Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 16

Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 ✝ Guðleifur Ís-leifsson útgerð- armaður fæddist 4. desember 1964 á Sjúkrahúsi Kefla- víkur. Hann varð bráðkvaddur 20. nóvember 2020. Leifur, eins og hann var alltaf kall- aður, var sonur Ís- leifs Guðleifssonar skipstjóra (f. 6. des- ember 1931) og Sigrúnar Har- aldsdóttur verkakonu og hús- móður (f. 5. ágúst 1933, d. 21. maí 2020). Hann var yngsta barn þeirra hjóna. Systur Leifs eru Arnbjörg (f. 26. apríl 1957), Sveinhildur (f. 12. mars 1961), ekkja Aðalsteins Smára Val- geirssonar, og Mekkín (f. 28. mars 1963), eiginmaður hennar inni, Sandgerði og Suðureyri. Leifur var góður lærifaðir og fór með alla systrasyni sína; þá Ísleif og Bjarna Hólm Að- alsteinsson, Sæmund Heimi og Ísleif Guðmundsson, í þeirra fyrstu róðra. Þeir Guðmunds- synir aðstoðuðu móðurbróður sinn svo á vertíðum síðustu árin. Leifur sat í stjórn aðild- arfélags Reykjaness að Lands- sambandi smábátaeigenda um tíma. Leifur var sæmdur sjó- mannadagsorðu árið 2013 fyrir mannbjörg en hann bjargaði manni úr sjó við Suðureyri það sama ár. Útför Leifs fer fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju klukkan 14. í dag, 2. desember 2020 en sökum fjöldatakmarkana verða ein- ungis nánustu aðstandendur við- staddir. Athöfninni verður streymt í facebookhópnum Útför Guðleifs Ísleifssonar. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/yyvek4g2 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat er Guðmundur Sæ- mundsson. Leifur var einhleypur og barnlaus. Leifur ólst upp í Njarðvík og bjó þar alla sína tíð. Hann gekk í Njarðvík- urskóla og síðar fór hann í Stýrimanna- skólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk stýrimanns- prófi árið 1990. Hann byrjaði sjómannsferil sinn á stærri bátum en árið 1992 keypti Leifur sína fyrstu trillu, Adam AK 136. Það markaði upp- hafið að hans smábátaútgerð. Seinna eignaðist hann bátana Gamm GK 124, Leifa GK 225, Sellu GK 125 og Sellu GK 225. Leifur gerði aðallega út frá Gróf- Það var svo ótrúlegt, símtalið sem ég fékk, þegar ég var spurð hvort ég þekkti Guðleif. Ég hélt það nú og svaraði að hann væri bróðir minn. Þá var mér tilkynnt að hann væri látinn, að hann hefði orðið bráðkvaddur, að lífg- unartilraunir hefðu ekki borið árangur. Þetta voru hræðilegar fréttir, maður í blóma lífsins 55 ára gamall. Það er stórt tómarúm í hjarta mínu. En sem betur fer á ég margar góðar minningar sem ég get yljað mér við. Þú varst yngstur okkar systkinanna, við erum þrjár systurnar og þú eini bróðirinn. Árinu yngri en ég, þannig að við brölluðum margt saman. Mér er mjög minnisstæð ein vikan í barnaskólanum. Þá tóku allt í einu margir strákar stóran sveig fram hjá mér þar sem ég gekk í skólann og mig grunaði strax að þú hefðir eitthvað með þetta að gera. Þú viðurkenndir þá að þú hafðir sagt einhverjum strákum sem höfðu strítt þér að Mekkín systir væri svakalega sterk og myndi berja þá alla ef þeir myndu ekki hætta að stríða þér. Þetta virkaði reyndar vel því þeir trúðu þessari vitleysu og allir sáttir. