Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi St. 36 - 48 Verð 8.900 Verð 9500 netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi St.10-24 - Verð 12500,- netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar VOLVO S90 T8 Twin Engine R-De- sign. Árgerð 2020, ekinn 0 Þ.KM, bensín/rafmagn sjálfskiptur 8 gírar. Hlaðinn aukabúnaði. Verð 10.490.000. Rnr. 214967. Er í salnum hjá okkur. VOLVO XC90 Inscription. Árgerð 2016, ekinn 83 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 6.790.000. Rnr. 225853. Er á staðnum. MERCEDES-BENZ SL 450. Árgerð 1972, ekinn 111 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Tilboð 2.990.000. Rnr. 213670. Bíllinn er í salnum hjá okkur. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Framlengjum Black Friday tilboð á nýum 2020 Mitsubishi Outlander í svörtum lit. Vetrardekk og mottu- sett fylgir. Langt undir tilboðsverði umboðsins á kr. 5.690.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Húsaviðhald. Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Tilkynningar Samþykkt deiliskipulags í Flekkudal, Kjósarhreppi Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti 2. desember 2020 deiliskipulag í landi Flekkudals í Kjósarhreppi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum, en deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að greinargerð hefur verið uppfærð til að bregðast við fram komnum athugasemdum. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda. Kjósarhreppur 02.12. 2020 Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Engin dagskrá er á vegum félags og tómstundastarfs- ins í dag, föstudag. Farið varlega inn í helgina og virðið sóttvarnir. Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is FINNA.is ✝ SigurgeirHöskuldsson fæddist í Keflavík 27. ágúst 1944. Hann lést á Land- spítalanum 22. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Höskuldur Guðjón Sig- urgeirsson, fædd- ur 27. september 1907, dáinn 7. júní 1976, og Hulda Stefánsdóttir, fædd 30. september 1925, dáin 23. desember 2008. Hálfsystir hans sammæðra er Ragnheið- Guðrún Sigurgeirsdóttir. Eftir unglingapróf vann hann lengst af á bænum og sinnti þar bú- störfum. Á haustin vann hann í sláturhúsi Hafnar á Selfossi. Um þrítugt hóf hann störf hjá Sorphirðu Suðurlands og vann þar í ein tuttugu ár. Þá hóf hann störf hjá Sláturfélagi Suðurlands og vann þar til áramóta 2010. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Selfosskirkju 4. des- ember 2020 kl. 13. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu verða eingöngu hans nánustu við at- höfnina en hægt verður að fylgjast með athöfninni sem streymt verður á vef Selfoss- kirkju, https://selfosskirkja.is. Virkan hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat. ur Clausen, fædd 13. júní 1960. Sig- urgeir fluttist barnungur til föð- urfjölskyldu sinn- ar sem bjó á Sel- fossi, í austurbænum. Var hann alinn upp af heimilisfólkinu sem þar bjó sem voru auk föður hans Sigurgeir Arnbjarnarson afi hans og Jó- hanna Andrea Bjarnadóttir amma hans og föðursystkini hans Bjarni Sigurgeirsson og Elsku Geiri minn, nú ert þú kominn aftur til Gunnu og Bjarna sem voru þér svo kær. Þú varst bæði hnyttinn og skemmti- legur en gast líka farið í ógur- lega fýlu og þá fengu allir að heyra það. Ég man varla eftir öðru en að Geiri væri einn af fjölskyldunni, þótt við værum ekkert skyld þá var hann einn af okkur og mætti í allar veislur sem honum var boðið í og viðkvæðið hjá okkur systkinunum var alltaf hver ætl- ar að sækja Geira? Honum fannst einstaklega gaman í bíltúr og erum við búin að fara nokkrar ferðir bæði austur og vestur. Geiri var vinamargur og héldu kaffikarlarnir einstakri tryggð við hann. Komu þeir í kaffisopa og reyk þar sem Geiri reykti allt- af frekar mikið Camel filterlaus- an og svo var púað yfir eldhús- borðið en honum var alveg sama þótt sessunauturinn væri orðinn grár af sígarettureyk. Geiri var einstaklega minnugur á bæði nöfn og símanúmer, mér dettur alltaf í hug laglínan það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig sem er lýsandi fyrir karakterinn hans Geira. Að eiga vin er lífsins mesta mildi og margur fær að skilja kraftinn þann því það sem okkar tilvist gefur gildi er gæska sú sem vekur kærleikann. Ef kuldi fer um vitund vina þinna skal vonar glætan þín þeim gef yl og þegar vinir skrekk og skaða finna þá skal þitt hjarta einnig kenna til. Að njóta allra mildi með þeim snjöllu og merkilegum vinum sem þú átt það líkist því að eiga nóg af öll og efast síst um hjartans heita mátt. (KH) Alla tíð bjó Geiri á Fossi með dyggri hjálp og aðstoð Valdísar síðust 20 árin, í mars á þessu ári fór hann á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Hann var ekki sáttur fyrst en þegar hann gaf starfsfólkinu séns þá urðu þær „stelpurnar hans“ eins og hann kallaði þær og uni hag sínum vel hjá þeim á Kirkjuhvoli. Hér kemu uppáhaldslagið þitt sem þú söngst alltaf þegar að þú fékkst þér aðeins neðan í því. