Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
arsson, svo nokkrir séu nefndir.“
Drífa segist hafa mjög breiðan tón-
listarsmekk og hlusti á Skálmöld,
Dimmu og óperur og allt þar á milli,
nema kannski rapp. Þegar hún er ekki
að syngja er hún að sinna skátastarfi
eða á kvenfélagsfundi. „Ég tók upp á
því þegar börnin mín fóru í skátana að
vinna með þeim og svo hef ég verið
síðustu tíu ár í Kvenfélaginu hérna á
Króknum, og það er góður fé-
lagsskapur.
Fjölskylda
Eiginmaður Drífu er Björn Jóhann-
es Sighvatz, f. 21.2. 1957, framhalds-
skólakennari. Foreldrar hans eru
hjónin Herdís Margrét Gunnfríður
Pálmadóttir, f. 5.9. 1922, d. 29.3. 2002,
húsmóðir og Sighvatur Pétursson Sig-
hvatz, f. 12.9. 1915, d. 30.11. 1991, sjó-
maður. Börn Sigurdrífar og Björns
eru 1) Gunnfríður Björnsdóttir, f. 15.7.
1982, viðskiptafræðingur gift Ólafi
Helga Þorkelssyni, f. 19.12. 1980,
framkvæmdastjóra í Reykjavík. Börn
þeirra eru Natalia, f. 2009, og Elísabet,
f. 2011. 2) Jónatan Björnsson, f. 22.4.
1991, vélvirki, kvæntur Tinnu Ósk
Agnarsdóttur, f. 13.2. 1995, nema. Þau
búa á Sauðárkróki.
Systkini Sigurdrífar eru Daði Hálf-
dánsson, f. 28.3. 1950, rafvirki á Ak-
ureyri; Rúnar Hálfdánsson, f. 28.12.
1951, bóndi í Borgarfirði;
Kristján Háldánsson, f. 13.júní
1953, járniðnaðarmaður í Hafnarfirði;
Brynjar Bragason, f. 28.4. 1955,
tæknifræðingur í Garðabæ;
Ólafía Jónatansdóttir, f. 16.11.
1963, húsmóðir í Reykjavík og
Rögnvaldur Jónatansson, f. 19.10.
1966, leigubílstjóri í Hafnarfirði.
Foreldrar Sigurdrífar eru hjónin
Sigrún Sigurdríf Halldórsdóttir, f.
9.9. 1930, og Jónatan Ólafsson, f. 24.1.
1925, d. 15.9. 2019. Þau bjuggu á Ak-
ureyri og Sigrún býr þar enn.
Sigurdríf
Jónatansdóttir
Hálfdán Einarsson
b. á Hvítanesi og Hesti í Hestfirði
Daðey Steinunn Elísabet
Daðadóttir
húsfreyja í Hesti í Hestfirði
Hálfdán Ólafur Hálfdánsson
bóndi og sjómaður í
Bolungarvík
María Rögnvaldsdóttir
húsfreyja í Tröð og Meirihlíð í
Bolungarvík
Jónatan Ólafsson
múrari, bóndi í
Meirihlíð í Bolungarvík
og iðnverkamaður á
Akureyri
Rögnvaldur Guðmundsson
b. á Uppsölum í Seyðisf. og víðar
Kristín Guðmundsdóttir
húsfreyja á Svarfhóli í Álftaf. og
Uppsölum í Seyðisfirði
Guðmundur Pálmason
vinnumaður í Vigur og víðar
Guðrún Bjarney Guðmundsdóttir
vinnukona víða í Eyrarsókn í Seyðisf.
Halldór Guðmundsson
verkamaður í Súðavík
Sigrún Jensdóttir
húsfreyja í Súðavík, síðar bús.
á Akureyri
Jens Haraldur Þorkelsson
bóndi í Mjóafirði
Karólína Guðbrandsdóttir
var í Súðavík, húsfreyja í
Mjóafirði, fór til Vesturheims 1884
Úr frændgarði Sigurdrífar Jónatansdóttur
Sigrún Sigurdríf
Halldórsdóttir
húsmóðir á Akureyri og
síðar verkakona
Mest selda
liðbætiefni
á Íslandi
LIÐEYMSLI, STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í LIÐUM?