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta út hjálparhönd til allra. Varst hraustmenni og harðdug- legur til vinnu. Þú hafðir gaman af prakkaraskap hvort sem þú áttir þátt í honum eða fékkst að heyra sögur af prakkaraskap annarra. Þú hafðir sérstaklega gaman af börnum. Börnunum og barnabörnunum mínum varst þú alltaf góður, varst alltaf til í að spjalla við þau og gantast í og með þeim. Þú varst duglegur að halda sambandinu við börnin mín og heimsækja eftir að þau byrjuðu sjálf að búa; Sæmund hér í Njarðvík, Ísleif á Egils- stöðum og Sigrúnu til Noregs. Oftar en ekki fóru þau yfir til þín í heimsókn þar sem þú bjóst í húsinu beint á móti okkur síð- ustu 15 ár. Það verður skrýtið og erfitt að geta ekki hlaupið yfir til þín í spjall og hlegið að góðum sögum og sjá þig skella upp úr og hristast af hlátri. Eða lenda í lambalæri, sem þú eldaðir oft á föstudögum. Það verður tómlegt að fá þig ekki yfir til okkar í mat á aðfangadag. Eða fá hringingar frá þér af sjónum, þá voru Sæ- mundur eða Ísleifur oft að róa með þér. Á meðan þú rerir frá Suðureyri yfir sumartímann passaði ég hundinn þinn, hann Gamm, sem þér þótti mjög vænt um og var þér góður félagsskap- ur þar sem þú bjóst alltaf annars einn. Það var þér erfitt þegar Gammur dó nú í haust og þar sem við vorum líka enn að syrgja mömmu okkar sem lést í vor. Nú eruð þið öll saman í sum- arlandinu. Hvíldu í friði, elsku bróðir minn, og takk fyrir allt. Minning um góðan dreng lifir. Mekkín Ísleifsdóttir. Guðleifur Ísleifsson vinur minn er fallinn frá, undanfarna daga hafa hrúgast upp minning- ar um þennan góða dreng, allt frá því að við vorum strákar fram á síðast samtalið, hef ég hlegið innra með mér með tárin í augunum. En nú verða ekki fleiri löng símtöl þar sem málin verða krufin. Leifur var náttúrubarn og „orginal“ maður, skemmtilegur með góðan húmor, hann var kraftmikill keppnismaður, Leif- ur var fullkomlega laus við allan hégóma og fór hann sínar leiðir í einu og öllu, hann þurfti ekki samþykki eins eða neins, hann var ótrúlega minnugur og gat rifjað upp áratuga gömul samtöl og litla atburði, hann gat verið þrjóskur og langrækinn en hann var vinur vina sinna og áttu margir skjól hjá honum í gegn- um tíðina, fjölskyldan var honum mjög kær og sinnti hann for- eldrum sínum einstaklega vel, honum þótti óskaplega vænt um frændsystkinin sín og var ákaf- lega stoltur af þeim öllum. Leif- ur var prinsippmaður, hann vildi vera maður orða sinna og gerði hann kröfu um slíkt hið sama við aðra, rétt skal vera rétt og orð skulu standa voru mottó hjá hon- um. Góður og kær vinskapur tekst með okkur Leifa þegar leiðir okkar liggja saman til sjós, þá báðir orðnir yfirmenn á vertíð- arbátum en við höfðum þekkst frá því við vorum drengir, stund- um leikið okkur saman, þá sér- staklega á bryggjunni og í fjör- unni eða í íþróttum, djammað stundum saman sem unglingar og ungir menn. á þessum tíma kaupir Leifur Selluna og byrjar aftur útgerð og urðu þau kaup honum gæfu- rík, hann rær í dagakerfinu og 1998 fer hann vestur í stuttan tíma, ég byrja síðan hjá honum 1999, þá var farið og dvalið allt sumarið á Súganda, síðan þá hef- ur Leifur farið vestur á hverju sumri og var hann orðinn einn helsti vorboðinn á Suðureyri og þótti honum vænt um þetta þorp og fólkið þar. Genginn var á Gerpisflak sprotafiskur með sporðablak og okkur langaði út á skak ekki er því að leyna. Ég segi alveg satt frá því, að komist við höfðum aldrei í annað eins feikna fiskerí; frá því skal nú greina. Hann stökk á krókana rið í rið og gaf okkur aldrei grunnmálið. Já, handóður, bandóður var hann við og veitti’ ei miskunn neina. Í hverjum drætti strollan stóð, og vaðbeygjur sungu af vígamóð, og seinast var skipshöfnin orðin óð ekki er því að leyna. Já, túra rúra... Ég var á sjó með Leifa. Svona voru árin fyrir vestan í minning- unni. Leifur var frábær félagi og góður yfirmaður en það er ekki sjálfgefið. Margar minningar koma upp í hugann, stóra gönguferðin upp á Spillinn, silungsveiðiferð í Fljótavík og óborganlegar kvöld- stundir eftir langar vökur þar sem menn voru svefndrukknir og ruglaðir. Leifur var lánsamur skipstjóri og formaður, hann þekkti vel inn á sjólag og veður og hvers væri að vænta í þeim efnum, Leifur var mikið hraustmenni og hefur hann t.d. bjargað tveimur mönn- um þar sem hann bókstaflega reif þá upp úr sjónum einn síns liðs. hann hefur hlotið viður- kenningu sjómannadagsráðs á Suðureyri fyrir afrek og sjó- mennsku. Minning hans lifir. Kæri Ísleifur og fjölskylda, al- góður guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Hreiðar Hreiðarsson. