Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar gengið er inn á sýningu Unn- dórs Egils Jónssonar myndlistar- manns í Kling & Bang í Marshall- húsinu, með vel sprittaðar hendur og grímu fyrir vitum – einn tíu gesta sem mega vera þar í senn – tekur fyrst á móti blaðamanni þessi fíni bekkur smíðaður annars vegar úr vel slípaðri og hornréttri dökkri hnotu og hins vegar ljósu og afar lífrænu birki. Næst er komið að tilkomumikilli vél sem er bæði úr hnotunni og ljósari við; stór tannhjól snúast og trekkja upp ása sem sveiflast; einn slær af og til í gong og annar hreyfir við bút úr óheflaðri birkigrein. „Ég kalla þennan skúlptúr „Spýtu bregður“,“ segir Unndór þegar spurt er út í þessa tilkomumiklu vél sem hann hefur byggt frá grunni og notaði meðal annars aldargamlar teikningar af vél í gangverkið. Í verkum sýningarinnar vinnur hann á áhugaverðan hátt með sam- runa skúlptúrs, innsetningar og hús- gagnasmíða. Og í texta eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur rithöfund segir að list Unndórs snúist um „raunheiminn og óráðsíuna eða öllu heldur þráðinn sem liggur þar á milli. Í aðra höndina vinnur Unndór eftir ströngum reglum hönnunar og verkfræði og á hinn bóginn er vinnan gerð eftir hentisemi og sérvisku og er fram úr hófi bjartsýn,“ skrifar hún. Nýtir sveigjur og beygjur Unndór kallar sýninguna CUL- DE-SAC sem mætti þýða sem öng- stræti eða lokaða götu. Hann segir heitið vísa til þess að við mótun sýn- ingarinnar ákvað hann að loka hefð- bundum inngangi í sýningarrýmið; í og með til að nýta rýmið betur en við það kemur gesturinn innst á sýning- unni í nýjan sal með mikill lofthæð og þar er stærsti skúlptúrinn. En við stöndum nú við þessa fallega smíðuðu og forvitnilegu vél, „Spýtu bregður“. „Ég fékk snemma áhuga á að nota við í skúlptúruna mína,“ segir Unn- dór. „Timbur féll mjög vel að hug- myndum sem ég var þá með, um sam- bland af einhverju villtu og tömdu. Út frá því fékk ég aukinn áhuga á hand- verkinu við að vinna og móta viðinn, og svo fékk ég mikinn áhuga á vélum. Þegar maður byrjar í húsgagnasmíði mætir manni ákveðið erfiðleikastig í handverki. Vélsmíði er svo næsta erfiðleikastig. Vinnan við verkin færðist þangað,“ segir hann, brosir og bætir við: „Í vélunum er ég til dæmis að vinna með andstæður þess tamda og þess villta, þar mætast líka geó- metrísk form og organísk, en í vélinni lifna geómetrísku formin – þau stífu og dauðu – við. Þau öðlast tilgang en þeim mun stífari sem þau eru í kyrru formi, því líflegri verða þau er vélin fer af stað.“ Í sögu myndlistar hafa margir skúlptúristar fengist við hreyfiaflið, meðal annars í svokölluðum kínet- ískum skúlptúrum. Unndór er með- vitaður um þær hreyfingar en segir þessi verk á sýningunni þó bara endurspegla sína persónulegu þró- un. „Ég vildi einhvern tímann fá hreyfingu í verk og þurfti að búa til smá mekanisma fyrir það – það hef- ur síðan undið upp á sig.“ Stefnumót ólíkra viðartegundanna í verkunum er áberandi. Unndór segir langt síðan hann fékk mikinn áhuga á að nota íslenkt birki, við sem vex náttúrulega hér á landi en vex kræklótt og hægt og hefur þótt ill- nýtanlegur í smíðar. „Ég vildi finna not fyrir birkið – það er eitthvert birki í öllum verkum hér. Það er hluti af þjóðarsálinni en eins konar minni- máttarkennd beinist að því, það er sagt ónothæft. En ég nýti mér sveigjurnar og beygjurnar.“ Lokunin svekkjandi Í stærsta salnum í Kling & Bang má bæði sjá verk sem eru hreinir fagurfræðilegir skúlptúrar, og fela í sér hreyfingu, og aðra sem eru nytjahlutir, þar eru tveir lampar sem áhugasamur kaupandi gæti tekið heim og látið lýsa upp heimili. Finnst Unndóri þetta stefnumót notagildis og hreinnar fagurfræði áhugavert? „Já, algjörlega. Ég vinn oft á þess- um mörkum hönnunar og myndlistar og hef mikinn áhuga á þeirri hug- mynd að í nytjahlut leynist mynd- listarleg upplifun.