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, Og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, Og von sem hefur vængi sína misst, Og varir, sem að aldrei geta kysst, Og elskendur, sem aldrei geta mæst Og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, Og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson) Elsku hjartans Geiri minn, Guð geymi þig og blessuð sé minning þín, þín verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur til Ragnheiðar, Örnu, Valdísar og fjölskyldna. Litla ráðskonan þín, Hildur. Nú hefur Sigurgeir frændi minn eða Geiri á Fossi eins og hann var oftast kallaður kvatt okkur. Þar með lýkur rúmlega 120 ára búsetu afkomenda Arn- bjarnar og Guðrúnar sem létust í landskjálftanum mikla 1896. Eft- ir skjálftann endurbyggði sonur þeirra Sigurgeir og kona hans Jóhanna upp Austurbæinn. Eignuðust þau 4 börn: Arnbjörn, Höskuld, Guðrúnu og Bjarna sem síðar héldu heimili saman nema Arnbjörn sem byggði sér hús á hólnum þar rétt hjá. Kom Sigurgeir til þeirra barnungur og ólst þar upp. Eftir að Bjarni föðurbróðir hans féll frá hélt Valdís áfram að annast heimilishald fyrir Sigur- geir og gerði honum kleift að búa áfram heima hjá sér. Hún hafði velferð hans ávallt í fyrirrúmi og sinnti honum af kærleik og virð- ingu. Verður það seint fullþakk- að. Núna seinni árin þegar ferð- um okkar fjölgaði í gegnum Sel- foss þá stoppuðum við oft hjá Geira og fengum kaffi, kíktum í Moggann og áttum gott spjall um líðandi stund. Ekki fannst honum verra ef við komum fær- andi hendi með Camel úr frí- höfninni. Þegar minnkaði í sígar- ettuskúffunni fengum við stundum símtal frá honum um hvort við yrðum ekki á ferðinni fljótlega. Sigurgeir var sérstakur kar- akter og eftirminnilegur sem hafði sterkar og ákveðnar skoð- anir á hinum ýmsum málefnum. Að hans áliti var minnisleysi bara leti, fólk nennti ekki að muna. Honum var umhugað um að hafa heimili sitt snyrtilegt og hreint. Ekkert óþarfa drasl eins og styttur og skrautmuni sem þyrfti að þurrka af. Hann var vinmargur og marg- ir komu við á Fossi, fjölskyldurn- ar á hinum Selfossbæjunum stóðu einnig þétt að honum. Þetta ár var Sigurgeiri erfitt vegna veikinda og samkomu- hafta. Hann flutti á hjúkrunar- heimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í vor og var vel tekið á móti hon- um bæði af starfsfólki og íbúum. Við þökkum Geira samfylgd- ina, alla kaffibollana og vitum að vel verður tekið á móti honum í sumarlandinu. Arna Viktoría, Ingvar Berg. Það er föstudagskvöld, klukk- an er um hálfellefu og afkynn- ingarlag sjónvarpsþáttarins Der- rick er spilað. Yngsta dóttirin á heimilinu kippir fótunum upp í sófann og segir: „Nú kemur Geiri á Fossi!“ Ekki var það að hún hræddist Geira heldur var þetta svona heimsóknartími hans til fyrrverandi skólabróður, Ingvars og „tveggjapokakonunn- ar,“ þ.e. þeirrar sem tók vel á móti honum og fékk tvo rusla- poka í tunnuna í stað eins fyrir móttökurnar. Geiri var jafnan við skál þegar hann kom og ferð- aðist um á taxa. Geiri hafði einstakan hæfi- leika til að svara fyrir sig og lét menn ekki eiga hjá sér. Ingvar kann enn ýmis tilsvör Geira eins og þegar þeir ungir drengir reyndu fyrir sér á skíðum á Fos- stúninu. Gekk það ekki nógu vel en Geiri gerði grín að sér í þriðju persónu þegar hann minntist þess „þegar maðurinn fór á skíði“. Einhvern tíma skutlaði ég Geira út að Fossi um hábjarta sumarnóttina. Hann vildi endi- lega drífa mig inn og smellti plötu á fóninn. Ekki stóð ég lengi við en á nýársnótt vorum við eitt sinn stödd hjá nágrönnum í Grashaganum og þá dönsuðum við Geiri saman eftir laginu „Dýrið gengur laust“. Nema hvað? Eitt sinn fór ég í 7. bekkjar ferðalag með Gylfa Þ. Gíslasyni austur um Rangárvallasýslu. Gylfi vildi fræða börnin um helstu kappa fornaldar, tók míkrófóninn og sagði þeim frá Gunnari á Hlíðarenda og Njáli á Bergþórshvoli. Ekki veit ég hvort þessi fróðleikur höfðaði nú til ungdómsins - og þó spurði ein stúlkan: „En hvar var það sem þeir bjuggu Gunni Skúla og Geiri á Fossi?“ Þannig á hver kynslóð sínar hetjur. Um verslunarmannahelgi kom hann í heimsókn og voru fleiri hjá okkur. Þegar nær dró því að Geiri þyrfti að fara að komast í HM-kaffi lét hann hringja á bíl en þá kom babb í bátinn; Geira skorti farareyri. Ég og Ólafur heitinn Hákon söfnuðum sama einhverju klinki og létum hann hafa. Hróðugur rétti Geiri fram lófann, sneri sér að Ingvari og sagði: „Ja, við erum nú engir ölmusumenn.“ Nú mun Geiri halla sér að lok- um í raun á Fosstúninu sjálfu, tilbúinn með steininn sinn á graf- reit síns fólks. Það er stutt að fara og líklega þarf hann ekki taxa. Við Ingvar þökkum honum samfylgdina og skemmtilegheit- in. Ingvar Jónsson Þórdís Kristjánsdóttir. Sigurgeir Höskuldsson Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, REYNIR H. JÓNSSON, lést á Hrafnistu Laugarási mánudaginn 23. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Bragi Reynisson Eulogia Medico Jón Emil Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.