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag er kvaddur kær vinur, sem hrifinn var á brott svo allt of snemma. Síðustu daga hafa verið rifjaðar upp minningar og sögur af samfylgd sem nær allt til æskuáranna hér í Njarðvík. Margt hefur verið brallað í gegn- um árin, fótboltaleikirnir ófáir á malbikinu við Njarðvíkurskóla og leikirnir við höfnina. Prakk- arastrikin sem gerð voru er nán- ast ekki hægt að telja, stundum fengum við tiltal frá laganna vörðum og höfum við félagarnir oft helgið að uppátækjunum öll- um. Leifur fékk bílpróf fyrstur okkar vinanna og voru margar skemmtilegar ferðir farnar um Suðurnes og Reykjavík á Lan- cernum. Minnisstætt er árið sem við spiluðum saman handbolta í meistaraflokki hjá UMFN, minning um skemmtilegan keppnismann á velli og keppn- isferðir. Áttu menn ekki roð í þennan víking enda Leifur alla tíð stór og sterkur. Ég var svo heppinn að fá að kynnast því að starfa með Leifi er við unnum saman hjá fjölskyldufyrirtæki mínu, Njarðtaki. Okkur sem með honum unnum leiddist aldrei í vinnunni enda engin lognmolla í kringum Leif. Var hann einstak- lega duglegur til vinnu, en flýtti sér stundum um of. Gleymist seint er hann, í of stórum stíg- vélum og á hraðferð, steig á bensínið í stað bremsu og keyrði við það ruslapallbílinn inn í bíl- skúr á heimili sem var verið að hreinsa. Tryggur og góður vinskapur hefur haldist alla tíð. Samtölin mörg um allt milli himins og jarðar. Fyrir 15 árum urðum við nágrannar, er ég fluttist með fjölskyldu mína í næsta hús við hann. Oft var farið yfir til að heilsa upp á Leif eða stoppað í innkeyrslunni og spjallað. Stelp- urnar mínar voru gjarnan með í för líka. Leifur var einstaklega barngóður og átti hann stóran stað í hjarta Helgu Vigdísar enda henni einstaklega góður alla tíð. Er hún var yngri fékk hún að gera það sem hún vildi hjá honum, þar mátti borða ótakmarkaðan ís, leika sér eft- irlitslaust á billjardborðinu, leika við Gamm eða fara út með hann að labba. Öll á fjölskyldan á fal- legar minningar um góðan vin, ein sú dýmætasta er þegar Leif- ur stóð upp í brúðkaupi okkar hjóna og hélt þar ræðu. Sýndi hann okkur á sér alveg nýja hlið og kom okkur heldur betur á óvart. Það er tómlegt að líta yfir í næsta hús þegar þeir félagar Leifur og Gammur eru ekki þar lengur. Að hugsa til þess að ekki verði bankað aftur hjá okkur með nýjan fisk í soðið og látið fylgja „segðu Óla/pabba að borða prótein svo hann verði stór og sterkur“og á eftir fylgi innilegur hlátur. Að heyra ekki fiskikör dregin til í innkeyrslunni á flest- um tímum sólarhrings er Leifur var á leið á sjóinn, að ekki verði kallað yfir boð um að koma í spjall, já margs er að sakna og margs að minnast. