Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
✝ GeirþrúðurGeirsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 1. nóvember
1961. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 10. nóv-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Geir Stef-
ánsson, f. á Húsavík
12.3. 1932, d. 7.6.
1997, og Ólafía Sig-
urðardóttir, f. á Þingeyri 9.8.
1932. Systkini Geirþrúðar eru:
Sigurður, f. 16.8. 1953, kvæntur
Svönu Sigurðardóttur, f. 23.10.
1953, Stefán Rafn, f. 16.2. 1956,
kvæntur Dóru Stefánsdóttur f.
7.4. 1955, Ívar Geirsson f. 16. 2.
1958, d. 20. 1. 2008, Sambýlis-
kona Ívars var Bjarney Ólsen
Richardsdóttir, f. 22.10. 1959,
og hálfsystir samfeðra var Jó-
þrúður var í sambúð með Vil-
hjálmi Hrólfssyni, f. 27.5. 1960,
d. 16.9. 1992, dóttir þeirra er
Silja en þeirri sambúð lauk
1982, Geirþrúður var síðar í
sambúð með Jónasi Inga Ket-
ilsyni, f. 29.2. 1956, og lauk
þeirra sambúð 1994.
Geirþrúður hóf svo síðan nám
í Tækniskóla Íslands 1995 og
þar sem hún lauk námi í rekstr-
arfræði. Geirþrúður hóf svo
sambúð með Unnari Birni Jóns-
syni 1996 og giftust þau 23.11.
2007 en hann féll frá 9.3. 2015.
Geirþrúður vann við bókara-
störf í ýmsum fyrirtækjum og
sem lengst í Landsbankanum
þar sem hún vann sem yfirmað-
ur yfir Greiðslubókhaldi bank-
ans.
Útför hennar fer fram í Graf-
arvogskirkju í dag, 4. desember
2020, kl. 11 og verður henni
streymt fyrir þá sem ekki geta
mætt sökum samkomutakmark-
ana.
https://youtu.be/MJCM6JCSI0g
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
hanna, f. 9.10. 1951,
d. 5.7. 2005.
Börn Geirþrúðar
1) Silja f. 15.4. 1982,
sambýlismaður
Valdimar Ómars-
son f. 3.4. 1982, syn-
ir þeirra Ómar
Björn, f. 7.3. 2014,
og Jakob Geir, f.
25.9. 2017. 2) Mar-
grét Ingunn, f. 30.6.
1985, synir hennar
Alex Máni Alexeison, f. 18.9.
2009, og Stefán Ingi Hinders, f.
27.3. 2017, 3) Davíð Geir, f. 29.5.
1987, kvæntur Ann Peters, f.
13.8. 1983.
Geirþrúður ólst upp í Hafn-
arfirði og gekk þar í skóla. Hún
lauk stúdentsprófi frá Flens-
borgarskóla 1985. Á fullorðins-
árum flutti hún til Reykjavíkur
þar sem hún bjó svo síðan. Geir-
Elsku mamma, ég bara trúi
því ekki að ég sé að kveðja þig í
hinsta sinn. Þessi tæpu tvö ár
hafa verið eins og rússíbani.
Daginn sem þú greindist með
þennan illvíga krabba var stórt
högg að taka en þú ákvaðst að
gera þetta með stæl og ekki láta
hann yfirtaka líf þitt heldur
stóðst þú upp úr sorg, allri þinni
dýrð og lífsorku og sýndir okkur
að allt er hægt ef viljinn er fyrir
hendi. Þessi tími náði að lækna
mörg sár og skapa þessar fal-
legu og yndislegu minningar
með okkur og ömmustrákunum
þínum. Svo sárt er það að reyna
að útskýra fyrir Stefán ömm-
ustrák að amma sé farin frá
okkur og Alex Máni fellir tár við
hverja minningu sem flæðir í
gegnum huga hans. Þessi tími
sem hann átti með þér er ómet-
anlegur, allar stundirnar í sum-
arbústaðnum, hesthúsinu og
skemmtilegu utanlandsferðirnar
sem við fórum saman í þar sem
þið þeyttust á fullri ferð niður
skíðabrekkurnar í Wagrin með-
an ég og Stefán fylgdumst með
efst á fjallstindinum. Þetta eru
minningar sem við munum aldr-
ei gleyma.