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Nutrilenk Gold hefur gert mér
kleift að æfa og keppa í hjólreiðum
undanfarin 4 ár með óvæntum
árangri. Ég hef notað Nutrilenk í
fjölda ára., mér finnst svo magnað
að efnið fjarlægir óþægindi í hnénu
ef ég tek það inn daglega. Hef prófað
koma einkennin aftur í ljós. Ég var búinn að afskrifa mig sem keppnismann í
átaksíþróttum fyrir 10 árum síðan.“
Jón Arnar Sigurjónsson (60 ára).
a
2-3ja
mánaða
skammtur í
hverju glasi
„HÆTTU AÐ SEGJA „JÁ”. ÞÚ ERT
SVARAMAÐURINN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að geyma fallegu
skilaboðin frá honum.
ÉG ER EKKI AÐ
SEGJA AÐ ODDI SÉ
HEIMSKUR…
EN ÞEGAR
HANN SPAN-
GÓLAR AÐ
TUNGLINU…
ÞÁ BÝST HANN
VIÐ SVARI
AÚÚÚÚ
ÚÚÚÚÚÚ
FINNST ÞÉR
ÞÚ STUNDUM
EINN Í
HEIMINUM?
ALDREI! ÉG
KEM HEIM TIL
YNDISLEGUSTU,
BRÚNEYGÐU
ELSKU SEM
NOKKUR MAÐUR
GETUR ÓSKAÐ
SÉR!
ERTU AÐ GRÍNAST?
HUNDAR KUNNA EKKI AÐ ELDA!
ER HÚN
LÍKA
GÓÐUR
KOKKUR?
„RISTILSPEGLUNIN GEKK ÁGÆTLEGA
FYRIR UTAN VINDGANGINN.”
Þórarinn Eldjárn skrifar á feis-bók vísuna „Hálfverk“:
Aldrei náði hann upp á topp
eigraði í fjallshlíðinni.
Annarri rasskinn kom á kopp
klikkaði á hinni.
Ég fékk á þriðjudag gott bréf frá
Agnari J. Levy, Hrísakoti, Vatns-
nesi. Þar segir að í Vísnahorni sé
þessi vísa sögð eftir Hjallalands-
Helgu:
„Mæðan stranga mjög er skörp,
mér finnst langur skaðinn.
Ólafur svangur étur Jörp,
ég má ganga í staðinn.“
Það telur Agnar ekki rétt. Auð-
björg Guðmundsdóttir frá Ill-
ugastöðum hefði kennt sér þessa
vísu fyrir mörgum árum. Hún var
fædd á Vatnsnesinu og bjó þar alla
tíð, og var mjög minnisgóð og
áhugasöm um eldri tíma. Hafði hún
fyrstu línuna öðruvísi, en hitt eins:
„Mig vill stanga mæðan skörp“
fyrir
„Mæðan stranga mjög er skörp“.
Agnar heldur áfram: „Auðbjörg
sagði að vísan væri eftir skáldkon-
una í Hvítabæ, er svo var kölluð,
Guðbjörgu Árnadóttur, er var þar í
kringum 1850, þá 53 ára. Maður
hennar hét Ólafur Þorsteinsson, 54
ára, og voru þau frekar fátæk, eins
og kemur líka fram í vísunni, þar
sem minnst er á að maður hennar,
Ólafur, sé að éta reiðhestinn, líklega
þann eina sem til var, sem var í raun
merkilegt, því að á þeim tíma var
hrossaketsát ekki vinsælt hér,
hvorki af Guði né mönnum.
Guðbjörg var það skáldmælt, að
hún fékk viðurnefnið skáldkona.
Gerði hún fjöld af vísum, sem eru
víst flestar tapaðar.
Ég man þó eina í viðbót eftir hana:
„Þórðar niður, Níels minn.
Náðar, bið ég foringinn,
andann friðar sendi sinn,
sitt með lið í huga þinn.“
Hvítibær var smábýli í Vesturhóp-
inu, rétt utan við Ytri-Þverárbæina,
nú fyrir löngu komið í eyði og sést
ekkert nema grænn blettur og ein-
hverjar rústir á hól.“
Ólafur Stefánsson yrkir á Boðn-
armiði og kallar „Nóg er nóg er
nóg“:
Ég þoli ekki fleiri vísur um veiru
Víði, Þórólf og kó.
Af öllu þessu og ýmsu fleiru
aldeilis fengið hef nóg.
Ingólfur Ómar Ármannsson orti á
miðvikudag:
Nú er úti norðanátt
nístingskaldi stinnur.
Krummi soltinn krunkar hátt
hvergi æti finnur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hálfverk og nóg er nóg er nóg