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur sendum við föð- ur Leifs, systrum og fjölskyld- unni allri. Ólafur Thordersen og fjölskylda. Það var skrítið að fá símtalið um að þú værir fallinn frá, elsku Leifur. Mér brá, eins og öllum öðrum sem hafa fengið þessar sorglegu fréttir. Þú ætlaðir ekk- ert að fara að deyja, varst að kaupa hluti í bátinn og hafðir fullt af verkefnum fyrir stafni. Það er skrítið hvað hugurinn fer á flug við svona fréttir. Skrít- ið hvaða augnablik rifjast upp. Siginn fiskur og Bailey’s út í kaffið, axlaböndin og hlátur- sköstin þegar þið Ísleifur rifj- uðuð upp hvernig þið höfðuð ruglað í einhverjum vinum þín- um, Gammur og pool-borðið í stofunni, einlægi áhuginn á hversdagslegum sögum af okkur fjölskyldunni og handahreyfing- arnar þínar þegar þú sagðir sög- ur. Ég var heppin að fá að kynn- ast þér. Þú varst uppáhalds- frændi Ísleifs og ég fékk alveg að vita að ég þyrfti að fá þitt samþykki, ef við Ísleifur ætluð- um að vera saman. Þú tókst mér nú samt strax opnum örmum. Bauðst mér inn, sagðir mér að fara ekkert úr skónum, bauðst mér kaffi sem ég þáði þótt ég vissi að ég yrði andvaka, klukkan var svo margt. Þú áttir mörghundruð sögur um allt mögulegt og svo ótrúlega fróður um margt. Ég man helst eftir – og þykir alveg sérstak- lega vænt um, núna þegar ég veit að við fáum ekki annað tæki- færi til þess að eiga svona stund – þegar þú tókst mig á rúntinn fyrir vestan. Ég, héraðsmaður- inn sem aldrei hafði komið vest- ur, hafði verið fengin til að leysa af fréttamann á Ísafirði yfir sumartímann. Þú, sem hafðir gert út frá Suðureyri í fleiri ár og þekktir þarna hvern krók og kima, bauðst til að keyra með mig um allt og ausa úr botnlaus- um viskubrunni þínum. Fyrir ut- an hvað ég lærði margt í þessum bíltúr, þá þótti mér líka vænt um félagsskapinn. Þótt þú værir feiminn þá háði það þér ekki, þú sagðir góðar sögur og hafðir notalega nærveru. Ég skal ekk- ert skrifa um Skjöldu eða brand- arana sem þú sagðir – en það var svo gaman á þessum rúnti okkar. Það leið varla sá dagur, þegar Ísleifur var í landi, að þið frænd- ur tókuð ekki símtalið ykkar. Ég veit ekki hvernig ég á núna að komast að nokkru um hann Ísleif minn. Ég komst alltaf að svo miklu þegar hann spjallaði við þig. Þú kunnir að spyrja réttu spurninganna og svo fyllti Ísleif- ur upp í þögnina með einhverju sem ég hafði aldrei heyrt. Þú varst líka duglegur að fá fréttir af Mekkín litlu og hafðir gaman af gullkornunum og prakkara- strikunum hennar. Nú færðu að fylgjast með henni á hverjum degi og passa hana með okkur. Við pössum líka að segja henni frá Leifi frænda sem þótti svo ósköp vænt um hana. Hvíldu í friði elsku Leifur „frændi“ – þín verður svo inni- lega sárt saknað. Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Það var erfitt að fá fréttirnar af yndislega vini mínum Guðleifi. Hann ári yngri en ég, bróðir bestu vinkonu minnar Mekkínar. Leifur var skemmtilegur og stríðinn, glaður og kátur. Við lékum okkur saman, í fjörunni, á bryggjunni, í bátunum og í æv- intýralega bílskúrnum heima hjá þeim á Borgarveginum. Við vor- um góðir vinir. Það var gott að vera heima hjá þeim, ógleyman- legir kaffitímarnir þar sem mamma hans gaf okkur krökk- unum að drekka og heimabak- aðar kökur, ég finn enn lyktina og bragðið, besta kaffibrauðið í heimi. Á heimilinu var oft mikið fjör og skemmtilegar og glettnar samræður um lífið og tilveruna. Þessi ár höfðu mótandi áhrif á mig. Leifur var hraustur og sterkur, það var gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á. Hann var mjög barngóður og traustur maður, hann tók þátt í uppeldi systrabarna sinna af mikilli alúð og kærleika. Hann kom og heim- sótti mig til Noregs þegar hann heimsótti systurbörnin sín. Það var mjög gaman og ánægjulegt. Eftir að ég kom heim var hann fyrsti maður til að veita mér hjálparhönd. Hann var sko vinur vina sinna. Hann hefur gefið mér óteljandi oft í soðið. Besti fiskur sem að hægt er að fá, glænýr