Mamma, þú gafst mér svo
margt, þú kenndir mér að lífið
hefur óendanleg tækifæri, þú
ferðaðist með mér á hestbaki
um fjöll og firnindi, bæði sem
ung stúlka sem og fullorðin kona
fékk ég að njóta með þér í öllu
sem þú gerðir.
Við gerðum svo ótrúlega
margt saman sem ég mun ávallt
minnast í hjarta mínu.
Takk mamma fyrir að berjast
alla leið fram að seinasta and-
ardrætti, takk fyrir vera til og
takk fyrir að gefast aldrei upp
alveg sama hvað bjátaði á, ég
mun ávallt minnast þín með sól í
hjarta og fuglasöng.
Elsku besta amma,
nú hvílir þú,
að sjá þig fella úr landi,
er nú rosa sárt.
ég sit og hugsa,
hve margt við gerðum saman,
hugur minn stöðvar aldrei,
það hefði verið svo gaman.
Kannski er gott að þú fórst,
ég veit að guð er góður,
þú varst orðin veik,
ég er samt alveg óður.
Ég græt og læt,
fella niður tár,
ég er voða sár,
Mér langar til þín,
Þegar ég er orðin gamall,
og hverf útúr heimi,
kannski sé ég þig,
ef þú verðir ekki komin aftur,
í heiminn.
Það er ekki hægt að eiga góða
ömmu,
góða ömmu eins og þú,
margar ömmur veit ég elskaði þær,
af öllum reit míns hjarta,
„og þú ert ein af þeim“.
Kveðja þín dóttir og ömmu-
strákar,
Margrét Ingunn Jónasdóttir.
Með brostin hjörtu og tárvota
hvarma kveðjum við nú móður
mína, Geirþrúði Geirsdóttur. En
hvernig er hægt að kveðja ein-
hvern sem hefur ávallt verið
einn stærsti hlutinn af mínu lífi?
Móðir mín var stolt, sterk og
glæsileg kona sem gustaði af.
Hún var hávær og glaðlynd með
hlátur sem tekið var eftir. Hún
var hestamaður fram í fingur-
góma og snerist líf hennar og
yndi um hestana og fjölskyld-
una. Hún ræktaði hestadelluna í
mér og Valda og náði einhvern
veginn að búa til hestamann úr
öllum sínum sambýlismönnum ef
þeir voru það ekki þá þegar. Í
æsku var hún öflug fyrirmynd
fyrir okkur systkinin, naut þess
að leika við okkur og notaði
óspart ýmis séríslensk hræðslu-
tól til að fá okkur til að hlýða
svo sem að bregða sér í gervi
Grýlu og nornarinnar af Baba-
jaga svo eitthvað sé nefnt. Hún
var sérstaklega hugmyndarík og
skapandi og á ég tvö olíumál-
verk eftir hana af hennar uppá-
haldsmótífum, hestunum okkar
og hundi.
Hún var minn sterkasti bak-
hjarl og stuðningsmaður og
gerði ávallt miklar kröfur til mín
sem endurspegluðu að vissu
leyti hennar eigin drauma. Hún
þrýsti á og studdi mig í gegnum
nám og dáðist óspart að söng-
getu minni alla ævi, gjarnan við
alla sem heyra vildu. Hún lét
jafnvel þau fleygu orð falla fyrir
ekki alllöngu síðan að hún hafi
alltaf séð eftir því að ég hafi
ekki gert meira við þann hæfi-
leika því henni þótti líklega að
ég ætti að leggja meira fyrir
mig en bara að vera dýralæknir.