“ Í botnlanga sýningarinar eða lok- uðu götunni innst á henni, kemur gesturinn að þessum flennistóra skúlptúr úr birki sem teygist marga metra upp í loftið – smíðaður úr birki og í honum er enn ein vélin sem læt- ur verkið snjóa hefilspænum, eins konar snjókornum. Þegar ég hef á orði að verkið sé eins konar ristill segir Unndór brosandi að gestir hafi kallað það ýmislegt, eins og bý- flugnabú og trójuhest. „Þetta verk er frábrugðið öllum öðrum sem ég hef gert,“ segir hann og rennir augum upp eftir því þar sem það rís yfir okkur í hlýlegri gulri birtu. „Yfirleitt móta ég sterkar hug- myndir að verkum áður en ég geri þau en ég byrjaði bara að vinna að þessu og var efins um það allan tím- ann áður en það fór upp. En ég leyfði tilfinningunni að ráða og fannst nákvæmlega þetta verk þurfa að vera hér innst. Mér finnst þetta verk boða ákveðna jákvæðni, þótt það kunni að vera frekar ógn- vekjandi við fyrstu sýn.“ Var ekki erfitt að setja upp svo viðamikla sýningu í miðju kófi; þurfa að loka fljótlega eftir opnun og tak- marka aðgang nú við tíu gesti? „Vissulega hefur þetta verið skrýtið. Ég vann lengi að sýning- unni, í tvö ár, og auðvitað hefur verið svekkjandi hvað það hefur verið erf- itt að hafa hana opna. En nú geta all- ir sem vilja komið og skoðað.“ Sambland af villtu og tömdu  Viðarskúlptúrarnir á sýningu Unndórs Egils Jónssonar í Kling & Bang eru margir vélknúnir  Stefnir saman villtu birkinu og taminni hnotu  Stefnumót notagildis og hreinnar fagurfræði Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Mér finnst þetta verk boða ákveðna jákvæðni,“ segir Unndór um stærsta skúlptúrinn á sýningunni. Spýtu bregður Vélknúinn og listavel smíðaður skúlptúrinn vekur athygli. Lampi Birki og hnota nýtt saman. Borgarleikhúsið býður lands- mönnum öllum upp á jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Dagatalið hóf göngu sína í gær, 1. desember, þeg- ar Einar úr leikritinu Jólaflækju leit í heimsókn og gaf góðar hugmyndir um jólaskreytingar. Í dag flytja Sig- urður Þór Óskarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir jólalag eftir Dolly Parton við íslenskan texta Sig- urðar, Þórunnar og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Á morgun bjóða hjónin Esther Talia Casey og Ólafur Egill Egilsson síðan gestum heim til sín þar sem þau ætla að bjóða upp á jólastemningu með ýmsu föndri. „Undir dyggri stjórn jóladagatals- nefndar fá listamenn leikhússins að leika lausum hala og gleðja lands- menn með fjölbreyttum atriðum. Boðið verður upp á sögur, söng og tónlist, fróðleik, grín og gleði,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhús- stjóri Borgarleikhússins. Gluggar í jóladagatali Borgarleikhússins verða birtir daglega á facebooksíðu leikhússins. Fleiri listastofnanir og menning- arhús bjóða upp á jóladagatal í ár. Menningarhúsin í Kópavogi, það er Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Nátt- úrufræðistofa og Salurinn, standa sameiginlega fyrir jóladagatali sem nálgast má á vefnum menningar- husin.kopavogur.is. Samkvæmt upp- lýsingum frá skipuleggjendum ríkir algjör leynd yfir viðburði hvers dags, en sjón mun vera sögu ríkari. Borgarbókasafnið býður í ár upp á tvö jóladagatöl, eitt fyrir börn og annað fyrir fullorðna. Barna- jóladagatalið heitir „Nornin í eld- húsinu“ og er skrifað af Tómasi Zoëga. og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Jóladagatalið fyrir fullorðna kallast „Les í des“ og geymir upplestra höfunda úr nýjum jólabókum þeirra. Dagatölin ásamt fleiri aðventuviðburðum birtast næstu vikur á vefnum borgar- bokasafn.is/jol. Hönnunarsafn Íslands beinir í sínu jóladagatali sjónum að textíl. Samkvæmt upplýsingum frá safninu hefur starfsfólk safnsins síðustu vik- ur, meðan lokað hefur verið vegna samkomutakmarkana, einbeitt sér að því að gera dagatalið sem vegleg- ast. Jóladagatöl menningarhúsa Sigurður Þór Óskarsson Þórunn Arna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.