cov- id er „jafnréttismat allra aðgerða Reykjavíkurborgar“. Þessir þrír liðir, þótt nokkuð óljós- ir séu, lýsa góðum hug. En við sem þekkjum framtaksleysi meirihlutans vitum að þarna er, enn og aftur, meira verið að tala en gera. Almenn- ingur og fyrirtæki í borginni bíða eft- ir að þessi gagnasöfnun og við- bragðaþróun skili einhverju áþreifanlegra, skýrara, skjótvirkara og gagnlegra í baráttunni við erfiðar aðstæður í Covid-faraldrinum. Vinna við „jafnréttismat allra aðgerða“ gengur hægt, það þekki ég sem fulltrúi minnihlutans í stýrihópi um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, sem er ætlað að halda utan um það starf. Ekki alltaf satt og rétt Vonandi er það rétt sem meirihlut- inn hefur hingað til haldið fram að fjárhagsstaða borgarinnar sé sterk og rekstur hennar góður. Þá ætti að vera hægt að setja meiri kraft í að safna gögnum og þróa viðbrögð og þannig stytta í að koma aðgerðum til viðspyrnu í framkvæmd. Ég er samt ekki viss um að svo verði. Það er ekki alltaf hægt að treysta því að það sem meirihlutinn segir sé satt og rétt. Það er hins vegar jákvætt að ríkið og flestar stofnanir þess hafa tekið á þessu ástandi með öðrum hætti, þar er minna talað og meira gert. Nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til við- spyrnu hafa vandlega verið kynntar og eru öllum ljósar. Skilað auðu í viðspyrnu Eftir Örn Þórðarson »En við sem þekkjum framtaksleysi meiri- hlutans vitum að þarna er, enn og aftur, meira verið að tala en gera. Örn Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi og fyrrverandi sveitarstjóri. Enn einu sinni mis- munar ríkisstjórn Ís- lands sama fólkinu í landinu. Það eru um 32 þúsund einstak- lingar, sem fá greitt úr almannatrygg- ingum vegna aldurs. Þessi hópur á ekki að fá neina desember- uppbót, þótt allir aðr- ir samfélagshópar fái hana. Það er ekki aðeins þessi mismunun heldur flytja ráðherrar fram rök í ræðu og riti, vafalaust með hjálp sérfræðinga og embætt- ismanna, um að vel hafi verið gert við þennan hóp og tilnefna þá gjarnan hækkun á bótum, án þess að nefna fjölgun bótaþega og fleiri dæmi, sem eru í besta falli kvarts- annleikur: 1. Íslenska ríkið greiðir minnst allra ríkja innan OECD úr al- mannatryggingum til þessa fólks. Í skýrslum er því haldið fram að Ísland sé í miðjum hópi þessara landa, en þá er tekið mið af greiðslum lífeyrissjóða til fólksins, greiðslum sem það á og hefur sjálft lagt til með sparnaði. Þessar greiðslur sem ríkið sparar sér með skerð- ingum á greiðslum al- mannatrygginga námu árið 2018 um 34 millj- örðum. Hálfur ógn- vekjandi sannleikur. 2. Við fjölgun skatt- þrepa fyrir ári var því haldið fram að það væri gert til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu og útskýrt með rökum í ræðum og með myndum. Ekki var sagt frá því að í tillögunum var gert ráð fyrir lækkun á skattleys- ismörkum sem tók að mestu út þessi bættu kjör. Líklega kvart- sannleikur. 3. Ráðherrar hafa rætt um ný- gerðar breytingar á almanna- tryggingum í þágu eldra fólks, sem mátti skilja að næðu til þess- ara 32 þúsund einstaklinga. Reyndin var sú, að þetta náði til um 800 manns, einkum þeirra sem komu frá öðrum löndum. Miklu minna en kvartsannleikur. 4. Hækkun launa á þessu ári er reiknuð með óskiljanlegum hætti 3,6% í væntanlegum fjárlögum út frá hækkun einhverrar vísitölu ár- ið 2019. Þessa hækkun á að greiða mánaðarlega til eldra fólks frá al- mannatryggingum frá 1. janúar 2021! Launin hækkuðu árið 2019 um a.m.k. 7% og laun hafa hækkað þetta ár um a.m.k. 10%, þannig að þessi hópur ber í þessari viðmiðun hækkun tveggja ára á móti 17% hækkun almenns launafólks af hærri launum. Þessi launagliðnun hefur árlega átt sér stað í mörg ár. Þvílík meðferð og mismunun á launþegum almannatrygginga. 5. Í boðuðum fjárlögum fyrir ár- ið 2021 er sagt að bætur/laun al- mannatrygginga hækki til þessa fólks eins og annarra hópa um 2,5% að viðbættri áðurnefndri 3,6% hækkun eða um 6,1% samtals og verði þá kr. 341.300 á mánuði. Það er nákvæmlega kvartsann- leikur, því aðeins þeir sem búa einir, eða um fjórðungur þessa fólks, um 10 þúsund manns, fá þessa hækkun með heimilisupp- bótinni, sem þarna er talin með, kr. 64.889 á mánuði. 6. Hjón og sambúðarfólk sem er um ¾ hluti þessa fólks, um 22 þús- und manns, fá grunnbætur að upp- hæð kr. 256.789 á mánuði, sem með hækkuninni verður þá kr. 272.453. á mánuði en ekki kr. 341.300. Öll þessi málsmeðferð ber vott um ranglæti, sem í tilvísun til laga og með málflutningi ríkisstjórnar verður lygi um bætta stöðu þessa fólks, sem minnst ber úr býtum. Kosningaloforð um bætur voru svikin. Það býr að auki við 45% skerðingu á lögbundnum greiðslum almannatrygginga gagnvart fjármagnstekjum og þar með lífeyrissjóðstekjum og til við- bótar hindrun í að vinna sér til bjargar frá fátækt umfram 100 þúsund kr. á mánuði, því þá nema skerðingar með skatti um 80% af þeim launum. Kvartsannleikur gagnvart eldra fólki með lygi Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Öll þessi máls- meðferð ber vott um ranglæti með málflutn- ingi ríkisstjórnar og verður lygi um stöðu þessa fólks, sem minnst ber úr býtum. Höfundur er formaður kjararáðs Félags eldri borgara í Rangárvalla- sýslu. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Gefðu dekurgj öf um jóli n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.