Hún var drengjunum mínum
heimsins besta amma og elskaði
og dáði barnabörnin sín líklega
heitar en sín eigin börn þótt erf-
itt sé. Drengirnir mínir voru svo
heppnir að fá töluvert mikið að
njóta hennar nærveru og eiga
þeir sérstaklega mikið af góðum
minningum um hana þar sem
hún hljóp á eftir þeim hring eftir
hring í sumarbústaðnum í Trað-
argerði. Þeir hlupu oftast báðir
skríkjandi af gleði þegar amma
kom í heimsókn og útdeildu
knúsi og kossum í massavís.
Veikindi hennar kenndu okk-
ur með miklum trega að nýta
tímann og tækifærin og rækta
það sem raunverulega skiptir
máli, hvort annað og okkur sjálf.
Óvenjumargir hafa haft á orði
við mig eftir andlát hennar að
þeir hafi ekki gert sér grein fyr-
ir hversu veik hún var orðin, en
það einkenndi hana og hennar
persónuleika að hún var ekki
vön að barma sér.
Veikindin innihéldu einnig sín
áföll sem hún virtist þó alltaf
hægt og rólega komast yfir uns
hún gat ekki meir. Ég mun aldr-
ei gleyma okkar síðasta samtali
þar sem við gátum átt okkar
venjulega spjall um heima og
geima en hún var þó meðvituð
um hvert stefndi því hún var
orðin meðvituð um að hennar
raunveruleiki var ekki alltaf sá
sami og við hin vorum í.
Nú sitjum við hin eftir með
þetta mikla skarð þar sem ætt-
móðurina vantar og þurfum að
fylla upp að einhverju leyti í það
tómarúm sem hún skildi eftir
sig. Við munum rækta það sem
þú skildir eftir þig og halda í
heiðri það sem þú kenndir okk-
ur.
Hvíl í friði elsku móðir mín.
Silja Unnarsdóttir.
Elskur Geirþrúður tengda-
mamma, nú er kveðjustundin
runnin upp. Það er gríðarlega
sárt að þurfa að kveðja svona
fljótt en ég er viss um að nú
ertu komin á góðan og friðsælan
stað. Eftir situr stórt tómarúm
sem við fjölskyldan þurfum að
læra að lifa með.
Það er með miklum hlýhug
sem ég hugsa um þann tíma sem
ég hef fengið að vera hluti af
fjölskyldunni hennar bæði í
blíðu og stríðu. Átján eða nítján
ára flyt ég inn á heimilið hennar
með Silju dóttur hennar. Nær-
vera Geirþrúðar og Unnars heit-
ins var gríðarlega hlý og fund-
um við Silja alltaf fyrir þeim
mikla hlýhug og ást sem þeim
einum var lagið.
Geirþrúður lagði okkur vel
línurnar hvort sem það var í lífs-
ins kapphlaupi, í hrossaræktinni
eða hverju sem er. Minnisstætt
er samtal okkar Geirþrúðar þeg-
ar ég er nokkuð nýfluttur inn og
hún gerði mér ljóst að hún
kærði sig ekki um tengdason
sem væri ólærður, sveitastrákur
og talaði bara um hesta. Fyrir
hennar tilstuðlan fékk ég trú á
að ég gæti í raun náð langt í líf-
inu og hún hafði einhverra hluta
vegna óbilandi trú sem hún
smitaði á svo einstakan hátt til
okkar Silju sem hefur verið
ótrúlega hvatning í hverju sem
við höfum tekið okkur fyrir
hendur.
Tengdamamma var hestakona
af lífi og sál. Eigum við ótal
minningar með henni í hesta-
ferðum þar sem hún var fyr-
irferðarmikil, kát en alltaf
passasöm að allir væru vel
nærðir og sáttir. Hún þekkti alla
og allir vissu hver Geirþrúður
var, háværust, hraustust og
besti kokkurinn. Hún hafði unun
af alvöru gæðingum sem komust
hratt yfir á tölti, kjarkaðir og
fallegir.