og beinlaus. Veislumatur í fiskisúpuna, djúpsteiktur eða soðinn. Það var gaman að heyra hann segja frá sjómennsku sinni, hann var mik- ill aflakóngur. Þegar hann var fyrir vestan og fyrir sunnan eða fyrir austan, alltaf jafn gaman að heyra sögurnar hans. Hann var hraustur, sterkur, skemmtilegur og mikill húmoristi. Duglegur og góð fyrirmynd. Elsku Ísleifur, Bogga, Hildur, Mekkín og fjölskyldan öll. Missir ykkar er mikill, megi góði guð styrkja ykkur. Ég kveð sorgmædd vin minn Guðleif, minning þín lifir, megir þú hvíla í friði í draumalandinu. Sigríður Pálína Arnardóttir. Guðleifur Ísleifsson Fyrstu fundir okkar Þyri Dóru urðu sumarið 1961. Ég var þá 11 ára gömul og í sveit á bænum Enni við Blönduós hjá ömmu hennar, Halldóru Ingimundardóttur. Þyri Dóra, sem þá var reyndar bara kölluð Dóra, kom í heim- sókn til ömmu sinnar þetta sum- ar. Hún var 15 ára, lagleg og snaggaraleg stelpa sem var staðráðin í að verða hárgreiðslu- kona. Í mínum augum var hún fullorðin heimsdama. Ég var 11 Þyri Dóra Sveinsdóttir ✝ Þyri DóraSveinsdóttir fæddist 18. febrúar 1945. Hún lést 11. nóvember 2020. Þyri Dóra var jarðsungin 24. nóv- ember 2020. ára og sjálfsagt smápeð í hennar augum. En ég var með hár niður á axlir og verðandi hárgreiðslukonan ákvað að spreyta sig aðeins á því. Hún þvoði mér um hárið og setti í það rúllur, klút yfir og með þennan höfuð- búnað skyldi ég sofa um nóttina. Þegar ég lagð- ist á koddann átti ég ekki von á miklum nætursvefni en það gekk betur en á horfðist. Daginn eftir var árangurinn skoðaður og það var erfitt að sjá hvor var spenntari fyrir útkomunni, hár- greiðslukonan eða hármódelið. Þessi fyrstu kynni okkar Þyri voru mér alltaf eftirminnileg þótt ekki hafi orðið meira úr þeim kunningsskap fyrr en mörgum árum seinna. Ég var flutt í Fossvoginn og kom þá inn á Snyrtistofuna Ársól í Grímsbæ. Þar blasti við mér meistarabréf með nafninu Þyri Dóra Sveinsdóttir – snyrtifræð- ingur reyndar en ekki hár- greiðslukona. Þegar ég leit á glaðlega afgreiðslukonuna þótt- ist ég þekkja svipinn og að þarna myndi vera komin heims- daman og verðandi hárgreiðslu- konan frá sumrinu 1961. Ég sagði til nafns og spurði hana að því hvort það gæti ekki verið að við hefðum hist á Enni fyrir langa löngu. Hún hélt nú það og mundi vel eftir mér líka. Það urðu með okkur fagnaðarfundir þarna strax og síðan þróaðist með okkur góð vinátta. Ég hef verið fastagestur í Ársól í nær 30 ár. Þangað hefur verið gott að koma. Þyri var mikill fagmaður; hún var sérstaklega vandvirk; litaði best af öllum og nuddaði. Á stof- unni ríkti notaleg ró; lágvær tónlist sem ekki truflaði. Þyri hreyfði sig líka einstaklega hljóðlega; manni fannst eigin- lega að hún hlyti að svífa um gólfin en ekki ganga. Þar minnti hún mig á Hall- dóru ömmu sína. Ég sagði henni það og ég held að henni hafi þótt vænt um að heyra það. En hún var ekki bara fagmaður; hún var líka ráðagóð, skemmti- leg, minnug og fróð. Við spjöll- uðum margt og oft voru um- ræðuefnin gamlar minningar; um fólk sem við þekktum báðar, ömmu hennar á Enni og lífið þar og svo líka minningar um lífið í Reykjavík þegar við vorum að alast upp. Nú er að koma aðventa og Þyri gerði alltaf dagamun úr henni; hún bauð viðskiptavinum upp á dásamlega handmaska og svo voru á boðstólum piparkök- ur og sælgæti úr konfektjóla- kransi sem hún hengdi upp. Það verður ekki núna. Mig langar að þakka elsku Þyri fyrir góðar stundir á liðn- um árum. Ég minnist hennar með söknuði og sendi fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Katrín Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.