Minningarnar úr Mýrarkoti
og hesthúsinu eru vel geymdar,
þar höfum við fjölskyldan átt
margar samverustundir sem eru
algjörlega ómetanlegar. Bestu
minningarnar eru sennilega
tengdar litla sumarhúsinu, þar
elduðum við, spiluðum, sváfum,
töluðum saman í tólf fermetrum,
oft fimm jafnvel sex manns, og
hafði Geirþrúður einstakt lag á
að skapa fjölskyldustemningu
með dýrindismat og sögum. Síð-
ustu ár höfum við notið þess að
strákarnir okkar, eða sjáaldur
augna hennar eins og hún kall-
aði þá, Ómar Björn og Jakob
Geir, hafi haft tækifæri til að
vera dekraðir af ömmu sinni.
Ég naut þeirra forréttinda að
fá að eyða miklum tíma með
tengdamóður minni í hesthúsinu
oft mörg kvöld þar sem við töl-
uðum um allt og ekkert. Hug-
urinn hennar var alltaf hjá hest-
unum og tengdist hún þeim á
einstakan hátt. Fyrir okkur
hestafólkið að skilja þá er andi
hennar gæðingurinn sem gripið
er til þegar fararstjórinn hrópar
að nú skuli vera lagt á ykkar
besta gæðing, traustan, kjark-
aðan og áræðinn, þegar sigrast
þarf á stórfljóti.
Þakklæti og söknuður er efst
í huga á þessum tímamótum, að
hafa fengið að vera hluti af fjöl-
skyldunni hefur gefið mér allt.
Sérstaklega er ég þakklátur fyr-
ir að litlu ungarnir mínir hafi
fengið að kynnast þér og njóta
ástarinnar sem þú gafst frá þér.
Við elskum þig svo mikið og þú
munt alltaf lifa í hjarta okkar.
Valdimar Ómarsson.
Kveðja frá Hestamanna-
félaginu Spretti
Góður félagi okkar Sprettara,
Geirþrúður Geirsdóttir, er fallin
frá.
Geirþrúður starfaði mikið og
ötullega í félaginu okkar og
lagði sitt af mörkum til að efla
Sprett.
Var í stjórn Andvara, síðar
Spretts, og í hinum ýmsu nefnd-
um.
Geirþrúður var hreinskiptin
og lá ekki á skoðunum sínum um
málefni félagsins. Það var gott
að leita til hennar og hún ávallt
reiðubúin til starfa.
Hún hafði brennandi áhuga á
hestamennsku og því sem henni
tengdist ásamt fólkinu sínu.
Sprettur sér á bak góðum fé-
lagsmanni og við sendum fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði.
Sverrir Einarsson formaður.
Geirþrúður
Geirsdóttir
✝ Jónína Stef-ánsdóttir fædd-
ist 9. mars 1930 í
Strandhöfn í
Vopnafirði. Hún
lést 25. nóvember
2020 á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Foreldrar hennar
voru Stefán Jóns-
son bóndi í Purku-
gerði í Vopnafirði,
f. 9. ágúst 1884, d.
22. febrúar 1954, og Sigríður
Jósefsdóttir húsfreyja, f. 6. nóv-
ember 1901, d. 24. september
1989. Systkini Jónínu eru Hildur,
f. 17. júlí 1928, d. 13. júní 1991,
Guðni Jóhannes, f. 29. maí 1932,
d. 23. apríl 2010, og Ingibjörg, f.
5. júní 1939.
Jónína giftist 3. febrúar 1954
Guðsteini Þengilssyni lækni, f.
26. maí 1924, d. 1. desember
2004. Börn þeirra eru : 1) Stefán,
f. 25. ágúst 1954, maki Þóra M.
Gísladóttir. 2) Rósa, f. 21. júlí
1956, maki Ólafur Guðmunds-
son, börn þeirra eru Unnur, f.
1985, Hólmfríður, f. 1992, og Jón
Arnkell, f. 1994. 3) Sigríður, f. 4.
október 1962, maki Magnús
Yngvi Jósefsson, börn Sigríðar
eru Rósa Birgitta, f. 1979, börn
hennar eru Ísadóra, f. 2009, Jón-
atan Þengill, f. 2012, og Guðni
Þór, f. 2016, Guðsteinn Þór, f.
1984, Sigurður Þengill, f. 1990,
d. 1910, Nína Björk, f. 1991, og
Ívar Rósinkrans, f. 1994, 4) Hall-
grímur, f. 23. apríl 1965, sonur
hans er Hlynur Ás, f. 1993, 5)
Karl Jóhann, f. 21.
júní 1966, börn
hans eru Tómas, f.
1993, og Agla Mar-
grét, f. 2008.
Jónína stundaði
nám við Alþýðu-
skólann á Eiðum
1947-49, lauk námi
við Hjúkrunarskóla
Íslands í september
1953 og framhald-
anámi í geðhjúkrun
í desember 1976.
Jónína og Guðsteinn bjuggu
fyrst á Akureyri en síðan flutti
fjölskyldan til Suðureyrar við
Súgundafjörð þar sem Guðsteinn
var héraðslæknir. Þau fluttu til
Uddevalla í Svíþjóð þar sem þau
bjuggu í tvö ár og síðar á ný til
Suðureyrar en eftir það flutti
fjölskyldan á Álfhólsveg í Kópa-
vogi. Þaðan fluttu Jónína og
Guðsteinn í íbúð við Grenimel í í
Reykjavík. Síðustu árin dvaldi
Jónína í þjónustubúð á Eir. Enda
þótt Jónína sinnti mest heim-
ilisstöfum fyrstu ár búskapar
síns var hún manni sínum til að-
stoðar við störf hans sem héraðs-
læknir. Fljótlega eftir að þau
fluttu frá Suðureyri í Kópavog
tók hún að vinna við hjúkrun á
ýmsum sjúkrastofnunum á höf-
uðborgarsvæðinu. Sérhæfði hún
sig í geðhjúkrun og vann síðan
við hjúkrun til starfsloka.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kapellu í dag, 4. desember 2020,
kl.15 að viðstöddum nánustu að-
standendum.
Bernskuárin sín átti Jónína
Stefánsdóttir í Purkugerði á
Vopnafjarðarströndinni, næst-
elst í hópi fjögurra barna foreldra
sinna, Sigríðar Jósefsdóttur frá
Strandhöfn og Stefáns Jónssonar
af Jökuldal. Torfbærinn í Purku-
gerði var hlýr og notalegur og
það var bjart yfir árunum þar,
enda þótt búskapur væri með
hætti fyrri tíðar með streði og
striti og veraldargæðin takmörk-
uð. Þarna lagði Jónína hönd á
plóginn við umhirðu búsmalans,
heyskap, fiskiróðra og annað eft-
ir því sem getan leyfði, eins og
önnur sveitabörn höfðu gert um
aldir. Til álita hafði komið að
flytjast á Suðurlandið á kosta-
góða jörð en Sigríður vildi ekki úr
Vopnafirði fara. Jónína tók aðra
stefnu. Hún dreif sig ung í höf-
uðborgina að læra hjúkrun og lét
ekki aftra sér frá því. Hún lauk
hjúkrunarnámi sínu og gekk í
hjónaband með Guðsteini Þeng-
ilssyni lækni. Þau bjuggu á Suð-
ureyri við Súgandafjörð, í Udde-
valla í Svíþjóð en lengst af á
Álfhólsvegi í Kópavogi í nábýli
vina. Heimilið á Álfhólsvegi var
mannmargt, börnin fimm og þar
stundum búandi ættingjar og
aðrir, svo sem skólanemar, og
auk þess mikill gestagangur og
því líflegt en eftir því fyrirhafn-
arsamt. Að tíðarinnar siðum
sinnti Jónína heimilisstörfum sín
fyrstu búskaparár en tók upp
hjúkrunarstörf að nýju og sér-
hæfði sig í geðhjúkrun. Þannig
leið ævi hennar með annríki,
gleði og sorgum. Ekki hefur Jón-
ína vanist neinu gaufi í Purku-
gerði því hún var einstaklega
rösk og drífandi við öll sín störf
auk þess sem hún var afar vel
verki farin. Ögn var hún ör í
skapi, hreinskilin og hispurslaus
en alúðleg í viðmóti og fé-
lagslynd. Röggsöm var hún og
það gustaði af henni en æðrulaus
er á bjátaði. Jafnframt var henni
gefið innsæi á fólk og í hjúkrun-
arstörfum hafði hún lag á að
vinna traust erfiðra sjúklinga. Í
þjóðfélagsmálunum stóð Jónína
einarðlega með þeim síður settu.
Jónína var vel lesin í fagurbók-
menntum enda þau Guðsteinn
mikið bókafólk. Tónelsk var hún
einnig og dálætið mest á sígildri
tónlist. Að leiðarlokum situr þó
efst í huga hve mjög Jónína hafði
það í fyrirrúmi að verða fólki sínu
að liði. Dýrmætasta framlagið
hennar Jónínu í þessu sambandi
er allur sá tími sem hún varði
með barnabörnunum sínum sem
hún var svo einstaklega örlát á.
Munu þau lengi búa að þeim góðu
stundum. Umburðarlyndið henn-
ar Jónínu verð ég líka að nefna.
Enda þótt Jónína flyttist ung úr
Vopnafirði átti hún afar sterkar
rætur þar svo að vissu leyti flutti
hún aldrei þaðan alfarin og oft
hvarflar hugurinn á bernskuslóð-
ir er árin færast yfir. Nokkrar
góðar ferðir fór hún í Vopnafjörð-
inn á níræðisaldrinum, þá síðustu
snemmsumars 2019. Það fylgir
hins vegar háum aldri að heils-
unni hrakar og þar kom að Jón-
ína kaus að flytjast í þjónustuí-
búð á Eiri í Grafarvogshverfi.
Þar var vel að henni búið og
hinsti dvalarstaðurinn var hjúkr-
unardeildin á Eiri. Skal orð á því
haft hve viðmót og umönnun þar
var til fyrirmyndar. Jónína Stef-
ánsdóttir var heilsteypt og vönd-
uð kona og mér og mínum vel-
gerðarmaður. Hana kveð ég með
söknuði og mikilli virðingu.
Ólafur Guðmundsson.
Við Jónína, sem nú er kvödd
hinstu kveðju, tengdumst nokkr-
um fjölskylduböndum. Ég sá
hana fyrst fyrir mörgum áratug-
um er hún kom á heimili mitt með
eiginmanni sínum, Guðsteini
Þengilssyni lækni, sem lést árið
2004. Alla tíð síðan hafa kynni
mín af Jónínu og hennar fjöl-
skyldu haldist þó að iðulega hafi
liðið langur tími milli samfunda.
Jónína var ákaflega kraftmikil
og röggsöm kona og hjálpsemi
hennar þekkti engin takmörk.
Hún var mjög félagslynd og
skemmtileg heim að sækja, bók-
elsk og víðlesin. Hún rækti vel
stórfjölskyldu sína og voru
barnabörnin henni ákflega kær.
Lengst af ævi var hún heilsu-
hraust en undir það síðasta brast
heilsan, náði þó að fagna níræð-
isafmæli sínu með miklum glæsi-
brag. Jónínu ber að þakka góð
kynni, minningin um hana lifir.
Eiríkur Þormóðsson.
Jónína
Stefánsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
og tengdafaðir,
JÓHANNES JÓNSSON
flugvirki og flugvélstjóri,
Garðabæ,
lést 25. nóvember.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina,
Heru heimaþjónustu eða önnur líknarfélög.
Ingigerður Sigurðardóttir
Guðm. Ingi Jóhannesson María Aðalsteinsdóttir